Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Side 6
6 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Ásgeir H Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
Rithöfundurinn Paul Austerdregst hægt og rólega lengra
inn í kvikmyndaheiminn. Hann hef-
ur samið þrjú kvikmyndahandrit
fyrir Wayne Wang og í haust er önn-
ur mynd hans sem leikstjóri vænt-
anleg, The Inner Life of Martin
Frost. Eins og Auster er von og vísa
þá kallast verkið á við hans fyrri
verk. Í skáldsögu
hans The Book of
Illusions birtist
sögupersóna að
nafni Hector
Mann. Rétt eins
og Auster skrif-
aði hann bæði
bækur og leik-
stýrði bíómynd-
um og þar á með-
al var skáldsagan
Travels in Scriptorum – sem Auster
hefur nýlega gefið út – og umrædd
mynd um sálarlíf Martin Frost. Ein-
ungis fjórir leikarar verða í mynd-
inni, David Thewlis, Iréne Jacob, Ís-
landsvinurinn Michael Imperioli og
Sophie Auster. Sú síðastnefnda er
tvítug dóttir Auster og spáir faðirinn
því að innan fárra árra verði hann
helst þekktur sem faðir Sophie Aus-
ter. Þá er von á kvikmynd eftir stað-
leysubók Austers, In the Country of
Last Things, og hefur Bond-stúlkan
Eva Green verið orðuð við aðal-
hlutverkið. Aðeins ein bók hans hef-
ur áður ratað á hvíta tjaldið, The
Music of Chance með Mandy Pat-
inkin og James Spader í aðal-
hlutverkum.
Þýski leikstjórinn Werner Herzogvirðist vera hægt og rólega að
mjaka sér aftur nær meginstraumi
kvikmyndaiðnaðarins eftir að hafa
hálfpartinn horfið af sjónarsviðinu
upp úr miðjum níunda áratugnum.
Þó leikstýrði
hann fjölda mynda
á þessum árum,
mest heimild-
armyndum, en í
kjölfar óvæntrar
velgengni Grizzly
Bear þá hefur
hann leikstýrt
sinni fyrstu leiknu
mynd í langan
tíma, Rescue Dawn. Hún er einnig
það næsta sem Herzog hefur komist
Hollywood. Í aðalhlutverki er
Christian Bale sem leikur Dieter
Dengler, bandarískan herflugmann
sem brotlendir í frumskógum Laos í
miðju Víetnamstríðinu. Myndin hef-
ur fengið fínustu viðtökur yta og
virðist Herzog hafa fengið að halda
höfundareinkennum sínum ólíkt
mörgum evrópskum leikstjórum
sem reyna fyrir sér í Bandaríkj-
unum.
Star Wars-myndirnar nýju virðastalveg hafa farið fram hjá tékk-
neska leikstjóranum Milos Forman.
Þegar hann var að skoða forsíðu ný-
legs tímarits þá brá honum þegar
hann sá stúlku sem honum þótti
hreinlega tvífari
stúlkunnar í síð-
asta málverki
spænska listmál-
arans Francisco
Goya. Þegar hann
forvitnaðist frek-
ar um hverjum
andlitið tilheyrði
þá kom í ljós að
forsíðustúlkan
væri leikkonan Natalie Portman. Í
kjölfarið fékk hann Portman til liðs
við sig í myndina Goya’s Ghost þar
sem hann tvinnar málverk Goya
saman við sögur af spænska rann-
sóknarréttinum, sem Forman segir
minna sig um margt á hina komm-
únísku Tékkóslóvakíu og segir að
auki að Goya hafi í raun mynd-
skreytt margt af því sem hann sá
sem námsmaður í heimalandi sínu
fyrir fjörutíu árum. Í öðrum helstu
hlutverkum eru spænski stórleik-
arinn Javier Bardem og hinn sænski
Stellan Skarsgård sem túlkar Goya
sjálfan.
