Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Blaðsíða 12
Án titils Ragnar Kjartansson í sam- ræðu við Jónas í verki sem sýnt var á Jónasarsýningu í Ketilhúsinu Á akureyri í haust. Eftir Atla Heimi Sveinsson ahs@centrum.is É g hitti nýlega Pál Bergþórsson, hinn aldna veðurfræðing og ljóðaunnanda. Páll sagði: Jónas Hallgrímsson er alltaf að batna. Mér finnst æ meir til Jónasar koma. Hann vinnur sífellt á við nánari kynni. Það er galdur góðra bók- mennta. Ég var lengi vel feiminn við að semja tónlist við ljóð Jónasar. Þau eru svo fullkomin að engu þarf við að bæta. Tónlist getur þá aðeins truflað og ruglað. Það var Bríet Héðinsdóttir, leik- kona með meiru, sem fékk mig til að semja Jónasarlögin. Hún sýndi mér drög að leikverki, sem hún kallaði Leggur og skel, fyrir fámennan hóp flytjenda. Hugmynd hennar var að verkið yrði flutt í skól- um, til að kynna ungu fólki ljóð Jón- asar. Sýningin skyldi vera ein kennslustund að lengd. „Og hafðu lögin einföld, Atli minn, svo krakkarnir læri þau strax. Þú getur þetta vel!“ sagði Bríet. Um svipað leyti bað Hörður Ás- kelsson, kantor Hallgrímskirkju, mig að tónsetja kvæði Jónasar Festingin víða, hrein og há, sem er þýðing á kvæði enska skáldsins Josephs Add- isons. Gott ef það varð ekki fyrsta Jónasarlagið. En um líkt leyti fór ég til Bríetar með fyrstu lögin og mig minnir að þau hafi verið Úr Hulduljóðum (Smá- vinir fagrir, foldarskart …), Vorið góða, grænt og hlýtt og Dalvísa (Fíf- ilbrekka! Gróin grund!). Ég ákvað að semja í „gömlum stíl“, hafa lögin alþýðleg, einföld og róm- antísk; einhvers staðar á milli Schu- berts og Sigvalda Kaldalóns. Reyndi að endurspegla hugblæ ljóðanna í laglínunni. Ég samdi fyrir píanó, hugsaði mér að gera undirleik og hljóðfæraútsetn- ingu síðar, hvað ég og gerði. Bríeti leist prýðilega á lögin, en hún var mjög músíkölsk og vel að sér í tónlist. Hún hvatti mig til að semja fleiri lög. Ekki gekk vel að „markaðssetja“ hugmyndina. Alls konar stjórar vís- uðu okkur kurteislega á bug; höfðu pottþéttar afsakanir á reiðum hönd- um, sögðu okkur að koma síðar, í haust eða á næsta ári. Vildu, sem sagt, lítið hafa með okk- ur að gera. Á næstu árum bættust fleiri lög í safnið. Sumt var eins konar vinaspeg- ill: ég sendi stundum vinum mínum og ættingjum lítið lag á góðri stund. En ekkert varð af leiksýningunni. Og svo lést Bríet, langt um aldur fram. Einhvern veginn komst Sigurður Ingvi Snorrason klarinettsnillingur, gamall vinur minn, að þessari laga- smíð. Sigurður vildi fá Jónasarlögin útsett fyrir klarinett, fiðlu, píanó og kontrabassa, og var þá komin „die Wiener Besetzung“; algeng hljóð- færasamsetning þar, á betri kaffi- húsum í denntíð. Ég brá mér, að haustlagi, vestur í Flatey, ásamt Auðuni syni mínum, sem þá var að lesa undir háskólapróf. Við dvöldum tveir einir í húsi afa míns og ömmu í rúma viku; hann við lestur stjórnmálafræðigreina og ég við útsetningar og raddskriftir. Jónasarlögin voru frumflutt á sum- arkvöldi árið 1996 í Skarðskirkju í Landsveit við hjarta landsins okkar. Þar var leikið af mikilli list: Sigurður á klarinettinn, Sigurlaug Eðvalds- dóttir á fiðlu, Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó og Hávarður Tryggvason á kontrabassa. Og svo söng Signý Sæmundsdóttir ynd- islega. Hún flutti þessi litlu lög (radd- sviðið fer tæpast yfir áttund) tilgerð- arlaust, með einstakri hlýju í röddinni og einlægni hjartans, sem sló fegurð- arbjarma á háa og tæra sópranrödd hennar. Túlkun hennar hefur mótað allan flutning þessara laga síðan. Á næstu árum voru lögin víða flutt, og var Halldór Blöndal, gamall