Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com DANIEL Lanois er þekktasturfyrir störf sín sem upp- tökustjóri, einkanlega fyrir írsku stórsveitina U2, en meðfram því hef- ur hann alltaf sinnt eigin tónlist, þó sá þáttur hafi ekki farið ýkja hátt. Næsta plata, Here Is What Is, kem- ur út 15. desember næstkomandi í stafrænu formi. Skráarsniðið verður WAV, þannig að gæðin verða þau sömu og ef þú myndir kaupa geisla- disk út úr búð (ólíkt síðustu Radio- head-plötu, sem var bara hægt að hala niður í 160 bita þjöppun, sem þykir undir viðunandi mörkum hvað hljómgæði varðar). Here Is What Is vinnur Lanois með djasstrymblinum Brian Blade og Garth Hudson, fyrr- verandi píanista The Band. Sam- ræður sem Lanois hefur átt við sam- starfsfélaga sinn til margra ára, Brian Eno, eru svo ofnar inn í lögin. Platan kemur síðan út á efnislegu formi í mars á næsta ári ásamt heim- ildamynd sem heitir sama nafni. Lanois er kátur með möguleika netsins og finnst sú hugsun aðlað- andi að hann geti póstað tónsmíð á vefinn um leið og hún er búin. Þá er Lanois einnig með í undirbúningi plöturöð sem hann kallar Omni Ser- ies en þar verður að finna efni sem hann á í handraðanum. Sex plötur voru áætlaðar til útgáfu á þeim tíma sem blaðið fór í prentun. Annars er Lanois nú að vinna að næstu U2- plötu ásamt Brian Eno og kemur hún út „einhvern tíma á næsta ári“.    Döbb- og reggílistamaðurinn Lee„Scratch“ Perry bindur ekki bagga sína sömu hnútum og sam- ferðamenn hans og er sú lýsing reyndar æði tempruð, sumir halda því fram að maðurinn sé með öllu kol- bilaður. Næsta plata hans heitir Repentance og kemur út hjá Narnack Records í maí næstkomandi. Platan mun „sanna að Jesús Kristur var svartur, þar sem skuggar manna eru svartir“, segir Perry um plötuna. Goðsögnin er nú komin á áttræð- isaldur og val hans á upptökustjóra þykir athyglisvert – eða kannski öllu heldur eðlilegt sé mið tekið af því hversu sérlundaður hann er. Sá sem snýr tökkum er Andrew WK, part- írokkarinn eini og sanni, en fyrsta plata hans, I Get Wet, var blanda af „sígildu hörðu rokki, Meat Loaf og stuðlögunum á Footloose-plötunni“, eins og sagði í dómi um plötuna á sínum tíma. WK hitti Perry á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í Austin fyrr á þessu ári þegar hann var að vinna fyrir sjónvarpsstöðina DirecTV. Segist hann hafa hrifist mikið af Perry og hann hreinlega hefði þurft að tala meira við hann. Þeir hittust svo aftur á heimavelli WK, New York, þegar WK var að vinna að sjónvarpsþáttaröð sinni Smokeshow, sem fer í loftið von bráðar. Þar var ákveðið að WK myndi vinna plötu Perry. Platan var unnin í LA og New York en WK vonast til að hún verði hljóðblönduð á Jamaíka. TÓNLIST Daniel Lanois Lee Scratch Perry Eftir Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Rokk. Skon-Rokk. Rokk. Skon-Rokk. Í þádaga sem netsins naut ekki við og tón-list á stafrænu formi var bara fantasíafyrir hinum almenna tónlistaráhuga- manni var eina gáttin að nýju og spennandi tón- listarefni vikulegur þáttur á einu sjónvarpsstöð- inni sem í loftinu var. Sá þáttur hét Skonrokk. Þar sáust erlend tónlistarmyndbönd – og innlend, eftir föngum – í kynningu Þorgeirs Ástvaldssonar og ég missti ekki af þætti fengi ég einhverju um það ráðið. Það var við áhorf á Skonrokk, líklega vetr- arkvöld 1979, sem sex ára gutti í Grænuhlíðinni sá myndband við lag sem breytti því hverju hann sóttist eftir við að hlusta á tónlist. Um alla framtíð. Flytjandinn var þýski teknó-kvartettinn Kraft- werk og lagið var The Model, af plötunni The Man Machine. Þetta reyndist fyrsti sælustraumurinn af völdum tónlistar, með gæsahúð og gapandi munni, og svoleiðis upplifun gleymist ekki svo glatt. Undirritaður var fjarri því að vera einn um hrifninguna því plötunni var hvarvetna vel tekið, jafnt af gagnrýnendum sem öðrum áheyrendum. The Man Machine er fjórða platan sem Kraft- werk sendi frá sér með hinni klassísku liðskipan; forsprakkinn Ralf Hütter og Florian Schneider, sem hafa verið í sveitinni frá upphafi, ásamt þeim Karl Bartos og Wolfgang Flür. Þær þrjár plötur sem þegar höfðu komið út, Autobahn, Radio- Activity og Trans Europe Express, höfðu vakið gífurlegan áhuga