Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2007, Blaðsíða 9
Hann flyst inn á Regensen, Garð, og býr þar næstu fjögur ár. 1833 Jónas lýkur prófumog hlýtur nafnbótina cand. phil. Hann hefur nám í lög- fræði en snýr sér fljótlega að nátt- úrufræði. 1834 Jónas, Brynjólfur Pét-ursson og Konráð Gíslason senda boðsbréf heim til Ís- lands um stofnun tímaritsins Fjölnis og bjóða mönnum áskrift. Tilgangur tímaritsins er að kynna Íslendingum margt það sem best er hugsað og skrifað í veröldinni og „vekja þannig lífið í þjóðinni“. Tómas Sæmunds- son slæst svo í hópinn, þegar hann kemur aftur til Kaupmannahafnar að loknu tveggja ára ferðalagi um Evr- ópu. 1835 Hinn 7. febrúar flyturJónas fyrirlestur, Yf- irlit yfir fuglana á Íslandi, á fundi Ís- lendinga í Höfn. Fyrsti árgangur Fjölnis kemur út í sumarbyrjun og hlýtur misjafnar við- tökur á Íslandi. Jónas birtir þar fyrsta stórkvæði sitt, Ísland (Ísland far- sælda frón). Að auki á hann í heftinu ritgerðirnar Um eðli og uppruna jarð- arinnar og Fáein orð um hreppana á Íslandi. Ásamt Konráði skrifar hann kynningu á skáldinu Heinrich Heine, Frá Hæni, og þýðir Ævintýr af Eggerti Glóa eftir þýska skáldið Ludvig Tieck. Hinn 27. júní er í fyrsta sinn sung- ið nýtt kvæði Jónasar, Vísur Íslend- inga (Hvað er svo glatt …) í Hjarta- kershúsum í Dyrehaven við Klampenborg. 1836 Fjölnismenn gefa útSundreglur prófess- ors Nachtegalls, að frumkvæði Jón- asar sem á stærstan hlut í þýðing- unni. Jónas ritar skemmtilega ferða- dagbók, Salthólmsferð, um göngu- ferðir sínar umhverfis Kaupmanna- höfn. Jónas skrifar að líkindum Grasa- ferð, og yrkir Saknaðarljóð, eftir frá- fall Skafta Tímóteusar, frænda hans. 1837 Í maí heldur Jónas tilÍslands í rannsókn- arferð. Ferðast einkum um Suður- land, og dvelur m.a. um nokkurra vikna skeið hjá Tómasi Sæmunds- syni á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Heldur aftur utan frá Akureyri 24. september. Ritdómur hans um Rímur af Tistr- ani og Indíönu eftir Sigurð Breiðfjörð birtist í þriðja hefti Fjölnis, og mælist illa fyrir víða. 1838 Jónas lýkur prófum ísteinafræði og jarð- fræði. Jónas, Konráð og Brynjólfur þýða saman á íslensku Hugleiðingar um höfuðatriði kristinnar trúar eftir J.P. Mynster, Sjálandsbiskup. Bókin kemur út ári síðar. Hið íslenzka bókmenntafélag í Titli ofaukið, lokið 2007 Verk eftir Megas sem sýnt var á Jónasarsýningu í Ketilhúsinu í haust. gum ljóðum eftir Jónas Hallgrímsson MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 9 Óhræsið Eftir Ingunni Kristjönu Snædal iks1@hi.is Hjá ömmu og afa á neðri hæðinni lærðumvið systkinin marga nauðsynlega hluti.Til dæmis að spila kasínu. Borða kakó- súpu með krömdum tvíbökum útí. Og svo lærð- um við ljóð. Í þessari barnæsku gátu glóhærð systkini orðið skelfingu lostin af óhugnaði í ljóð- um. Þegar amma fór með Ókindina svaf ég illa í viku á eftir. ,,Það var barn í dalnum sem datt of- anum gat...“ Ég var barn í dalnum, hvar var þetta gat? Drulluskurðir voru í framhaldinu litnir óvenjumiklu hornauga, horft gaumgæfi- lega niður við hvert fótmál út grænkandi túnin, allur var varinn góður. Hitt ó æsku minnar var Óhræsi Jónasar Hall- grímssonar. Vetrarkvæðið um táloðna rjúpu sem fleygist ógnarhratt úr fjalli á flótta undan ránfugli, en veðjar á rangan hest. Í fyrstu tveim- ur erindunum er stillt upp samhliða þöglu sviði kulda og vetrarauðnar, af rjúpu og kind að krafsa í snjóinn í leit að næringu og hinu víðara sjónarhorni sem sýnir leitandi varginn hátt í lofti sem sveipar augunum yfir bjargarlaust dýrið á jörðu niðri. Þetta eru einar þær sterk- ustu myndir sem ég veit í íslenskum kveðskap. Kvæðið rennur síðan áfram eins og rússíban- areið, uppbyggingin hröð og myndræn, hver vísa er sena sem lesandinn sér fyrir sér í smáat- riðum, æsispennandi eltingarleikur, óvænt flétta í endann, kjaftshögg. Jónas kann þá list flestum betur að segja ná- kvæmlega nóg og láta lesandanum eftir að fylla í eyðurnar. Engu