Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Page 6
6 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Sérfróðir um breskan ferða-mannaiðnað merkja mikla aukningu í heimsóknum ferða- manna á staði sem koma fyrir í þekktum kvikmyndum. Nýútkomin skýrsla þar í landi staðfestir þetta jafnframt. Heimsóknum í Alnwick kastalann í Northumberland hefur fjölgað um 120% síðan myndirnar um Harry Potter voru fyrst sýndar en í myndunum er kastalinn not- aður sem galdra- skólinn Hogw- arts. Annar kastali í Bretlandi, Doune kastalinn í Stirl- ingshire, er einnig heimsóttur margoft á ári af aðdáendum Monty Python and The Holy Grail. Samkvæmt áðurnefndri skýrslu merkja menn 26% fleiri heimsóknir í Lincon-dómkirkjuna og 38% í Rosslyn-kapelluna eftir að kvik- myndin um Da Vinci lykillinn var frumsýnd. Það er kannski skiljanlegt að ferðamenn vilji láta taka af sér myndir við „Hogwarrts“ og hina af áðurnefndum stöðunum. Næstum þreföld aukning ferðamnna að vatni í Lyme garðinum í Cheshire er þó kannski heldur langsóttari. Þegar betur er að gáð kemur það hinsvegar í ljós að vatnið er það sama og Colin Firth steig uppúr eftirminnilega, íklæddur hvítri rennblautri skyrtu, í sjónvarps- myndinni Hroki og hleypidómar (Pride and Prejudice) eftir sögu Jane Austen. Kannski ferðamenn og konur vonist til að eygja Firth votan í vatninu. Þá eru áhugasamir enn að leggja leið sína á Corrour lestarstöðina í West Highlands, sem kemur fyrir í kvikmyndinni Trains- potting, 11 árum eftir að myndin var frumsýnd.    Í fljótu bragði séð myndu fæstirtelja að mynd sem einungis verður frumsýnd í fjórum kvik- myndahúsum í Bandaríkjunum sé vænleg til vinsælda og sé fyrirfram af mörgum talin ein áhugaverðasta mynd ársins. The Guardian birti á dögunum grein um mynd sem fyrrnefnd lýs- ing á við. Hún nefnist I’m Not There og byggist á æviferli Bob Dylans. Hið óvenjulega við myndina er það að ekki einn heldur sex leikarar fara með hlutverk Dylans í mynd- inni, þar af ein kona og eitt svart barn. Konan er Cate Blanchett en auk hennar fara þeir Richard Gere, Christian Bale, Heath Ledger, Ben Whishaw og Marcus Carl Franklin með hlutverk Dylans. Það er Weinstein dreifingarfyr- irtækið sem framleiðir myndina og eigandinn, Harvey Weinstein, hefur fulla trú á verkefninu. Lágstemmd dreifing af þessu tagi hefur virkað áður hjá Weinstein en Good Will Hunting var einungis frumsýnd í sjö kvikmyndahúsum á sínum tíma en vakti heimsathygli og handritshöfundarnir Matt Da- mon og Ben Affleck fengu Ósk- arsverðlaunin fyrir handritið. Weinstein segist þess fullviss að það sama verði uppá teningnum í þetta sinn og tekur svo djúpt í ár- inni að hann muni „skjóta sig, fái Blanchett ekki Óskarinn. „I’m Not There“ verður frumsýnd í Banda- ríkjunum í nóvember næstkomandi. KVIKMYNDIR Colin Firth Bob DylanCate Blanchett Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is The Sound of Music (1965) er að sönnuundarleg kvikmynd. Vissulega er húnum margt hefðbundin söngva- ogdansmynd þar sem persónur taka að syngja og dansa upp úr þurru líkt og ekkert væri sjálfsagðara, og karli og konu úr alls ólíkum áttum tekst að yfirvinna margvíslegar hindranir svo að ástin geti sigrað að lokum. Myndin gerist aftur