Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 15 SÝNINGAR sem byggjast á sam- keppni um myndlistarverðlaun ger- ast æ tíðari og þessa dagana stendur yfir ein slík í sölum Hafnarborgar er nefnist „Portrett nú (Portræt nu)“. Þetta eru ný myndlistarverðlaun og heita þau eftir J.C. Jacobsen. Eins og yfirheitið gefur til kynna snýst þetta um portrettmyndir og byggist á fyrirmyndum Archibald- verðlaunanna í Ástralíu og BP- portrettverðlaunanna í Bretlandi, nema hvað úrvalið miðast við nor- ræna myndlistarmenn. Á sýning- unni eru verk eftir 70 listamenn, þar af eru sex Íslendingar; þau Helgi Gíslason, Kristveig Halldórsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Sesselja Tómasdóttir, Sigrún Eld- járn og Dodda Maggý Kristjáns- dóttir. Verðlaunin voru afhent í Fre- driksborgarhöll í Danmörku fyrr á árinu þar sem sýningin var vígð. Úr- slitin voru í höndum sérstakrar dóm- nefndar og sýnist mér hún hafa unn- ið starf sitt út frá dæmigert pólitískt réttum staðli norrænnar jafn- aðarstefnu. Sonja Lillebæk Christi- ansen fékk 1. verðlaun fyrir mynd- bandsverk, Sven Ljunberg 2. verðlaun fyrir málverk og Torben Eskrod fyrir ljósmynd. Síðan eru sérstök frumleikaverðlaun sem ann- arsvegar voru veitt Daniel Hoflund fyrir innsetningu með blandaðri tækni (teikningar og tilbúnir hlutir) og hinsvegar Mette Watten fyrir spegla-skúlptúr-málverk á stöpli. Verðlaunahafar spanna þannig flesta mögulega miðla myndlistar. Sýningin er fjölbreytt sem er á sinn hátt ágætt. Maður hefur alla- vega úr nógu að moða. En á móti er frekar tæpt að skoða þetta með heildstæða mynd í huga, jafnvel þótt viðfangsefnið sé þetta afmarkað, en þegar 70 listamenn eru sam- ankomnir og flestir sýna eina mynd hver virkar margt listaverkið slitið úr einhverju stærra samhengi og fellur inn í tilraun til að sýna fram á breidd í forminu. Auðvitað eru þarna mörg áhugaverð listaverk. Verk Hoflund stendur alveg fyrir sínu og heimildarmyndband Christiansen, „On a Slow Boat to China“, sem er einskonar úthverf sjálfsmynd lista- konunnar, er trúverðugur sigurveg- ari. Það má vænta þess að sem við- burður fari Brygger J.C. Jacobsen- verðlaunin vaxandi á næstu árum og flott hjá Hafnarborg að koma að þessu. En einhvernveginn finnst mér þetta hallast meira í átt til feg- urðarsamkeppni en spennandi list- ræns viðburðar. En þannig er það reyndar með flestar myndlist- arverðlaunasýningar. Hér skoðar maður verkin, metur verðlaunahafa í samhengi við hina og kýs síðan port- rett að eigin vali og skilar í kjör- kassa við afgreiðsluborðið, ef maður vill. Að lokum verður tilkynntur sig- urvegari áhorfendaverðlauna (peop- les choice awards) á Íslandi. Ég hafði reyndar lúmskt gaman af þeim leik og kaus mitt uppáhalds portrett á sýningunni. Sterkt, frum- legt og dálítið óhugnanlegt sem hef- ur enn ekki hlotið verðlaun. Ný norræn fegurðarsamkeppni Myndlist Morgunblaðið/Frikki Kosning „Hér skoðar maður verkin, metur verðlaunarhafa í samhengi við hina og kýs síðan portrett að eigin vali og skilar í kjörkassa.... “ Jón B.K. Ransu Hafnarborg Sýningin er opin alla daga nema þriðju- daga frá kl. 11-17. Fimmtudaga er opið til 21. Sýningu lýkur 22. desember. Að- gangur ókeypis. Portrett nú – norræn myndlistarverðlaun Morgunblaðið/Kristinn Inga María „Síðan laumaði mamma nýju Arnaldarbókinni, Harðskafa, í töskuna hjá mér …“ Lesarinn Ábókasafninu á Sel-tjarnarnesi rakst ég á bókina Jól á Íslandi eftir Árna Björnsson sem ég greip umsvifalaust með mér. Hér er um að ræða kandídatsritgerð þessa merka fræðimanns, óbreytta að