KVIKMYNDIR
Paul Auster
Natalie Portman
Werner Herzog
Eftir Björn Þór Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
Þar sem ég í liðinni viku rölti um opin rýmiÞjóðarbókhlöðunnar, þess húss hins op-inbera sem mér finnst skemmtilegast aðheimsækja, varð mér litið á svæðið þar
sem ný tímarit og blöð eru á boðstólum. Úti var
glimrandi gott veður, en þangað var ég víst ekki
að stefna, og skonsan mín á hæðinni fyrir ofan var
heldur loftlaus þennan daginn, svo ég brá á það
ráð að líta yfir rekkana með það í huga að tylla
mér í smá stund og kynna mér hvað væri efst á
baugi í útlandinu. Fyrir valinu varð þó ekki frétta-
tímaritið sem ég hafði upphaflega í sigtinu heldur
breskt kvikmyndarit sem ég hef stundum séð út
undan mér í bókabúðum en aldrei lesið, Film Re-
view heitir það og kynnir sig sem „kvikmyndabi-
blíuna síðan 1950“. Þarna er náttúrlega ekkert
smáræðis slagorð á ferðinni og ljóst er að aðstand-
endur ritsins hugsa stórt og vilja marka sér sér-
stöðu, það eru jú til mörg bíóblöð en væntanlega
bara ein bíóbiblía. En stendur blaðið undir nafni?
Opinberast eitthvað um kvikmyndamenninguna á
síðum blaðsins?
Ég þurfti ekki að blaða lengi í heftinu til að
sannfærast um að svo væri ekki. Hér er á ferðinni
blað sem ber öll merki um náin og ógagnrýnin
tengsl við bandarísku kvikmyndafyrirtækin í
Hollywood. Þannig var ekki að finna umfjöllun um
eina mynd sem ekki átti rætur að rekja til Holly-
wood í heftinu sem ég fór í gegnum, en slíkt ber
vitanlega vott um þröngsýna ritstjórnarstefnu og
jaðrar í þessu tilviki við hálfgerð furðulegheit þar
sem ekki er einu sinni um bandarískt blað að
ræða. Hver greinin á fætur annarri útlistaði í mis-
jafnlega löngu máli kosti og sérkenni stóru sum-
armyndanna, Transformers, Pirates of the Car-
ribbean, Harry Potter, nokkuð sem þarf ekki í
sjálfu sér að vera óáhugaverð lesning en hérna
jaðraði umfjöllunin við að vera hrein auglýsinga-
mennska. Í raun líkist Film Review einna helst
lengri og örlítið vandaðri útgáfu af Myndböndum
mánaðarins, þeim ágæta auglýsingapésa sem
liggur frammi á betri myndbandaleigum.
En af hverju að gera misheppnað kvikmynda-
tímarit að umfjöllunarefni? Þar komum við aftur
að Þjóðarbókhlöðunni og nú beinast sjónir okkar
að safnkostinum og innkaupastefnunni. Að sumu
leyti má e.t.v. halda fram að fyrir bókasöfn séu
innkaup á tímaritum hálfgerð tímaskekkja, a.m.k.
í einhverjum verulegum mæli, enda er hægt að
nálgast gríðarlegt magn þess konar ritefnis á
Netinu í gegnum upplýsingaveitur. Og víst hafa
Netið og gagnabankar gert líf þeirra sem aðföng
þurfa að sækja í alþjóðleg fræðirit, tímarit og dag-
blöð miklum mun bærilegra. En ég er þó ánægður
með að Bókhlaðan heldur ákveðnum fjölda rita í
áskrift því þótt gagnabankar séu fínir fyrir rann-
sóknir er þar um annars konar aðgengi að ræða
og þeir koma ekki í staðinn fyrir það hlutverk
bókasafns að bjóða upp á og gera rit aðgengileg í
sinni upprunalegu fjöldaframleiddu mynd. Ástæð-
an er sú að gagnabankar eru einkum fyrir þá sem
vita að hverju þeir leita, en fyrir þá sem vilja ein-
faldlega kynna sér nýleg blöð, eða halda í við þau
sem þeir eru vanir að lesa, jafnast ekkert á við að
fletta raunverulegu eintaki. Og þess vegna er gott
að Bókhlaðan kaupir a.m.k. eitt kvikmyndatímarit
(þótt að sjálfsögðu mættu þau vera fleiri). En
hvers vegna varð innantómt glansrit fyrir valinu?
