Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2007 3
Reuters
Þyngsli Forseti Palestínu Mahmoud Abbas grúfir höfuð í hendur sér, en hjá honum situr Salam Fayyad, sem Abbas hefur nú gert að forsætisráðherra í stað Hamasleiðtogans Ismails Hanyeh
Eftir Einar Stein Valgarðsson
einarsteinn@hotmail.com
A
f umsögn fjölmiðla mætti halda
að aðeins væri um gamla úlfúð
milli tveggja hreyfinga, Hamas
og Fatah að ræða, en fleira
hangir á spýtunni. Það ber t.d.
lítið á því í fjölmiðlum hér og í
raun í vestrænum fjölmiðlum yfirleitt hvernig
hinn svokallaði „kvartett“ (en hann skipa
Bandaríkin, Rússland, ESB og Sameinuðu
þjóðirnar, þó hann sé í raun fyrst og fremst
valdatæki Bandaríkjanna) hefur stutt við bakið
á Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og Fatah
á kostnað Hamas og andspyrnunnar. Gerðir
Abbasar hafa spilað beint upp í hendur aflanna
sem vilja sundra Palestínumönnum og spilað á
móti Hamas og öðrum stjórnarflokkum og þar
með og vanvirt niðurstöður frjálsra og lýðræð-
islegra kosninga sem fóru eins vel fram og völ
var á miðað við aðstæður. Eins og margir muna
vann Hamas meirihlutasigur í kosningunum
2006.
Abbas og Pinochet Palestínu
Abbas er eins og strengjabrúða, hann hefur af-
ar takmörkuð völd sem forseti í hernumdu landi
og fer fyrir gjörspilltri hreyfingu. Ísraelar ráða
einfaldlega því sem þeir vilja ráða. Abbas dans-
ar eftir flautu kvartettsins, hann nýtur æ minna
trausts þjóðar sinnar, og er það ekki að undra.
Það er lítið minnst á dauðasveitir Mohammeds
Dahlan, sem heyra að nafninu til undir Abbas
en eru fjármagnaðar og vígvæddar af Ísrael og
Bandaríkjunum sem þreytast ekki á að lofa Da-
hlan og það að hann svarar fyrst og fremst til
þeirra; eða þá hvernig Dahlan hefur verið kall-
aður „Pinochet Palestínu“. Dahlan er ætlað að
leggja sitt af mörkum til að ganga á milli bols og
höfðus á palestínsku andspyrnunni. Sveitir hans
hafa lotið í lægra haldi á Gaza en hann er enn
tryggur ráðunautur Abbasar.
Stefna kvartettsins, en til hennar er vísað í
fyrirsögninni, er einföld:Divide et impera:
Deildu og drottnaðu. Á meðan hann hampar
Fatah og hefur þar trygga samverkamenn,
lendir andspyrnan í höndunum á Hamas. Það
fer heldur ekki mikið fyrir þeirri staðreynd að
upplausn lögmætt kjörinnar stjórnar og skipun
neyðarstjórnarinnar var skýrt brot á palest-
ínskum lögum. Eins er tönnlast á stjórninni sem
„Samsteypustjórn Hamas og Fatah“, rétt eins
og það hafi verið einu flokkarnir sem skipuðu
hina lögmætu þjóðstjórn. Fleiri flokkar áttu
hins vegar fullttúa í stjórninni, t.d. Palestínska
þjóðarfrumkvæðið, flokkur Íslandsvinarsins og
læknisins Dr. Mustafa Barghouti, en hann var
skipaður upplýsingaráðherra þjóðstjórn-
arinnar. Þá má nefna flokkana Þriðju leiðina og
Píslarvætti Abu Ali Mustafa (framboð Alþýðu-
fylkingar til frelsunar Palestínu, PFLP).
Góðu gæjarnir og vondu gæjarnir
Ofuráhersla er lögð á að útmála Hamas sem
„vondu gæjana“ og Fatah og Abbas sem „góðu
gæjana“, „hófsömu gæjana“ eða alltént „hina
skárri af tveimur vondum kostum“. Við megum
endilega ekki að gleyma að Hamas er „herská
íslömsk hreyfing sem viðurkennir ekki Ísrael“.
