Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Víkverji og bloggið UPPHRÓPUN! Eftir Önnu Kristínu Jónsdóttur anna.kristin.jonsdottir@gmail.com S tórviðburðir er á stundum settir á svið gagngert til að fá umfjöllun í fjölmiðlum. Tónleikarnir sem haldnir voru víðs vegar um heim- inn undir merkjum lifandi jarðar voru af þeirri tegund. Tilgang- urinn sá að efla vitund jarðarbúa um hættuna sem umhverfi okkar stafar af loftslagsbreyt- ingum og gróðurhúsaáhrifum. Markið var sett hátt, fyrir tónleikana var talað um að tveir millj- arðar manna myndu fylgjast með þeim. Á annað hundrað listamanna komu fram á sviðum í átta borgum víðs vegar um heiminn. Það hefur reyndar nokkuð borið á svekkelsi eftir tón- leikana, því áhorfendur urðu ekki svo margir. Í Washington D.C komu ekki nema nokkur hundruð manns á tónleika sem drifnir voru upp með litlum fyrirvara við safn þar í borg og heima í stofu kusu fleiri að horfa á endursýnda teiknimynd um skrímsli en útsendingu NBC- sjónvarpsstöðvarinnar frá tónleikunum. Hinum megin Atlantshafsins, í Englandi, voru það ekki nema rúmar þrjár milljónir áhorfenda sem sátu við jarðartónleikana á laugardagskvöldið var. Þrjár milljónir áhorfenda ættu kannski ekki að valda vonbrigðum en þegar tölurnar eru bornar saman við rúmlega ellefu milljónir sem horfðu á minningartónleika un Díönu prinsessu viku fyrr verður það skiljanlegra. Bretum fannst líka að poppgoðin væru sóðaleg í orðbragði. Mörg hundruð kvartanir bárust til breska rík- isútvarpsins, BBC, frá róthneyksluðum áhorf- endum. Þeim fannst það til dæmis óviðeigandi að um leið og Madonna bað áhorfendur að hoppa til að bjarga heiminum þá ávarpaði hún þá miður virðulega og svo eru einhverjir á því að poppgyðjan hafi svindlað á gítarsólóinu. En skiptir það einhverju máli, áhorfendurnir voru nú samt fjölmargir og aldrei hafa fleiri fylgst með útsendingum í gegnum netið. Tíu milljón notendur smelltu á vefsendingu MSN meðan á tónleikunum stóð og þar á bæ búast menn við því að tugmilljónir sæki sér bút úr tónleikunum á næstu vikum. Það er nú við hæfi, því Al Gore, aðalfrumkvöðull tónleikanna átti, jú, sinn þátt í því að almenningur komst að internetinu. Ýmsir félagsfræðingar síðustu aldar bentu á að beinar sjónvarpsútsendingar frá stór- viðburðum væru farnar að koma í stað helgi- halds og ritúala kirkjunnar. Breskur fjölmiðla- fræðingur vill meira að segja leggja að jöfnu ferðir Breta til að skoða upptökuver og tilbúnar götur á borð við Krýningarstræti eða Corona- tion Street og pílagrímsferðir til Jerúsalem og Mekka. Sjónvarpið er sem sagt orðið að höfuðkirkju heimsins og í hámessunni sem sungin var um síðustu helgi var auðvitað Gore klerkurinn og kolefnisjöfnunin ígildi aflátsbréfa. Og þó fýlu- púkar hafi fundið að því að áhorfendur hafi ver- ið færri en vænst var, þá er nú varla hægt að kvarta undan kirkjusókn sem er talin í tugmillj- ónum. En hvað ætlar Gore sér í framhaldinu, eru líkur á því að hann hyggi á framboð til forseta Bandaríkjanna? Gore hefur margoft sagt í við- tölum að hann hafi engin áform uppi um fram- boð, hann kjósi sér frekar hlutverk sem al- mannatengill plánetunnar eins og hann orðaði það sjálfur í nýlegu viðtali í Washington Post. Þrátt fyrir þessi svör finnst flestum blaðamönn- um sem við hann tala ástæða til að hnýta því við að hann útiloki framboðið samt ekki alveg. Margir benda á að hann hafi greinilega lagt mikið á sig við að breyta drumbsímyndinni sem við hann loddi. Hann hafi fengið leiðbeiningar um fataval og litasamsetningar og jarðlitir séu auðvitað það sem hann á að halda sig við. En gæti umhverfisbaráttan skilað honum inn í Hvíta húsið, myndu vinsældir hans nú fylgja honum aftur inn í pólitíkina? Þessu velta margir spekúlantar fyrir sér og að sumra dómi er það ekki sjálfgefið. Vinsældirnar nú stafi að miklu leyti af því að hann sé fyrst og fremst skil- greindur sem ekki Bush. Þær séu sem sagt í réttu hlutfalli við óvinsældir ríkjandi forseta. Gore hafi fundið köllun sína sem andpólitíkus. Þetta var að minnsta kosti niðurstaða vanga- veltna í breska blaðinu Spectator í vikunni. Það blað verður að vísu seint talið styðja Al Gore. En engu að síður var athyglisverð sú skoðun að stjórnmálamenn væru mældir við strangari og stífari kvarða en þeir sem hafi vikið til hliðar. Stjórnmálamenn þurfi að standast strangari kröfur um samkvæmni í orðum og gerðum en aðrir. Því sé ekki líklegt að stjórnmálamann- inum Gore fyrirgæfist að berjast fyrir orku- sparnaði og umhverfisvernd en eyða sjálfur um tuttugu sinnum meiri orku á heimili sínu en á bandarísku meðalheimili. Spámanninum fyr- irgefist það hins vegar og þá er víst líka í lagi að fljúga í einkaþotu til þess að syngja jörðinni og umhverfinu til dýrðar. Reuters Jarðarlíf „En hvað ætlar Gore sér í framhaldinu, eru líkur á því að hann hyggi á framboð til forseta Bandaríkjanna?