mestu, sem gef- in var út hjá Sögufélaginu árið 1963. Þetta er hin áhugaverðasta og skemmti- legasta lesning, uppfull af fróðleik um hátíðina fram- undan, uppruna hennar og siðvenjur tengdar henni hérlendis gegnum aldirnar. Árni læðir stundum húmor inn í frásögnina og það spill- ir ekki fyrir. Síðan laumaði mamma nýju Arnaldarbókinni, Harð- skafa, í töskuna hjá mér, en ég er enn að velta fyrir mér hvort ég á að spara mér hana til jólanna eða ekki. Því hvað eru jól án skemmtilegrar bókar? En auðvitað er aldrei að vita nema eitthvert annað gott lesefni leynist í einhverjum pakkanum. Svo er ég búin að sækja Kamelíufrúna í hilluna, eftir Alexander Dumas yngri, en það er skáldsagan sem La Traviata er byggð á – og óperan sú verður frumsýnd í Íslensku óperunni 8. febr- úar. Það er ekki seinna vænna að rifja upp kynnin við þá yndislega rómantísku og harmþrungnu sögu. Inga María Leifsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri Íslensku óperunnar. Hlustarinn Ég er að hlusta á upp-tökur með Emil Gi- lels þar sem hann spilar alla píanókonserta Beethovens á tónleikum í Prag árið 1958, tíu árum eftir að hann kom þar fyrst fram og Vesturlönd fengu loks að frétta af þessum snillingi. Þetta er „meingölluð“ upptaka, full af hósta og ræskingum, jafnvel feilnótum. Um leið er líka hægt að heyra hit- ann og gleðina í salnum. Og hvað er svona gott? Er það þetta ótrúlega form- skyn, þar sem öllu er ætl- aður sinn staður og sitt rými eins og í voldugustu byggingu? Eða ljóðrænan, íhyglin og sársaukinn í hægu köflunum sem fáir leika eftir? Reyndar allt þetta og fleira til. Það gef- ur hlustuninni sitt gildi að ég á mínar minningar um manninn. Fyrir rúmum þrjátíu árum gekk ég óvænt fram á hann í rok- inu á Hagatorgi. Í brún- um kasmírfrakka, ófríður og samanrekinn, ekki ósvipaður rukkaranum eins og þeirri manngerð er lýst í sögum kreppuár- anna. En þegar Gilels sat á sviðinu degi síðar og spilaði með hljómsveitinni var rukkarasvipurinn horfinn. Bara örlætið upp- málað og svona líka fal- legur. Þorvaldur Kristinsson bókmennta- fræðingur. Morgunblaðið/Ómar Þorvaldur Fyrir rúmum þrjátíu árum gekk ég óvænt fram á hann í rokinu á Hagatorgi. DIDDA Hjartardóttir, sem hefur verið búsett í Lundúnum síðastliðin ár, fluttist nýverið búferlum til Reykjavíkur og tók með sér götu í farteskinu. Gatan heitir „Green La- nes“ og er til sýnis í Hoffmannsgall- eríi, ReykjavíkurAkademíunnar. Þetta eru ljósmyndir teknar sam- dægurs með nokkuð jöfnu millibili eftir götunni og hefur listakonan raðað þeim eftir gangi akademíunn- ar í brotakenndri víðmynd (pano- rama) þannig að framhlið húsa, íbúða og verslana með tilheyrandi uppstillingum, birtist á veggjunum beggja vegna auk gangandi vegfar- enda. Útkoman er þá rýmisverk sem er byggt upp með ljósmyndum, ekki ýkja fjarri ýmsum tilraunum kons- eptlistar á áttunda áratug síðustu aldar, s.s. Michelangelo Pistoletto sem ljósmyndaði rými kerfisbundið, horn í horn og sýndi sem rýmisverk. Það er hins vegar kortlagning á at- burðarrými sem er í fyrirrúmi hjá Diddu og með upphenginu breytir hún raunmynd rýmisins og maður getur, virkilega, gengið eftir rýminu endilöngu og fundið götustemningu Green Lanes inn á milli fræðiskrif- stofanna, líkt og tvær víddir sem skerast. Þetta er vel heppnuð sýn- ing, einföld en smellvirkar. Götumyndir MYNDLIST Hoffmannsgallerí Opið virka daga frá 9–17. Sýningin stendur fram yfir áramót. Aðgangur ókeypis. Didda Hjartardóttir Jón B.K. Ransu Smellvirkar Green Lanes

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.