Það eru ekkert meiri blómabörn í vopnuðum
armi Fatah heldur en eru í Hamas, nema að
þeir fyrrnefndu hafa verið Ísraelum heldur
þægari ljár í þúfu upp á síðkastið, eins og áður
er getið. Ísraelsher hefur drepið miklu fleiri en
Hamas, þó heyrir maður hann aldrei kallaðan
„herskáan“, nema að það sé einfaldlega talið
liggja í hlutarins eðli. Hamas hafa margoft lýst
sig reiðubúna að semja frið byggðan á því að
Palestínumenn fengu ríki miðað við landamærin
1967, sem þó væri ekki nema um 22% af upp-
runalegri Palestínu. Það er hræsni að krefjast
þess að Palestínumenn „viðurkenni Ísrael“, sem
hefur ekki einu sinni tiltekið landamæri sín á
meðan engin krafa er gerð um að Ísrael virði
rétt Palestínumanna til sjálfstæðs ríkis. Ísr-
aelskum ráðamönnum hefur hvorki hugnast
palestínskt ríki miðað við landamærin 1967 né
sameiginlegt ríki Ísraela og Palestínumanna
þar sem allir væru jafn réttháir. Þáttur trúar-
bragða hefur líka verið stórlega ýktur. Hvaða
hernumin þjóð sem er myndi rísa upp til and-
spyrnu þegar þeirra eigin fulltrúar gerðust
samverkamenn hernámsins. Það skýrir um-
mæli hins virta ísraelska friðarsinna Uri Av-
nery, í grein hans, „Crocodile Tears“, þegar
hann segir frá því að ýmsir langtíma stuðings-
menn Fatah sem hann hefur rætt við hafi sagt
að Hamas standi nú hjarta þeirra nær en Fatah,
þó þeir séu enn tryggir síðarnefndu hreyfing-
unni. Ekki er heldur að undra að mörgum finn-
ist þeir vera ráðvilltir. Það er ekki auðvelt að
horfa upp á það að hreyfingin sem maður hefur
alist upp við og sýnt tryggð bregðist manni. Því
eru allar líkur á því, eins og Avnery bendir á í
grein sinni, að íbúar Gaza muni styðja Hamas
gegn hernámsliðinu og handbendi þess og að
íbúar Vesturbakkans muni í kjöfarið gera slíkt
hið sama. Aðrar kröfur kvartettsins hafa ein-
mitt verið að Hamas leggi niður vopn, láti af of-
beldi og virði gerða samninga. Hvernig er hægt
að fara fram á allt slíkt við andspyrnuhreyfingu
sem býr við hernám sem nú hefur varað í 40 ár
þegar Ísrael gerir ekkert af þessu? Það er ekki
er einu sinni farið fram á það við Ísrael sem
heldur þvert á móti uppteknum hætti og
ástandið hríðversnar dag frá degi. Loks er það
fjársveltið sem hefur hert sultaról Palest-
ínumanna. Ég leyfi mér að kalla það glæp gegn
mannkyni þegar heil þjóð er svelt fyrir að kjósa
öðruvísi í frjálsum og lýðræðislegum kosn-
ingum en hugnast vestrænum valdhöfum. Það
er verið að brjóta innviði Palestínu niður og
fólkið lepur dauðann úr skel og er ekki aðeins
þjakað af hernámsliðinu heldur einnig af ofbeld-
inu meðal eigin landa, sem hernámið og styrkt-
araðilar þess hafa kynt undir. Undirritaður von-
ar þá jafnframt að lesendum sé ljóst hvílík
fásinna það eru þegar fjasað er um valdarán-
stilraunir Hamas. Hamas voru löglega kjörnir,
og Vesturveldin, yfirlýstir málsvarar lýðræð-
isins snúast gegn þeim og refsa Palest-
ínumönnum sem heild fyrir að fara ekki að vilja
Vesturveldanna. Um leið og Abbas rænir svo
völdum og skipar aðra stjórn í trássi við lýðræð-
isreglur er henni hampað af Vesturveldum. Eft-
ir að hafa skipað neyðarstjórnina hefur hann
svo aftur stokkað upp í stjórninni en núverandi
stjórn er eftir sem áður valdaránsstjórn.
George W. Bush Bandaríkjaforseti talar
fjálglega um hvernig Bandaríkjamenn og fé-
lagar séu að „styðja lýðræðið í Mið-Austulönd-
um“. Það er ekki laust við að mér verði hugsað
til bókarinnar 1984 eftir George Orwell þar sem
kjörorðið var „Stríð er friður – frelsi er ánauð –
fáfræði er styrkur“, slík eru öfugmælin og
hringavitleysan. Eins má sjá hversu mikið hug-
ur fylgir í raun máli hjá Ehud Olmert, forsætis-
ráðherra Ísraels, er hann segist ætla að
„styrkja Abbas“ samtímis því að ísraelskir her-
menn gera ítrekað árásir á Vesturbakkann til
að handtaka eða drepa Fatah-liða.
Of seint að viðurkenna stjórnina
Íslendingar áttu þess kost að viðurkenna lög-
mætt kjörna stjórn Palestínu og taka upp sam-
skipti við hana eins og margir urðu til að hvetja
til, og var þar Félagið Ísland-Palestína í farar-
broddi. Þverpólítísk samstaða var um þetta
milli formanna allra flokka nema Sjálfstæðis-
flokks, þar sem Geir Haarde lýsti því yfir að slík
umræða væri ekki „tímabær“ og nefndi einnig
að hann væri „ekki sérlega hrifinn af Hamas“.
