Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Blaðsíða 12
Eftir Ólöfu Arnalds og Ragnar Ísleif Bragason olofarnalds@12tonar.is Þ að er óhætt að segja að bær- inn hafi iðað af lífi þá fimm daga sem Þjóðlagahátíðin stóð yfir. Á hverju kvöldi voru tvennir og jafnvel þrennir tónleikar af ýmsum toga, allt frá armenskum sönglagatónleikum til kvöldstundar í Bræðsluverksmiðjunni Gránu þar sem Jerry Rockwell frá Ohio í Bandaríkj- unum söng og seiddi út úr amerísku fjallalang- spili sínu (mountain dulcimer) alþýðulög frá ýmsum heimshornum. Miðvikudaginn 4. júlí var haldin grillveisla á Ráðhústorginu þar sem boðið var upp á pylsur og svala. Íslensk grill- veisla af bestu gerð, hálfskýjað og hlýtt í veðri. Fólk spjallaði og bar saman bækur sínar varð- andi hvaða atburðir skyldu sóttir meðan á há- tíðinni stæði. Og ekki vantaði úrvalið. Fjórtán tónleikar og tíu námskeið auk þess sem Þjóð- lagaakademía var starfrækt í fyrsta sinn í sam- starfi við Kennaraháskóla Íslands. Íslensk þjóðlagahefð á háskólastigi Fyrsta kennslulota Þjóðlagaakademíunnar var aðeins upphafið að miklum framtíðaráformum um kennslu í þjóðtónlistarfræðum hérlendis, þar sem forsvarsmenn Þjóðlagaseturs og KHÍ undirrituðu á uppskeruhátíð þjóðlagahátíð- arinnar samstarfssamning sín á milli, sem mið- ar að námskeiðahaldi á háskólastigi í íslenskri þjóðlagatónlist og dansmenningu, í tengslum við Þjóðlagahátíð. Mun með þessu vera brotið blað á sviði menntunar sem snýr að þessum hluta sögu okkar. ,,Það sem var merkilegast við hátíðina núna var Þjóðlagaakademían sem við settum á fót. Þarna voru fyrirlestrar allan dag- inn um þjóðlagatónlist, bæði innlenda og er- lenda. Henni lauk svo í raun með þessari undir- skrift þar sem Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskólans, og ég undirrituðum sam- starfssamninginn. Námskeiðin eru til eininga við Kennaraháskólann og allir nemendur á há- skólastigi geta sótt þau, valið sér síðan verkefni við sitt hæfi og fengið metið til eininga í námi sínu,“ segir Gunnsteinn Ólafsson aðspurður hvað honum þótti markverðast á hátíðinni þetta árið. Rímur í öndvegi Frá upphafi hefur tónlistararfur þjóðarinnar verið í forgrunni á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði en í ár var sérstök áhersla lögð á rímur og rímnakveðskap. Yfirskrift hátíðarinnar var Ríma og voru kvæðamenn gjarnan sérstakir gestir á tónleikum. Steindór Andersen, formað- ur Kvæðamannafélagsins Iðunnar, stóð einnig fyrir námskeiði í rímnakveðskap. Þegar degi tók að halla mátti heyra óm af rímnasöng víðs vegar um bæinn, þar sem menn og konur kváð- ust á og sýndu ef til vill öðrum það sem þau höfðu lært um daginn á námskeiði Steindórs eða í Þjóðlagaakademíunni. Gestum hátíð- arinnar gafst einnig tækifæri til að skoða Þjóð- lagasetur séra Bjarna Þorsteinssonar í Mað- dömuhúsi, þar sem séra Bjarni bjó og starfaði á árunum 1888-1898 en með opnun þess síðasta sumar varð hugmynd aðstandenda Félags um Þjóðlagasetur loks að veruleika eftir ötult starf frá árinu 1999. En á safninu er m.a. hægt að sjá og heyra myndbands- og hljóðupptökur af kvæðafólki á öllum aldri. Safnið er tileinkað séra Bjarna vegna þess mikla hugsjónastarfs sem hann vann til varðveitingar íslenskra þjóð- laga, en hann safnaði þeim í aldarfjórðung og gaf út á árunum 1906-1909. Hið mikla rit hans Íslensk þjóðlög er ein mikilvægasta heimild sem til er um íslenska tónlistarhefð og hefur orðið mörgum innblástur, bæði til rannsókna og ekki síður nýrrar tónsköpunar í hinum ýmsu geirum tónlistar hérlendis. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna Á hátíðinni var miðað að því að hafa fjölbreytta dagskrá sem hentaði öllum meðlimum fjöl- skyldunnar. Boðið var upp á leiklistarnámskeið fyrir börn á aldrinum níu til tólf ára og nám- skeið í spunatónlist fyrir þrettán til sextán ára sem lauk með glæsilegum tónleikum í Tónlist- arskóla Siglufjarðar. Glímunámskeiðið var hugsað fyrir fólk eldra en tólf ára og eins brúðu- gerðar- og brúðuleikhúsnámskeið Bernd Ogrodnik en Bernd sýndi einnig uppsetningu sína á Pétri og úlfinum við frábærar viðtökur yngstu kynslóðarinnar sem og hinna eldri. ,,Við höfum blandað saman tónlist og gömlu hand- verki og reynt að fara ótroðnar slóðir í nám- skeiðahaldi þannig að fjölskyldurnar hafa fund- ið sér eitthvað til dundurs á meðan dagur lifir en á kvöldin eru tónleikar sem allir geta sótt frá klukkan átta til miðnættis. Fólk getur verið þess vegna sex tíma á dag á námskeiði og svo fjóra tíma á tónleikum þannig að það getur ver- ið meira en fullur vinnudagur að vera á Þjóð- lagahátíð,“ segir Gunnsteinn. ,,Bæði saumur og endurvakið fornt handverk hafa verið á hátíð- inni frá upphafi og svo hafa bæst við önnur námskeið eins og glíma og sagnanámskeið. Það er ákveðinn hópur fólks sem sækir hátíðina allt- af og þessi hópur er sólginn í ný námskeið. Það er ákveðin áskorun fyrir okkur sem stöndum að þessu að vera með ný námskeið á hverju ári fyr- ir þetta fólk svo það komi aftur.“ Gott andrúms- loft var á námskeiðunum og virtist fólk skemmta sér afskaplega vel. Hvort sem það smíðaði skartgripi eða brúður, lærði á langspil eða að spila klezmer-tónlist. Heimstónlist og magadans Þótt áhersla hafi verið lögð á íslenska þjóð- menningu var einnig boðið upp á námskeið í tónlist og dansi frá öðrum heimshornum. Maga- dans sem upprunalega kemur frá Miðaust- urlöndum hefur átt vaxandi fylgi að fagna hér- lendis undanfarin ár og var því ekki úr vegi að standa fyrir námskeiði í honum. Námskeiðið var vel sótt og var ekki annað að sjá á uppske- ruhátíðinni en að þátttakendum hefði tekist vel að tileinka sér hinar mjúku og tignarlegu hreyf- ingar magadansins. Námskeiðið í klezmer-tónlist (gyðingatónlist) naut einnig vinsælda, en það voru meðlimir hins víðfræga heimstónlistarkvartetts Andrómeda4, sem kenndu á námskeiðinu. Meðlimir Andró- medu4 lifa og starfa í Boston og eru þrír með- limanna þaðan en Íma Þöll Jónsdóttir, íslensk- ur fiðluleikari, hefur starfað með bandinu frá byrjun. Á tónleikum Andrómedu4 í Síld- arminjasafninu var klezmer-tónlist stór hluti af dagskránni, en venjulega leikur kvartettinn fyrst og fremst frumsamda tónlist, undir