Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Page 1
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Framtíðin tilheyrir Bart Simpson, fortíðin Genji. Fortíðardrengurinn var munsturbarn, fæddur prins, prúðmenni, karlmenni og hetja. Framtíðarstaulinn er upprennandi rusti, leti- blóð með sorakjaft, ódámur og ótugt, en hon- um er ekki alls varnað því hann á það til að sjá að sér og vera góður. Bart er ekki vondur að upplagi, hann er sonur pabba síns, minnsta barnsins og mesta óvitans í fjölskyldunni. Drengirnir ólíku spássera um síður Lesbókar í dag, sá forni er persóna í elstu skáldsögu í heimi, að því er Úlfhildur Dagsdóttir segir, en hún heimsótti söguslóðirnar í Japan í fyrra. Frá landi Genji kemur líka hvuttinn Aibo, sem ég ímynda mér að Genji hefði þótt gaman að leika við – hundur, tækniundur, með blikkandi ljós í stað augna og dansar við teknótónlist, en um hann og fleiri kynjaskepnur og gæludýr nútímans skrifar Þórunn Árnadóttir, nýút- skrifaður vöruhönnuður, í greinaflokki um hönnun og arkitektúr. Ef til vill er Aibo Lúkas framtíðarinnar. En börnin eru fleiri en sagnadrengirnir Bart og Genji. Ljóðskáld dagsins, Þuríður Guðmundsdóttir, dregur upp mynd af Grímu, dóttur Jóhanns Sigurjónssonar í ljóði dagsins. Var Gríma ef til vill Rauða liljan? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson leiðir júgó- slavneskan dreng inn á Lesbókarleikvöllinn, Saša Stanišic, sem ólst upp við stríð. Fjórtán ára flúði hann með fjölskyldu sinni til Þýska- lands, en var vart sestur á þýskan skólabekk þegar kennari hans sá að hann bjó yfir mikilli frásagnargáfu. Nú er Saša að verða þrítugur, og höfundur bókarinnar Hermaður gerir við grammófón, og Ólafur hvíslar því að hann verði gestur Bókmenntahátíðar í haust. Leikvöllur barna og dýra Laugardagur 28. 7. 2007 81. árg. lesbók MANGAGANGA Í LANDI DÖGUNARINNAR MEÐ GENJI, ASTRÓ-STRÁKNUM, KARLSEFNI, BAMBA OG KONUM SEM SKENKJA TE » 8 Það var rauða liljan hans sem skein við þeim í grænni lampaglætunni » 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.