Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2007 7
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@gmail.com
NÝ plata er nú væntanleg frárapparanum/sálartónlistar-
manninum Common. Mun hún kall-
ast Finding Forever og kemur út í
enda þessa mánaðar á vegum G.O-
.O.D. Music/Geffen. Þetta er sjöunda
hljóðversplata
listamannsins og
kemur í kjölfar
plötunnar Be sem
út kom fyrir
tveimur árum.
Eigi er skortur á
gestastjörnum,
því að Lily Allen,
J Dilla, D’Angelo
og Kanye West
eiga öll þátt í plöt-
unni. Common,
sem er upprunalega frá Chicago,
kallaði sig áður Common Sense og
aflaði sér töluverðs fylgis í neð-
anjarðarrappsenu tíunda áratug-
arins, vopnaður djúphyglum textum
sem þóttu brjóta alltumlykjandi bóf-
arappið upp. Hann fluttist svo til
Brooklyn og komst fljótlega í vin-
fengi við framsækna rappara á borð
við Roots, Talib Kweli, Mos Def, Q-
Tip og fleiri. Með plötunni Like Wat-
er for Chocolate (2000) færði hann
sig inn á sálríkari og djassaðri slóðir
og hann innsiglaði svo stöðu sína sem
einn athyglisverðasti rapptónlist-
armaður samtímans með Electric
Circus (2002). Engu að síður hafa
harðlínumenn deilt nokkuð um þessa
þróun Common og því spennandi að
sjá hvað hann gerir á plötunni nýju.
Dwight Yoakam hefur verið áblússandi siglingu að undan-
förnu, en tvær síðustu hljóðvers-
plötur hans, Population Me (2003) og
Blame the Vain (2005), hafa verið
prýðisvel heppnaðar. Næsta plata
kemur út í
október og
verður til
heiðurs
meistara
Buck Owens,
föður Bak-
ersfield-
hljómsins, en
Yoakam hef-
ur alla tíð ver-
ið undir sterkum áhrifum frá Owens.
Platan heitir einfaldlega Dwight
Sings Buck og mun innihalda ódauð-
lega kántrísmelli eins og „My Heart
Skips a Beat“, „I Don’t Care (Just As
Long As You Love Me)“ og „Act
Naturally“ sem er líklega þekktast í
meðförum Bítlanna. Owens lést í
mars á síðasta ári, þá sjötíu og sex
ára að aldri.
Bresku tónlistarblöðin ástundaþað grimmt að blása listamenn
upp í hæstu hæðir og sprengja þá
síðan í öreindir tveimur vikum síðar.
NME er einna
grimmast í þess-
um fræðum og
má segja að blað-
ið hafi sérhæft sig
í „Stjörnum
morgundagsins“,
þar sem menn
taka sénsinn og
tippa á að þessi
eða hinn eigi eftir
að verða ógurlega
vinsæll. Staðhæfa
þau reyndar slíka hluti með miklum
gífuryrðum og allra handa skrúð-
mælgi.
Nýjustu listamennirnir sem eru
þessa „heiðurs“ aðnjótandi eru þau
Kate Nash og Jack Penate, og eru
þau kölluð „skærustu poppstirni
Bretlands“ í dag. Nash hefur verið
líkt við Lily Allen, en lag hennar „Fo-
undations“ hefur notið mikilla vin-
sælda undanfarið og fyrsta breið-
skífan kemur út í byrjun ágústs.
Jack Penate leikur stuðvæna, ska-
skotna popptónlist og hefur vakið
gríðarlega athygli fyrir tónleika sína
undanfarið misseri eða svo. Enn sem
komið er liggja einungis smáskífur
og stök lög eftir hann. Við hér á tón-
listarfréttunum segjum einfaldlega:
Guð hjálpi þeim…
TÓNLIST
Common
Dwight Yoakam
Kate Nash
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
Tónlistarferill kántrísöngvarans WillieNelsons spannar rúmlega hálfa öld oghefur hann komið víða við á þeim tíma.Hann er fæddur árið 1933 í landbún-
aðarþorpinu Abbot í Texas þar sem hann ólst upp
við ýmiss konar tónlist, einkum gospel og blús.
Hann segist auk þess hafa orðið fyrir töluverðum
áhrifum frá söngvum svartra verkamanna þegar
hann starfaði sem ungur maður á bómullarekrum í
sveitinni. Tuttugu og fjögurra ára gamall gaf hann
út fyrstu smáskífuna sína og þar með hófst tónlist-
arferill hans, en í dag eru plötur hans orðnar hátt í
fimmtíu talsins af öllum stærðum og gerðum.