og athygli á hinni bylting- arkenndu raftónlist fjórmenninganna frá Düssel- dorf og með þeirri fjórðu, sem hér er til umfjöll- unar, var haldið áfram á sömu braut. Tónlistin er algerlega elektrónísk; hér er hver einasti tónn og taktur upprunninn í hljóðgervli, hvergi snefil að finna af lífrænu gítargutli eða ámóta hljóðmyndun úr náttúrulegu hljóðfæri. Söngur er mestmegnis leiddur gegnum vocoder (græjuna sem franski dú- ettinn AIR hóf aftur til vegs og virðingar eftir langa eyðimerkurgöngu í dægurtónlist) en þó er að finna tvö lög með „eðlilegum“ söng Hütters, Neon Lights og áðurnefnt The Model. Það kemur þó ekki að sök, ef svo má að orði komast, því Hüt- ter syngur lítið líflegar en meðalvélmenni; mónó- tónískt og blæbrigðalaust, sem jafnan teldist tón- list til vansa en gengur hér fullkomlega upp. Það væri í raun glóruleysi að ætla að syngja í tilfinn- ingaþrungnu víbratói við þessa tónlist, í raun jafn- galið og að nota rödd Ralf Hütters eða þá bara blákaldan vocoderinn við tónlist Bobs Dylans eða Joni Mitchell, til dæmis. Yrkisefni Kraftwerk eru hér sem fyrr nútíminn – nýjasta tækni og vísindi (enda var titillag þess ágæta sjónvarpsþáttar með Kraftwerk Home Computer af Computer World frá 1981). Þá er platan þemabundin eins og undangengnar skífur sveitarinnar. Lögin á plötunni eru sex talsins og heita, auk þeirra tveggja sem framangreind eru, The Robots, Spacelab, Metropolis og The Man Machine. Af þeim er The Model líkast hefðbundnu dægurlagi að byggingu, með hefðbundnum sungn- um erindum, ósungnu viðlagi og hljómborðssólói um miðbikið, sem er endurtekið sem niðurlag. Það er því ekki að undra að áhrifa Kraftwerk á dæg- urtónlist fór verulega að gæta í kjölfar The Man Machine, er rafskotin nýrómantíkin, sem í dag- legu tali er kölluð „eitís“, hóf tröllreið sína um heimsbyggðina. Þeir fjórmenningar gefa meira að segja tóninn fyrir fatatísku tímabilsins á plötu- hulstrinu, allir eins klæddir, svipbrigðalausir og varalitaðir. Rakið eitís. Af sex ára guttanum í Grænuhlíðinni var það að herma í framhaldi Skonrokksins að hann heyrði lagið endrum og sinnum í útvarpi næsta áratug- inn, án þess að vita hver flytjandinn var því hann heyrði ekki nógu vel kynninguna hjá Þorgeiri það kvöldið. Föstudaginn fyrir verslunarmannahelg- ina 1989 komst hann loks yfir eintak af breiðskíf- unni eftir ábendingu frá Ása í Gramminu og í framhaldinu sérpöntun hjá Dóra í Plötubúðinni. Ferli sem tók vikur eftir að kennsl höfðu verið borin á hljómsveitina. En það var líka þeim mun meiri sigur að setja vínylinn loks undir nálina. Vélar af holdi og blóði POPPKLASSÍK Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Þ að ER flestum eflaust kunnara en frá þurfi að segja að úr mikilli þjáningu sprettur oft fögur list – dæmi um það eru legíó í öllum greinum lista. Hér tíni ég til sem dæmi lagið The Past is a Grotesque Animal af plöt- unni Hissing Fauna, Are You the Destroyer? sem kom út í janúar síðastliðnum, en hljómsveitin sem skrifuð er fyrir þeirri skífu, of Montreal, var ein- mitt meðal hljómsveita sem léku á Airwaves 2007. Of Montreal er hugarfóstur Kevins Barnes og var meðal sveita í Elephant 6-samsteypunni í At- hens í Georgíuríki í upphafi síðasta áratugar síð- ustu aldar. Á þeim tíma var sveitin einskonar tón- listarkommúna og meðal þeirra sem léku með henni á frumbýlingsárunum voru Bryan Poole úr Elf Power, Andy Gonzales úr The Music Tapes, Julian Koster úr Neutral Milk Hotel og The Music Tapes, Scott Spillane úr The Gerbils og Neutral Milk Hotel, Peter Erchick og John Fernandes úr Olivia Tremor Control. Bítlaleg sýra Á þeim tíma var tónlistin bítlaleg sýra eins og tíðk- aðist meðal Elephant 6-sveitanna, en eins og sjá má á breiðskífum of Montreal, sem eru orðnar býsna margar, hefur tónmálið orðið skýrara með tímanum og er svo komið í dag að hljómsveitin er nánast sólóverkefni Barnes, eins og sannast ræki- lega á Hissing Fauna, Are You the Destroyer? Platan sú hverfist um eitt lag, áðurnefnt The Past is a Grotesque Animal, og er í raun heild. Fyrri hluti hennar er um það er Barnes tók saman við norska stúlku og fluttist með henni til Noregs þar sem þeim fæddist dóttir. Ekki var hann búinn