Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Blaðsíða 4
Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is Þ ví var haldið fram að ég væri ekki neitt, innihalds- laus verknaður, yfirborðslegt en ef til vill hugvits- samlegt skraut. Aðrir sögðu reyndar að ég væri tákngervingur háðuglegrar gagnrýni á neysluvæð- ingu innihaldsleysisins. Sagt var að allt frá eyrnasneplum og niður í tær væri ég stórfengleg árás á þrá- hyggjukenndan áhuga heils menn- ingarsamfélags á auði, glysi og hrað- soðinni skemmtun. Enn öðrum fannst ég raunverulega heillandi, fannst ég sýna einlæga og heiðarlega tilfinningu fyrir glensi – þeirri tegund fölskvalausrar gleði sem hefur nánast horfið úr heiminum.“ Þannig lýsir „Kanína“ Jeffs Koons hlutskipti sínu sem listaverks á sviði borgarleikhúss- ins í Kassel í óborganlegum gjörningi Elmgreen og Dragset, „Drama- drottningum“, sem er hluti af Skúlp- túrverkefninu sem þar stendur yfir um þessar mundir. Á sviðinu koma saman margar frægustu „styttur bæjarins“ – eins og Spilverk þjóð- anna orðaði það forðum – og reyna að réttlæta tilvist sína á forsendum fag- urfræði þess tíma sem þær tilheyra. Gjörningurinn, sem strangt til tekið er auðvitað bara leikrit, setur lista- söguleg spursmál síðustu áratuga í hnotskurn á röskum hálftíma. Geri aðrir betur. Hvörfin í „Dramadrottningum“ eru svo þegar stytturnar, sem allar eru auðþekkjanlegar sem slíkar, velta fyrir sér hvað í ósköpunum sé að gerast er Brillókassi Andy War- hols (frá 1964) dettur af himnum ofan undir lok sjónarspilsins. Styttan Elegy III (eftir Barböru Hepsworth, frá árinu 1966) talar fyrir munn hinna – og án efa margra listunnenda á sín- um tíma – þegar hún segir: „Þetta er áreiðanlega ekki myndastytta, eða hvað? Það getur ekki verið.“ Þótt þeir Michael Elmgreen og Ingar Dragset dragi þannig saman ríkjandi viðhorf til lista frá ólíkum tímum í verki sínu með svo hnyttnum og beittum hætti, þarf enginn að ótt- ast að viðhorfin til skúlptúra séu ekki sömuleiðis fersk utan borgarleik- hússins í Kassel. Hefðbundnum skil- greiningum hefur í sumum tilfellum verið kastað algjörlega fyrir róða af þeim listamönnum sem taka þátt, og það er vitaskuld í fullri samvinnu við sýningarstjórana, þau Kasper König, Birgitte Franzen og Carinu Plath sem er þeim tveimur fyrrnefndu til aðstoðar. Sýningarumhverfið – almenningsrýmið Á sýningu sem þessari er óhjá- kvæmilegt að skoða sýning- arumhverfið, sjálft almenningsrýmið. Münster er fyrir löngu farin að bera merki þessara sýninga og því orðin að einskonar varanlegri yfirlitssýn- ingu er spannar þróun þrívídd- armyndlistar á síðari hluta tutt- ugustu aldar. Sum verkanna hverfast enda um Münster-borg sem slíka, eða jafnvel um þarfir borgaranna á hverjum tíma. Sem dæmi um hið síð- arnefnda má nefna gamalt verk, Per Kirkeby, sem er í raun bara stræt- isvagnaskýli, og þá ekki síður verk Hans Peters Feldmanns, sem í ár ákvað að endurgera niðurnídd al- menningssalerni á einu bæjartorg- inu. Það var óneitanlega athyglisvert að sjá konur streyma niður á kar- laklósettið og karla inn á kvennakló- settið með myndavélar á lofti alla opnunardagana – þrátt fyrir að „verkið“ eða salernin væru í fullri notkun. Í Münster kemst sem sagt enginn hjá því að velta fyrir sér hvernig við skilgreinum almenningsrými; hvar við finnum fyrir sögunni og minning- unum, bæði hinu sameiginlega minni mannkyns og því sem lifir og hverfur með einstaklingunum. Listin er sett fram í þessu samhengi borgarinnar og enginn sem fer um hana getur komist hjá því að velta því fyrir sér með hvaða hætti listin þjónar þessu tiltekna umhverfi sínu. Münster er ekki bara sögufræg borg í miðaldasögunni, heldur einnig í nútímasögunni. Hún er ein þeirra þýsku borga sem voru lagðar í rúst í sprengjuárásum bandamanna á loka- stigi síðari heimsstyrjaldarinnar – þeirra borga þar sem sagan var nán- ast þurrkuð út. Allar sögufrægar byggingar miðborgarinnar eru því endurgerðir af eldri byggingum – einskonar eftirlíkingar af sjálfum sér. Fyrir vikið