Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Terence Malick var lengi vel JamesDean leikstjóranna, með traust- an sess í kvikmyndasögunni þrátt fyr- ir að hafa aðeins leikstýrt tveimur kvikmyndum (Badlands, þar sem Martin Sheen virðist nánast and- setinn af áð- urnefndum Dean, og Days of Hea- ven). En eftir að hann lét okkur bíða í 20 ár eftir sinni þriðju bíómynd hefur hann verið nánast ofvirkur og er nú að fara að leikstýra sinni þriðju mynd á rúmum áratug (á eftir The Thin Red Line og The New World), Tree of Life. Sem fyrr er honum náttúran afar hugleikin en umrætt tré lék einmitt stórt hlut- verk í nýlegri mynd Darrens Aranof- skys, The Fountain. Þeir Heth Led- ger og Sean Penn hafa verið ráðnir í aðalhlutverk en miðað við fram- leiðslusögur fyrri verka Malicks kæmi ekki á óvart að það myndi breytast.    Fyrir sautján árum virtist KevinCostner vera stærsta stjarna kvikmyndaheimsins. Hann hafði ný- lokið við að leikstýra Dances With Wolves, þriggja tíma löngum vestra (sem tók málstað frumbyggjanna aldrei þessu vant) sem hlaut sjö ósk- arsverðlaun, þar á meðal Costner sjálfur fyrir frum- raun sína í leik- stjórastólnum, en að auki lék hann aðalhlutverkið í myndinni. Næstu ár voru gjöful en eftir að dýrasta mynd allra tíma (þá), Waterwold, floppaði hressilega með hann í aðal- hlutverki þá tók hann loks aftur til við að leikstýra, en þótt The Postman hafi kannski ekki verið jafn dýr og Water- world þá floppaði hún enn verr því fæstir nenntu að horfa enda dómar vægast sagt hörmulegir. Svo illa er nú komið fyrir Costner gamla að þriðja leikstjórnarverkefni hans, Open Range, komst ekki einu sinni í bíó hér- lendis þótt gagnrýnendur hafi al- mennt verið sammála um að þar væri hinn ágætasti vestri á ferð. Og nú er loks verið að gera framhald af Dances With Wolves – og þótt handritshöf- undurinn sé hinn sami og áður (Mich- ael Blake sem einnig skrifaði bókina) þá virðist ekkert pláss fyrir Costner og lítt þekktur leikstjóri að nafni Sim- on Wincer er tekinn fram fyrir hann. Ekki getur þó ferilskrá Wincers talist merkileg nema fyrir hörðustu aðdá- endur Keikós og Pauls Hogans. Það eru nefnilega Free Willy og þriðja myndin um Krókódíla-Dundee sem eru hvað kunnuglegastar á afreka- skrá Wincers. En framhaldsmyndin mun heita The Holy Road. Vegurinn heilagi er járnbrautarlína sem á að leggja í gegnum Ameríku endilanga, gott ef ekki bara beina leið yfir tjald Dunbars liðsforingja og spúsu hans, Stendur Með Hnefa, en þau hafa gengið í það heilaga á þeim ellefu ár- um sem líða á milli myndana.    Draugahöfundar (ghost writers)virðast hafa fengið nóg af því að standa í skugganum og hafa nú stigið fram á mitt svið. Roman Polanski hef- ur tekið að sér að leikstýra kvik- myndagerð myndarinnar The Ghost, en hún er byggð á nýrri bók breska rithöfundarins Ro- berts Harris. Þar er fjallað um draugahöfund ævisögu forsætis- ráðherra Bret- lands – sem á sér mikil líkindi við Tony nokkurn Blair. Höfund- urinn fær það verkefni að reyna að fegra líf forsætisráðherrans eins og hann getur en flækist fljótlega í mik- inn lygavef. Rithöfundurinn mun skrifa handritið í samvinnu við Pol- anski. KVIKMYNDIR Terence Malick Roman Polanski Dansar við úlfa Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Eddu-verðlaunin