Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Jón Sveinbjörnsson jsveinb@simnet.is M argir spyrja hvers vegna verið sé að þýða Biblíuna sem hefur verið til á ís- lensku um fimm aldir. Spurningin á vissulega rétt á sér og tengist annarri spurningu: Hvers vegna er verið að stunda guð- fræði? Texti Biblíunnar er tjáning löngu liðinna manna um lífsgildi. Guðfræðin felst í að menn setji sig inn í hebreska og gríska texta og færi innihald þeirra yfir á málfar hverrar samtíðar þannig að menn geti glímt við og tileinkað sér merkingu eða boðskap textans. Sá sem stundar guðfræði þarf að reyna að greina merkingu frumtextans í upphaflegu samhengi og flytja innihaldið yfir á íslensku þannig að merkingin sé sem líkust. Þýddi textinn þarf að koma í stað frumtextans og vekja sömu viðbrögð lesenda á hverjum tíma og ætla má að upphaflegi textinn hafi gert í samhengi sínu. Það var einkennandi fyrir kristindóminn að menn færðu boðskapinn yfir á þær þjóðtungur sem tóku við boð- skapnum, merkingin eða innihaldið skipti alltaf mestu máli. Hins vegar virðist oft hafa verið hætta á að ytra form textans tæki völdin og yrði að eins konar skurðgoði. Boðskapurinn virtist þó ætíð brjótast út í nýjum þýðingum og má í því tilefni nefna þýðingu Lúthers. Þýðing á vísindalegum grunni Á undanförnum áratugum hafa áhugaverðar rannsóknir í félagsmálvísindum og merking- arfræði veitt nýju lífi í biblíuþýðingar. Ég hef áður kynnt ýmsar rannsóknir á þessu sviði og ritað m.a. um það greinar í 4. og 12. hefti Ritrað- ar Guðfræðistofnunar og í hausthefti tímarits- ins Skírnis 2004. Þýðingaraðferðirnar felast m.a. í að merkingargreina orð í gríska Nýja testamentinu og flokka þau eftir merkingar- sviðum sem eru sameiginleg fyrir grískuna og nútíma íslensku. Þannig getur lesandinn borið saman, metið og komið orðum að merkingu gríska textans eins og hann birtist í íslenskri þýðingu. Slík þýðing er aldrei endanleg heldur alltaf í lifandi tengslum við hverja samtíð. Þar er um biblíuþýðingu að ræða sem byggist á vís- indalegri merkingargreiningu orða og flokkun þeirra í merkingarsvið en ekki um frosið guð- fræðimál eða yfirborðskennda umorðun (paraf- ras). Ný þýðing biblíunnar Íslenska biblíuþýðingin frá 1981 átti aldrei að vera annað en bráðabirgðaútgáfa enda var þar aðeins um að ræða nýja þýðingu á guðspjöll- unum og Postulasögunni. Önnur rit Nýja testa- mentisins frá 1912 voru endurskoðuð og nokkr- ar umbætur voru gerðar á sömu þýðingu Gamla testamentisins. Í grein sem ég ritaði í tímaritið Orðið árið 1982 og fjallaði um biblíuþýðinguna segi ég: „Ýmis grundvallar hugtök og myndir í Nýja testamentinu, sem fyrstu lesendur þess skildu af eigin raun, t.d. í sambandi við fórn- arþjónustuna og réttarfarið, eru sum hver framandi og nokkuð merkingarsnauð nútíma lesanda. Orð eins og friðþæging, sáttargjörð, lausnargjald, réttlæting o.fl. sem höfundar Nýja testamentisins hafa notað til að tjá með skilning sinn á þýðingu Krists, og lesendur þeirra áttuðu sig á út frá því samhengi sem þeir lifðu í, eru orðin að eins konar guðfræðingamáli sem þarfn- ast fræðilegra skilgreininga. Flest þessara hug- taka eru óbreytt í útgáfunni 1981 og bíða nánari umfjöllunar nýrrar þýðingar.