Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók|saga húsanna L andsvæðið sem Bob Marshall- Andrews átti með konu sinni Gill lá aðeins 150 metra frá sjó, ofan á Druidston- klettunum á móts við St. Bride flóann. Þetta var einstakur staður í einum fallegasta þjóðgarði Wales. Það hafði verið óbreytt frá árinu 1949. Lengd hans náði yfir 300 km eftir óreglulegri strand- lengjunni en hún var mjög fjölbreytt að gerð, allt frá háum klettum og löngum opnum ströndum, vernduðum flóum, sandlendi og hólum. Auk þess náði þjóðgarðurinn yfir nær- liggjandi eyjar sem líka voru verndaðar. Með- al þeirra eru eyjarnar Skomer, Skokholm, Ramsey, Grasholm og Caldey. Þær eru allar þekktar á alþjóðlegum mælikvarða meðal fuglaskoðara fyrir fjölda sjófuglategunda og sterks selastofns. Það voru mörg ár síðan Marshall-Andrews hjónin höfðu keypt þetta landsvæði. Á því var gamall og yfirgefinn hermannabraggi sem á árum áður hafði verið notaður sem skýli en þau höfðu tekið hann í endurnotkun og eytt þar sumarleyfum sínum með börnunum. Eftir því sem tímar liðu byrjaði burðargrindin að sýna lasleika. Þá ákváðu hjónin að biðja arki- tektana Jan Kaplicky og Amanda Levete stofnendur arkitektastofunnar Future Sys- tem að hanna fyrir sig nýtt hús þar sem þau gætu dvalið í leyfum sínum. Ósýnilegt hús Þjóðgarðurinn bjó við strangar reglur um það hvers konar byggingar væru samþykktar á svæðinu. Það varð til þess að nágrannarnir þóttust vissir um að ómögulegt væri að fram- kvæma nokkuð í þessu umhverfi. Meðvitaðir um þetta viðhorf lögðu arkitektarnir til að hönnun nýja hússins yrði hagað þannig að það myndi ekki draga að sér athygli frá aðalleik- urunum, þ.e. náttúrunni og dýralífi hennar. Það yrði eina leiðin til þess að fá hið lang- þráða byggingarleyfi. Til þess að afstýra því að fá neikvæð svör frá yfirvöldum staðarins hönnuðu arkitekt- arnir hús sem gæti ekki verið brennimerkt fyrir að vera í ósamræmi við landslagið. Hug- myndin fólst í því að byggja niður á við, að grafa fyrir húsinu til þess að styrkja sem best tengsl sín við landið. Þessi viðleitni minnti á gamlar byggingaaðferðir á Norðurlöndunum þar sem breiðir veggir húsanna risu úr torfi og grjóti. Um var að ræða tækni sem samlag- aðist jörðinni alveg frá grunni auk þess sem hún bjó yfir góðri hitaeinangrun og faldi sig vel í landinu. Arkitektarnir löguðu sig að staðháttum með því að hanna hús sem varla sást í lands- laginu. Ef horft er á það úr fjarlægð virðist húsið líta út eins og hóll en með eina glerjaða hlið sem snýr út á hafið. Fyrst létu Kaplicky og Levete grafa fyrir húsinu á staðnum, síðan breiddu þau þak yfir sem gert var úr nokkurs konar himnu úr krossviðarplötum, sem frá hlið hafði straumlínuform, og lögðu á það þök- ur. Burðargrindin var gerð úr hringlaga stál- bitum sem halda uppi þakinu þannig að ekki þarf að koma fyrir súlum inn í húsinu. Leiðin upp að lóðinni var á mörgum stöðum mjög þröng og gátu því stórir flutningabílar, sem venjulega eru notaðir á byggingar- svæðum, ekki athafnað sig á staðnum. Jan Kaplicky og Amanda Levete nutu góðs af reynslu sinni af fágaðri hátækni og voru þeirrar skoðunar að náttúru garðsins yrði minnst raskað ef húsið yrði gert í litlum ein- Húsið í Wales Eftir Halldóru Arnardóttur og Javier Sánchez Merina Vistarverur Grunnmynd hússins er mjög einföld