Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 15 Ljóðskáldið | Ingibjörg Haraldsdóttir fædd 1942 í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Ljóðabækur Ingibjargar Haraldsdóttur: Þangað vil ég fljúga (1974), Orðspor daganna (1983), Nú eru aðrir tímar (1989), Ljóð (1991), Höfuð konunnar (1995), Hvar sem ég verð (2002). Þú áttir enga tölvu, kæri Púshkin, og ekki heldur neina rafmagnsritvél, já, svei mér þá, þú notaðir víst fjöður og dýfðir henni í hjartablóðið þitt. Samt varstu bara býsna glúrinn Púshkin og ortir margt sem enn er vert að skoða þótt upp sé runnin öld sem öllu gleymir og allan tímann hugsar bara um sig. Ég sit hér við að þýða, elsku Púshkin, þinn sorgarbrag um Mozart og Salieri og við þá iðju vakna margir þankar um öfund, snilld og glæpi, nema hvað. En samt ég verð að segja, góði Púshkin, að bragarháttur þessi sem þú notar er undarlega smitandi á köflum og hefur tekið völdin hér hjá mér. Ég ræð nú ekkert við mig, mikli Púshkin, því allt sem set á blað er frá þér fengið og ekki veit ég hvernig þetta endar sjá, ljóðin mín þau yrkja sig nú sjálf. Púshkinsbragur er lífsreynsluljóð þýðanda einsog glöggir lesendur hljóta að sjá. Ýmislegt fleira er þó hér á ferð: tæknisaga, aldarfarslýsing og bragfræði, svo fátt eitt sé nefnt. Bragurinn varð til fyrir um það bil þremur árum sem inngangur að lengra kvæði sem ég gaf vinkonu minni Silju Aðalsteinsdóttur í afmæl- isgjöf. Hún hefur nú góðfúslega leyft mér að birta innganginn einan og sér í lesbók allra landsmanna. Púshkinsbragur Morgunblaðið/Ásdís Katrín Anna „Gallarnir fannst mér svo margir, sérstaklega hvað varðar staðalímyndir og oft klisjukennda afgreiðslu á tvíkynhneigð og hinum ýmsu kyngervum.“ GLÁPARINN The L word veldur mér heilabrotum. Í upp-hafi gladdist ég yfir þáttum sem gera lesbíur sýnilegar. Fljótlega runnu þó á mig tvær grímur. Ég varð sannfærð um að mark- hópurinn væri gagnkynhneigðir karlmenn sem sækja í lesbíuklám. Ég varð hissa þegar ég sá Gloriu Steinem, goðsögn í lifanda lífi, leika sjálfa sig í þáttunum. Gallarnir fannst mér svo margir, sérstaklega hvað varðar stað- alímyndir og oft klisjukennda afgreiðslu á tví- kynhneigð og hinum ýmsu kyngervum. Þetta breyttist þegar ég ræddi þættina við lesbíur sem búa í löndum þar sem fordómar gegn samkynhneigð eru svo miklir að þær geta ekki komið út úr skápnum. Þær hlaða þáttunum niður af Netinu og hittast í hópum til að horfa á þá. Þær elska þættina vegna þess að þar eru sýndar fallegar konur sem lifa „venjulegu“ lífi. Sýnileiki samkynhneigðra í þeirra heimalönd- um er nefnilega svo lítill að það eru helst hommar sem ganga í litríkum búningum og sýna ýkta kvenlega hegðun sem sjást, kannski vegna þess að þeir geta ekki falist í fjöldanum. Þær vilja meina að margbreytileiki samkyn- hneigðra sjáist ekki fyrir vikið og það hamli baráttunni fyrir viðurkenningu þar sem al- menningur afgreiði samkynhneigða sem furðufugla. Þær vonast til að þættirnir breyti viðhorfum gagnvart samkynhneigð og nota þá til að efla baráttuandann sín á milli. Það er af- rek út af fyrir sig. Katrín Anna Guðmundsdóttir er M.Sc. í við- skipta- og markaðsfræði og fyrrverandi tals- kona Femínistafélags Íslands. LESARINN Það gefst ekki mikill tími til lestrar fag-urbókmennta þegar lokasprettur meist- aranáms í félagsfræði er framundan. Ég féll þó í freistni nýlega og fjárfesti í bókinni The Interpretation of a Murder eftir Jed Ruben- feld, því ég hef löngum haft gaman af vel skrifuðum krimmum. Mér skilst að bókin hafi hlotið einróma lof gagnrýnenda og því hélt ég áfram að lesa þótt hún gripi mig ekki í fyrstu. Eftir að hafa þrælað mér dottandi í gegnum þriðjung bókarinnar hætti mér þó að lítast á blikuna. Bókin virtist einkum fjalla um gelgju- leg samskipti nokkurra karlkyns sálfræðinga á miðjum aldri. Ef til vill eru síðari þriðjung- arnir tveir það meistaraverk sem auglýsing- arnar lofuðu en ég hef þó lagt bókina á hilluna í bili. Ef ég á að taka tíma frá skólabókunum verða bækurnar að vera meira grípandi en upphaf þessarar bókar. Ég hef því snúið mér aftur að skruddunum og í samanburði við Rubenfeld eru þær bara hörkuspennandi. Nýlega hef ég verið að sökkva mér í pælingar um hlutleysi. Hlutleysi er bara mýta segir Iris Marion Young í bók sinni Inclusion and Democracy. Við erum öll staðsett og ekkert okkar getur öðlast hlut- lausa sýn á nokkurt mál. Hlutleysi er ekki bara mýta, segir Young, heldur líka vita gagnslaust! Af hverju myndum við vilja hlut- laust sjónarhorn á ákveðin vandamál sem eru staðsett í ákveðnum veruleika og snerta ákveðna hópa samfélagsins? Mun gagnlegra væri, segir Young, að kynnast ólíkum sjón- arhornum þeirra hópa sem um ræðir og kom- ast þannig að upplýstri niðurstöðu um lausn á málunum. Þetta finnst mér spennandi bók. Auður Magndís Leiknisdóttir er félagsfræð- ingur og talskona Femínistafélags Íslands. Morgunblaðið/Ásdís Auður Magndís „Nýlega hef ég verið að sökkva mér í pælingar um hlutleysi. Hlutleysi er bara mýta segir Iris Marion Young í bók sinni Inclusion and Democracy.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.