Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Qupperneq 8
Eftir Sigrúnu Sigurðardóttur
sigrun@akademia.is
L
ocation er ljósmyndaverk sem hefst með forsíðumynd af íbúðar-
húsnæði í Kelduhverfi. Húsið stendur eitt, og að því er virðist yf-
irgefið, í litlausri náttúru, án tengsla við önnur hús og varn-
arlaust gagnvart ljósmyndaranum sem myndar það úr hæfilegri
fjarlægð. Þannig hefst ferðalag okkar með Spessa um landið. Við
virðum fyrir okkur íslenskt landslag sem er hvorki stórbrotið né
ógnvekjandi en engu að síður athyglisvert. Við sjáum hús og
glugga, götumynd, innbú, svefnherbergi, stofur og geymslur,
klósettskálar og skrifstofuhúsnæði. Ein ljósmynd er af gömlum örbylgjuofni í óhrjá-
legu þvottahúsi á Snæfellsnesi. Í loftinu hanga fjórar rauðar þvottasnúrur og fjórar
litríkar þvottaklemmur. „Mér finnst eitthvað fallegt við það að taka mynd af gömlum
örbylgjuofni. Það er enginn sem notar hann, enginn sem hafði veitt honum neina eft-
irtekt fyrr en ég kom og myndaði hann, segir Spessi og bætir við: „Nú hefur hann
fengið uppreisn æru. Er allt í einu kominn í bók. Mér finnst þetta fallegt. Sjáðu líka lit-
ina. Sjáðu hvað þeir vinna vel saman.“
Spessi myndar umhverfið og hlutina í kringum sig óháð því hvort þeir eru almennt
álitnir verðugt myndefni eða ekki. „Sá eiginleiki ljósmyndarinnar að skrásetja um-
hverfið er það mikilvægasta við miðilinn að mínu mati og er ein helsta ástæða þess að
ég tek myndir fremur en að notast við annað listform.“ Spessi notar jafnan gamla Has-
selblad myndavél sem endurspeglar ef til vill áherslu hans á að skrásetja umhverfið á
þann hátt sem virðist hlutlaus þó það kunni að vera blekking. Ljósmyndarinn velur
sér bæði viðfangsefnið og nálgunina. Hann rammar inn umhverfið, slítur hluti úr sam-
hengi og kemur því fyrir í nýju samhengi. Sýn Spessa á hlutina er sérstök. Hann sér
íslenskt landslag, fjöll og borgarumhverfi á annan hátt en flestir aðrir ljósmyndarar
sem mynda hér á landi. Sumir kynnu jafnvel að segja að hann leitaði uppi ljótleikann.
Ljósmyndir af verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Grensásveg í Reykjavík sýna ein-
staklega óaðlaðandi borgarumhverfi. Það sama gera ljósmyndir af íbúðarblokkum við
Álftamýri og skrifstofuhúsnæði við Glerárgötu á Akureyri. Húsin eru allt að því aumk-
unarverð. Varnarlaus í ljótleika sínum. Þetta er umhverfi sem sjaldan fangar athygli
ljósmyndara en mótar umgjörð utan um daglegt líf fjölda fólks á Íslandi.
