Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson hannesgi@rhi.hi.is ! Gunnarshólmi er ekki besta kvæði Jónasar Hallgríms- sonar. Í mörgum öðrum verk- um nýtur sín betur sérstakur hæfileiki skáldsins til að orða algild sannindi á tæran, þýðan og einfaldan hátt. En Gunn- arshólmi er sterkasta kvæði Jónasar, vegna þess að þjóðin tekur það beint til sín. Gunnar á Hlíðarenda er kappinn, sem ákveður að vera um kyrrt á landinu. Hann er tákn um til- vistarvon lítillar þjóðar á hjara ver- aldar. Í því sambandi veltur ekkert á því, að með gerðum sínum rýfur Gunnar sátt, sem er nauðsynlegt skilyrði þess, að menn geti byggt landið. Því síður skiptir máli, að Jónas Hallgrímsson misskilur söguna, sem hann yrkir um: Auðvitað snýr Gunnar ekki aftur vegna ættjarðarástar, sem var ekki til á dög- um hans. Hann er hræddur um, að kona sín, Hallgerður Langbrók, verði sér ótrú, á meðan hann sé ytra. Hún hafði áður verið öðrum manni sem kona, eins og segir í 41. kafla Njálu. Sannleikur skáldskaparins er ofar þessum einstöku atvikum. Hann snýst um drauminn og valið. Draumurinn er að vera kappi eins og Gunnar á Hlíð- arenda, afbragð annarra manna, stökkva hæð sína í fullum herklæðum. Forðum virtist sá draumur vera eins og hugarflótti undan hráköldum veruleika, óráðshjal á erlendum krám. Á síðmið- öldum og fram á nítjándu öld voru Ís- lendingar ein fátækasta þjóð Norðurálf- unnar. Þeir áttu ekkert nema þrjóskuna og handritin. Þetta breyttist í lok nítjándu aldar, þegar Danir færðu okkur atvinnufrelsi, og fjármagn varð til í landinu. Eftir féllu menn ekki úr hor eða hröktust vestur um haf, heldur fluttust þeir til Reykjavíkur og annarra blómlegra út- gerðar- og verslunarstaða. Þó voru Ís- lendingar aðeins hálfdrættingar í lífs- kjörum á við Dani fram undir 1940. Næstu fimmtíu árin nutu þeir að vísu góðra tekna, en það mátti því miður rekja til rányrkju á Íslandsmiðum og stríðsgróða í heitu stríði og köldu. Eftir 1991 var breytt um stefnu, festa kom í stað lausungar í fjármálum og peningamálum og frelsi í stað skömmtunarvalds í atvinnulífi. Íslend- ingar skipuðu sér í fremstu röð. Þá má segja, að draumurinn hafi loks ræst. Á sama hátt og Gunnar á Hlíðarenda ber af öðrum mönnum, ber nú íslenska þjóðin af öðrum þjóðum. Garðar Hólm er ekki lengur hinn dæmigerði Íslend- ingur. Gunnarshólmi Jónasar er líka um valið, sem við stöndum andspænis. Hvernig má búa svo um hnúta í sím- innkandi heimi, að hæfileikamenn verði um kyrrt á Íslandi, en setjist ekki að annars staðar? Svarið blasir við: Með því að fjölga hér tækifærum, sem þess- ir menn geta gripið sjálfum sér og um leið öðrum í hag. Brýnast er að halda áfram að lækka skatta á fyrirtæki og einstaklinga, eins og gefið hefur góða raun síðustu sextán ár. Með því fær lífsandi loft, sköpunarmátturinn er virkjaður inn í landið, ekki út úr því. Með lágum sköttum getur Ísland orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð, Sviss norð- ursins. Jónas Hallgrímsson á því erindi við okkur. Sannleikurinn í Gunnarshólma er, að við megum ekki hrekja snjöllustu menn þjóðarinnar burt. Til þess að við getum elskað landið, verður landið að vera elskulegt. Og elskulegt er það land, þar sem friður ríkir og frelsi býr. Erindi Jónasar við okkur Eftir Sigtrygg Magnason naiv@internet.is É g hef stundum velt því fyrir mér, þegar dagblöð og frétt- ir dagsins mæta mér, hvern- ig það sé að vera ungur strákur og fara í gegnum þessa hrúgu af hryllings- fréttum þar sem karlmenn eru oft í hlutverki hins vonda. Á síðustu árum hefur hlutfall karla í há- skólanámi farið niður í 30% og við fáum stöðugar fréttir af því að strákum líði illa í skólum. Já. Strákum líður illa í skólum! öskra fyrirsagnirnar á mann og maður veltir því fyrir sér hvað réttlæti þessar fyrirsagnir. Jú, þær eru byggðar á könnunum sem sýna að hærra hlutfalli drengja en stúlkna líður illa í skóla. Strákum líður hlutfallslega verr í skóla en stelpum. Það þýðir hins vegar ekki að öllum strákum líði illa í skóla. Hversu margar fyrirsagnir þurfa þeir að sjá sem benda til annars til að upplifa sig sem fórn- arlömb við minnstu áföll í skólanum? Og stundum finnst mér margt benda til að á lokasprettinum að jafnrétti kynjanna, sem vonandi kemur að á næstu árum, verði farið hressilega yfir á hinn kantinn