Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 15
lesbók| Jónas 200 ára
Áróru líður best einni með
bókunum sínum og hún
forðast karlmenn. Hún les
einkum rómantískar sögur frá
nítjándu öld og dvelur meira í
heimi bókanna en hinum ytri
veruleika.
Skyndilega dregur til tíðinda,
ástin birtist á sviðinu og færir
líf hennar úr skorðum.
Heillandi ljóðræn frásögn.
Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur
sími 561 0055 • www.ormstunga.is
Berglind Gunnarsd ót tir
Tímavillt
Eftir Ásgeir H Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
H
vernig er lífið eftir
dauðann? Gleym-
ist maður strax
eða fennir hægt
og rólega yfir
minninguna?
Sumir verða að virðist ódauðlegir
(þótt ráðlegt sé að spyrja aftur
eftir nokkur þúsund ár áður en
nokkuð er fullyrt) en við vitum
ósköp lítið um ódauðleikann, setj-
um við hina ódauðlegu upp á stall
eða minnumst við aðeins nafns
þeirra en ekki verka, eða öfugt?
Og getur verið að það séu sveiflur
í handanlífinu, látin skáld hnígi og
rísi og berist með tískustraumum,
smekk og duttlungum bæði yf-
irvalds og almúga?
Jón Stefánsson, sem síðar tók
upp millinafnið Kalman, birti í
Morgunblaðinu hinn 16. febrúar
1992 könnun um þekkingu fram-
haldsskólanema á Jónasi Hall-
grímssyni. 222 nemendur í
Menntaskólanum í Reykjavík
(MR), Menntaskólanum við
Hamrahlíð (MH), Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi (FVA) og
Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FSu)
voru spurðir og við endurtókum
könnunina nú með fulltrúum sömu
skóla að FSu undanskildum, en
þaðan höfðu gögn því miður ekki
borist þegar greinin var unnin, og
var heildarfjöldi nemenda í könn-
uninni 172. Þær þrjár spurningar
Jóns sem nefndar voru í greininni
voru lagðar fyrir aftur og auk þess
var tveimur nýjum bætt við. Og
þótt tæp sextán ár séu ekki stór
hluti af tveimur öldum er þónokk-
ur munur á niðurstöðunum.
MR með yfirburði
Ólíkastar eru niðurstöðurnar að
því leyti að munurinn á skólunum
hefur aukist. Í könnun Jóns var
sáralítill þekkingarmunur, helst að
FSu hafi komið verst út. Nú virð-
ist hins vegar ágætis þekking á
Jónasi vera mjög almenn í MR en
mun síðri í hinum skólunum tveim-
ur. Vitaskuld ber að varast að
skilja þetta sem einhvern stóra-
dóm yfir námi í skólunum, það
þarf ekki nema einn óvenju áhuga-
saman kennara eða hefðir innan
skólans tengdar skáldinu til þess
að stórefla kunnáttu nemenda, og
eins má endalaust deila um hvort
verk Jónasar Hallgrímssonar séu
mikilvægara námsefni en eitthvað
annað.
Þá mætti ætla að Dagur ís-
lenskrar tungu, sem fyrst var
haldinn á afmælisdegi skáldsins
árið 1996, hefði styrkt stöðu Jón-
asar í menntakerfinu og eins hefur
200 ára afmælið örugglega haft sín
áhrif – raunar kæmi ekki á óvart
að þekkingin væri töluvert meiri
núna, rúmri viku eftir að könnunin
var lögð fyrir, enda hafa vafalaust
ófáir kennarar sett Jónas á dag-
skrá í tilefni dagsins.
Ein öld til eða frá
Fyrsta spurningin var: Hvenær
var Jónas Hallgrímsson uppi? Ná-
kvæmt svar við því er 1807-1845
en „á 19. öld“ eða „á fyrri hluta 19.
aldar“ hlýtur að teljast fullgilt
svar eins og spurningin er orðuð.
Sökum afmælisins ætti þessi
spurning að vera töluvert auðveld-
ari en áður og sú virtist raunin í
MR þar sem 44 af 47 nemendum
svöruðu rétt, einstaka með ná-
kvæmum ártölum, og röngu svörin
voru bæði á réttri öld – einn svar-
aði ekki. Í hinum skólunum svör-
uðu hins vegar aðeins 55 af 125
nemendum rétt – hlutfallið var
öllu skárra í MH – og því svöruðu
alls 99 af 172 nemendum þessari
spurningu rétt. Þeir sem svöruðu
rangt voru þó aldrei meira en
einni öld frá svarinu, bæði átjánda
öldin og sú tuttugasta voru nefnd
en enginn teygði sig aftur á 14. öld
eins og stúlka ein í fyrri könn-
uninni. Þá notuðu margir þessa
spurningu til þess að rifja upp
frægan dauða Jónasar í kjölfar
fótbrots í dönskum stiga.
