Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Heill þér Jónas! Hundruð tveggja
heilla alda, mögur fyllir.
Njóttu hylli heima beggja,
hafðu þökk þitt ljóðið gyllir.
Undurvel og undurfagurt að orði kemstu,
ætíð finnur rétta stefið.
Fagurskálda í flokki fremstur,
þú fórst of fljótt, langlíf’ei gefið.
Snilli og góðum gáfum gæddur,
Gð þig tók í blóma lífsins.,
Margur maður af því mæddur,
en má þó ennþá njóta arfsins.
Enn og aftur ljóð þín les,
læðist með þeim um Hulduheima,
hátt til fjalla um haga og nes,
hátimbraða heima og geima.
Þakka þér aftur og ótal sinnum,
elsku Jónas okkar kæri.
Við sífellt fleiri perlur finnum,
felast í þínu orðsins færi.
Jenný Johansen
Heill þér Jónas!
Höfundur er erfingi.