á móti í Austurríki í að- draganda seinni heimsstyrjaldar og lýsir upp- gangi nasismans sem von Trapp fjölskyldan flýr í lok myndar. Ef Hollywood á allajafna erfitt með að umgangast vandmeðfarin um- fjöllunarefni er söngva- og dansmyndin kannski síst til þess fallin af kvikmyndagrein- um Hollywood – a.m.k. ef marka má The So- und of Music. Á yfirborðinu er hún dæmigerð bitlaus frásögn of illsku nasista, sem birtist reyndar fyrst og fremst í andúð þeirra á aust- urríska fánanum, en undir niðri liggur hún óþægilega nærri þjóðernisrómantík og hug- myndafræði nasista. Upphafsatriðið fræga þar sem Julie Andrews dansar um hæð nokkra í fjalladýrð syngjandi um þúsund ára gamlan söng þeirra („The hills are alive with sound and music / with songs they have sung for tho- usand years“) gæti allt eins verið úr áróð- ursmynd úr smiðju Goebbels. Ef marka má myndina var gyðinga heldur hvergi að finna í Austurríki þessa tíma á meðan hin „ofsóttu“ börn von Trapp eru sem staðaltýpur úr Hitler- sæskunni. Myndin sló auðvitað í gegn vestra (og reyndar víðar), vann fimm óskara og mun vera í þriðja sæti yfir vinsælustu myndir sög- unnar (þegar verðbólga er tekin með í reikn- inginn). The Sound of Music er gerð undir lok þessa skeiðs í Hollywood sem oft er kennt við klass- ík og tekur enda með hruni stúdíókerfisins. Þannig á The Sound of Music meira sameig- inlegt með kvikmyndum fjórða áratugarins, en flestum myndum gerðum undir lok sjöunda áratugarins (t.d. óskarsverðlaunamyndinni Midnight Cowboy [1968] – það er sem öld fremur en þrjú ár skilji þessar myndir að). Klassíska skeiðið stóð fyrir ákveðið „sakleysi“ þar sem forðast var að stugga við þrýstihóp- um, taka pólitíska afstöðu og glíma við ögrandi viðfangsefni. En undir þessu yfirborði réð ríkjum bandarísk hugmyndafræði sem mynd- irnar dreifðu um heiminn í takt við heimsveld- isstefnu Bandaríkjanna. Söngva- og dans- myndin er einkar áhugaverð í þessu samhengi sem sérstakur boðberi bandarískra gilda víða um heim því að hún birtist áhorfendum alla- jafna sem saklaus afþreying sakir augljósra ýkna formsins. Enda er það svo að The Sound of Music leikur stórt hlutverk í tveimur nýleg- um myndum sem tekið hafa söngva- og dans- myndahefð Hollywood til endurskoðunar – hvor með sínum hætti. Mynd Baz Luhrman Moulin Rouge (2001) er um margt óður til gömlu söngva- og dans- myndarinnar þótt allt sé þar gert með hætti nútímans – hraðar klippingar, samkrull ólíkra söngva, sjálfsmeðvitaður leikur með hefðina. Söngleikurinn sem settur er á svið í Rauðu myllunni er ekki The Sound of Music en fyrstu línur hans sungnar af Ewan McGregor eru línurnar um hæðina góðu sem vitnað var í hér að ofan. The Sound of Music er sett á svið í Dancer in the Dark og skipar lagið „My favorite things“ veigamikinn sess í myndinni, en nálgun Lars von Trier í Dancer in the Dark (2000) er annars af öndverðum meiði. Í stað þess að upphefja formið brýtur hann það niður og snýr þessu „saklausa“ formi á end- anum í kraftmikla gagnrýni á bandarískt sam- félag. Á yfirborðinu eru allir vinalegir við inn- flytjandann Selmu (Björk) en bregðast henni hver með sínum hætti á endanum, sem á sér samsvörun í saklausu yfirborði söngva- og dansmyndarinnar. Í