Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ólaf Gíslason olg@simnet.is É g er víst ekki einn um þá til- finningu að heimurinn sé fátækari eftir að við misst- um Þorstein Gylfason. Mér auðnaðist reyndar aldrei að sækja formlegar kennslustundir hans í há- skólanum, en gæfa mín var að eign- ast vináttu hans í menntaskóla, sem hélst ávallt síðan. Á mennta- skólaárunum var hann ekki bara skólafélagi heldur líka kennari: hann leiddi mig inn í hugmyndaheim Sö- rens Kierkegaards og tilvistarspek- innar og hafði á þessum árum meiri áhrif á mig en nokkur hinna launuðu kennara við Menntaskólann í Reykjavík. Ávallt síðar var sérhver fundur með Þorsteini gleðistund þar sem nýjum ljóma var brugðið á ýmis grundvallaratriði mannlegrar til- veru, svo sem viðteknar hugmyndir um sannleika, vísindi, listir, trúar- brögð og tungumál. Oft greindi okk- ur á um menn og málefni, en frá upp- hafi var hann mér óumdeildur lærimeistari í notkun íslenskrar tungu og áminningar hans um mik- ilvægi skýrrar hugtakanotkunar í rituðu og mæltu máli voru ómet- anlegar. Eftir ótímabæran dauða Þorsteins er heimurinn og við öll fátækari, en það er galdur skrifa hans að við get- um enn sest niður með bók hans í hönd og átt upplýsandi eða örvandi samverustund með Þorsteini. Þar veitir síðsta ritgerðarsafnið, Sál og mál, sem út kom eftir dauða hans á síðasta ári, efni í marga uppljómaða endurfundi. Þessi samantekt er af- rakstur af einum slíkum, ekki hugs- uð sem lofræða um eða endursögn á hugmyndum hans, heldur sem við- spyrna við ögrandi áskorunum hans eins og ég ímynda mér að hann hefði sjálfur kosið, frá hendi leikmanns og vinar. Ljósið sem hvarf Endurfundur þessi átti sér stað við lestur ritgerðarinnar Ljósið sem hvarf, þar sem settar eru fram með ögrandi stílsnilld ýmsar hugmyndir um sannleika og trú sem hljóta að snerta sérhvern hugsandi mann. Ritgerðin er innblásin af nokkrum grundvallarhugmyndum sem ganga eins og rauður þráður í gegnum öll skrif Þorsteins, einkum inngróið óþol hans gagnvart allri tvöfeldni og rugl- ingi með hugtök er varða sannleik- ann. Um leið er ritgerðin einhver op- inskáasta ádeila sem sést hefur á íslensku um guðfræðilega umræðu í samtímanum og skilning hennar á hugtökum á borð við trú og sann- leika. Í stuttu máli heldur Þorsteinn því blákalt fram að nokkrir helstu kennimenn íslenskrar „nýguðfræði“ eins og Gunnar Kristjánsson og Sig- urbjörn Einarsson byggi á tvöfeldni í umgengni sinni við sannleikann þar sem þeir geri greinarmun á trúar- legum sannleika og vísindalegum sannleika og haldi því fram að um sé að ræða eðlisólík sannindi sem ekki þurfi að lúta sömu lögmálum. Út frá kristilegum skilningi og í anda heil- ags Tómasar frá Aquino er sannleik- urinn aðeins einn, segir Þorsteinn, og því eru þeir Gunnar og Sig- urbjörn trúleysingjar. Tvöföld sannindi Sem dæmi um þetta tekur Þorsteinn skilning Biblíunnar og vísindanna á upphafi alheimsins: annars vegar þá kenningu sköpunarsögunnar að heimurinn eigi sér tímanlegt upphaf og skapara og tímanleg endalok, hins vegar þann skilning vísindanna að heimurinn hafi alltaf verið til. „Að heimurinn sé óendanlegur frá heim- spekilegu eða vísindalegu sjón- arhorni en endanlegur frá trúarlegu sjónarhorni.“ Þorsteinn segir að þessi tvöfeldni brjóti í bága við hversdaglegustu atriði um sannleik- ann samkvæmt heilbrigðri skynsemi og vitnar í heilagan Tómas frá Aqui- nas. Þorsteinn átelur starfsbróður sinn Vilhjálm Árnason fyrir að taka undir þann skilning Sigurbjörns Einarssonar að hin veraldlegu sann- indi eða „raunreyndir jarðsögunnar“ og heimsfræðinnar annars vegar og boðskapur ritningarinnar hins vegar lúti ólíkum lögmálum þar sem hið síðarnefnda sé frekar í ætt við „djúp- vísan skáldskap“. Þorsteinn talar út frá trúarskilningi barnsins: að trúa einhverju merkir þar að trúa að það sé satt. Sannleikur jarðsögunnar og sköpunarsögunnar er af tvennum toga og ósamræmanlegir og því ekki hægt að halda hvoum tveggju á lofti sem sönnum. Í þessum efnum hefur kristindómurinn sérstöðu meðal trúarbragða, þar sem hann byggist á sögulegum staðreyndum eins og fæðingu, krossfestingu og upprisu Krists: Guð varð að manni á sögu- legri stund og sögulegum stað og hann verður að hafa sagt satt til þess að við getum trúað á hann. Krist- indómurinn lýtur því lögmálum ver- aldlegra staðreynda með sambæri- legum hætti og t.d. jarðsagan. Að trúa því sem er satt Hvers eðlis er þá Hinn Eini Sann- leikur sem Þorsteinn Gylfason boð- ar? Í stuttu máli er hann sá sann- leikur sem við lærum sem börn og kennum börnum okkar. Það er satt sem er í samræmi við viðtekinn skilning. „Að segja um það sem er, að það sé, er satt; að það sé ekki er ósatt. Og að segja um það sem ekki er, að það sé, er ósatt; og að segja að það sé ekki, er satt.