“ Haustið 1986 fól Hermann Þorsteinsson, þá- verandi framkvæmdastjóri Hins íslenska Bibl- íufélags, þeim dr. Sigurði Erni Steingrímssyni og dr. Þóri Kr. Þórðarsyni að gera tilraunaþýð- ingu á Jónasarbók og Rutarbók. Vann dr. Guð- rún Kvaran sem málfarsráðunautur að þessu verki með þeim og var því lokið með bréfi til stjórnar Hins íslenska Biblíufélags dagsettu 18. maí 1988. Dr. Sigurður Örn Steingrímsson var síðan ráðinn hinn 1. nóvember 1988 um eins árs skeið og var sú ráðning endurnýjuð ári síðar. Á deildarfundi í guðfræðideild 12. september 1990 samþykkti deildin fyrir sitt leyti samstarfs- samning á milli Guðfræðistofnunar og Hins ís- lenska Biblíufélags og var hann síðan undirrit- aður af herra Ólafi Skúlasyni biskupi f.h. Hins íslenska Biblíufélags og undirrituðum sem þá var formaður stjórnar Guðfræðistofnunar. Samstarfssamningur þessi og erindisbréf þýð- ingarnefndar birtust í 4. hefti Ritraðar Guð- fræðistofnunar 1990. Þýðingarnefnd Gamla testamentisins hefur nú starfað í 17 ár og hefur sent frá sér 9 kynningarhefti með þýðingu á öll- um ritum Gamla testamentisins. Þýðingarnefnd Nýja testamentisins Eins og áður hefur komið fram voru í bibl- íuútgáfunni 1981 guðspjöllin og Postulasagan þýdd að nýju en þýðing bréfanna og Opinber- unarbókar Jóhannesar var endurskoðuð. Rætt var um að endurþýða Nýja testamentið eða þann hluta þess sem ekki kom út í nýrri þýðingu 1981. Tvennt kom til greina, að þýða bréfin og Opinberunarbókina að nýju þannig að öll Bibl- ían gæti komið út í nýrri þýðingu eða að endur- skoða textann frá 1981 og reyna að halda þeim texta eins og hægt væri og taka tillit til íslenskr- ar hefðar varðandi málfar og framsetningu en jafnframt reyna að gera hann aðgengilegri fyrir lesendur. Síðari kosturinn var valinn og ákvað stjórn Hins íslenska Biblíufélags á fundi sínum hinn 9. október 2001 að ráðast í að endurskoða þýðinguna á bréfunum frá 1981 og tilnefndi okk- ur séra Árna Berg Sigurbjörnsson, sóknarprest og kennara við guðfræðideild Háskóla Íslands og dr. Guðrúnu Kvaran, forstöðumann Orða- bókar Háskólans í þýðingarnefnd. Séra Árni hafði stundað framhaldsnám í grísku og hafði mjög gott vald á íslenskri tungu. Jafnframt réð stjórn Biblíufélagsins mig sem formann þýðing- arnefndar Nýja testamentisins. Ég átti að semja tillögur að ítarlega endurskoðuðum texta bréfa og Opinberunarbókar Nýja testament- isins og semja hliðsjónarefni og skýringar vegna endurskoðunar sömu rita. Ég átti einnig að fara yfir guðspjöllin og Postulasöguna í Biblíuútgáf- unni 1981 til samræmis við endurskoðun bréf- anna og leggja fram rökstuddar tillögur að breytingum á textanum og ganga frá endur- skoðuðum texta allra þessara rita ásamt þýðing- arnefnd. Nefndin skyldi senda endurskoðaða texta Nýja testamentisins ásamt skýringum og hliðsjónarefni til umsagnaraðila og taka afstöðu til innsendra athugasemda og ganga frá loka- texta Nýja testamentisins. Hlutverk stjórnar Biblíufélagsins fólst í að taka afstöðu til þess hvort textinn skyldi gefinn út. Umsagnaraðilar beðnir um athugasemdir Í aprílmánuði 2002 sendi nefndin tillögu að end- urskoðuðum texta Kólossubréfsins ásamt skýr- ingum til ýmissa stofnana og einstaklinga