Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 3 lesbók| Jónas 200 ára Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson Síðasti kaflinn? Jarðneskar leifar Jónasar Hallgrímssonar jarðsettar í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum árið 1946. Kannski síðasti kaflinn í sög- unni um það hvernig Jónas varð að þjóðskáldi. Eftir Þóri Óskarsson thorir@rikisend.is R ithöfundarferill Jón- asar Hallgrímssonar varð ekki langur. Það liðu aðeins tæp ellefu ár frá því að hann kvaddi sér hljóðs með kvæðinu Íslandi í fyrsta árgangi Fjölnis 1835 þar til hann var lesinn til moldar „í góðu veðri og blíða sólskini“, svo að vitnað sé í vin hans Konráð Gíslason. Þrátt fyrir skamm- an aldur og ómerkta gröf efaðist Kon- ráð ekki um að Jónas hefði reist sér varanlegan bautastein með verkum sínum en hann var jafn sannfærður um „að flest af því komist í engan samjöfnuð við það, sem í honum bjó, og að það geti ekki sýnt til hlítar, hví- líkur hann var sjálfur í raun og veru“ (Fjölnir, 1847: 4–5). Að mati hans náði Jónas því aldrei fullum þroska sem skáld og víst er að afköst hans á því sviði voru ekki mikil. Þeir Fjölnismenn voru þess líka fullvissir að samtímamenn Jónasar hefðu aldrei sýnt verkum hans til- hlýðilegan áhuga eða lesið þau með eftirtekt og skilningi. Skýrast kemur þetta fram í höfundarlausu minning- arkvæði um hann í síðasta árgangi Fjölnis og eignað hefur verið Kon- ráði. Þar er ort um skáldið „sem að Ísland ekki meta kunni“ en elskaði þó landið af öllu hjarta, skáldið sem fólk hlýddi á „eptirtektarlaust“ og skildi ekki „að guð er sá, sem talar skálds- ins raust“, skáldið sem þjóðin var svift „því drottinn vizkuhár / vill ekki skapa skáldin handa öngum“ (Fjöln- ir, 1847: 73–74). Í huga ljóðmælanda var Jónas bæði vanmetinn og misskil- inn snillingur sem tæpast átti samleið með þjóð sinni. Því fór sem fór. Þessar lýsingar gefa vart ástæðu til að ætla að Jónas festi sig fljótlega í sessi sem höfuðskáld íslensku þjóð- arinnar og ástmögur. Ekki verður heldur sagt að þær hafi verið full- komlega úr lausu lofti gripnar þótt söknuður og beiskja vina hans setji sýnilega mark sitt á þær. Því verður að minnsta kosti ekki neitað að til voru þeir sem hugsuðu allt annað en hlýlega til Jónasar. Einn af prestum landsins gekk jafnvel svo langt að kalla hann „hryggilegan viðbjóð, mann sem enginn þolir að vera ná- lægt“ (Jónas Hallgrímsson. Ritverk IV, 1989: 478). Aðrir gagnrýndu fag- urfræði hans fyrir tilgerð og lítil tengsl við raunverulegar aðstæður al- mennings og kvæðin fyrir dökka framtíðarsýn. Um kvæðið Ísland skrifaði t.d. Eiríkur Sverrisson sýslu- maður: „Um þetta fallega kvæði hefi eg ekkert að segja, utan mér er mesta mein að því, að það eptir þess innihaldi virðist að vera réttnefnd Grafskrift yfir Ísland“ (Sunnanpóst- urinn, 1836/2: 28). Það þurfti jafnvel ekki að leita út fyrir nánasta vinahóp Jónasar til að skynja visst eftirtektarleysi þegar skáldskapur hans var annars vegar. Furðulegt er t.d. tómlæti Tómasar Sæmundssonar þegar hann eins og í framhjáhlaupi víkur að kvæðinu Gunnarshólma í löngu sendibréfi til Jónasar 1. febrúar 1839, nokkrum mánuðum eftir að það birtist í mál- gagni þeirra félaga: „Um kvæði þitt get ég ekkert sagt, því ég er ekki far- inn að lesa það“ (Bréf Tómasar Sæ- mundssonar, 1907: 253). Líklegt er að undan þessu hafi sviðið enda eru sinnuleysi og þögn verstu