Blöð á borð við Sight and Sound og Film Com-
ment sinna samtímakvikmyndagerð, rétt eins og
Film Review, en gera það á bæði faglegri og
breiðari grundvelli. Þetta eru blöð sem úreldast
ekki, þvert á móti, með tímanum verða þau mik-
ilvægar heimildir og áhugamenn jafnt sem fræði-
menn leita í eldri árganga í ýmsum tilgangi. Ég
leyfi mér að fullyrða að sama gildir ekki um Film
Review. Og þótt Film Comment sé hægt að nálg-
ast í gegnum hvar.is gættina gildir ekki það sama
um Sight and Sound, hið framúrskarandi blað sem
British Film Institute gefur út. Mikið sem ég er
viss um að það myndi gleðja þá kvikmynda-
áhugamenn sem kunna að vera á vappi í Bókhlöð-
unni að rekast eins og fyrir tilviljun á nýjasta hefti
einhvers almennilegs kvikmyndarits, en mér ligg-
ur við að segja að eitt hefti af Sight and Sound eða
Film International væri þýðingarmeira en þeir 16
árgangar af Film Review sem nú eru varðveittir í
hillum hlöðunnar.
Bíóbiblían í Bókhlöðunni
SJÓNARHORN » Þarna er náttúrlega ekkert smáræðis slagorð á ferðinni og ljóst er
að aðstandendur ritsins hugsa stórt og vilja marka sér sérstöðu,
það eru jú til mörg bíóblöð en væntanlega bara ein bíóbiblía. En
stendur blaðið undir nafni? Opinberast eitthvað um kvikmynda-
menninguna á síðum þess?
Eftir Björn Þór Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
E
nginn heimildamyndagerð-
armaður hefur átt viðlíka vin-
sældum að fagna og bandaríski
leikstjórinn Michael Moore.
Þetta kann að koma á óvart þar
sem hér er á ferðinni ramm-
pólitískur kvikmyndagerðarmaður sem óhræddur
lætur gamminn geisa um umdeild og oft viðkvæm
málefni. Skemmst er að minnast Fahrenheit 9/11
frá árinu 2004, hatrammrar ádeilu á Bush Banda-
ríkjaforseta og um leið eldfimustu myndar sem
komið hefur frá Hollywood um langt skeið. Fa-
hrenheit hlaut Gullpálmann á Cannes og náði í
kjölfarið miklum vinsældum. Þarna stóð Moore að
mörgu leyti á hátindi ferilsins, hann var orðinn
einn þekktasti kvikmyndagerðarmaður heims og
hampaði einum virtustu verðlaunum sem bjóðast í
kvikmyndabransanum. Í þokkabót hafði hann milli
handanna góðan samning um gróðaskiptingu við
dreifingarfyrirtækið Miramax, samning sem
tryggði að hluti gullsins sem myndin var í þann
mund að mala rynni til hans sjálfs. Lífið gat vart
verið betra. Og þó. Svo var eins og allt einhvern
veginn súrnaði, hlutirnir gengu ekki upp eins og
þeir áttu að gera. Þvert á heilbrigða skynsemi
vann George Bush kosningarnar, hið gríðarlega
fjölmiðlaumtal sem Moore hafði skapað með
myndinni beit í skottið á sér og snerist í hæðn-
islega umfjöllun um mikilmennskudrauma leik-
stjóra sem ætlaði að velta forseta úr sessi, auk
þess sem flestallir voru hreinlega komnir með nóg
af Moore sjálfum. Þess vegna kemur það mér ekk-
ert á óvart að nokkur bið hafi orðið eftir nýrri
mynd frá kappanum. Hann hefur þurft tíma til að
jafna sig eftir velgengni og ósigur Fahrenheit og
kannski skilið að áhorfendur margir hverjir þurftu
tíma til að jafna sig á honum. En nú er Moore sem
sagt mættur til leiks á ný með „umdeilda“ mynd í
farteskinu sem er mjög líkleg til að njóta vinsælda.