Skoðanir ráðamanna á flokkum í ríkisstjórn,
hvað þá ef hann er aðeins einn af mörgum, eiga
varla að ráða milliríkjasamskiptum þjóða. Um-
ræðan var líka ekki síður tímabær en svo en að
nú er of seint að viðurkenna hina lögmætt
kjörna þjóðstjórn þar sem hún hefur verið leyst
upp. Það verður forvitnilegt að sjá hvort íslensk
stjórnvöld muni viðurkenna núverandi stjórn
Abbasar sem er skipuð í trássi við palestínsk
lög, hafandi glatað tækifærinu til að viðurkenna
hina lögmætu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut-
anríkisráðherra fór fyrir stuttu til Mið-Austur-
landa að kynna sér aðstæður og kom þá m.a. til
Ísraels. Ljóst er að Ingibjörg hefur ekki fengið
sérlega greinargóða mynd af viðræðum við full-
trúa hernámsliðsins og samverkamenn þeirra.
Helst bind ég vonir við að viðræður við palest-
ínsku þingkonuna Hanan Ashrawi og að heim-
sóknin til flóttamannabúðana í Betlehem hafi
getað gert henni nokkra grein fyrir þeim raun-
veruleika sem Palestínumenn búa við. Heim-
sókn til Gaza var sleppt „af öryggisástæðum“
[sic] svo þar missti hún strax af miklu, því fátt
hefði fremur getað gefið henni mynd af dýpt
vandans. Hverjir skyldu annars hafa ráðlagt
henni að forðast Gaza? Ef til vill þeir sömu og
þvertaka fyrir nokkrar viðræður við Hamas?
Hvernig ætla menn að beita sér fyrir friði ef
þeir neita að tala við helstu málsaðila? Ef Ís-
lendingar vilja liggja sitt af mörkum til að reyna
að stuðla að friði í Mið-Austurlöndum er vissu-
lega vert að byrja á því opna sári sem hefur ver-
ið þungamiðjan í átökunum þar svo áratugum
skiptir. Það væri verðugt lóð á vogarskálarnar.
Mikilvægt er þá að mynda sér fordómalausa af-
stöðu, og kynna sér mál af eigin frumkvæði, eft-
ir því sem efni standa til. Fyrir þá sem vilja
kynna sér nánar ástand mála og rætur þess vil
ég mæla með nokkrum ítarlegum greinum sem
veita góða innsýn og stuðst var við við við samn-
ingu þessarar greinar. Auk áðurnefndar grein-
ar Uri Avnery bendi ég lesendum á greinarnar
„40 Bad Years“, „Crocodile Tears“ og „Saving
President Abbas“ eftir sama höfund, en þær má
allar finna á heimasíðu ísraelsku friðarsamtak-
anna Gush Shalom. Þá vek ég athygli á grein-
inni „Whose Coup Exactly?“ eftir Virginu Tilley
sem finna má á heimasíðu Electronic Intifada.
Loks minni ég á heimasíðu Félagsins Ísland-
Palestína fyrir hverja þá sem vilja fræðast
meira um málefni Ísraels og Palestínu.
Að deila og drottna
Þessi grein er skrifuð vegna vaxandi
áhyggna af átökunum og ástandinu í Palest-
ínu og vonbrigða vegna þess hvernig er al-
mennt skýrt frá því í fjölmiðlum. Hefur mér
þótt myndin af átökunum og rótum þeirra
óskýr ef ekki allbjöguð.
Höfundur er í BA-námi í ensku og kvikmyndafræði í
Háskóla Íslands og er meðlimur í Félaginu Íslandi-
Palestínu.
Teiknimyndirnar eru eftir frægasta myndasöguhöfund Palestínu, Naji ’al-Ali Drengurinn á
myndunum nefnist Hanthala, en hann kemur reglulega fyrir í myndum höfundarins. Hanthala
er táknrænn fyrir höfundinn sjálfan, sem var flóttamaður tíu ára gamall og lifði í flótta-
mannabúðum í Líbanon, fyrir Palestínumenn og fyrir palestínska æsku. Hann getur þó staðið
fyrir alla sem eru ofsóttir, undirokaðir eða sæta misrétti. Hann er táknrænn fyrir okkur, sjón-
arvotta sögunnar og virkar sem rödd samviskunnar. Rétt er að geta þess að seinni myndina á
að lesa frá hægri til vinstri. Áhugasömum er bent á heimasíðu tileinkaða minningu Naji’al-Ali
og verkum: http://www.najialali.com/index.html.