til kynningar og bað um athugasemdir. Svör bár- ust frá 5 aðilum og tók nefndin afstöðu til at- hugasemda þeirra. Hinn 28. febrúar 2003 sendi nefndin tillögu að endurskoðaðri þýðingu á bréf- unum til Efesus-, Filippí- og Kólossumanna, báðum bréfunum til Þessaloníkumanna, báðum bréfunum til Tímóteusar, bréfunum til Títusar og Fílemons og hinn 28. nóvember sama ár sendi nefndin svo tillögu að endurskoðun á þýð- ingu Hebreabréfs, Jakobsbréfs, Pétursbréfa, Jóhannesarbréfa og Júdasarbréfs ásamt fyrstu 6 köflum Rómverjabréfsins. Með tillögunni fylgdi greinargerð eftir mig sem formann þýð- ingarnefndar þar sem kynntar voru áherslur við þýðingu og var ætluð til umræðna um markmið þýðingarstarfsins. Þýðingarnefndin taldi sig fara eftir samþykktri verklýsingu þar sem talað var um „að gera textann læsilegri með því t.d. að leysa upp stirðnað þýðingarmál“. Texti fyrstu 6 kafla Rómverjabréfsins var settur fram sem umræðugrundvöllur fyrir þýðinguna. Öll þýð- ingarnefndin var ásátt um þetta vinnulag. Nokkur svör bárust. Stjórn Biblíufélagsins tekur til sinna ráða Stjórn Biblíufélagsins var ósátt við þýðinguna á fyrstu 6 köflum Rómverjabréfsins og ályktaði á fundi sínum 2. júní 2004 „að kjarnatextar um réttlætingu af trú verði almennt ekki umorð- aðir“. Þýðingarnefndin frestaði að fara yfir Róm- verjabréfið og sneri sér að endurskoðun á guð- spjöllunum og Postulasögunni og mannaskipti urðu í þýðingarnefndinni. Vegna veikinda séra Árna Bergs Sigurbjörnssonar kom bróðir hans, dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor, í stað hans í nefndina. Hinn 27. okt. 2004 sendi þýðing- arnefndin samstofnaguðspjöllin frá sér. Með þessum þýðingartillögum fylgdi skrá yfir nokkrar breytingar sem gerðar höfðu verið á textanum. Stjórn Biblíufélagsins sinnti ekki ákvæðum sem nefnd eru í verklýsingu og sendi samstofnaguðspjöllin ekki til umsagnaraðila heldur fór hún sjálf yfir textann og gaf þýðing- arnefnd fyrirmæli um hvernig þýða ætti text- ann og braut þar aftur samþykkta verklýsingu. Á fundi á skrifstofu biskups hinn 26. október 2004 með fulltrúa stjórnar Biblíufélagsins og þýðingarnefnd Nýja testamentisins greindi dr. Karl Sigurbjörnsson biskup og forseti Biblíu- félagsins frá því að samningur hefði verið gerð- ur við JPV útgáfuna um að afhenda fullunnið handrit að Nýja testamentinu hinn 1. júlí 2005 og nauðsynlegt væri að tillaga þýðingarnefndar að Nýja testamentinu lægi fyrir um miðjan jan- úar svo að hægt væri að senda hana til umsagn- araðila. Ég gagnrýndi það að stjórn Biblíufélagsins hefði ákveðið tímatakmörk án þess að leita álits þýðingarnefndar og taldi ógerlegt að þýðing- arnefndin gæti lokið við þýðingartillögu að öllu Nýja testamentinu um miðjan janúar 2005. Með bréfi til þýðingarnefndar dags. 24. nóv. 2004 bauð dr. Karl Sigurbjörnsson biskup og forseti Biblíufélagsins að þýðingarnefndin skyldi hafa lokið kynningarþýðingu á öllu Nýja testament- inu fyrir 15. janúar 2005 og skírskotaði til samn- ingsins við JPV útgáfuna. Viðbrögð mín Fyrstu viðbrögð mín sem formanns þýðing- arnefndar voru að segja upp starfinu. Þýðing- arnefndin átti eftir að fara yfir erfiðustu bréf Nýja testamentisins sem þurfti nægan tíma til að fjalla um. Samnefndarmenn mínir voru er- lendis þegar bréf biskupsins barst mér í hendur og svaraði ég því til bráðabirgða hinn 2. des. Þegar hægt var að halda fund í þýðingarnefnd- inni kom í ljós mér til nokkurrar furðu að sam- nefndarmenn mínir, doktorarnir Einar og Guð- rún, töldu gerlegt að fara að ósk biskups og eins virtust þau tilbúin að verða við þeim fyr- irmælum sem stjórn Biblíufélagsins hafði sam- þykkt. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég engu að síð- ur að halda áfram starfinu. Ég hafði lagt mikla vinnu í að semja skýringar og tillöguþýðingu að bréfunum sem eftir var að fara yfir og var mér annt um að sjónarmið mín kæmu fram í kynn- ingarhefti. Samkomulag varð með nefnd- armönnum um að hafa tvær tillögur að þýðingu þeirra kafla í bréfunum sem nefndarmenn væru ekki sammála um. Þýðingarnefndin samþykkti tillögu mína að formála þar sem ég gerði í stuttu máli grein fyr- ir forsendum og gangi þýðingarinnar. Biskup ritar inngang Biskup neitaði að láta prenta formála minn í kynningarheftinu og ráðgjafar hans, samnefnd- armenn mínir og stjórn Biblíufélagsins féllust á að hafa hann ekki með, enda þótt fyrir lægi að ég tæki ekki þátt í frekari vinnu með þýðing- arnefnd nema formáli minn kæmi með. Senni- lega er það einsdæmi að þýðandi og formaður þýðingarnefndar fái ekki að rita formála að þeirri þýðingu sem hann hefur unnið að. Kynningarheftið birti að mestu leyti þann þýðingartexta sem nefndin hafði samþykkt og þar komu fram bæði tillögur meirihluta og minnihluta nefndarinnar, einkum í Rómverja- bréfinu. Í inngangsorðum biskups í kynning- arheftinu talar hann m.a. um „umorðun hug- taksins réttlæting“ og samnefndarmenn mínir segja í kynningu á þýðingunni í Biblíutíðindum: „Menn voru einnig samhljóða um að óska ekki eftir umorðun hugtaksins réttlæting og annarra guðfræðilegra hugtaka“. Það vakti furðu mína að jafnvel samnefnd- armenn mínir í þýðingarnefnd og einkum sá sem hafði verið í nefndinni frá upphafi virtust ekki gera greinarmun á umorðaðri þýðingu (pa- rafras) og þýðingu sem byggðist á málvís- indalegum aðferðum. Álíta þau kannske að þýsku þýðendur Nýja testamentisins hafi beitt „umorðun“ í Die gute Nachricht? Fékk aldrei að sjá athugasemdir lesenda við kynningarhefti Óneitanlega þótti mér súrt í broti að geta ekki svarað og tekið tillit til athugasemda sem kynnu að koma við kynningarheftinu en til þess hefði þurft meiri tíma, en það virtist útilokað. Annar nefndarmanna taldi t.d. öll tormerki á því þar sem viðkomandi hefði gert ráð fyrir að ljúka verkinu 1. júlí 2005! Biskup kom með þá tillögu á fundi með mér hinn 6. maí 2005 að Einar bróð- ir hans og Guðrún Kvaran færu yfir fram- komnar athugasemdir og gerðu tillögu að nýj- um texta. Athugasemdir lesenda og tillögur þeirra myndu þau síðan senda mér, en end- anlegar tillögur þeirra myndu þau ræða síðan á fundi með mér. Mér var ljóst að meirihluti þýð- ingarnefndar myndi ráða en engu að síður féllst ég á tillögu biskups. Stuttu síðar barst mér bréf frá biskupi með eftirfarandi bókun frá stjórn- arfundi Hins íslenska Biblíufélags: „Biskup upplýsti fundarmenn um stöðu þýðingarinnar. Greindi hann frá því að náðst hefði sátt um verklag við þýðingarvinnuna sem felist í því að þau dr. Guðrún Kvaran og dr. Einar Sig- urbjörnsson fari yfir innkomnar athugasemdir, taki afstöðu til þeirra og geri tillögur um end- anlegan texta sem síðan verði ræddur við dr. Jón Sveinbjörnsson á fundi. Stjórn HíB sam- þykkti þessa tilhögun og áréttar að hún líti svo á að stjórnin ráði úrslitum um endanlega gerð textans.