vinur minn, þar haukur í horni. Halldór er mikill aðdáandi Jónasar og kunn- áttumaður á skáldskap hans. Heldur því raunar fram að Jónas yrki á „norðlensku“ og „eyfirsku“! Lögin voru m.a. flutt í Bakkakirkju í Öxna- dal, en þar fæddist Jónas. Lögin voru hljóðrituð; Mál og menning gaf út geisladisk sem fyrir löngu er uppseldur. Svo mun einnig vera með nótnaheftin sem líka birtust hjá Máli og menningu, annað fyrir söngrödd með píanóundirleik, og hitt fyrir byrjendur með smáar hendur. Margir urðu til þess að flytja þessi lög í ýmsum búningi, Hamrahlíðar- kórinn og fyrir kóramót 500 norræn- na barna settum við Marteinn H. Friðriksson dómorganisti út nokkur laganna fyrir barnakór með sinfóníu- hljómsveit. Og þá er fátt eitt upp talið. Nú hefur verið gerð önnur hljóð- ritun að nokkru með nýjum liðs- mönnum. Sigrún Eðvaldsdóttir kons- ertmeistari leikur á fiðluna og tveir söngvarar skipta á milli sín lögunum, Hulda Björk Garðarsdóttir og Eyjólf- ur Eyjólfsson. Og nokkur ný lög hafa bæst við í safnið – eftirhreytur af ýmsu tilefni, svo nú eru lögin 26 að tölu. Í bæklingi fyrsta geisladisksins rit- aði ég nokkur orð um Jónas. Þar er meðal annars þetta að finna: … Hann (Jónas) er hinn íslenski Púskín, Heine og Robert Burns í einni persónu. Hann er merkasta ljóðskáld okkar á 19. öld og einn merkasti höfundurinn í íslenskum bókmenntum gjörvöllum. Hann jafn- ast á við skáldið Egil Skallagrímsson á 10. öld, Snorra Sturluson á 13. öld, Hallgrím Pétursson á 17. öld og Hall- dór Laxness á þeirri tuttugustu. Jónas hafði áhrif á öll íslensk ljóð- skáld sem á eftir honum komu og hef- ur enn mikil áhrif. Hann yrkir á al- þýðlegu máli sveitamanna á 19. öld sem er einhver sú fegursta íslenska sem um getur. Hann er einna vinsæl- astur allra íslenskra skálda. Kvæði hans eru meðal þess fyrsta sem ís- lensk æska lærir af skáldskap og hann höfðar jafnt til barna sem full- orðinna. Hann er helsti boðberi rómantísku stefnunnar í íslenskum bókmenntum og jafnframt frumkvöðull málhreins- unarstefnunnar. Hann stundaði nám í Bessastaða- skóla hjá Sveinbirni Egilssyni rektor, skáldinu sem þýddi Hómerskviður á gullaldarmál og hóf forna bragar- hætti Eddunnar til vegs og virðingar á ný. Jónas hleypti nýjum straumum frá Evrópu samtímans inn í íslenskar bókmenntir, auk þess sem hann hreinsaði og endurlífgaði forna brag- arhætti og lagaði þá að rómantískri hugsun. Heinrich Heine var uppáhalds- skáld Jónasar. Hann þýddi og stað- færði kvæði Heines svo vel að Íslend- ingar telja þau íslenskan skáldskap. Mörg íslensk skáld hafa seinna reynt að þýða Heine en engum tekist eins vel og Jónasi. Hann mótaðist þannig af tveimur meginstraumum: íslensk- um fornbókmenntum og rómantík samtímans. Jónas var náttúruvísindamaður og skáld og dvaldi löngum í Kaup- mannahöfn við nám og störf. Þar var hann evrópskur menntamaður, sálu- félagi Goethes og Schillers, en jafn- framt var hann alltaf norðlenskur sveitapiltur. Hann var glöggskyggn á samtímabókmenntir og var með þeim fyrstu sem þýddu og staðfærðu verk H.C. Andersens. Jónas sá Ísland úr fjarlægð en hún skerpti sýn hans á íslensk sérkenni og efldi þjóðernisvitund hans. Hann barðist á móti lágkúru og stöðnun í ís- lenskum bókmenntum og ritaði hár- beitta ádeilugrein sem enn er um- deild. Og upphaf íslenskrar sjálf- stæðisbaráttu, sem náði hámarki með stofnun íslensks lýðveldis á Þingvöll- um árið 1944, er að finna í ættjarðar- og hvatningarkvæðum hans. Kvæði Jónasar eru einföld en þau leyna á sér og eru gerð af mikilli kunnáttu og óbrigðulum smekk. Þau eru einlæg, elskuleg, tregablandin en