Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
TVEIR íslenskir sprengjuleitar-
menn, auk bráðaliða, halda á laug-
ardag til starfa í Líbanon á vegum
Íslensku friðargæslunnar. Flugvél
Landhelgisgæslunnar, TF Sýn, flýg-
ur með mennina, enda hafa þeir
meðferðis fyrirferðarmikinn og dýr-
an búnað til sprengjueyðingar.
Verkefnið er til þriggja mánaða en
Íslendingarnir verða í samstarfi við
neyðaraðstoðarsveit sænska ríkis-
ins, sem vinnur að því að hreinsa
svæði í suðurhluta Líbanons af
sprengjum. Munu þeir starfa undir
fána Sameinuðu þjóðanna, með
bækistöð í hafnarborginni Týrus.
Sprengjuleitarmennirnir, Adrian
King og Jónas Þór Þorvaldsson, hafa
áður unnið að því að hreinsa svæði af
sprengjum í Írak á vegum Íslensku
friðargæslunnar, en það var um og
yfir áramót 2003–2004. Þriðji
sprengjuleitarmaðurinn, Marvin
Ingólfsson, mun leysa annan þeirra
af hólmi eftir um sex vikur en ráð-
gert er að þrímenningarnir verði
hver um sig í níu til tíu vikur á vett-
vangi.
Marvin hefur eins og Jónas og
Adrian unnið fyrir Íslensku friðar-
gæsluna, en hann var við eftirlits-
störf á Sri Lanka í fyrra.
Minna að gera yfir veturinn
Verkefnið er til þriggja mánaða,
sem helgast m.a. af því, að sögn
Önnu Jóhannsdóttur, forstöðu-
manns Íslensku friðargæslunnar, að
sprengjuleitardeild Landhelgisgæsl-
unnar er aflögufær með mannskap
yfir vetrarmánuðina.
Með sprengjuleitarmönnunum fer
bráðaliði frá Slökkviliði höfuðborg-
arsvæðisins, Kristján Sigfússon, en
Kristján hefur gegnt friðargæslu-
störfum í Afganistan. Kristján verð-
ur allan tímann á meðan verkefni
þetta varir, í þrjá mánuði, en hlut-
verk bráðaliðans er að veita fyrstu
hjálp ef eitthvað kemur upp á. Jafn-
framt er þó vonast til að hann geti
staðið að fræðslu fyrir heimamenn
um sprengjur og hvað beri að varast.
Íslenskir sprengjuleitarmenn halda til Líbanons á laugardag
Flugvél Landhelgisgæsl-
unnar ferjar menn og búnað
Þriggja mánaða verkefni á vegum Íslensku friðargæslunnar
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
„VIÐ mælum ekki með því að fólk
noti vefsíður sem ekki eru á vegum
bandarískra stjórnvalda,“ segir Ron
Hawkins, ræðismaður Bandaríkjanna
á Íslandi. Inni á vefsíðu Vísis, visir.is
var í gær hægt að smella á auglýsingu
sem vísaði inn á vefsíðu á slóðinni
USAFIS.org. Þar er boðið upp á
þjónustu gegn gjaldi við þá sem hafa
hug á að taka þátt í árlegu happdrætti
bandarískra stjórnvalda um græna
kortið (Diversity Visa Lottery). Fólki
er á síðunni boðið að skrá umsókn hjá
USAFIS og greiða fyrir hana með
greiðslukorti. Upphæðin er mismun-
andi eftir því hversu mörg ár fólk vill
nýta þjónustu USAFIS, en gjaldið er
á bilinu 2.500–21.000 í íslenskum
krónum talið. Er á síðunni auglýst
„sértilboð“ fyrir þá sem skrá sig fyrir
19. janúar.
Á vef bandaríska utanríkisráðu-
neytisins eru upplýsingar um hið ár-
lega happdrætti um græna kortið. Á
vefnum kemur fram að umsóknir er
aðeins hægt að senda inn rafrænt á
tilteknum tíma árs, frá október og
fram í byrjun desember. 3. desember
í fyrra lauk til að mynda umsóknar-
fresti fyrir atvinnuleyfi ársins 2008.
Skýrt er tekið fram að það kosti ekk-
ert að senda umsókn í happdrættið og
að bandarísk yfirvöld nýti sér ekki
þjónustu utanaðkomandi í ferlinu.
Þeir sem kunni að bjóða slíka þjón-
ustu geri það hvorki með nafni né með
sérstöku leyfi yfirvalda.
„Það eru starfræktar margar vef-
síður sem bjóða fólki sem hefur
áhuga á að flytjast til Bandaríkjanna
aðstoð gegn gjaldi,“ segir Ron Hawk-
ins og bætir við að þetta gjald sé
stundum hátt. „Við mælum með því
að fólk haldi sig við opinberar vefsíð-
ur,“ bætir hann við. Þær megi þekkja
á því að lénsheitið sé .gov.
Hann segir að um 50.000 manns fái
árlega atvinnuleyfi í Bandaríkjunum
eftir að hafa tekið þátt í happdrætt-
inu. Ísland er eitt þeirra landa sem
getur tekið þátt í því, en markmiðið
er að gefa fólki frá löndum með lágt
hlutfall innflytjenda til Bandaríkj-
anna að starfa í Bandaríkjunum.