“ spyr greinarhöfundur. » Sjónvarpið er sem sagt orðið að höfuðkirkju heimsins og í hámessunni sem sungin var um síðustu helgi var auðvitað Gore klerkurinn og kolefnisjöfnunin ígildi aflátsbréfa. Og þó fýlu- púkar hafi fundið að því að áhorfendur hafi verið færri en vænst var, þá er nú varla hægt að kvarta undan kirkjusókn sem er talin í tugmilljónum. FJÖLMIÐLAR Fagnaðarerindi eða fjölmiðlasirkus Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Jón Ólafsson jonolafs@bifrost.is ! Áður en bloggið varð til bloggaði Víkverji, þessi „fasti liður“ Morgunblaðsins. Ég man ekki hvenær ég las Víkverja síðast. Hér áður fyrr gleymdi maður Víkverja, mánuðum jafnvel ár- um saman. Og svo datt maður niður á hann aftur, eins og fyrir tilviljun. Eða kannski las maður alltaf Vík- verja, en tók bara ekki eftir því. Nú hef ég ekki lesið Víkverja lengi – en hann er ekki hættur. Víkverji bloggar enn. Skoðanir Víkverja eru heillandi vegna þess að þær eru fyrirsegjanlegar. Víkverji veltir fyrir sér landsins gagni og nauð- synjum og talar um daginn og veginn. Stundum fer Víkverji í sunnudagsbíltúr með fjölskylduna: Það má sjá hann fyrir sér: Hattkúfur á höfði, spariföt, kannski vindilstúfur í munninum, konan í fram- sætinu, börnin aftur í. Honum blöskra vondir vegir og margvísleg mistök í gerð umferðarmannvirkja. Ökumenn sem fara óvarlega vekja athygli hans, hann fer um landið og veltir fyrir sér framtíð sjáv- arplássanna, hann veltir fyrir sér vinnu- brögðum fólks sem hann sér að störfum. Hann er hlynntur útivist og íþróttastarfi. Hann fer í sumarfrí til útlanda og svo ber hann það sem fyrir augu ber þar saman við það sem hér er að sjá. Í seinni tíð hafa jafnréttismál verið honum hugleikin. Stundum er hann hneykslaður, en ekki alltaf. Víkverji ber hag þjóðar sinnar fyrir brjósti. Er ekki Víkverji örugglega karl- maður? Víkverji, hinn eini sanni Víkverji, er nafnlaus. Kannski er hann annar hver starfsmaður Morgunblaðsins, en það breytir engu um skoðanir hans. Víkverji er hversdagsmaður, og hann er stoltur af því. Bloggið hefur hins vegar margfaldað Víkverja. Nú birtist Víkverji ekki aðeins undir sínu venjulega dulnefni á síðum Morgunblaðsins. Hann birtist í ótal gerv- um í völdum köflum af netsíðum sem ein- hver samviskusamur starfsmaður blaðs- ins velur á hverjum degi. Nafnleysið víkur fyrir skrifum hvers sem er. En skoðan- irnar eru áfram fyrirsegjanlegar. Kannski skiptir ekki máli hvort það er annar hver starfsmaður Morgunblaðsins sem skrifar, eða annar hver borgari landsins. Eðli bloggsins er eðli Víkverja. Enda- laus straumur skrifa sem kommentera með einum eða öðrum hætti á það sem fram fer í kringum okkur og segja það sem hversdagsmaðurinn hugsar, því Vík- verji er, sem fyrr segir, hversdagsmaður. Og jafnvel þó að bloggið fari fleiri leiðir, áhugamálin verði óhefðbundnari, þá fylgir þeim alltaf hinn gamalkunni, trausti hversdagsleiki. Efniviður bloggsins er hversdagurinn og það er sama um hvað er rætt, eða hver hefur orðið. Alltaf sér mað- ur glitta í hattkúfinn, sparifötin og vindil- stúfinn. Það er ekki lengur nauðsynlegt að lesa Morgunblaðið til að fá sinn Víkverja. Bók- in á náttborðinu, upplifanirnar í sumar- fríinu, hneykslun yfir vondum vinnu- brögðum, leti, ofáti, hreyfingarleysi og kannski eitthvað örlítið meira krassandi í bland: Allt fær þetta sína umfjöllun og sinn dóm. Allir geta byrjað að blogga og eiginlega eiga allir að blogga. Kannski ætti bloggið að vera nafnlaust, eða eins og Víkverji, nafnlaust, en undir dulnefni sem tengir höfundinn við stað eða tíma eða aðstæður. Þá gæti maður fengið fylli sína af heilbrigðri skynsemi hvers- dagsmannsins og deilt lífsreynslu hans (eða hennar) án tillits til þess hver hafði bókina á náttborðinu eða hver varð vitni að einhverju aðdáunarverðu eða hneyksl- anlegu sem ástæða var til að deila með samborgurunum. Eða færi þá bragðið af því? Sjónvarpsmaður skrifar? Vélstjóri skrifar? Húsmóðir í Vesturbænum skrif- ar? Varaþingmaður skrifar? Allir eru Víkverji inn við beinið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.