orði er ofaukið. Önnur skáld hafa notað langar málsgreinar og heilu kaflana um einsemd þess sem á sér hvergi skjól að vetr- arlagi, og Jónas lýsti með þremur orðum: ,,yli húsa fjær“. Rjúpur eiga sér að öllu jöfnu ekki skjól í húsum og því er þessum orðum beint til lesandans, minna hann á hina hörðu veröld dýr- anna að vetrarlagi og hversu fjarlæg hún er þeim sem situr í hlýrri stofu með bók. Orðin eru hárrétt á réttum stað og vekja nákvæmlega réttu tilfinninguna hjá þeim sem les. Minningarnar renna allar saman. Á yrjóttum gólfdúki í brúnu og grænu eldhúsi, gráhærð stuttklippt kona í sírósóttum kjól að svíða flat- brauð og fara með vísur um ,,gæðakonuna góðu“, horaða svikakvendið sem snýr rjúpuna úr hálsliðnum. Barnið var miður sín. Hvílík norn! hvers lags ógeðsleg kerling gerir svona lagað?! Alveg gleymdar rjúpurnar sem við sjálf gæddum okkur á hver jól, hugsaði ekki út í að kannski ætti þessi fátæka kona svöng börn, hið eina sem komst að var spennan, vonlaus flótt- inn, óhugnaðurinn, óréttlætið. Slíkir eru töfrar ljóða Jónasar. Yfir þeim geta börn grátið. Rjúpunni reynist afdrifaríkt að fljúga á ,,manna bezta miskunn“, manneskjan hugsar um sjálfa sig og á enga miskunn til. Læsir beinaberum fingrum utan um mjúkan og snjó- hvítan hálsinn og kreistir lífið úr litlu verunni sem kastaði sér í fang hennar í leit að hjálp. Amma fór aldrei svo með Óhræsið að hún hnussaði ekki þegar kom að síðasta versinu og orðunum ,,Gæðakonan góða“. Barnið var aldrei alveg visst um hvor væri óhræsið, valurinn sem hremma vildi rjúpuna eða konan sem fékk hana svo óvænt upp í hendurnar. Núna er ég hins- vegar alveg viss. Óhræsið (brot) Ein er upp til fjalla, yli húsa fjær, út um hamrahjalla, hvít með loðnar tær. Brýst í bjargarleysi, ber því hyggju gljúpa, á sér ekkert hreysi útibarin rjúpa. Valur er á veiðum, vargur í fugla hjörð, veifar vængjum breiðum, vofir yfir jörð. Otar augum skjótum yfir hlíð og lítur kind sem köldum fótum krafsar snjó og bítur. Rjúpa ræður að lyngi raun er létt um sinn ? skýst í skafrenningi skjót í krafsturinn, tínir, mjöllu mærri, mola sem af borði hrjóta kind hjá kærri, kvakar þakkarorði. ,,Lofið gæsku gjafarans, grænar eru sveitir lands, fagur himinhringur. Eg á bú í berjamó. Börnin smá í kyrrð og ró heima í hreiðri bíða. Mata ég þau af móðurtryggð, maðkinn tíni þrátt um byggð eða flugu fríða. Lóan heim úr lofti flaug ( ljómaði sól um himinbaug, blómi grær á grundu) til að annast unga smá. Alla étið hafði þá hrafn fyrir hálfri stundu. Undirbún- ingsljóð um dauðann Eftir Steinunni Sigurðardóttur steinunn@mac.com Varla hafa nokkur áþreifanleg merki boðaðþað, þegar Jónas Hallgrímsson orti Al-snjóa í Sorö, líklega í upphafi árs 1844, að hann ætti aðeins tæpt hálft annað ár ólifað, þrjá- tíu og sex ára maðurinn. Ljóðið er þó greinilega ort af þeim sem finnur að hann á ekki langt eftir. Hreinn og hvítur snjórinn eins langt og augað eygir, sama sem dauðinn – staðreyndin, atburð- urinn, ástandið sem skáldið býr sig undir sem ein- staklingur – um leið og hann samsamar sig öllu sem er, og kennir meira í brjósti um „aumingja jörð með þungan kross“ en sjálfan sig. Ljóðið með heitinu undurfallega og viðeigandi – Alsnjóa – hefur vafist fyrir mönnum frá upp- hafi. Það eitt víst að ljóðið er um dauðann og það að deyja. Fjölnisritstjórum þótti það svo skrýtið, þótt það væri „mikið skáldlegt“ að þeir birtu það ekki þegar Jónas sendi þeim, ásamt fleiri ljóðum. Ein af ástæðunum fyrir því að Alsnjóa virkar ruglandi á höfuð lesandans um leið og það ratar beint að hjartanu, er sú að það er blanda af mynd- ljóði um árstíð dauðans og heimspekilegu æðru- leysis- og hvatningarljóði. Þetta kristallast í fyrsta versi, þar sem snjórinn er eilífur og alls- ráðandi eins og dauðinn, í fyrstu þremur línum að segja – en fjórða línan hin óvænta hvatning- argusa um að standa keikur gagnvart dauðanum: Einstaklingur, vertu nú hraustur! Eitt af því sem ljær Alsnjóa óræða