Spessi leitar ekki uppi hina fyrir fram skilgreindu fegurð en leitast hann markvisst
við að fanga ljótleikann? „Nei, það geri ég ekki. Ég ljósmynda bara það sem ég sé og
upplifi. Óháð því hvort það er fallegt eða ljótt.“ Hann bætir því við að sterkasta aflið í
ljósmyndun hans sé viljinn til að fanga ákveðna upplifun. „Þegar ég kem á ákveðinn
stað, stíg út úr bílnum í litlu þorpi úti á landi eða geng inn í herbergi í ókunnugu húsi
þá upplifi ég umhverfið kannski mjög sterkt. Ég skynja ákveðna stemningu sem skap-
ast af umhverfinu og öllu því sem er á þessum tiltekna stað og það er það sem ég vil
skrásetja – ég vil fanga upplifunina sem fylgir því að vera staddur á ákveðnum stað á
ákveðnum tíma.“ Spessi bætir því við að hann noti sjaldan aðdráttarlinsu. „Um leið og
linsan er notuð til að draga fram einhver smáatriði eða draga athyglina að ákveðnum
hlutum í umhverfinu brenglast hlutföllin og upplifunin verður ekki sú sama. “
Ljósmyndirnar í bókinni Location eru allar af umhverfi mannsins, hvort sem hann
hefur skilið eftir sig sýnileg ummerki í umhverfinu eða ekki. „Staður verður ekki stað-
ur fyrr en einhver hefur komið þangað,“ segir Spessi og þetta er í raun sú hugmynd
sem hann hefur lagt upp með í síðustu verkum sínum. Staðirnir sem hann myndar eru
vettvangur fyrir atburð sem hefur annaðhvort átt sér stað eða er við það að bresta á.
Þess vegna heitir bókin Location. Spessi segist hafa átt erfitt með að finna íslenskt orð
sem samsvari hugtakinu „location“. Það er ekki staður, ekki staðsetning, ekki vett-
vangur en kannski þetta allt saman og eitthvað í viðbót. Ljósmynd af yfirgefnu húsi á
Raufarhöfn er eins og ljósmynd af vettvangi glæpasögu og ljósmyndir sem teknar eru
á heimili móður og dóttur á Akureyri gætu verið leikmynd í íslenskri kvikmynd.
Spessi er þekktur fyrir portrettljósmyndir sem sýna einstaklinginn líkt og í tilvist-
arkreppu frammi fyrir auga ljósmyndarans. En í bókinni Location eru engar ljós-
myndir af fólki – ef undan er skilin ein mynd sem tekin er í gljúfrum við Kárahnjúka á
Skrá-
setning á
vettvangi
Spessi er í hópi þeirra íslensku samtímaljósmyndara sem fjallað verður um í viðtals-
röð sem hófst með viðtali við Katrínu Elvarsdóttur í júnímánuði. Spessi er einn af
áhrifamestu ljósmyndurum á Íslandi í dag. Hann hefur starfað jafnt við blaða-
ljósmyndun, auglýsingaljósmyndun og listræna ljósmyndun og hefur sýnt verk sín
víða, bæði hér á landi og erlendis á síðustu fimmtán árum. Spessi hefur sérstakan og
ákveðinn stíl sem einkennist af formfestu og viðleitni til að sýna viðfangsefnið á af-
hjúpandi en um leið hlutlausan hátt. Spessi skrásetur umhverfi sitt og dregur athygli
áhorfandans að því sem er svo hversdagslegt að við veitum því sjaldan eftirtekt. Ljós-
myndaröð hans af bensínstöðvum sem sýnd var á Kjarvalsstöðum árið 1999 og í New
York ári síðar hefur fest sig rækilega í sessi í íslenskri ljósmyndasögu og það sama
má segja um portrettmyndir hans sem bera sterk höfundareinkenni. Á síðasta ári var
Spessi með tvær sýningar hér á landi, eina með myndum af verkamönnum á Kára-
hnjúkum og aðra í Hafnarborg sem bar heitið „Location“. Næsta sýning Spessa verð-
ur í Roebling Hall galleríinu í New York í byrjun næsta árs.
Nýjasta verk Spessa er hins vegar bók sem nefnist Location og kom út í New York í
síðasta mánuði. Bókin er hönnuð af Hjalta Karlssyni og Jan Wilker hjá karls-
sonwilker inc. og er einstaklega vel gerð.
Innbú Mörgum til furðu hafði Spessi mestan áhuga á að taka myndir af umhverfi verkafólksins.
Kárahnjúkar Ljósgrænn skúr, notaður sem íbúðarhúsnæði verkamanna á Kárahnjúkum.
8 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók