Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 9 Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is E itt sinn var jörðin flöt og menn trúðu á stokka og steina. Svona mætti lengi halda áfram og telja upp það sem við köllum bábiljur, hugmyndir sem við notum til þess að sýna fram á kjána- skap fornmanna, takmarkanir þekk- ingar þeirra og trúgirni. En getur verið að það séum við sem höfum verið að misskilja hlutina í allan þennan tíma? Einar Pálsson taldi að svo væri og færði rök fyrir því að öll trúarbrögð og helgisiðir fornmanna byggðust á djúpum og flóknum skilningi á eðli veraldarinnar sem innbyggð væru í ákveðin kerfi sem þeir bjuggu til út frá náttúrunni. Við lestur Njálu taldi Einar sig hafa fundið sólúr á Rang- árvöllum sem markaðist af Berg- þórshvoli (Upphafshvollinn, þar sem dagur er stystur), Skálholti (sem táknaði sumarkomu), Stöng (sem táknar lengsta dag sumars) og Goðasteini (sem táknaði vetr- arkomu) með Steinkross í miðju. Hof, Helgafell og Þríhyrningur vörðuðu tening helgrar miðju kerf- isins, og voru helgir staðir. Einar var tíður gestur á bernskuheimili Péturs Halldórssonar og Pétur segir mér sögu af því þegar Einar ræddi vin- skap Gunnars frá Hlíðarenda og Njáls á Bergþórshvoli. „Gunnar og Njáll voru meira en vinir. Þeir voru Pí (?).“ Tölur verða texti og texti mynd En seinna átti Pétur eftir að taka upp kefli Einars og halda áfram rannsóknum hans sem hafði verið ýtt til hliðar af fræðasamfélaginu. Nú hefur Pétur skrifað bókina Stærð veraldar sem hann byggir á þessum kenningum. Hann lýsir þró- uninni svo í formála: „Líkt og Einar las forna talnabálka eins og texta, las ég texta hans eins og myndir, í þeim fann ég merkilegar upplýs- ingar um hlutföll manns og heims, mörkuð í land með mælingu sem virðist vera með elstu athöfnum mannkyns.“ Pétur er myndlist- armaður og er bókin skreytt miklum fjölda teikninga þar sem sjá má svip- uð kerfi, ekki bara á Rangárvöllum heldur einnig í Frakklandi, í Dan- mörku, Englandi, Ítalíu og Grikk- landi – og fleiri stöðum raunar þó um þá sé ekki sérstaklega fjallað í bókinni. „En kenningar Einars samræm- ast ekki hefðbundnum skoðunum á menningararfinum. Hann sagði oft að menningararfurinn væri ekkert rannsakaður í raun og veru. Þá var hann að mestu hunsaður af fræði- mönnum, enda var hann iðulega að benda á hluti sem þeim hafði yf- irsést.“ Pétur ítrekar orð Einars um að Íslendingar séu í einstakri stöðu til þess að rannsaka þessi kerfi forn- manna. „Þetta kerfi á Rangárvöllum var innflutt, þetta getur ekki hafa sprottið úr kolli landnámsmanna, þetta er innbyggð þekking í ein- hverjar ættir, launþekking sem auð- velt var að moka yfir þegar kristnin tók yfir og týndist á örfáum kyn- slóðum, hvarf. En kristnir menn tóku eftir því að þessir barbarar í norðri reistu engar kapellur eins og þeir, þeirra kapellur voru út í nátt- úrunni. En þegar sólúrið á Rang- árvöllum er markað er það í síðasta sinn í veraldarsögunni sem land er markað með þessum hætti. Þegar lönd fundust eftir árið 900 voru þau helguð kristni og þetta var því síð- asta heiðna kerfið sem gert var í ver- aldarsögunni. Okkur ber skylda til að segja frá þessu.“ Pétur er þó ekki sammála öllu í kenningum Einars. „Ég tel að þetta kerfi sé miklu einfaldara en Einar vildi vera láta. Ég tel það vera byggt á hlutföllum eins og stærð manns, stærð jarðar, fjarlægð jarðar frá sólu, stöðu jarðar í sólkerfinu, hversu hratt hún snýst í kringum bæði sólina og sjálfa sig. Úr þessum þáttum búum við til allar okkar mælieiningar.“ Tölur guðanna En hvernig byrjaði þetta? „Menn voru að uppgötva jörðina á sínum tíma, uppgötva að það tæki eitthvað við handan sjóndeildarhrings, upp- götva að það kæmi dagur eftir þenn- an. Þá fara menn að segja frá þessu, þetta er allt geymt í munnlegri geymd. Þeir gera það með táknum, goð og guðir sem fá vissa tölu og þannig geyma menn þessa þekkingu í þúsundir ára, hún gengur mann frá manni. Svo er þetta ritað niður þús- undum ára síðar.“ Ég velti fyrir mér hvort kerfin séu bundin við mannskepnuna eina og spyr um fuglana tvo sem prýða kápu bókarinnar. „Þetta er allt mælt eins og fuglinn flýgur. Þetta eru beinar línur yfir hæðótt land. Þrátt fyrir hyli og fjöll þá heldur þetta sér, svo ótrúlegt sem það er. Enda höfðu fuglar mikla helgi í alls kyns goð- fræði. Hrafnarnir á öxlum Óðins flugu í dögun og sögðu honum að kvöldi hvernig ástandið væri í ver- öldinni. Þá eru fuglatákn algeng við mælistaði í þessum kerfum.“ Pétur tekur fram að hann telji ekki að kristnin sé nein afturför. „Kristnin eru frábær trúarbrögð, kirkjur eru yndislegar byggingar og prestar hafa verið sáluhjálparar í gegnum aldirnar. Við fengum ekkert verra kerfi en ég held að öll trúar- brögð okkar myndu dýpka ef við myndum kynna okkur betur það sem liggur að baki.“ Götuljós í stað stjarnanna Þessi heimur er þó orðinn nokkuð fjarlægur vestrænum nútímamanni. „Þetta er svolítið fjarlægt okkur, við erum hætt að sjá stjörnurnar orðið og sólin skiptir okkur engu máli lengur nema þegar við viljum fara í fyllirí til Spánar. Til forna var land fólks lifandi veruleiki og það skipti öllu máli að vera í lifandi tengslum við landið, eitthvað sem er okkur dá- lítið framandi í dag. Allt þetta sprettur frá því að horfa í kringum sig, skynja himingeiminn fyrir ofan sig og þramma landið á daginn þann- ig að maður þekki það á nóttinni – og mæla það eins og fuglinn fljúgandi.“ Fuglinn í manninum Pétur Halldórsson hefur þróað áfram gamlar kenningar Einars Pálssonar um heimsmynd forn- manna, en hana telja þeir mun flóknari en áður hefur verið talið. Um þetta hefur Pétur sent frá sér bókina Stærð veraldar. Morgunblaðið/Kristinn Pétur Halldórsson Ekki sammála öllu í kenningum Einars Pálssonar. MEISTARAVERK! ANTONY B E E V O R STALÍNGRAD Orrustan um Stalíngrad kostaði meira en milljón mannslíf. Hér lýsir Antony Beevor þessari grimmu orrustu og byggir hann frásögn sína að verulegu leyti á áður óbirtum gögnum í söfnum í Þýskalandi og Rússlandi. Orrustan um Stalíngrad var ekki einungis sálfræðilegur vendipunktur síðari heims- styrjaldarinnar – hún breytti einnig nútímahernaði. holar@simnet.is M bl 92 72 57 Eftir Aðalstein Ingólfsson adalsteinn@honnunarsafn.is Í þeim fáu drögum að sögu íslenskrargullsmíði á úthallandi tuttugustu öldsem rituð hafa verið gleymist stundumað minnast á þátt Ásdísar Sveinsdóttur Thoroddsen (1920-1992). Þá hafa umfjallendur tilhneigingu til að gefa sér að nútímaleg við- horf, sambærileg við þau sem birtast í sjón- listum eftirstríðsáranna, hafi fyrst haldið inn- reið sína í íslenska gullsmíði fyrir milligöngu þeirra Jóhannesar Jóhannessonar og Jens Guðjónssonar. Á ég þar við margháttað form- rænt uppbrot skartsins, áherslu á óreglulega áferð og notkun íslenskra steina og annarra aðfanga úr íslenskri náttúru. Að þessum lista- og handverksmönnum ólöstuðum, þá er nokkuð ljóst – og vonandi staðfest með yfirstandandi sýningu Hönn- unarsafns Íslands í Garðabæ – að hlutur Ásdís- ar Thoroddsen í þeirri viðhorfsbreytingu á vettvangi gullsmíðanna er síst minni en þeirra. Raunar birtast ýmsar nýjungar fyrr í skarti Ásdísar en annarra, þótt hún fylgi þeim ekki alltaf eftir til hlítar. Þar á ég t.d. við notkun hennar á íslenskri bláskel og hrafntinnu, sem rekja má allar götur til ársins 1950. Um leið forsómar hún ekki gamlar hefðir, heldur beitir fyrir sig hefðbundnu víravirki og kornsetn- ingu þegar henni liggur mikið við. Fáir gripir Raunar hefur margt orðið þess valdandi að áhugamönnum hefur yfirsést ævistarf Ásdísar. Sjálf var hún ákaflega hógvær og gerði lítið úr hinu „listilega“ í smíði sinni, taldi sig full- sæmda að vera „bara“ handverksmaður eins og foreldrar hennar á Eyrarbakka, Sveinn Guðmundsson járnsmiður og Halldóra Jóns- dóttir hannyrðakona. Hún var líka húsmóðir á stóru heimili, þar sem hún vann meðfram að smíði sinni stolnum stundum. Veikindi tóku líka frá Ásdísi mikinn tíma, því árum saman þjáðist hún af liðagigt og kölkun í stoðkerfi og síðustu fimm ár ævinnar var hún Alzheim- erssjúklingur. Í bréfi til þýsks sýningarstjóra frá sjöunda áratugnum segist hún enda ekki smíða nema 4-6 skartgripi á ári. Því má leiða að því líkum að eftir Ásdísi liggi ekki nema rúmlega eitt hundrað skartgripir, hálsmen, armbönd, hringir, eyrnalokkar, nælur, skyrtu- hnappar, slæðuhólkar, að ógleymdu skarti fyr- ir karlmenn. Allir þessir gripir eru í einkaeign, og því ekki mjög aðgengilegir áhugasömum. Allt var sérsmíði Hafi aðstæður verið Ásdísi í óhag, eins og raunar mörgum öðrum listakonum á þessum tíma, þá var hún lánsöm að því leytinu til að hún þurfti ekki að sjá sér farborða með skarti sínu, sitja slímusetur við að smíða víravirki eða giftingarhringa, eins og þorri íslenskra gull- smiða mátti gera. Þess í stað gat hún valið sér verkefni og sinnt þörfum ættingja, vina og kunningja, sem flestir voru í hópi frjálslyndra lista- og menntamanna. Þetta fólk vildi ekki „venjulegt“ skart, heldur tók fagnandi ýmsum tilraunum Ásdísar með form og efnivið. Sér- hver gripur hennar var í rauninni sérsmíði, löguð að líkama og persónuleika eiganda síns. Segja má að þau fræ sem Ásdís sáði með skartgripum sínum hafi borið ríkulegan ávöxt eftir hennar dag. Hið lífræna og tjáningarfulla skart yngri gullsmiða okkar, gjarnan með ívafi „óæðri“ efna og aðskotahluta úr íslenskri nátt- úru, er eins og framlenging á hugmyndaheimi hennar og handbragði. Sýningin á verkum Ásdísar Sveinsdóttur Thoroddsen í Hönnunarsafni Íslands í Garða- bæ stendur til 16. desember. Lífrænt silfur Skart „Sérhver gripur hennar var í rauninni sérsmíði, löguð að líkama og persónuleika eiganda síns,“ segir greinarhöfundur. Verk Ásdísar Sveinsdóttur Thoroddsen

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.