Nelson er yfirleitt sagður hafa átt sinn blóma-
tíma sem tónlistarmaður á áttunda áratugnum
þegar hann var einn helsti fánaberi hins svokallaða
„útlaga-kántrís“ sem einfarar eins og Johnny
Cash, Waylon Jennings og David Allan Coe hafa
einnig verið bendlaðir við. Tónlistarhreyfing þessi
er sögð hafa komið undan „Nashville-hljóminum“
sem upptökustjórinn Chet Atkins þróaði einna
helst með því að mýkja hinn hráa „honky-tonk-
hljóm“ sem þá var allsráðandi í bandarískri dæg-
urtónlist.
Platan Stardust kom fólki svolítið á óvart þegar
hún kom út árið 1978 enda nokkuð frábrugðin því
sem kennt var við „útlaga-kántríið“. Stardust inni-
heldur safn laga sem söngvarinn hlustaði mikið á
sem barn – bandarísk dægurlög frá þriðja og
fjórða áratugnum. Upptökustjórn plötunnar var í
höndum hins goðsagnakennda tónlistarmanns
Booker T. Jones sem stjórnaði einnig upptökum á
fyrstu plötu Bills Withers, Just As I Am. Stardust
seldist í yfir fjórum milljónum eintaka og er að
margra mati ein besta plata Nelsons, ef ekki sú
allra besta, en þarna nær titrandi viðkvæm rödd
söngvarans virkilega að njóta sín.
Flest laganna á plötunni hafa verið tekin upp og
flutt af ótal tónlistarmönnum en engu að síður er
sérstaða hennar óumdeilanleg. Lagið „Georgia On
My Mind“, sem margir tengja eflaust við tónlistar-
manninn Ray Charles, er afar smekklega flutt og
ábyggilega kunnuglegasta lag plötunnar. „Unchai-
ned Melody“ hefur sömuleiðis heyrst í flutningi
margra en Nelson nálgast það á mjúkan og fág-
aðan hátt líkt og lagið væri hans eigið. „Moonlight
In Vermont“ er uppáhaldslag Nelsons að hans eig-
in sögn enda fer hann afar vel með það og sömu-
leiðis hefur lagið „All of Me“ sjaldan verið flutt
eins fallega og þarna. Fá lög frá síðustu öld hafa
verið flutt jafnoft og titillag plötunnar, „Stardust“,
en samkvæmt Wikipediu hefur lagið verið tekið
upp rúmlega 1800 sinnum. Engu að síður tekst
Nelson að gera það að sínu.
Stardust var endurútgefin árið 1999 með tveim-
ur aukalögum, „Scarlett Ribbons“ og „I Can See
Clearly Now“, sem eru prýðilegur bónus. Þó verð-
ur að segjast að upphaflega útgáfan er töluvert
meiri dýrgripur. En hvað sem því líður er Stardust
ein af betri plötum síðustu aldar. Hlýrri tónar eru
vandfundnir
POPPKLASSÍK
Hlýrri tónar vandfundnir
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
J
á, þar hafið þið það. Fyrsta plata
The Coral er algjört meistaraverk,
sú staðreynd blasti við mér er ég
fyrir rælni hlýddi á hana á nýjan
leik nú á dögunum. Það sem er í
gangi á plötunni er hreinlega ekki
eðlilegt; platan er gjörsamlega að springa af
spilagleði og sköpunarþrá. Meðlimir, sem voru
þá um og undir tvítugu (leiðtoginn, James
Skelly, var 21 árs og elstur), sóttu grimmt í
brunn sögunnar, og sýrurokk sjöunda áratug-
arins var mikið brúkað. Hljómsveitarmeðlimir
höguðu sér eins og börn sem ganga laus í leik-
fangabúð – og í sykursjokki í ofanálag – og
rugluðu og ringluðu með áhrifin á algerlega
ómótstæðilegan hátt. Barnslegt kæruleysið og
fullkomin vanþekking á því sem má og má ekki
skilaði glæstri plötu örugglega í höfn. Sýr-
urokk að hætti Doors og Love, Morricone og
Zappa var í hanastélinu en einnig sjóara-
söngvar, rakarakvartettar, ska og rússnesk
þjóðlagatónlist. Þetta á ekki að geta gengið
upp en gerir það samt. Ótrúlegt.
Of mikið, of fljótt?
Saga The Coral er reyndar eins og ævintýri.
Sjö nágrannar og skólafélagar úr smábænum
Hoylake, sem er rétt utan við Liverpool,
spiluðu saman í stundaskráargötum eða heima
hjá hvor öðrum og stofnuðu svo loks hljómsveit
árið 1996, þá þrettán til sextán ára gamlir.