stórskemmtilegri rétt- arsenu kemur svo ásetningur leikstjórans skýrt fram en þar birtist söngva- og dans- myndin sem yfirvarp á heimsveldisstefnu Bandaríkjanna. Líkt og saksóknarinn mælir þá kann Selma að dýrka Fred Astaire en hún hatar Bandaríkin. Söngur hæðanna ómar enn SJÓNARHORN »Upphafsatriðið fræga þar sem Julie Andrews dansar um hæð nokkra í fjalladýrð syngjandi um þúsund ára gamlan söng þeirra („The hills are alive with sound and music / with songs they have sung for thousand years“) gæti allt eins verið úr áróðurs- mynd úr smiðju Goebbels Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Þ að er vel kunn staðreynd að þær valda oftar vonbrigðum en hrifn- ingu, risavöxnu afþreying- armyndirnar sem gjarnar eru kenndar við sumarið. Margar smellhitta í mark um allan heim og halda iðnaðinum meira og minna gangandi. Stjórnendur dreifirisanna eru því með böggum hildar þessa dagana þar sem þessi ómissandi tekjulind er í uppnámi. Samningar kvikmynda- veranna í Hollywood við samtök handritshöf- unda (Writer’s Guild of America), eru að renna út og svipað er uppi á teningnum hvað snertir málefni leikstjóra, (Director’s Guild of America), sem eru með lausa samninga nk. mánaðamót. Hafi ekki verið samið við starfs- stéttirnar innan árs leggja þær niður störf og lama kvikmyndaiðnaðinn vestra. Í kvikmyndaborginni hafa menn mestar áhyggjur af framtíð stóru kassastykkjanna, þau eru viðkvæmust fyrir verkfallsaðgerðum, bæði undirbúningur og framleiðsluferli þeirra langt og flókið. Ofurhetjumyndir eru áberandi í flokknum, fokdýrar og svifaseinar í allri gerð hafa þær skilað hlutfallslega mestu í kassann síðustu áratugina. Ein af mörgum sem eru í burðarliðnum er Justice League of America, og fullkomin óvissa ríkir um hvort af gerð hennar verður, en hún er hugsuð ein af aðal trompum Warnerbræðra að sumri. Þar á bæ gerast stjórnendur svartsýnir á að takist að fullgera þetta fokdýra brelluverk fyrir hugs- anlegt verkfall. Myndir í uppnámi Svipað ástand er hjá hinum stúdíóunum, hvar- vetna eru stjórnendur að vega og meta verk- efnavalið, endurskoða handrit og jafnvel ein- falda þau með tilliti til aðstæðna. Þau eru minnug mistakanna sem gerðust árið 2001, þegar ástandið var hliðstætt og verkföll lágu í loftinu. Til að bjarga málunum þá, gripu fram- leiðendur til örþrifaráða og rumpuðu myndum af í stórum stíl. Leikaravalið var handahófs- kennt, þeir ráðnir sem voru tiltækir frekar en aðrir sem hentuðu í hlutverkin; hálfbökuð handrit voru kvikmynduð og framleiðendur, leikstjórar og aðrir lykilmenn voru ekki alltaf réttir menn á réttum stað. Verkfallið sem átti að skella á fyrir 6 árum er ekki hafið enn, en afleiðingarnar létu ekki á sér standa í ofhlöðn- um, hálfhráum kvikmyndum sem voru fórn- arlömb óðagotsins (The Truth About Charlie, Reign of Fire, Dark Blue). Kröfur WGA og DGA eru ólíkar, en stétt- arfélögin hafa sameinast um áherslur á nokkur atriði sem þau leggja kapp á að fá framgengt. Þ. á m. tekjur af nýjum miðlum á borð við kvikmyndaleigur á Netinu (video on demand), niðurhal og sýningum með notkun farsíma. Að öllum líkindum verður ofurhetjumyndin Justice League of America, tilbúin í slaginn að vori, sömuleiðis The Day the Earth Stood Still. Sú