voru veitt um síðustuhelgi og e.t.v. má segja að athöfninhafi verið meira spennandi en stund-um áður, a.m.k. á kvikmyndasviðinu. Eins og oft er var ekki ein mynd tilnefnd sem augljóslega átti eftir að sópa að sér öllum verð- laununum og gott dæmi um það var flokkurinn um bestu mynd en þar var að finna þrjú mjög ólík en frambærileg verk: Foreldrar, Veðramót og Vandræðamaðurinn, en síðastnefnda myndin á rætur að rekja til Noregs þótt hún teljist líka íslensk framleiðsla. Að þessu sinni var það mynd Ragnars Braga- sonar og Vesturports, Foreldrar, sem kom best út en þar var á ferðinni seinni hluti tvíleiksins sem hófst með Börnum. Foreldrar hlaut sex viðukenningar í ólíkum flokkum, en þar á meðal var hún valin besta mynd og Ragnar besti leik- stjóri. Fjöldi verðlaunanna segir reyndar ekki alla söguna því myndin eignaði sér flestöll verð- laun sem kvikmyndum stóðu til boða þetta kvöld. Sumir myndu eflaust halda því fram að ein- mitt þarna hafi dregið til tíðinda, að sjálf úrslit- in hafi komið á óvart. Veðramót eftir Guðnýju Halldórsdóttur hlaut jú flestar tilnefningarnar, ellefu talsins, og gæti samkvæmt því hafa verið álitin sigurstranglegust. Heilmikill velvilji gerði í öllu falli vart við sig í garð myndarinnar í und- anfara verðlaunanna. Auk þess er Guðný Hall- dórsdóttir af frumkvöðlakynslóð í íslenskri kvikmyndagerð en nokkuð er um liðið síðan hún lét að sér kveða á þessum verðlaunavettvangi. Einhverjum kynni því að hafa fundist að hennar „tími“ væri runninn upp á nýjan leik með mynd sem víðast hvar fékk afbragðsdóma. En svo reyndist þó ekki vera, heldur varð þetta, eins og Baltasar Kormákur sagði við verðlaunaafhendinguna, kvöldið hans Ragnars. Þarna fékk Ragnar Bragason þá viðurkenningu sem hann hefur lengi átt skilið, en margir minnast hans fyrstu myndar, Fíaskó (2000), sem afskaplega skemmtilegs framlags í það sem á þeim tíma var eilítið stirðbusalegt kvikmynda- umhverfi. Í kjölfarið átti Ragnar athyglisvert innslag í samstarfsverkefnið Villiljós (2001) og heimild- armynd um útrás Vesturports, Love is in the Air (2004), en eftir að hafa unnið talsvert í sjón- varpi má líta á áðurnefndan tvíleik sem end- urkomu Ragnars að gerð leikinna mynda í fullri lengd. Þar má segja að hann hafi tekið nokkra áhættu með því að ráðast í tilraunakennt kvik- myndaverkefni sem var ekki aðeins fjárhags- lega erfitt heldur átti vinnuaðferðin sem hann beitti sér engin fordæmi hér á landi. Verkefnið var hugsað í tveimur hlutum sem tengjast þematískt og við gerð myndarinnar var stór hluti af persónusköpuninni látinn í hendur leik- aranna sem spunnu sínar persónur og tóku þannig þátt í þróunarferli og útfærslu sög- unnar. Útkoman heppnaðist vel, báðir hlutarnir voru eftirminnileg kvikmyndaverk, en þarna mætti líka velta fyrir sér hvort Ragnar og Vest- urportsfólk hafi ekki fundið nýja leið til að veita fersku blóði inn í kvikmyndaleik og handrits- skrif sem hafa kannski ekki verið sterkustu hliðar íslenskrar kvikmyndagerðar. Síðan er ekki annað að sjá en Ragnar noti svipaðar að- ferðir í sjónvarpsþáttunum Næturvaktinni þar sem leikarar og leikstjóri eru saman skráðir fyrir handritsskrifum, að einum handritshöfundi viðbættum. Viðtökur þáttanna hafa heldur ekki verið af verri endanum og nú þegar Ragnar hefur hlotið viðurkenningu hjá Íslensku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunni er óhætt að segja að hans uppskerutími sé genginn í garð. Eddan í ár SJÓNARHORN » Þarna fékk Ragnar Bragason þá viðurkenningu sem hann hefur lengi átt skilið, en margir minnast hans fyrstu myndar, Fíaskó (2000), sem afskaplega skemmtilegs framlags í það sem á þeim tíma var eilítið stirðbusalegt kvikmyndaumhverfi. Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is D anski leikstjórinn Susanne Bier sendi nýverið frá sér nýja kvik- mynd, Things We Lost in the Fire en hún er sú fyrsta sem Bier gerir í Bandaríkjunum og skartar m.a. Hollywood- stjörnunum Halle Berry, Benicio Del Toro og David Duchovny í helstu hlutverkum. Hér er á ferðinni mynd sem minnir um margt á fyrri verk Biers og má því sjá hana sem athygl- isverða tilraun til að „þýða“ sumar þær áherslur sem einkennt hafa danska kvikmyndagerð inn í bandarískt samhengi. Að sama skapi er ljóst að margt í leikstjóraferli Biers í gegnum tíðina gefur ástæðu til að ætla að hefðbundið frásagn- arumhverfi bandarískrar melódrömu gæti ein- mitt hentað henni vel. Kreppan í stásstofunni Bier vakti fyrst athygli utan heimalandsins með gamanmyndinni Den Eneste ene (Sá einasti eini) árið 1999 og fylgdi henni svo eftir með dogme-myndinni Elsker dig for evigt (Elska þig að eilífu, 2002) sem einnig hlaut góðar viðtökur. Það eru hins vegar síðustu tvær myndir Bier sem hafa fest hana í sessi sem einn þekktasta leikstjóra Dana nú um mundir, Brødre (Bræð- ur, 2004) og Efter brylluppet (Eftir brúðkaupið, 2006), en í þeim báðum leitast leikstjórinn við að færa sjónarhornið út fyrir Norðurlönd og velsældarlíf Vesturlanda. Hið þægilega öryggi Norðurlanda er að hluta til tekið til gagnrýn- innar umfjöllunar í myndunum og þar bent á að ógnir og eymd umheimsins séu ekki jafn fjarri nú og þær kunna eitt sinn að hafa virst, fyrir tíma hnattvæðingar og heimsþorpsins. Þannig segir Brødre til dæmis frá Mikael (Ulrich Thomsen), dönskum hermanni sem sendur er til Afaganistans. Þyrla Mikaels er skotin niður og hann álitinn látinn. Bróðir Mikaels, Jannik (Nikolaj Lie Kaas) er drykkjurútur og ræfill, en sjarmerandi engu að síður og nýkominn úr fangelsi. Hann tekur upp samband við eig- inkonu Mikaels, hina bráðhuggulegu Söru (Con- nie Nielsen) og nær jafnframt afskaplega góðu sambandi við bróðurbörn sín. Svo kemur hins vegar á daginn að Mikael lifði hrapið af og hafði verið í haldi talíbana um langt skeið áður en hann komst að lokum aftur til Danmerkur. Sem fangi var Mikael neyddur til að fremja skelfilegan glæp, verknað sem hann þegir um en minningin og sektarkenndin leikur hann grátt. Í kjölfarið skapast litskrúðugt heimilislíf þar sem Connie reynir að taka vel á móti sködduðum eiginmanni sínum meðan hún einnig gerir upp sambandið við bróðurinn Jannik. Ljóst er að Bier, sem einnig skrifar handritið (ásamt hinum afkastamikla Anders Thomas Jensen), er metnaðarfullur kvikmyndagerð- armaður en eins og söguþráðurinn gefur til kynna er hún ófeimin að takast á við hitamál samtímans og sviðsetja árekstur hins persónu- lega og hins pólitíska. Hins vegar er alltaf sem andi ástarsöguhöfunda á borð við Danielle Steele vaki yfir frásögninni. Melódramatíkin