töfra er orð- ið hjartavörður. Mér vitanlega hefur ekki fengist óyggjandi niðurstaða um hvaða persónu Jónas átti við, þótt veiðivörður mundi að sönnu passa vel inn í landslag ljóðsins. Það skiptir heldur ekki máli hver þetta er á blæjunni breiðu, hvort það er jafnvel sálin sjálf, myndgerð, heldur það að orðið heillar og að það á algjörlega við. Svo vill til að í öðru eilífðarljóði (en orðið eilífð kemur fyrir í upphafi beggja ljóðanna), sem er ort um það bil ári á eftir Alsnjóa, kemur fyrir þessi samsetning: ... „hugur mín sjálfs í hjarta þoli vörðu“ (Á nýárs- dag 1845). Hjarta-vörður allt að því afturgenginn í þessum orðum, sem eru óljós eins og hjartavörð- urinn sjálfur. En hljóta þó að tengjast hreinleika hugans og hjartans. Enda fjalla bæði ljóðin, hvort á sinn hátt, um það efni. Hvað getur verið hreinna en hvítur snjórinn sem allt hylur? Og hreinleikinn mun ríkja einn þegar dauðinn tekur við, sam- kvæmt orðanna hljóðan: Dauðinn er hreinn og hvítur snjór. Við lestur Alsnjóa hvarflar hugurinn að dauð- daga skáldsins, en frásagnir af aðdraganda hans hafa varðveist. Erfitt er að hugsa sér hvernig hægt væri að bregðast við dauðanum af meira æðruleysi og karlmennsku en Jónas Hall- grímsson gerði. Eftir að hafa fótbrotnað í stig- anum heima hjá sér að kvöldi kom hann sér í rúmið og beið til morguns með að ónáða fólk, því hann taldi sig vita, eftir því sem hann sagði, að hann gæti ekki lifað. Þegar gert var að opnu beinbrotinu á spít- alanum brá Jónas sér hvergi, heldur las í bók. Hann var hress í tali dagana fyrir dauðann – fékk að hafa ljós síðustu nóttina og las skemmtisögu. Sú stilling hugans og rósemd sem ríkir í Alsnjóa fylgir skáldinu alla leið. Einstaklingnum hrausta, sem er undirbúinn undir það sem erfiðast er, samkvæmt gamalli íslenskri sögu, „en það er að deyja“. Alsnjóa Eilífur snjór í augu mín út og suður og vestur skín, samur og samur inn og austur, einstaklingur! vertu nú hraustur. Dauðinn er hreinn og hvítur er snjór, hjartavörðurinn gengur rór og stendur sig á blæju breiðri, býr þar nú undir jörð í heiðri. Víst er þér, móðir! annt um oss; aumingja jörð með þungan kross ber sig það allt í ljósi lita, lífið og dauðann, kulda’ og hita. Jónas og Jesús Eftir Pétur Gunnarsson peturgun@centrum.is Með jafn eðlilegum hætti og HallgrímurPétursson ávarpar Jesú, á Jónas Hall-grímsson Guð að málvini. Og kannski birtist aldarfarsmunurinn gleggst í því að á meðan Hallgrímur baðar sig í blóði Krists, sólar Jónas sig í ljósi alheimsaugans. Hallgrímur lifir sig inn í píslargöngu Krists, en Jónas samsamar sig sköpunarverkinu. Sjálfsagt má rekja sálfræðilegar forsendur fyrir þessu „kompaníi Jónasar við allífið“. Faðir hans, séra Hallgrímur Þorsteinsson, var jú stað- gengill Guðs í mannheimum og föðurmissirinn í bernsku hefur eðlilega beint sjónum drengsins til upphæða þar sem endurfundir föður og sonar hafa orðið í miklu sólskini. Ekki er laust við að lokalínur ljóðsins minni á senuna frægu á Olíufjallinu þegar Jesús ákallar föður sinn og biður sér griða: þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt (Matt 26:39). Samsömunin er fullkomin, Jónas er sonur Guðs. Á sumardagsmorguninn fyrsta 1842 Þökk sé þér, guð, fyrir þennan blund, er þá eg um síðstu vetrarstund; hann hressti mig, og huga minn huggaði fyrir máttinn þinn. Nú hefir sumarsólin skær sofnaðan þínum fótum nær vakið mig, svo að vakni þín vegsemdin upp á tungu mín. Höfundur, faðir alls, sem er um alheimsgeiminn, hvar sem fer, þú, sem að skapar ljós og líf, landinu vertu sverð og hlíf; myrkur og villu og lygalið láttu nú ekki standa við, sumarsins góða svo að vér sannlega njótum rétt sem ber. Vorblómin, sem þú vekur öll, vonfögur, nú um dali og fjöll, og hafblá alda og himinskin hafa mig lengi átt að vin. Leyfðu nú, drottinn, enn að una eitt sumar mér við náttúruna; kallirðu þá, eg glaður get gengið til þín hið dimma fet.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.