Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 17. 11. 2007 81. árg. UMDEILDASTA BÓK SEINNI ÁRA! Kenningar höfundanna eru afar umdeildar en þeir snúa mörgu á hvolf sem hingað til hefur verið viðtekið í evrópskri menningarsögu og setja fram djarfar tilgátur sem snerta hugmyndir og viðhorf allra kristinna manna. BLÓÐ KRISTS OG GRALIÐ HELGA varð kveikjan að Da Vinci lyklinum og fleiri bókum. holar@simnet.is M bl 9 14 43 1 lesbók PJ HARVEY HÚN ER ALVEG HRIKALEGA KÚL, EINS KONAR RÚNI JÚL. Í LÍKAMA SMÁGERÐRAR BRESKRAR KONU » 7 Ímynd karlmanna í fjölmiðlum er oftast ímynd hins grófa og hins sterka » 2 Morgunblaðið/Sverrir Myndin af Jónasi Hvernig varð Jónas þjóðskáld? Hvernig birtist hann í skáldskap annarra skálda? Hver er ímynd hans í samtímanum? Við skoðum myndina af Jónasi í Lesbók í dag í tilefni af því að 200 ár eru frá fæðingu hans. » 3 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Ein er sú tegund bókasem vekur alltaf sérstaka eftirvæntingu,ævisögur og end- urminningar skálda og rithöfunda. Og um þessar mundir koma þær nánast í tugatali á markaðinn. Sjálfsagt bíða margir spenntir eftir því að ævisaga Þórbergs Þórðarsonar eftir Pétur Gunn- arsson komi úr prentsmiðjunni en stutt mun vera þangað til. Pétur leitast við að varpa ljósi á þroska- sögu Þórbergs og styðst ekki að- eins við útgefin verk hans heldur og ríkulegt óbirt efni, sendibréf, dagbækur og ævisöguhandrit. Maður bíður með öndina í háls- inum. Einnig verður spennandi að fá í hendur ævisögu Davíðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi eftir Friðrik G. Olgeirsson. Sömuleiðis eru væntanlegar ævisaga Tómasar Sæmundssonar Fjöln- ismanns og eiginkonu hans Sig- ríðar Þórðardóttur eftir Eggert Ásgeirsson og samtalsbók Ólafs Ragnarssonar við Halldór Laxness en í henni eru líklega síðustu óbirtu samtölin við skáldið. Gísli H. Kolbeins hefur svo sent frá sér ævisögu Skáld- Rósu. Minnisbók Sigurðar Pálssonar kom út fyrir nokkru og er ein skemmtilegasta endurminn- ingabók sem ég hef lesið um ára- bil. Umfjöllunarefnið eru ár Sig- urðar í Frakklandi á sjöunda og áttunda áratugnum, tímum mikilla umbrota í Frakklandi og vest- rænni hugmyndasögu. Fjöldi Ís- lendinga leitaði sér menntunar í Frakklandi á þessum árum og löngu kominn tími til að draga upp fleiri sjónarhorn á þá sögu. Um leið er þessi bók sköp- unarsaga skálds. Von er á minningabók Ingi- bjargar Haraldsdóttur, Veruleiki draumanna, en þar segir hún frá uppvexti sínum á Íslandi, mót- unarárum á umbrotatímum í tveimur heimsálfum, samferðafólki og sögulegum atburðum. Að síðustu vildi ég nefna tvær bækur. Önnur er bók Hjálmars Sveinssonar um Elías Mar, Nýr penni í nýju lýðveldi, en í henni er byggt á samtölum sem Hjálmar átti við Elías og fjallað um æsku hans í Reykjavík, skáldsögurnar sem hann skrifaði og um líf gam- als og gleymds rithöfundar í Reykjavík. Og hin bókin er Sköp- unarsögur Péturs Blöndals en þar er rætt við tólf rithöfunda um það hvernig bækur þeirra verða til, þar á meðal Elías Mar, Þorstein Gylfason, Kristján Árnason og Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Fjöldi mynda er af höfundunum í bókinni eftir Kristin Ingvarsson. Bækur um skáld MENNINGARVITINN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.