keyrir um þverbak með reglulegu millibili og ólíkindalæti af ýmsum toga dynja þá jafnframt á áhorfendum. Auk þess mætti halda því fram að vægi heimssögulegu atburðanna minnki snar- lega eftir því sem dregur á myndina, svo mjög að jafnvel virðist sem svo að merking og vægi þeirra sé ekki meiri en sú að skapa frekar frumstætt orsakasamhengi fyrir tilfinn- ingadramað sem vindur fram bak við luktar danskar dyr. Samskonar gallar einkenna Efter brylluppet er þar verða vandamál þriðja heims- ins, hungursneyð og fátækt, að litríkum bak- grunni fyrir hádramatískt ástardrama heima í Danmörku. Sorg og sektarkennd Í nýju myndinni segir frá hamingjusömum hjón- um, þeim Audrey (Berry) og Steve (Duchovny), sem lifa í vellystingum efri-millistéttar með börnum sínum allt þar til sá skelfilegi atburður á sér stað að Steve er myrtur á tilviljunar- kenndan hátt. Hann verður vitni að misþyrm- ingu manns á eiginkonu sinni fyrir utan verslun og blandar sér í málið. Maðurinn reynist vera með byssu og skömmu síðar eru þau öll látin. Myndin fjallar um eftirköst þessa atburðar, hvernig reynt er að taka á og komast yfir hið óvænta reiðarslag en það gerir Audrey með að- stoð Jerry (Del Toro), forfallins eiturlyfjasjúk- lings sem þó var æskuvinur Steve. Samband Jerry og Steve er rifjað upp í endurliti en Steve reynist hafa verið eini maðurinn sem aldrei gafst upp á Jerry. Hann hélt sambandi við þennan gamla vin sinn jafnvel þótt Audrey væri meinilla við samneyti þeirra. Þetta reynist Jerry ómetanlegt og því verður fráfall Steve mikið reiðarslag fyrir hann. Í kjölfar fráfalls Steve, býður Audrey Jerry að flytja heim til hennar og barnanna og búa í bílskúrnum, svona meðan hann er að koma sér á réttan kjöl í lífinu. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er óljós, og þótt fyrirslátturinn sé sá að gera besta vini Steve greiða, virðist Audrey hafa þörf fyrir nærveru Jerry. Við tekur flókið samband þar sem Jerry nær góðu sambandi við börnin og sorg, ást og örvænting blandast sam- an í samskiptum hans við Audrey. Líkindin við söguformgerð Brødre eru umtalsverð, Jerry er hér í hlutverki Janniks, hinn skaddaði Mikael verður hinn látni Steve og togstreitan í hjarta Audrey er svipuð og sú sem Connie gekk í gegnum í fyrri myndinni. Það sem Things We Lost in the Fire hefur þó fram yfir danska for- vera sína er það að þó hún hætti sér út að ystu nöf tilfinningakláms heldur frásögnin á síðustu stundu aftur af sér og útkoman verður mun sterkari fyrir vikið. Oft hefur verið talað um misjafna velgengni evrópskra og erlendra leik- stjóra í Hollywood. Susanne Bier virðist hins vegar hafa fundið sig vandræðalaust í Holly- wood, og verður forvitnilegt að sjá hvort mynd- in kemst svo langt að skila leikurunum Ósk- arstilnefningum. Danskur leikstjóri í Hollywood Danski leikstjórinn Susanne Bier virðist hafa fundið sig vandræðalaust í Hollywood, og verður forvitnilegt að sjá hvort ný mynd hennar, Things We Lost in the Fire, kemst svo langt að skila leik- urunum óskarstilnefningum. Líkindi Ný mynd Susanne Bier Things We Lost in the Fire sem er framleidd í Hollywood líkist nokk- uð Brødre sem hún gerði í Danmörku. Halle Berry og Benicio Del Toro í hlutverkum sínum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.