ber hinn gamli og sögu- legi miðbær með sér andrúmsloft endursköpunar og -skoðunar, sem eftir skrif Umbertos Ecos um Disn- ey-væðingu heimsins á jafnframt eitthvað skylt við þemagarðinn. Óhjákvæmilega hafa nokkrir lista- menn í ár því unnið verk sín út frá sögulegum staðreyndum – unnið með sameiginlegt minni staðarins eins og það hefur orðið til í gegnum söguna. Þannig lítur Martha Rosler til tíma- bils Anababtistanna í Münster (1534- 1535), sem eftir skammvinn yfirráð voru að lokum yfirbugaðir, pyntaðir og drepnir. Forsprakkarnir fengu ekki kristilega greftrun heldur voru búr með líkum þeirra hengd upp í kirkjuturninn, öðrum til viðvörunar, þar sem þau fanga enn athygli fólks; ekki síst ferðamanna. Í verki sem hún nefnir „Unsettling the Fragments“ (Hreyft við brot- unum) dregur Rosler fram í dags- ljósið þá staðreynd að saga miðalda- borgarinnar Münster hefur ekki varðveist óslitin fram á okkar daga, þótt svo mætti ætla af bygging- arstílnum. Hún hefur endurgert (eins og hefð virðist vera komin á í Müns- ter) búr Anababtistanna og stillt þeim upp á götunni meðal vegfarenda þar sem þau verða hvort tveggja; að minnisvörðum um mál- og trúfrelsi og að áminningu um afleiðingar öfga í trúarbrögðum á borð við þau sem Anababtistarnir aðhylltust. Hún nýt- ir sér einnig annað brot úr sögunni, „brot“ úr guðshúsi gyðinga sem var eyðilagt Kristalsnóttina hræðilegu 1938. Því kemur hún fyrir í grennd við búrin með þeim hætti að óhjá- kvæmilegt er að velta því fyrir sér hvers vegna þeirra guðshús var ekki endurgert eftir stríðið rétt eins og guðshús kristinna. Aðra vísun í yf- irráð nasista í Þýskalandi má finna í brotum úr glæsibyggingu þeirri er hýsti höfuðstöðvar flughers þeirra, en þeim hefur Rosler m.a. stillt upp á verslunargötunni þar sem þau eru eins og hvert annað skraut þrátt fyrir þann hræðilega hildarleik er þau standa fyrir í táknrænum skilningi. Sýnileg saga og ósýnileg – afstæði sannleikans Aðgengilegasta leiðin til að skoða verkin í Skúlptúrverkefninu er að leigja sér hjól til að fara á ákjósan- legum hraða um þetta stóra sýning- arrými. Vel mátti sjá hvaða verk voru vinsælust á hjólaumferðinni og jafn- framt hvar ný verk gat að líta. Verk Guillaume Bijl, „Sorry Installation“ (Kjánalega innsetningin), var eitt þeirra sem almenningur virtist hafa hvað mest gaman af. Bijl leikur sér þar með mörkin á milli sýnilegrar sögu og ósýnilegar; sannrar sögu og tilbúinnar. Hann lét útbúa hól á opnu svæði með stórri og djúpri holu í miðjunni þar sem gefur að líta efsta hluta kirkjuturns og litla skóflu, rétt eins og þar hafi fornleifa- fræðingar uppgötvað áður óþekktan kirkjustað. Fólk stóð í hópum hring- inn í kringum þennan „fund“, rétt eins og hann væri raunverulegur, og hvergi voru myndavélar jafnmargar á lofti. Uppgötvun Guillaume Bijl leikur sér með mörk sýnilegrar og ósýnilegrar sögu í verki sínu, sann- rar sögu og tilbúinnar. Þannig afhjúpar hann afstæði hinnar opinberu sögu. Hæli Isa Gensken sýnir „flóttamenn“ frá hversdagsleikanum við eina kirkju bæj- arins, og vísar þar til þess forna siðar að allir eigi öruggt hæli í kirkjum. Saga verkefnisins síðustu 30 ár er einstakur vitnisburður um sögulega ingi, heldur einnig hvað varðar þróun heimspekilegra viðhorfa um borg Þeir sem ekki hafa séð „Gangandi mann“, þunglynda styttu Giacomettis, þrasa með óborganlegum hætti um tilvistina við firrta og hvatvísa „Kan- ínu“ Jeffs Koons ættu að drífa sig til Münster í Þýskalandi. Skúlptúrverk- efnið ’07 var opnað þar fyrir gestum og gangandi í sama mund og Docu- menta í Kassel og mun standa yfir í 107 daga. Andrúmsloftið í Münster er einstakt og í raun langskemmtilegast af öllum stórsýningum sumarsins – myndlist í almenningsrými hefur fengið nýja merkingu fyrir tilstilli þessa þrítuga framtaks sem fyrst og fremst snýst um „styttur bæjarins“. Framleiðni Andreas Siekman kannar tengsl neysluhyggju og framleiðni. Dramadrottningar í Ljósmyndir/Fríða Björk Ingvarsdóttir 4 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.