“ Bókun stjórnarinnar um að hún ráði úrslitum um endanlega gerð textans brýtur skýlaust gegn upphaflegum samningi og var óá- sættanleg að mínu mati. Í ágústmánuði 2005 sendi dr. Einar mér texta Rómverjabréfsins sem faðir hans hafði farið yfir en engar at- hugasemdir eða tillögur annarra lesenda fylgdu með. Nú virtist þýðingarnefndin hafa nægan tíma og stjórn Hins íslenska Biblíufélags allt valdið. Þar með var afskiptum mínum af þýðing- unni endanlega lokið. Vísindalegar biblíuþýðingar Ég minnist þess þegar ég vann að Biblíuútgáf- unni 1981 hve ýmsir forráðamenn Sameinuðu Biblíufélaganna voru ánægðir með samvinnu Hins íslenska Biblíufélags og Háskóla Íslands þar sem prófessorarnir í Gamla og Nýja testa- mentisfræðum sáu um hvort sitt svið. Þegar ráðist var í þýðingu Gamla testamentisins var prófessorinn í Gamla testamentisfræðum við Háskóla Íslands upphaflega formaður þýðing- arnefndar og auk hans voru tveir aðrir í nefnd- inni með framhaldsmenntun í hebresku. Að- alþýðandinn sem ekki sat í þýðingarnefndinni var auk þess alþjóðlega þekktur fræðimaður í hebresku og gamlatestamentisfræðum. Í erind- isbréfi þýðingarnefndarinnar stendur: „Ef ágreiningur verður um endanlega gerð textans sker meirihluti þýðingarnefndar úr um orðalag hans.“ Ég vona að núverandi þýðingarnefnd Gamla testamentisins hafi munað eftir þessu ákvæði. Var þörf á nýrri þýðingu? Var einhver þörf á að þýða Biblíuna á ný? Ég tel að ætíð sé hætta á að helgitexti verði fjarrænn og torskilinn og að farið sé með hann eins og eins konar skurðgoð. Innihald textans skiptir mestu máli. Bókstafstrúarmenn eða svonefndir „fundamentalistar“ sem einblína á ytra form textans og afbaka boðskapinn að eigin vild eru vaxandi ógn í samskiptum manna eins og flest- um er ljóst sem fylgjast með heimsfréttunum. Íslenska Biblían er fyrir alla landsmenn og ekki þá eina sem tilheyra einhverjum ákveðnum trúarsöfnuði. Ég tel það varasamt að tiltölulega fámennur og einsleitur hópur manna fái að ráða svo miklu um þýðingu íslensku Biblíunnar. Mér finnst tími kominn til að breyta til. Spurningin er hvort hefðbundið helgisiðamál kirkjunnar eigi að móta þýðingar á Biblíunni eða hvort þýðingar sem greina merkingarþætti frumtextans og reyna að færa innihaldið yfir á hliðstætt merkingarsvið viðtökumálsins og á skiljanlegt málfar eigi að ráða för svo að lesand- inn geti vegið og metið innihaldið og skoðað líf sitt og tilvist út frá því. Framtíð kristindómsins getur oltið á þessu. Aldamótaþýðing Biblíunnar Varasamt „Ég tel það varasamt að tiltölulega fámennur og einsleitur hópur manna fái að ráða svo miklu um þýðingu íslensku Biblíunnar. Mér finnst tími kominn til að breyta til.“ Höfundur er fyrrum formaður þýðingarnefndar Nýja testamentisins. Gengið frá lausum endum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.