viðtökur skáldskapar. Þessar lýsingar segja þó aðeins hálfan sannleikann um mat samtím- ans á Jónasi. Allt eins mætti benda á að séra Þorsteinn Helgason í Reyk- holti taldi kvæðið Ísland „meist- arastykki í enum ísl. skáldskap“ (Skrifarinn á Stapa, 1957: 114) og að Steingrímur Jónsson biskup kallaði Jónas skáldsnilling („et poetisk geni“) í meðmælabréfi árið 1839 (Jón- as Hallgrímsson. Ritverk IV, 1989: 34). Sagan, sönn eða uppspunnin, segir líka að Bjarni Thorarensen skáld hafi sagt „Nú held ég mér sé bezt að fara að hætta að yrkja,“ þegar hann las Gunnarshólma fyrsta sinni 1839 (Hannes Hafstein. Ljóð og laust mál, 1968: 318). Tveimur árum síðar á hann einnig að hafa komist svo að orði þegar hann hitti Jónas á förnum vegi í Reykjavík örfáum mánuðum fyrir andlát sitt: „Þegar ég dey, þá verður þú eina þjóðskáldið okkar, Jónas minn“ (Hannes Hafstein. Ljóð og laust mál, 1968: 323). Þau spá- dómsorð virðast hafa ræst furðu fljótt, að minnsta kosti fullyrti Svein- björn Egilsson í sendibréfi frá 1842: „Hér yrkir nú enginn neitt nema J. Hallgrímsen, sem gerir það bæði vel og snoturlega, og bestur sýnist mér hann, síðan Bjarni dó“ (Jónas Hall- grímsson. Ritverk IV, 1989: 46). Endanlega leystist ágreiningurinn um Jónas þó fyrst eftir að „hið drambsama dýr“ var horfið á vit feðra sinna og verkin stóðu ein eftir. Fyrst þá varð hann raunverulegt þjóðskáld – í merkingunni skáld sem hefur almennan og óumdeildan hljómgrunn með þjóð sinni vegna þess að það mætir þörfum hennar, leggur sig sérstaklega fram um að tala við hana á hennar eigin máli og vekja hana til vitundar um þau við- fangsefni sem varða hana sér- staklega. Þessi skoðun kemur vel fram í minningarkvæði Gríms Thom- sens um Jónas frá 1846. Þar er hann ekki aðeins kallaður „lista skáldið góða“ heldur einnig „Íslands … óska- barn“, skáldið sem gladdi lesendur sína og blés þeim baráttuhug í brjóst, skáldið sem allir þeir sem mæla ís- lenskt mál munu gráta, skáldið sem lærði svo vel tungutak náttúrunnar í öllum sínum blæbrigðum að jafnvel steinarnir féllu í stuðla og lækirnir kliðuðu í ljóðum hans (Ný félagsrit, 1846: 152–3). Sveinbjörn Hallgrímsson ritstjóri klappaði sama steininn í leiðara sín- um að fyrsta tölublaði Þjóðólfs 5. nóv- ember 1848 þar sem hann ræddi um þá menn sem forsjónin hefði á um- liðnum árum valið til að vekja Íslend- inga af aldalöngum dvala, þeirra á meðal Jónas Hallgrímsson: „Hún [forsjónin] veitir Jónasi heitnum mælskuna á æðsta stigi, og lætur hann svo vekja oss með því, að hún gefur honum að tala til vor í hin- um fegursta skáldskap. Og það er landið sjálft, það eru jöklarnir, fjöllin, fossarnir, elfurnar, hlíðarnar, grund- irnar, það er Ísland, eins og það er ásigkomið af völdum náttúrunnar, sem talar til vor í kvæðum skáldsins, og biður oss búendur sína að gefa gaum að því, hversu veglegt og ágætt land það sje; það er rjett eins og föð- urland vort sje orðið lifandi, og skori á oss í skýru máli, að sinna sjer“ (Þjóðólfur, 1848: 2). Bæði í þessari og öðrum blaða- greinum aldarinnar varð Jónas eins konar málsvari lands og lýðs, hróp- andans rödd sem benti þjóðinni á ágæti landsins og gaf henni von um bjartari framtíð. Á þann hátt tengdist hann náið sjálfstæðisbaráttunni. Jafnvel Jón Sigurðsson, sá jarð- bundni raunsæismaður, átti það til að vitna í ættjarðarkvæði hans í skrifum sínum. Um „grafskriftir“ var ekki lengur rætt. Margt