Verkið sem hér um ræðir er Sicko (Sjúkur) en þar
gagnrýnir Moore bandaríska heilbrigðiskerfið og
ber saman við það sem þekkist annars staðar.
Svikult og lúalegt
Vinsældir Moore koma á óvart vegna þess að
heimildamyndir eru aldrei metsölumyndir. En nú
orðið bætir maður við staðhæfingunni; nema
Michael Moore geri þær. Að sumu leyti þurfa vin-
sældirnar þó ekki að koma á óvart. Moore er mjög
útsjónarsamur þegar kemur að framsetning-
araðferðum og finnur oft sérstaklega sniðugar
lausnir, bæði myndrænar og frásagnarlegar, á
vandamálunum sem upp koma þegar sýna á og út-
skýra þarf flókin málefni í formi sem upphefur
skemmtanagildi umfram öll önnur gildi. Og Sicko
nýtur góðs af því enda þótt myndin sé á flestum
sviðum, þ.m.t. hinu myndræna, sú minnst spenn-
andi sem Moore hefur gert. Þetta er í öllu falli í
fyrsta skipti sem Moore gerir mynd sem í raun er
ekki hægt að deila um, svona í meginatriðum, og
almenningi í Bandaríkjunum dettur það ekki einu
sinni í hug, enda langflestir þar í landi sammála
um að heilbrigðiskerfið sé bæði mannfjandsamlegt
og í molum.
En hvað er það nákvæmlega sem Moore leitast
við að bregða birtu á í myndinni og hvernig gerir
hann það? Jú, ef einhver staðreynd getur talist al-
þekkt um bandaríska heilbrigðiskerfið þá er hún
sú að tæplega fimmtíu milljónir standa að mestu
utan við það, flestir sökum fátæktar. Þetta finnst
mörgum, einkum þeim sem tilheyra þessum fimm-
tíu milljónum og þeim sem búa utan Bandaríkj-
anna, heldur slæleg virkni heilbrigðiskerfis. En
þetta er þó ekki viðfangsefni Moore, enda þótt um
auðvelt skotmark sé að ræða. Hann er séðari en
svo og hefur fundið beittara viðfangsefni. Það er
fólkið sem er í góðri vinnu (a.m.k. nógu góðri til að
bjóða upp á tryggingu) og telur sig þess vegna
standa nokkuð vel að vígi gagnvart heilbrigð-
iskerfinu en kemst svo að þveröfugri niðurstöðu
þegar á reynir. Viðfangsefni Moore er sem sagt
ekki kaldrifjað heilbrigðiskerfi sem útilokar stór-
an hluta þjóðarinnar heldur svikult og lúalegt heil-
brigðiskerfi, blindað af gróðasjónarmiðum, sem
leggur sig í líma við að uppfylla ekki skuldbind-
ingar sínar, þ.e. veita fólki heilbrigðisþjónustu,
vegna þess að hvert umönnunarviðvik þýðir tap á
bókunum, óvelkominn kostnað.
Innbyggði áhorfandinn
Moore velur skynsamlega leið til að nálgast heil-
brigðisvandann í Bandaríkjunum, a.m.k. út frá
kvikmyndasjónarmiðum. Áhorfendur hafa fulla
meðaumkun með menntuðu millistéttarfólki sem
missir allt sitt, ef það ekki hreinlega deyr, vegna
þess að það lendir í klónum á óprúttnum trygg-
ingafyrirtækjum. En hann fer víðar. Moore leggur
land undir fót og heimsækir Kanada, Bretland og
Frakkland til að bera saman kerfin þar og heima.