að dvelja lengi þar þegar á hann sótti óyndi mikið sem sér stað í lögunum á fyrri hluta skífunnar (sjá til að mynda lagið A Sentence of Sorts in Kongsv- inger þar sem finna má þessa línu: „I felt the dark- ness of the black metal bands“ – varla tilviljun að slík hending verður til í Noregi.) Áður en Barnes náði að sigrast á þunglyndinu hélt hann af stað í ferðalag að fylgja eftir þarsíð- ustu skífu sveitarinnar, The Sunlandic Twins, sem varð svo til þess að þau slitu samvistir og barns- móðir hans fluttist til Noregs með telpuna litlu. Allt óuppgert Hann hélt aftur á móti áfram á sinni tónleikaferð með of Montreal með allar tilfinningar vegna sam- bandsslitanna óuppgerðar og átti enn eftir að sigr- ast á depurðinni þótt hann hafi verið farinn að taka þunglyndislyf. Í ferðinni byrjaði hann að skrifa sambýliskonu sinni fyrrverandi bréf í stuttum textahendingum, sem vatt svo upp á sig og endaði sem þrjátíu mínútna klifunarkennt lag sem hann síðan tálgaði niður í tæpar tólf mínútur, lagið The Past is a Grotesque Animal. Í ljósi þess hvernig lagið varð til kemur ekki á óvart að það er langt einhliða rifrildi ástvina – deila sem aðeins annar aðilinn tekur þátt í. Í textanum kemur vel fram að Barnes kennir ekki síst sjálfum sér um það hvernig er komið fyrir þeim og um leið speglar textinn glímuna sem hann á við sjálfan sig, óþolið gagnvart því að hann skuli ýta því frá sér sem hann helst þráir: „How can I explain I need you here and not here too“. Víða bókmenntatilvísanir Í textanum eru víða bókmenntatilvísanir, til að mynda hefst hann með því að Barnes segist hafa fallið fyrir fyrstu stúlkunni sem hann hitti sem kunni að meta George Bataille – þau hafi staðið saman á sænskri rokkhátíð og rætt um Histoire de l’oeil, Sögu augans, en eins og Barnes rekur það þá heldur hann upp á Bataille fyrir það hvernig hon- um tekst að segja það sem ekki má segja og það á rómantískan hátt. (Til gamans má geta þess að Barnes sá Bateille fyrst getið í viðtali við Björk Guðmundsdóttur fyrir nokkrum árum og leitaði bókina uppi í kjölfarið.) Fleiri tilvísanir er að finna í laginu og hægt að dunda sér við að grafa þær upp, til að mynda þessi: „the mousey girl screams violence, violence / the mousey girl screams violence / she gets hysterical / ’cause they’re both so mean / and it’s my favorite scene / oh, the cruelty so predictable / makes you sad on the stage“. Hér er vitnað í leikrit Edwards Albees, Who’s Afraid of Virginia Woolf?, sem snýst meðal annars um hatrömm átök hjóna, en „músarlega“ stúlkan Honey verður vitni að átök- unum. Ekki eru allar tilvísanir í bókmenntir, því hann nýtir einnig sögulegar samlíkingar og leitar í nátt- úrufyrirbrigði: „I’ve played the unraveler, the parhelion“ (líklega frekar úlfur en gíll). Sættir elskenda Þegar hér var komið sögu greip Barnes loks í taumana og leitaði eftir sáttum við barnsmóður sína sem lukkaðist svo vel að þau tóku saman aft- ur. Eftir það samdi hann síðan lögin sem eru á seinni hluta plötunnar. Of Montreal flutti þetta magnaða lag ekki á tón- leikum sínum hér á landi um daginn og Barnes segir reyndar að það sé hálfeinkennilegt að flytja lagið og rifja upp alla beiskjuna og tilfinningaólg- una sem það er sprottið úr. Aðalástæða þess að sveitin tekur það ekki á tónleikum allajafna sé þó sú að það breyti allri stemningu og erfitt eða ógerningur sé að finna lag við hæfi á eftir því, en um leið ómögulegt að enda með því. Þess má geta til gamans að hægt er að sjá Kevin Barnes flytja The Past is a Grotesque Animal ein- an síns liðs á kassagítar á YouTube. Leitið að Montreal grotesque til að mynda. Kassagít- arútgáfan er jafnvel magnaðri en sú rafmagnaða, því þó ekki sé eins mikil spenna á yfirborðinu þá er hún þeim mun meiri undir (að því er virðist) kyrru yfirborðinu. Úr þjáningu sprettur list Kevin Barnes, höfuðpaur of Montreal, greip til listarinnar til að lina þjáningu eins og heyra má á síðustu breiðskífu sveitarinnar, en þar er að finna langt sendibréf hans til fyrrverandi og nú- verandi sambýliskonu. Morgunblaðið/Árni Torfason Hvað svo? Kevin Barnes og félagar á Airwaves í síðasta mánuði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.