Rokkstjarna með
falleg naglabönd
Næst var spurt: Hvers konar
náungi var hann? Þetta orðalag
Jóns Kalmans varð raunar umdeilt
og ein af helstu kveikjum stuttrar
ritdeilu sem hann átti við Ólaf
Oddsson, íslenskukennara við MR,
á síðum Morgunblaðsins. Lang-
flestum var hugleikið að hann
hefði verið skáld, en á meðan nem-
endur MR bættu oftast við nátt-
úrufræðingur og fyllibytta var al-
gengara að nemendur FVA segðu
hann þjóðernissinna og Fjöln-
ismann – sérstaka athygli vakti að
Skagamenn notuðu ítrekað orðið
þjóðernissinni en MR-ingar töluðu
um ættjarðarskáld. Dreifingin var
jafnari í MH en auk áðurgreindra
atriða nefndu ýmsir að Jónas hefði
verið duglegur nýyrðasmiður og
margir sáu ástæðu til að nefna
sérstaklega að ekki hefði hann
verið kvensamur. Aðrir sögðu að
skáldið hefði verið skapstór, nett-
ur gæi, kurteis, rólega týpan,
menntamaður mikill, stjórn-
málamaður, bóndi, eiginmaður, fá-
tækur, sérvitur og húmoristi og
einhverjir héldu hann hafa verið
prest. Nokkrar litríkar útgáfur af
Jónasi mátti finna á blöðunum.
„Góður kall með hlýtt hjarta og
falleg naglabönd,“ sagði sextán
ára stúlka í MH en átján ára
skólasystir hennar sagði að „hann
hafði gaman af blómum og var líka
yfirleitt fullur“ – og má sjálfsagt
lengi velta fyrir sér orsaka-
samhenginu í þeim orðum. Loks
hafði nítján ára piltur í MR þetta
að segja um skáldið: „Jónas var
rokkstjarna. Ádeila var í textunum
hans og hann dó á fylleríi fyrir
aldur fram.“
Fennir yfir ljóðin?
Getur þú bent á eitthvað sem ligg-
ur eftir hann? var þriðja spurn-
ingin. Aðeins 52 nemendur gátu
nefnt ljóð eftir skáldið þegar kom
að þessari spurningu, eða 30,23%.
Þetta er mun lægra hlutfall en í
eldri könnuninni þar sem hlut-
fallið var 58,26% – MR var þó tíu
prósentustigum fyrir ofan þá tölu
núna. Þó er rétt að geta þess að
flestir þeirra sem einhver ljóð
þekktu nefndu fleiri en eitt. „Ég
bið að heilsa“, „Gunnarshólmi“ og
„Ísland farsældafrón“ eru þau
ljóða skáldsins sem eru nem-
endum eftirminnilegust. Athygli
vekur að aðeins einn nefnir smá-
söguna „Grasaferð“ á nafn og
virðist smásagnahöfundurinn Jón-
as standa nokkuð í skugga ljóð-
skáldsins. Auk þessa minnast
nokkrir á ljóðaþýðingar Jónasar,
sérstaklega eftir Heinrich Heine –
„Álfrareiðin“ þar á meðal – og þá
nefna nokkrir Fjölni, nátt-
úrufræðiritgerðir hans, innflutn-
ing á sonnettuforminu og nýyrði á
borð við sjónauka og reikistjörnu.
Loks eru Jónasi eignuð fjöl-
mörg verk annarra skálda. Pass-
íusálmarnir virðast Jónasi jafn ná-
tengdir og helstu ljóð hans sjálfs
og þá nefna margir þjóðsönginn
og „Maí-stjörnuna“ sem verk Jón-
asar auk þess sem tveir eigna
honum nýlega glæpasögu Þráins
Bertelssonar, Dauðans óvissi tími.
Misskilningurinn virðist vera á
svipuðum nótum og í könnun Jóns
Kalmans nema þeim misskilningi
virðist hafa verið eytt að Jónas
hafi samið „Öxar við ána“, það
nefndu ellefu nemendur í fyrri
könnuninni en enginn núna.
Hinn óumdeildi Jónas
Var Jónas gott skáld? Já-svar við
þeirri spurningu taldi Jón Kalman
vera orðið helst til sjálfsagt á sín-
um tíma, skáldið væri komið á
stall sem því væri óhollur og er
sagan á bak við þá dýrkun burð-
arefni greinar Jóns auk könnunar-
innar sem er í sérstökum ramma.
Því var tilvalið að bæta þeirri
spurningu við og niðurstaðan er
mjög ótvírætt jákvæð, jafnvel þótt
nemendur viti sumir ósköp lítið
um Jónas eru þeir nær allir sam-
mála um að hann hafi verið gott
skáld og andófsmenn fylla ekki
tuginn. Flestir láta einfalt já duga
en sumir segja hann höfuðskáld
Íslendinga og sextán ára stúlka í
MH lýsir honum svo: „Einn af
þeim bestu sem uppi hafa verið.