væmnislaus. Jónas var óvanalegur rómantíker því tími hans er sól- bjartur dagur fremur en dimm nótt og einnig er hann mjög jarðbundinn. Það er nær ómögulegt að skilgreina hann eða flokka. Jónas einn hefur verið kallaður „listaskáldið góða“ af samlöndum sín- um. Það er erfitt að þýða ljóð hans á önnur mál, líklega ógerlegt, og senni- lega fá aðeins Íslendingar notið snilldar hans til fulls. Verk hans eru tímalaus, þau tengja aldirnar. Hann er samtímamaður okkar allra eins og aðrir miklir listamenn. Um Jónasarlögin „Ég var lengi vel feiminn við að semja tónlist við ljóð Jónasar. Þau eru svo fullkomin að engu þarf við að bæta. Tónlist getur þá aðeins truflað og ruglað,“ segir grein- arhöfundur sem segir hér frá glímu sinni við að semja tónlist við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. »Ég ákvað að semja í „gömlum stíl“, hafa lögin alþýðleg, einföld og rómantísk; einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns. Höfundur er tónskáld. 12 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók| Jónas 200 ára Kaupmannahöfn samþykkir tillögu Jónasar um að ráðast í viðamikla Ís- landslýsingu. Jónasi falið ásamt öðr- um að undirbúa verkið. Jónas sækir um prestsembætti í Reykholti í Borgarfirði, en fær ekki. Vísindagreinar eftir Jónas birtast í Naturhistorisk Tidskrift, m.a. greinar um íslenska útselinn, norðurljós og Geysi og Strokk. 1839 16. janúar hylla Ís-lendingar í Kaup- mannahöfn franska vísindamanninn Paul Gaimard, að lokinni frægðarför hans um Ísland. Jónas er beðinn að yrkja til Gaimards og kvæði hans, Þú stóðst á tindi Heklu hám, er flutt í veislunni og prentað sérstaklega. Hinn 26. apríl er haldin kveðjuveisla til heiðurs séra Þorgeiri Guðmunds- syni og yrkir Jónas þrjú kvæði fyrir hana sem öll eru sérprentuð: Nú er vetur úr bæ, Íslands minni (Þið þekkið fold með blíðri brá) og Borðsálm. Um sumarið heldur Jónas til Ís- lands til rannsókna ásamt tveimur dönskum náttúrufræðingum, vini sínum Japetusi Steenstrup og J.C. Schythe. Verkefni þeirra var einkum að rannsaka hagnýt jarðefni, ekki síst brennisteinsvinnslu við Mývatn. Að auki var Jónas að undirbúa Ís- landslýsinguna. Á leiðinni yfir Nýjabæjarfjall úr Austurdal í Skagafirði ofan í Eyjafjörð ofkælist Jónas hastarlega og er rúm- fastur eftir það þrjár vikur á Steins- stöðum, og eftir það nánast allan veturinn í Reykjavík. Þarna liggja ræt- ur þess lungnameins sem plagar hann allar götur síðan. 1840 Tillaga Jónasar umað Bókmenntafélagið beiti sér fyrir því að veðurbækur séu haldnar víðsvegar um landið er sam- þykkt. Um sumarið halda Jónas og Jape- tus Steenstrup í mikla rannsókn- arferð um landið vestanvert og snúa ekki aftur til Reykjavíkur fyrr en í september. Þeir komast lengst í Rekavík bak Látur. Steenstrup held- ur utan um haustið en Jónas fer þá austur í Árnessýslu að rannsaka jarðmyndanir. Jónas sækir um Hólmaprestakall í Reyðarfirði, en fær ekki. Kvæðið Gunnarshólmi birtist í Fjölni og hann yrkir Alþing hið nýja. 1841 Jónas dvelur íReykjavík og fæst við rannsóknir á fiskum og fuglum og safnar auk þess steinum og nátt- úrugripum. Jónas sækir um Breiðabólstað á Skógarströnd, en fær ekki. Grefur upp forn búðastæði við Þingnes í Elliðavatni. Heldur um sumarið enn í rann- sóknarferðir, m.a. um Þingvalla- svæðið og yrkir þá kvæðið Fjallið Skjaldbreiður, eftir að hafa orðið við- skila við förunauta og orðið að liggja úti. Yrkir m.a. fjögur stórmerkileg erfi- kvæði eftir kunningja sína og vini; Tómas Sæmundsson (Dáinn, horfinn – harmafregn …), Bjarna Thor- arensen (Skjótt hefur sól brugðið sumri …), Stefán Pálsson (Hvað er skammlífi? …) og Þorstein Helgason (Hvarmaskúrir harmurinn sári …). Eftir Kristján B. Jónasson kbjonasson@gmail.com É g hef aldrei rekist á Íslending sem ekki þekkir Jónas Hall- grímsson. Þótt ekki rifjist upp kvæði veit viðkomandi samt að Jónas var skáld. Jónas à la Bohéme En ég hef heldur aldrei rekist á Ís- lending sem veit ekki að saga Jón- asar er örlagasaga. Dularfullt og spegilslétt fjallavatn bak mik- ilúðlegum tindum hrifsar til sín föð- urinn þegar skáldið er barnungt. Skáldið fetar erfiða slóð í skugga föðurmissis og nærist á metnaði fá- tækrar móður, berst til mennta. Hann er frelsisunnandi, lífs- nautnamaður, skáldmæltur og ör. Hann hefði getað fetað settlega stigu en kýs sér annan veg. Í samræmi við rökfræði borgaralegra skáldsagna úr samtíð hans er viðgangur hans í veröldinni þar með ráðinn. Í hinu melódramatíska úniversi verður sá sem snýr baki við regluverki borg- araskaparins ógæfu sinni og innri djöflum að bráð. Hann hlýtur að falla í valinn, helsjúkur, langdrukkinn og uppétinn af fransós. Dauðann ber að í ísköldu kvistherbergi í borg þar sem tötrum vafðir fátæklingar vafra um göturnar og berjast um brauð- mola við rotturnar innan um fætur vellauðugra dándimanna sem hreyta í þá spesíu eða ónotum, allt eftir því hvernig kúrsinn stendur á börsinum. Einu reytur skáldsins eru frakki á slitnum snaga og pappírar á borði þar sem hálfskrifað höfuðkvæði bíð- ur þess að skáldið rísi kaldsveitt af beðnum og skipi sorgmæddum, trú- föstum félaga sínum, sem einn vakir þegar aðrir sofa, að pára síðustu hendinguna. Endurminning um einu hreinu ástina kvelur hann. Þá sem hann hlaut að skiljast við því hún var ætluð öðrum og virðulegri kosti. „En anda sem unnast, fær aldregi ei- lífð …“ Síðan deyr hann. Hann týn- ist í ómerktri gröf, fjarri föðurlandi og vinum. Það eina sem lifir eru kvæðin. Örlagagusturinn stendur af þeim. Og við klárum lögfræðina til þess að það fari nú ekki eins fyrir okkur. Gangsterinn Jónas Ef ímynd Jónasar er tindaröð á Tröllaskaga gnæfir melódramatíska strýtan þar hæst. Glæsileg uppbygg- ing ógæfunnar stendur styrk þrátt fyrir að rannsóknir, útgáfur og heil ævisaga hafi sundurgreint jafnt banamein skáldsins sem hlutdeild hans í vísindarannsóknum 19. aldar. Yfirveguð ímynd af 19. aldar skáldi sem endurnýjaði ljóðmál íslenskrar bókmenntahefðar og reyndi en mis- tókst að marka spor í vísindasöguna hefur ekki orðið ofan á. Þegar rætt er um Jónas verður flestum það enn á orði að hann hafi í sínum merkilegu rannsóknarferðum um landið verið meira og minna fullur, og þetta sagt með vorkunn og aðdáun í senn, enda hlýtur að vera hæsta stig sælunnar að fá að velta um á traustum klár kengfullur í boði danskra vís- indastofnana. Renna sér svo til Kaupmannahafnar að hausti „með allt niðrum sig“ til að komast aftur upp á hanabjálkann, svangur og um- komulaus með þrá í brjósti eftir sól- ardögum sumarsins og ástinni sem aldrei varð höndluð. Í þessari drama- mynd er Kaupmannahöfn eins og leikmyndin úr Davíð Kopperfield. Þar má líta skítug stræti þar sem hórur og vasaþjófar, barnaræningjar og gráðugir svikahundar keppast um að krækja brauðmolana af borðum hinna ríku og voldugu. Í þessum heimi komast menn hins vegar ekki í álnir nema með ómennskri óbilgirni. Góða fólkið er ríkt og voldugt frá fæðingu og ber í sér erfðaefni göf- ugmennskunnar. Því geta Íslend- ingar rasað yfir gráðugu Danahyski Svarti Jónas „Hann er í senn gangster og krútt,“ segir greinarhöfundur um Jónas Hallgrímsson. Hann veltir fyrir sér ímynd skáldsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.