“ Þetta er „sam- svörunarkenningin um sannleikann“ sem rakin er til Aristótelesar og var útfærð af heimspekingnum Alfred Tarski með þessari yrðingu: „snjór er hvítur er sannleikur ef og aðeins ef snjór er hvítur.“ Boðun hins tvöfalda sannleika eins og hann kemur fram í guðfræði þeirra Sigurbjörns Einarssonar, Gunnars Kristjánssonar og Vil- hjálms Árnasonar brýtur þannig í bága við bæði hin almennu lögmál skynseminnar um sannleikann og þann trúarlega skilning að það sem maður trúi hljóti að vera satt. „Sann- leikurinn er aðeins einn: hann er sá sem við kennum börnum að segja,“ segir Þorsteinn. Þessi fróðlega umræða vekur upp margar spurningar um leið og hún setur Þorstein Gylfason í hina und- arlegu og óvæntu stöðu rétttrún- aðarmannsins gagnvart „trúvillu“ virtra guðfræðinga á borð við Sig- urbjörn Einarsson og Gunnar Krist- jánsson. Í þessari umræðu um trú og sannleika virðist mér Þorsteinn með- al annars leiða hjá sér að kjarni trúr- innar er „leyndardómur“ sem er ofar mannlegum skilningi. Til dæmis að Guð er óumdeilanlega bæði 1 og 3: faðirinn, sonurinn og heilagur andi. Ef við trúum, þá trúum við að 1=3 í guðfræðilegum skilningi en 1<3 í stærðfræðilegum skilningi. Hér verða hin stærðfræðilegu sannindi afstæð, allt eftir því frá hvaða sjón- arhorni litið er á málið. Afstæð sannindi Þetta vekur aftur þá spurningu hvort Þorsteinn hafi leitt hjá sér við- teknar hugmyndir meðal annars inn- an eðlisfræðinnar um afstæði, þar sem afstæðiskenning Einsteins kennir okkur meðal annars að nið- urstaða tiltekinnar mælingar í eðl- isfræði geti ráðist af hraða þeim sem mælingamaðurinn og tæki hans ferðast á. Í víðara samhengi verður sannleikur mælingavísindanna háð- ur mælitækninni á sama hátt og svör náttúrunnar við spurningum vísinda- mannana eru mótuð af spurning- unum og mælitækninni ekki síður en af hinu hlutlæga viðfangi. Þetta er kenningin eða öllu heldur hin við- tekna hugmynd um almennt afstæði vísindalegra niðurstaðna eða hins vísindalega sannleika. Lengst náði þessi afstæðishyggja hjá heimspek- ingnum Nietzsche þegar hann sagði að ekki væru til neinar staðreyndir, heldur einungis túlkanir á stað- reyndum. Honum mun að vísu hafa láðst að taka það með í reikninginn að ekki er hægt að túlka eitthvað nema það sé. Ef við beitum sjónrænni skynjun okkar og horfum á gang sólar frá sól- arupprás til sólarlags, þá sjáum við að sólin fer frá austri til vesturs í kringum jörðina. Til þess að átta okkur á að því sé öfugt farið þurfum við að hafa tileinkað okkur stjarn- fræði Kóperníkusar og mæl- ingatækni Galileo, sem staðfesta að skynjun okkar byggist á skynvillu séð frá forsendum mælitækninnar. Auðvitað þekkir Þorsteinn þessar þekktu takmarkanir vísindalegra og skynrænna niðurstaðna, en hann kýs að mér virðist að víkja þeim til hliðar í málsvörn sinni fyrir Hinn Eina Sannleika, sem birtist í kjarna sínum í setningu Alfreds Tarski um snjó- inn: „snjór er hvítur ef, og aðeins ef snjór er hvítur“. Þessi yrðing Tarski segir okkur ekkert um snjóinn, heldur er hún eins konar skilgreining eða lýsing á formi sannrar setningar. Eða eins og Þorsteinn segir: „formlega eða í eðli sínu eru öll sannindi eins – nefnilega samsvaranir setninga og staðreynda – en geta þar fyrir verið eins ólík efn- islega og hverjum manni sýnist.“ Við getum þess vegna sagt: „Guð er einn ef“, og aðeins ef Guð er einn. En samt er hann líka þrír, samkvæmt guðfræðinni. Hvernig leysum við það? Huldumaður sannleiks- yrðingarinnar Þessi mynd af formi sannleikans, sem við sjáum í setningu Tarski, virðist jafnframt fela þá staðreynd að setningin verður ekki sögð án þess að einhver segi hana. Á bak við myndina eða setninguna er höfundur og hann er sem slíkur hluti af sköp- unarverki sínu. Felur þessi mynd ekki þá staðreynd að engin sönn setning verður sögð án sögumanns, að engin hlutlæg sannindi verði sett fram eða sögð án þess að huglægt frumlag liggi þar að baki? Er setn- ingin ekki tilraun til þess að fela og breiða yfir þann vanda sem fólginn er í sambandi gerandans og þess sem gjört er, hlutarins og þess sem hugsar hann eða skynjar? Að mað- Hvítur snjór Form sannleikans á dagskrá endur- fundar með Þorsteini Gylfasyni Morgunblaðið/Jim Smart Þorsteinn Gylfason „Þorsteinn talar út frá trúarskilningi barnsins: að trúa einhverju merkir þar að trúa að það sé satt. Sannleikur jarðsögunnar og sköpunarsögunnar er af tvennum toga og ósamræmanlegir og því ekki hægt að halda hvoum tveggju á lofti sem sönnum.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.