og látleysi endurspeglar lífsstíl íbúanna. Stofan hringar sig utan um arininn og hefur útsýni yfir á sjóndeildarhringinn. Innviðir Allt húsið hefur yfir sér lífrænt yfirbragð, sem er jafnvel sýnilegt í burðargrindinni með sínum hringlaga stálburðarbitum og þaki úr krossviðarplötum, straumlínulaga að gerð. Tilbrigði við torfbæ Með tímanum náði grasið að hylja húsið (1994 -96),líkt og hertanka á stríðstímum eða rómantískar rústir. Breski alþingismaðurinn og milljónamæring- urinn, Bob Marshall-Andrews hafði eytt sum- arfríunum sínum í gömlum hermannabragga í tuttugu ár. Án efa hafði verðmætagildi stað- arins legið í staðsetningu hans á klettabrún í þjóðgarði á suðvesturströnd Wales. Þetta var yndislegur staður á vernduðu svæði sem þýddi að þeim sem bjuggu þarna í nágrenn- inu hafði verið neitað um byggingarleyfi. Þeir höfðu jafnvel ekki fengið leyfi til að stækka heimili sín með einföldum glerhýsum. Þrátt fyrir þessar aðstæður og þó að um hugsanlegt hneykslismál yrði að ræða gagn- vart því að gera upp á milli fólks, hafði þing- maðurinn samband við arkitektastofuna Fut- ure System. Hann langaði í annað hús í staðinn fyrir braggann og þar sem hann gæti eytt ellidögunum sínum en það yrði frumskil- yrði að tillagan yrði lögleg. » Við höldum því fram að nú á dög- um sé byggingarlist tæki, jafnt gagnlegt sem nauðsynlegt, til að virða fyrir sér umheiminn.“ - Jan Kaplicky. ingum og þær fluttar tilbúnar á lóðina til sam- setningar. Þannig voru jafnvel baðherberg- iseiningarnar búnar til á verkstæði. Þeim var síðan komið fyrir í húsinu þannig að þær mynduðu skilrúm milli stofunnar í miðrýminu og svefnherbergjanna. Gert var ráð fyrir öll- um lögnum fyrir eldhúsið í vegggrind úr viði, sem var einnig flutt tilbúin á staðinn. Hún var sett upp sem sjálfstæð eining og án þess að koma við loftið. Rýmið fékk þar af leiðandi létt og bjart yfirbragð. Grunnmynd íbúðarinnar er mjög einföld og býr yfir látleysi sem endurspeglar lífsstíl íbú- anna. Stofan hringar sig utan um arininn og býður upp á útsýni yfir sjóndeildarhringinn. Þetta er rými sem endurvekur sveigjanlegar línur náttúrunnar í kringum húsið. Inni í hús- inu er aðeins eitt rými þar sem aðeins til- búnar einingar skilja að svefnherbergin frá dagrýmunum. Stór sófi í miðri stofunni er hækkaður upp til þess að ítreka stöðug tengsl íbúanna við náttúruna, við fuglana í kletta- björgunum, við síbreytilega birtu gegn litum hafsins. Úti njóta vegfarendur útsýnisins á göngu sinni um þjóðgarðinn í Pembrokeshire og rugla þessu sumarhúsi saman við náttúruna sjálfa. Það er eins og grasi vaxinn hóll sem lætur landslagið ósnert í kringum sig, án sjá- anlegra lína sem girða lóðina af eða garðinn í kring. Eina undantekningin er grönn ryðfríð stálgrind sem skiptir upp glerhliðinni að framan en sú hlið virkar sem framlenging íbúans sjálfs. Hún er eins og auga sem horfir út á sjóinn og út á lífið sjálft. Það var stjórnvöldunum á staðnum erfitt að finna rök gegn því að gefa byggingarleyfi fyr- ir húsinu. Loftmynd sýnir greinilega að þetta sumarhús hefur gert sig ósýnilegt í landslag- inu, á sama hátt og herskýlið hafði leynst í landinu án þess að tekið hefði verið eftir því. Einbýlishús í Pembrokeshire eftir arkitekta Future System-arkitektastofunnar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.