varð til að treysta stöðu Jónasar sem þjóðskálds um og eftir miðja 19. öld. Árið 1847 voru Ljóð- mæli hans gefin út í Kaupmannahöfn og keypti Bókmenntafélagið nær allt upplagið (rúm 1.100 eintök) og dreifði því ókeypis til félagsmanna sinna. Vart hefur verið hægt að hugsa sér betri kynningu á skáldskap Jónasar á þessum tíma þegar útgáfa fag- urbókmennta var lítil sem engin. Út- gáfan virðist auk þess hafa orðið hvati þess að kennsla í íslenskum sam- tímabókmenntum hófst við Lærða skólann í Reykjavík veturinn 1847–48 en þá voru nemendur 1. og 2. bekk skólans látnir lesa kvæði Jónasar og Bjarna Thorarensens sem einnig voru prentuð 1847. Slíkur bók- menntalestur var raunar stopull alla 19. öldina en nær eingöngu bundinn við þessi tvö skáld og þó einkum Jón- as. Líklegt er að tök hans á íslensku máli og stíl hafi haft mikla þýðingu í því samhengi, en málfræðilega rétt og fagurt mál hefur jafnan verið ein helsta viðmiðunin þegar skólar skipa höfundum á skáldabekk. Kvæði hans og sögur voru alla vega ekki eingöngu lesin vegna listræns eða hug- myndalegs gildis þeirra heldur líka sem málleg fyrirmynd. Áhrif hans á upprennandi menntamenn þjóð- arinnar urðu því veruleg, eins og skólaskáldskapur þessa tíma vitnar um. Auk þess sem Jónas og Bjarni hlutu fyrstir allra skálda 19. aldar op- inbera viðurkenningu íslenskra skólayfirvalda var þeim gert afar hátt undir höfði í kvæðasöfnum og sýn- isbókum aldarinnar. Í fyrstu útgáfu hins vinsæla ljóðasafns Snótar (1850) áttu þeir t.d. 45 af alls 108 kvæðum bókarinnar, Bjarni 23 og Jónas 22, en tilgangur útgáfunnar var m.a. sá að ungt fólk ætti „hægra fyrir, að kynna sér það í veraldlegum kveðskap, er af einhverri orsök þykir einna helzt þess vert, að lesið sé eður með farið“ (Snót, 1945: xiii). Þarna komu með öðrum orðum saman þau skáld sem útgefendur töldu rísa hæst í íslensk- um skáldskap. Þá báru þeir félagar einnig höfuð og herðar yfir önnur skáld í Sýnisbók íslenskra bók- mennta á 19. öld (1891) sem Bogi Th. Melsteð tók saman og öðrum þræði var hugsuð sem lestrarbók fyrir skóla landsins. Einkum þótti útgefanda miklu varða að hún gæti „vakið hina ungu lesendur sína til sjálfstæðrar hugsunar, vakið hjá þeim ást á ætt- jörðu sinni og þá manndáð og fram- takssemi í öllu nýtu, fögru og góðu, sem ávallt er samfara einlægri ætt- jarðarást“ (Sýnisbók, 1891: viii). Þjóðernishugsjónin var því aldrei langt undan. Að lokum má nefna að Jónas sætti aldrei ámæli eða gagnrýni raunsæis- skáldanna sem komu fram um 1880, eins og mörg önnur skáld aldarinnar sem bendluð voru við rómantík. Þvert á móti tóku þau hann upp á arma sína, full aðdáunar og skilnings. Þess má t.d. geta að Hannes Hafstein sá um útgáfu á Ljóðmælum Jónasar 1883 og skrifaði æviágripið sem því fylgdi. Óhætt er því að segja að þessi ungi og upprennandi höfundur og ráðamaður þjóðarinnar hafi sam- þykkt Jónas sem fyrirmynd. Í bóka- frétt um Ýmisleg ljóðmæli Hannesar (1893) var enda bent á skyldleika hans við Jónas í náttúrukveðskap. Þeir Fjölnismenn voru líka að ýmsu leyti taldir hliðstæður og forverar Verðandimanna. Þeir væru hinir gagnrýnu upphafsmenn sem svöruðu kalli tímans og mörkuðu aldaskil með verkum sínum. Þetta sjónarmið kemur einnig skýrt fram í fyrstu íslensku bók- menntasögunum sem ritaðar voru undir lok 19. aldar. Af þeim má ráða bæði yfirburðastöðu þeirra Jónasar og Bjarna Thorarensens í íslensku