áhrif- um frá ýmsum heimshornum, sem er að mestu samin af harmóníkuleikaranum Evan Harlan. Meðlimir Andrómedu4 hafa hver í sínu lagi víð- tæka reynslu í flutningi klezmer-tónlistar og var kvartettinn því vel til þess fallinn að miðla henni til áhugasamra nemenda á námskeiðinu, sem heppnaðist mjög vel. Íma Þöll sagðist taka eftir því að klezmer-tónlist væri vinsæl hér- lendis og einnig að áhugi tónlistarmanna og eins áhersla tónlistarkennara á tónlist sem inni- héldi spuna og leik eftir eyra hefði vaxið mjög mikið síðan hún var hér við klassískt fiðlunám fyrir 14 árum. ,,Mér finnst vera miklu meira af ungu fólki sem er að prófa eitthvað nýtt, sem er frábært. Ég tek líka eftir því hjá ungum nem- endum í klassísku tónlistarnámi að þeir sem eru hjá kennurum sem láta þá impróvísera [leika af fingrum fram] eru frjálsari í spilamennskunni. Sú þróun að tónlistarskólar séu að setja spuna inn í námið finnst mér mjög jákvæð. Nemend- urnir geta lært mikið af spuna og hann víkkar sjóndeildarhringinn sem er mikilvægt, segir Íma Þöll. Íma Þöll tók líka þátt í Þjóðlagaaka- demíunni, þar sem hún hélt fyrirlestur um heimstónlist og hvernig hún er kennd. ,,Ég tók fyrir indverska tónlist og klezmer-tónlist af því að það er sú tónlist sem ég hef stúderað mest. Í báðum þessum tónlistarhefðum er allt kennt eftir eyranu og fyrirlesturinn fjallaði um það hvernig með því að syngja allt fyrst og færa það síðan yfir á hljóðfæri, verður hljóðfærið smám saman framlenging af röddinni. Þegar maður fer að hlusta svona mikið þá fer maður ósjálf- rátt að herma eftir blæbrigðum í röddinni sem maður er ekki vanur að gera, sérstaklega þegar maður kemur úr klassísku hefðinni, eins og ég. Miðpunktur fyrirlestursins var að sýna fólki að það væri mikilvægt, ef maður vildi þróa sinn persónulega stíl, að læra alls konar stíla. Með því að herma eftir öðru tónlistarfólki kemur maður sér upp orðaforða sem maður getur not- Þjóðlagahátíð færir út Á Siglufirði fór fram Þjóðlagahátíð í áttunda sinn dagana 4.-8. júlí. Félag um Þjóðlagasetur séra Bjarna Þorsteinssonar stendur að skipulagningu hátíðarinnar með Gunnstein Ólafsson í fararbroddi og er það mál manna að hún hafi verið einstaklega vel heppnuð í ár. Fjöldi lista- manna, innlendir sem erlendir, voru fengnir á hátíðina til tónleikahalds og kennslu á nám- skeiðum af ýmsum toga, svo sem í langspilsleik, brúðugerð, keðju- og skartgripagerð, Klez- mer-tónlist og íslenskri glímu. Kveðskapur Bára Grímsdóttir, kvæðakona og Chris Foster gítarleikari, stóðu fyrir eft- irminnilegum tónleikum á Bíó kaffi. Hér sést Cris leika á langspil undir söng Báru. »Ég held því ekki fram að þetta sé eitthvert æði og æska landsins heimti að fá að hlusta á rímnakveðskap heima hjá sér á kvöldin. Ég held að vakningin sé bæði hjá áhuga- og fag- fólki og að menntaðir tónlistarmenn séu að vakna til vitundar um gildi þessarar tónlistar. Hún er hluti af sögu okkar og af hverju ættum við ekki að spila hana eins og aðra tónlist sem við höfum verið að flytja í gegnum tíðina? 12 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.