Byrjaði ótrúlega ungur, Mozart ís-
lenskrar ljóðagerðar.“ Þá segist
átján ára piltur í MR ekki vera
viss um að hann sé endilega okkar
mesti snillingur, en hann sé klár-
lega íslenskastur okkar snillinga.
Hins vegar er ljóst af mörgum
svörunum að sumir nemendur eru
aðeins að enduróma viðteknar
skoðanir. Einn nemandi svaraði:
„Ég held það án þess að ég hafi
myndað mér mína eigin skoðun á
því,“ og margar svipaðar útgáfur
komu fram; já, því annars væri
hann ekki svona frægur / annars
væri ekki verið að kenna hann /
annars hefðum við ekki haldið dag
íslenskrar tungu til heiðurs hon-
um. Og ómögulegt er að meta
hversu mörg já-anna sem stóðu
ein stóðu fyrir svipaða hugsun. En
þeir fáu sem ekki voru hrifnir af
Jónasi orðuðu það mjög vægt:
„Hann var ekki mjög djúpur í
skáldskap sínum en átti auðvelt
með að nýta bragarhætti til fulln-
ustu. Ágætt skáld,“ og „Hann er í
engu uppáhaldi hjá mér en jú, jú,
mjög fær á sínu sviði,“ voru meðal
neikvæðustu umsagnanna sem
Jónas fékk.
Arftakar Jónasar
Í raun þyrfti að leggja einhverja
álíka könnun fyrir kennara skól-
anna og menntamálayfirvöld, því
áherslur þeirra hljóta að speglast
að einhverju leyti í svörum nem-
enda. Því má velta fyrir sér hvort
minnkandi þekking á ljóðum Jón-
asar sé vegna aukinnar áherslu á
nútímaljóðlist og því var einni
lokaspurningu hnýtt við um arf-
taka Jónasar: Geturðu nefnt fimm
(eða færri) núlifandi ljóðskáld?
Fimm skáldum náðu 25 nemendur,
álíka margir í MR og MH en að-
eins tveir nemendur af 71 í FVA.
Flestir nefndu þó einhverja. Þór-
arin Eldjárn nefndu langflestir,
eða 46 – og eins kæmi ekki á óvart
að þau fjögur atkvæði sem Krist-
ján faðir hans heitinn fékk hefðu
verið ætluð honum.
Næstir komu Sjón með 36 at-
kvæði, 23 sögðu Megas, 18 Einar
Már Guðmundsson, 14 Bubbi og 12
nefndu Andra Snæ Magnason. Vil-
borg Dagbjartsdóttir var langefst
kvenskálda og nefnd á ellefu blöð-
um og þá nefndu fjórir til tíu nem-
endur skáld á borð við Þorstein
frá Hamri, Eirík Örn Norðdahl,
Gyrði Elíasson, Gerði Kristnýju,
Óttar Martin Norðfjörð, Dóra
DNA og Erp Eyvindarson. Að
Kristjáni Eldjárn undanskildum
voru flest skáldin sannanlega á lífi
en þó vakti athygli að Steinn
Steinarr var sprelllifandi í huga
fimm framhaldsskólanema. Hlutur
kvenna var ansi rýr en enn rýrari
var þó hlutur erlendra ljóðskálda,
aðeins sjö komust á blað, ekkert
oftar en einu sinni, og flest voru
þau þekktari fyrir tónlist sína en
ljóðlist.
En segja þessar niðurstöður
okkur eitthvað um stöðu Jónasar
nú tvö hundruð árum eftir fæðingu
hans, eða um stöðu ljóðsins yf-
irleitt? Varla, til þess þyrfti mun
nákvæmari rannsókn en þetta gef-
ur þó ákveðnar vísbendingar. Er
Jónas nógu mikið og nógu vel
kenndur? Á hann erindi við unga
Íslendinga? Yrkja nútímaljóðskáld
ekki nógu skemmtileg ljóð til að
ná til nemenda eða kynna kenn-
ararnir þau ekki fyrir nemendum?
Og erum við nógu dugleg að
spyrja þessara spurninga?
Mozart íslenskrar ljóðagerðar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Rokkstjarna Nítján ára piltur í MR hafði þetta að segja um skáldið: „Jónas var rokkstjarna. Ádeila var í textunum
hans og hann dó á fylleríi fyrir aldur fram.“ Myndin er tekin á Jónasarsýningu í Amtsbókasafninu á Akureyri.
Jón Kalman Stefánsson gerði könn-
un snemma árs 1992 meðal fram-
haldsskólanema um Jónas Hall-
grímsson. Í tilefni 200 ára afmælis
skáldsins var ákveðið að endurtaka
leikinn.