Smátt og smátt fór að byggjast upp allmikið
„suð“ í kringum sveitina í heimabænum og í
Liverpool og trymbilinn Allan Wills, sem hafði
leikið með Liverpool-sveitunum Top og Shack,
sá sér þann kost vænstan að stofnsetja plötu-
útgáfu í þeim eina tilgangi að gefa út efni með
sveitinni. Útgáfan, Deltasonic, er einnig með á
snærum sínum sveitir sem spruttu upp í kjöl-
far velgengni The Coral, og ber þar helst að
nefna The Dead 60’s og The Zutons. Þrjár
stuttskífur með Coral komu svo út árið 2001 og
nefndur frumburður ári síðar. Breska tónlist-
arpressan hélt ekki vatni yfir sveitinni og
breiddi út fagnaðarerindið sem mest hún mátti.
Skelly og félagar voru síðan ekkert að tví-
nóna við hlutina. Strax ári síðar, sumarið 2003,
kom platan Magic and Medicine út þar sem
höggvið er í sama knérunn. Platan er ágæt en
nýjabrumið er eðlilega búið að skolast af.
Skelly var um þetta leyti algerlega hamslaus
því að enn kom ný plata út, og nú aðeins hálfu
ári síðar, eða í ársbyrjun 2004. Platan hefur
verið kölluð stuttskífa, sem er nú rangnefni,
enda eru á henni ellefu lög. Ástæðan fyrir því
að hún er oft frátalin sem „alvöruplata“ er
vinnsluferlið, en Coral-menn rusluðu henni
saman á einni og hálfri viku, og sum lögin voru
samin og tekin upp samdægurs. Í þetta sinnið
fékk sveitin þó bakslag, platan fékk fremur
slæma dóma og Skelly var ekki sagður standa
tónlistarlega undir öllum þessum látalátum.
Fjórða platan, The Invisible Invasion, kom
svo út árið 2005, í maí. Nú var búið að skipta
um upptökustjóra, fyrri verk höfðu verið í
umsjá Ians Broudie, sem oftast er kenndur við
The Lightning Seeds, en nú sáu Geoff Barrow
og Adrian Utley úr Portishead um þau mál.
Tónlistin var þó enn nokkurn veginn við það
sama.
Vandamál
Ný plata The Coral kallast Roots And Echoes
og segir Skelly að með henni sé sveitin að
skríða úr holu en undanfarin ár hafi tekið sinn
toll. Þegar Invisible Invasion var fylgt eftir var
sveitin búin að vera á stanslausu tónleika-
ferðalagi í fjögur ár. Um það leyti hætti að-
algítarleikari sveitarinnar, Bill Ryder-Jones, í
sveitinni vegna „persónulegra vandamála“.
Hassneysla hljómsveitarmeðlima var víst og
komin úr böndunum og Skelly hefur lýst því
yfir að bandið hafi einfaldlega verið væng-
brotið án Bills. Það var því ákveðið að snúa
aftur til Hoylake til að athuga hvort einhverjir
neistar væru enn á milli meðlima. Bill rak inn
nefið og menn fóru að djamma saman, líkt og í
gamla daga, og hópurinn fór að skríða saman
og þéttast á nýjan leik (auk þess sem hass-
neyslan var miðuð við „eðlileg“ mörk). Hljóm-
sveitin komst svo endanlega yfir þröskuldinn
er Noel Gallagher, gamall vinur og aðdáandi
sveitarinnar, bauðst til að lána henni hljóðver
Oasis, þar eð Oasis var á ferðalagi og hljóð-
verið stóð autt á meðan. Platan nýja var svo að
mestu leyti tekin upp þar með upptökustjór-
anum Craig Silvey.
„Mest allt var tekið upp beint,“ segir Skelly.
„Þegar við læsum okkur saman í grúvinu erum
við ósigrandi. Mér finnst við í alvörunni jafn-
þéttir og Doors þegar við förum á flug.“
Skelly, sem nær álagaaldrinum 27 ára í ár (en
þá deyja rokkararnir, þar á meðal Jim Morr-
ison úr Doors), hefur sem betur fer misst lítið
af sjálfstraustinu, þrátt fyrir áðurnefndar
hrakningar.
Í faðmi fortíðar … og ekki
Liverpool-sveitin The Coral sendir frá sér nýjan
grip nú um mánaðamótin en henni hefur gengið
erfiðlega að fylgja eftir samnefndum frumburði
sínum frá 2002, sem telst hæglega ein besta
plata sem út hefur komið á þessum áratug.
Coral Þekkja fortíðina, en kunna að brjóta viðjar hennar.
James Skelly