þar sem drengirnir munu lenda undir. Verulega. Það er og staðreynd að ungir karlmenn eiga við ýmis alvarleg vandamál að stríða. Pétur Tyrfingsson rekur á bloggi sínu, eyjan.is/peturty, alvarleg vandamál eins og háa sjálfsvígstíðni, námserfiðleika og brott- fall úr skólum. Hverjir eru málsvarar drengjanna í fjölmiðlum? Er ekki ávísun á nýjan rússibana í ójafnrétti að skipta mann- kyninu stöðugt upp í tvo hópa og alhæfa um báða? Ímynd karlmanna í fjölmiðlum er oftast ímynd hins grófa og hins sterka. Ungir strákar horfa upp á karlmenn, vel greidda eða lítið greidda, akandi um á Range Rover- jeppum með tugi milljóna í laun á mánuði og milljarða eignir; karlmenn sem eru íþrótta- stjörnur með tugi milljóna í laun á mánuði; karlmenn í rappmyndböndum sem eru hlaðnir gulli og bling-blingi með dansandi konur í kringum sig; karlmenn sem drepa; karlmenn sem nauðga; karlmenn á mót- orhjólum sem dýrka ofbeldi; eiturlyfjasala; karlmenn sem ráða. Hvers konar pressa er lögð á þessa drengi? Ef litið er yfir fréttaflutning síðusu miss- era af vinnumarkaði fer mikið fyrir fréttum af pólskum og litháskum karlmönnum. Þeir eru ímynd hins fátæka farandverkamanns sem vinna fyrir lág laun alla vikuna en eru síðan með óspektir um helgar, drekka mikið, slást, áreita konur. Það má fá þá almennu mynd úr fjölmiðlum og heitum pottum þessa lands að þeir séu hið lægsta á þessu landi um þessar mundir. Getur verið að ungir strákar upplifi sig vanmáttuga gagnvart þessu samfélagi þar sem peningar eru allsráðandi? Hvað gerirðu ef þú átt ekki peninga? Það er almennt talið að sjálfsmynd mótist meðal annars af þeirri kynímynd sem birtist í fjölmiðlum og í þjóðfélaginu. Og hver er ímynd karlmannsins? Mér varð hugsað til þess þegar ég gekk yfir Skólavörðustíginn og varð litið til Hallgrímskirkju sem reis á háholtinu við enda götunnar að þar væri komið hið mikla reðurtákn Reykjavíkur. Og þar sem ég gekk niður Klapparstíginn sótti á mig hin gildishlaðna mynd sem reð- urtáknið hefur fengið. Reðurtáknið er í nú- tímanum tákn um feðraveldið og yfirgang karla í gegnum aldirnar. Ég hugsaði með mér hvort það væri ekki óæskilegt og óeðli- legt að gera þetta tákn um frjósemi og fram- gang lífs á jörðinni að tákni um ógeðfellda kúgun, ofbeldi og niðurlægingu. Gæti það ekki haft slæm áhrif á kynímynd drengja? Um hverja verslunarmannahelgi eru áber- andi slagorð sem varða unga karlmenn og nauðganir. Karlmenn segja nei við nauðg- unum! segja auglýsingarnar eins og það sé eitthvað nýtt, eins og að inni í hverjum ung- um manni búi skrímsli sem gæti losnað úr fjötrunum, eins og maðurinn sé í grunninn vondur, grimmur. Á tímum þar sem hraðinn keyrir úr hófi og pólitíkusar eru með glampa í augunum yfir því að vera loksins komnir í hóp með gróðapungunum er nauðsynlegt að stíga var- lega til jarðar. Hvernig viljum við búa að strákunum okkar? Hvernig ætlum að rétta hlut þeirra í skólakerfinu þannig að þeim líði betur, verði hrósað jafn mikið og stelpum og hætti ekki í skóla áður en framhalds- menntun er lokið, þar sem þeir eru einungis þriðjungur háskólanema? Hvernig ætlum við að verja þá fyrir því afskræmda gildismati sem heimur karlmanna í fjölmiðlum sýnir, heimur þar sem peningar og völd skipta öllu máli? Annars er fyrirsögnin fengin úr viðtali DV við Guðnýju Halldórsdóttur leikstjóra. Hún segir að við búum í hræðilegri drengjaver- öld. Reuters KARLMENN „Ímynd karlmanna í fjölmiðlum er oftast ímynd hins grófa og hins sterka. Ungir strákar horfa upp á karlmenn, vel greidda eða lít- ið greidda, akandi um á Range Rover jeppum með tugi milljóna í laun á mánuði og milljarða eignir; karlmenn sem eru íþróttastjörnur með tugi milljóna í laun á mánuði; karlmenn í rappmyndböndum sem eru hlaðnir gulli og bling-blingi með dansandi konur í kringum sig; karlmenn sem drepa; karlmenn sem nauðga; karlmenn á mótorhjólum sem dýrka ofbeldi; eiturlyfjasala; karlmenn sem ráða.“ FJÖLMIÐLAR » Það er og staðreynd að ungir karlmenn eiga við ýmis alvarleg vandamál að stríða. Pétur Tyrfingsson rek- ur á bloggi sínu, eyjan.is/ peturty, alvarleg vandamál eins og háa sjálfsvígstíðni, námserfiðleika og brottfall úr skólum. Hverjir eru málsvarar drengjanna í fjölmiðlum? Hin hræðilega drengjaveröld Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.