Að mörgu leyti er augljóst hvers vegna hann velur
þessa aðferð. Moore vill sýna löndum sínum að
aðrir valkostir en þeir bandarísku séu fyrir hendi,
þeir séu til og þeir séu betri en í leiðinni tekur
hann að einfalda efnið svo mjög að þeim áhorf-
endum sem þekkja til utan Bandaríkjanna blöskr-
ar. Það er eitt að benda á að bandaríska heilbrigð-
iskerfið sé svikamylla, það er annað að benda á að
víða í Evrópu og í Kanada séu við lýði margfalt
betri, hagkvæmari og mannvænni kerfi en það
þriðja er að draga upp bókstaflega villandi mynd
af veruleikanum utan Bandaríkjanna. En í þessum
köflum myndarinnar mætti einmitt halda fram að
Moore skauti ansi nálægt því að gerast sekur um
það. Skýringin á þessari nálgunarleið blasir þó við.
Innbyggði áhorfandi myndarinnar er Bandaríkja-
maður sem aldrei hefur ferðast utan síns heima-
lands, einhver sem þekkir hvorki söguna né um-
heiminn og finnst því hugmyndin um ríkisrekið
heilbrigðiskerfi mjög framandi. Og ávarp mynd-
arinnar beinist að honum og er því að mörgu leyti
gallað, a.m.k. í huga þeirra sem ekki falla að ofan-
greindri gerð innbyggða áhorfandans.
En Moore getur ekki haldið aftur af sér. Síðasti
hluti myndarinnar lýsir ferð hans til Kúbu með
nokkrar manneskjur sem hjálpuðu til eftir hrun
Tvíburaturnanna í New York hinn 11. september
2001 en mengunin var slík að fólkið veiktist í kjöl-
farið. Þetta voru sjálfboðaliðar og ekki tryggðir og
hafa síðan þurft að sjá um sína sjúkdóma sjálfir.
En Moore fer sem sagt með þessar hetjur til Gu-
antanamo fangabúðanna á Kúbu og krefst þess að
þær fái heilbrigðisþjónustu sem jafnist á við þá
sem „hryðjuverkamennirnir“ sem þar dúsa njóta
en Moore telur sig hafa heimildir fyrir því að vand-
lega sé hugsað um heilsu fanganna. Moore og fylg-
ismönnum er vitanlega meinaður aðgangur að hin-
um ólöglegu fangabúðum og halda í kjölfarið til
Havana þar sem heilbrigðiskerfi Kastrós tekur
þeim fagnandi. Allt er þetta hið mesta sjónarspil
og hefur uppátæki Moore vakið mikla athygli og
þannig e.t.v. gagnast í kynningu á myndinni. Hins
vegar mætti líka velta fyrir sér hvort gagnrýni
Moores á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna þynnist
ekki óþarflega mikið út með þessum hálfgerðu
skrípalátum. Og áhorfanda fer jafnvel að gruna að
þeir kostir sem gera Moore að góðum fjölmiðla-
manni geti stundum þvælst fyrir honum sem rýn-
anda.
Handagangur í heilbrigðiskerfinu
Hinn umdeildi bandaríski leikstjóri Michael
Moore hefur nýverið sent frá sér heimild-
armyndina, Sicko (Sjúkur), en þar er bandaríska
heilbrigðiskerfið gagnrýnt harðlega. En kímni-
gáfan sem jafnan fylgir Moore er á sínum stað
þótt umfjöllunarefnið sé grafalvarlegt.
Heilbrigðiskerfið „Þetta gæti orðið pínku sárt,“
segir á auglýsingaspjaldi fyrir myndina.