hefðarveldi og þá skoðun að þeir hefðu grundvallað alla stefnu síðari tíma skáldskapar. „Báðir þessir menn hafa lík áhrif og Goethe og Schiller hjá Þjóðverjum,“ fullyrti Jónas Jónasson frá Hrafnagili og vís- aði til þekktra kennileita heims- bókmenntanna (Tímarit hins íslenzka bókmentafélags, 1891: 184). Flest yngri skáld aldarinnar væru einungis ófrumlegir sporgöngumenn þessa tví- stirnis. Þegar hér var komið sögu var Bjarni Thorarensen að vísu fallandi stjarna en stjarna Jónasar hélt áfram að rísa. Um aldamótin 1900 kviknaði jafnvel sú hugmynd innan Stúdenta- félagsins í Reykjavík að reisa honum minnisvarða. Til að afla fjár til þess var efnt til almennra samskota meðal þjóðarinnar og haldin sérstök Jón- asar-kvöld í helstu bæjum landsins. Þar voru kvæði hans flutt og sungin, auk þess sem þekkt skáld héldu fyr- irlestra um hann. Á aldarafmæli Jón- asar 16. nóvember 1907 var svo högg- mynd Einars Jónssonar af honum afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Jafnframt var lárviðarsveigur lagður á höfuð líkneskisins í virðingarskyni og sungin ýmis kvæði skáldsins. Ef undan er skilin sjálfsmynd Berthels Thorvaldsens sem reist var á Aust- urvelli 1874 var þetta í fyrsta sinn sem íslenskum listamanni var sýndur slíkur sómi og raunar vekur athygli að fyrr var ráðist í að gera styttu af Jónasi en þjóðhetjunni Jóni Sigurðs- syni (1911) og landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni (1924). Árið 1900 fullyrti Jón Ólafsson rit- stjóri í fyrirlestri: „til þess að geta metið að verðungu ágæti Jónasar sem skálds, þarf maður að vera Ís- lendingur, og helzt góður Íslend- ingur“ (Nýja öldin 1900: 189). Þessi orð lýsa vel þjóðernislegri túlkun þess tíma – sjónarmiðum sem áttu hljómgrunn langt fram eftir síðustu öld en eiga vart lengur upp á pall- borðið. Um þessar mundir beina fræðimenn um bókmenntir sjónum sínum í síauknum mæli að tengslum skáldsins við alþjóðlegar hug- myndastefnur 19. aldar eða benda á hvernig það vísar fram á við til skáld- skapar 20. aldar. Skammt er líka um liðið síðan ævisaga Jónasar og úrval verka hans komu út á enskri tungu (Ringler. Bard of Iceland, 2002). Það fer því fjarri að Jónas standi í stað eða að tíminn vilji ekki tengja sig við hann. Þvert á móti fylgir hann ald- arhættinum hverju sinni. Að sönnu er hann eitt af þjóðskáldum 19. aldar en jafnframt sígildur, alþjóðlegur höf- undur. Þjóðskáld verður til Hvernig varð Jónas að þjóðskáldi? Í þessari grein eru viðtökur Jónasar á nítjándu öld skoðaðar og skýrt hvernig hann varð að skáldi sem þjóðin kunni að meta og eins konar málsvari lands og lýðs, hrópandans rödd sem benti þjóðinni á ágæti landsins og gaf henni von um bjartari framtíð. »Endanlega leystist ágreiningurinn um Jónas þó fyrst eftir að „hið drambsama dýr“ var horfið á vit feðra sinna og verkin stóðu ein eftir. Fyrst þá varð hann raunverulegt þjóðskáld Höfundur er bókmenntafræðingur. Knúinn sannleiksþrá tekst skrásetjari á við ofvaxið verkefni: að fanga langanir mannanna og aukaverkanir sem af þeim hljótast. Hér er hárbeitt samfélagsrýni sett fram í þjóðsagna- og ævintýrastíl og mannlífið skoðað ýmist frá sjónarhóli fugls eða í nærmynd. Kraumandi fyndin alvara. Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur sími 561 0055 • www.ormstunga.is Halldóra Krist ín Thoroddsen AUKAVERKANIR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.