síðarnefnda er kostnaðarsöm end- urgerð sígildrar framtíðarfantasíu frá 1951, með Keanu Reeves í hlutverki Michaels Ren- nie. Spielberg og félagar, ætla sér að hespa tímanlega af fjórðu myndinni um Indiana Jon- es og nýjasta Batman-myndin, The Black Knigt, verður örugglega tilbúin til dreifingar fyrir næsta sumar. Þrátt fyrir dapurt gengi The Incredible Hulk, fyrir fáeinum árum, er verið að fram- leiða nýja mynd um fyrirbrigðið, með Edward Norton (af öllum mönnum) í titilhlutverkinu, og tvær framhaldsmyndir til viðbótar eru sloppnar yfir hættumörkin; The Chronicles of Narnia: Prince Caspian og Múmían, sem er aftur tekin á rás í eyðimörkinni. Nefnist þriðji kaflinn The Mummy: Tumb of the Dragon Emperor, austurlensk slagsmálaflétta er aug- ljóslega nýja kryddið og mannar kung-fu kempan Jet Li, hlutverk Drekakeisarans. Sumarmyndir 2008, sem geta fallið á tíma, eru m.a., The International, spennumynd gerð af þjóðverjanum Tim Tykwer, með Clive Owen, Naomi Watts og gamla, góða Armin Mueller-Stahl. Endurgerð söngva- og dans- amyndarinnar Fame, og Death Race, nýjasta mynd Pauls W.S. Anderson, framleidd af Tom Cruise með Jason Statham í hlutverki Davids Carradine (í frummyndinni frá ’75). Framtíð fjölda annarra verka er í tvísýnu um sinn: Land of the Lost, með Will Ferrell, sem er byggð á gömlum sjónvarpsþáttum; The Fighter með Matt Damon og Mark Wahlberg, gerð af Darren Aronofsky; Fantasy Island, með Eddie Murphy er komin á sumaráætl- unina 2010 – verið færð fram um tvö ár. Klukkan tifar hratt Klukkan tifar því óvenju hratt í kvikmynda- heiminum vestra, sem dæmi má nefna að einn dreifirisinn festi á dögunum kaup á end- urgerðarrétti gamallrar hrollvekju og fengu framleiðendurnir aðeins mánuð til að ganga frá undirbúningi fyrir tökurnar. Af þeim sök- um voru tveir höfundar ráðnir til að rubba handritinu af á viku. Almennt hafa handrits- höfundar 12 vikur til að ljúka við fyrsta upp- kast. Önnur kvikmyndaver eru með hug- myndir í gangi um að hraðsjóða stórar brellumyndir, líkt og The Fast and the Furio- us 4. Nokkrir leikstjórar hafa hætt klippingu og annarri eftirvinnu mynda sem þeir eru með í smíðum og rokið til að hefja tökur leikinna at- riða í nýjum verkefnum. Þannig er Ron How- ard að fara af stað með Angels & Demons (hún á að enda þar sem Da Vinci Code byrj- aði), en hefur sett frágang Frost/Nixon í salt. Ridley Scott hleypur með haustinu beint úr tökum Body of Lies í Nottingham, nýja mynd um Hróa hött. Þótt hjólin snúist hraðar en áður er farið með fullri gát að öðrum og metnaðarfyllri verkefnum á borð við The Winter of Frankie Mchine, nýju myndinni þeirra Martins Scor- sese, Leonardos DiCaprio og Roberts De Niro. Þar á bæ var óánægja með handritið og í stað þess að gera tilraunir til að koma því í viðunandi horf undir álaginu, var ákveðið að fresta kvikmyndagerðinni uns línur skýrast. Verkföll vofa yfir Hollywood Blikur á lofti í kjarasamningum og kvikmynda- verin hafa áhyggjur af framtíðinni. Indiana Jones Spielberg og félagar, ætla sér að hespa tímanlega af fjórðu myndinni um Indiana Jones áður en hugsanleg verkföll skella á í draumasmiðjunni meðal handritshöfunda og leikstjóra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.