Ókeypis umsókn
um græna kortið
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
MEGINÁHERSLA mín er sú að
veita þessum hópi barna og ung-
menna góða þjónustu. Það hefur ver-
ið álíka langur
biðlisti á BUGL
og í Noregi en við
viljum samt
stytta biðina.
Þess vegna fólst
eitt þeirra níu at-
riða sem ég
kynnti á sínum
tíma í því að efla
Miðstöð heilsu-
verndar barna og
færa þangað til úrlausnar hluta þess
álags sem nú er á BUGL,“ segir Siv
Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra
um gagnrýni sérfræðilækna BUGL
á stjórn Landspítalans.
Tillaga Sivjar um þjónustu við
börn og unglinga með geðraskanir í
níu liðum var lögð fram í september.
„Þar vorum við að taka á þeim
ábendingum sem fram höfðu komið
um þjónustu við þennan hóp, bæði í
umræðunni og skýrslum sem unnar
höfðu verið fyrir heilbrigðisráðu-
neytið. Ég kom því sérstaklega á
framfæri að við værum ekki að
breyta stjórnunarfyrirkomulagi inn-
an LSH.
Sumir telja að auka eigi sjálfstæði
BUGL á meðan aðrir telja hana of
litla og telja nær að færa deildina
undir barnasvið LSH.“
Siv bendir á að ráðið hafi verið í
tvær stöður á Miðstöð heilsuverndar
barna, sálfræðings og sálfræðikandí-
dats, auk þess sem verið sé að und-
irbúa auglýsingar um starf fjögurra
sálfræðinga hjá heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins og hafi það vakið
góð viðbrögð víða. „Með þessum
hætti erum við að reyna að styrkja
þjónustuna við þennan hóp og
minnka álagið á BUGL. Stefnan sem
við settum fram á seinni hluta síð-
asta árs er því að koma fram.“
Sérfræðilæknar BUGL lýstu því
sem skoðun sinni að stjórnkerfi
vegna BUGL væri óviðunandi auk
þess sem að mati læknanna ætti
BUGL að bera ábyrgð á rekstrinum
og hinni klínísku þjónustu, auk þess
sem mannaforráð ættu að vera á for-
ræði stjórnenda BUGL. Aðspurð
hvort annarlegar ástæður liggi að
baki því að starfsmenn BUGL óski
deildinni meira sjálfstæðis segir Siv
svo ekki vera. „Ég held að starfsfólk
BUGL sé að gera sitt besta en það
eru uppi mismunandi sjónarmið sem
eðlilegt er og telst ekki nýtt innan
stórra og öflugra ríkisstofnana,“
segir Siv. „Það eru þung mál sem
koma inn á BUGL og mikið álag á
starfsfólki og eðli málsins sam-
kvæmt er starfsemin viðkvæm.
Ég vil efla BUGL sem miðstöð
faglegs starfs á sviði þjónustu við
börn og unglinga með geðraskanir
og efla göngudeild BUGL svo hún
geti sinnt veikustu börnunum betur.
Þá erum við að ráðast í fyrsta áfanga
stækkunar BUGL með byggingu
nýrrar og glæsilegrar göngudeildar
sem verður tekin í notkun 2008. Síð-
an höfum við lagt áherslu á að gefa
út vegvísi fyrir fagfólk, aðstandend-
ur og sjúklinga um geðheilbrigðis-
þjónustu fyrir börn og unglinga.“
BUGL eflist sem mið-
stöð faglegs starfs
Heilbrigðisráðherra breytir ekki stjórnunarfyrirkomulagi
Í HNOTSKURN
»Siv deilir áhyggjum barna-og unglingageðlækna af
eðlilegri nýliðun í faginu og
segist hvetja þá sem eru í námi
til að líta til þessa sviðs, því sá
hópur sem þarfnist þjónustu
vaxi.
»Verið er að ráðast í fyrstaáfanga stækkunar BUGL
með byggingu nýrrar göngu-
deildar sem verður tekin í
notkun 2008. Einnig hefur
ráðuneytið lagt áherslu á að
gefa út vegvísi fyrir fagfólk,
aðstandendur og sjúklinga um
geðheilbrigðisþjónustu fyrir
börn og unglinga.
Siv Friðleifsdóttir
ODDNÝ Sturlu-
dóttir verður aðal-
borgarfulltrúi í
kjölfar þess að
Stefán Jón Haf-
stein heldur til
starfa sem verk-
efnisstjóri á veg-
um Þróunarsam-
vinnustofnunar.
Þar með flyst Sig-
rún Elsa Smáradóttir upp í sæti
fyrsta varaborgarfulltrúa, Stefán
Benediktsson verður borgarfulltrúi
og Felix Bergsson tekur sæti í borg-
arstjórnarflokki Samfylkingarinnar.
Oddný tekur sæti Stefáns Jóns í
menntaráði og menningar- og ferða-
málaráði. Stefán Benediktsson hefur
verið kjörinn aðalmaður í skipulags-
ráði og Stefán Jóhann Stefánsson í
velferðarráði, en Oddný víkur sæti úr
þessum tveimur ráðum. Dagur B.
Eggertsson tekur sæti Stefáns Jóns í
OR, en Steinunn Valdís Óskarsdóttir
sæti Dags í stjórn Faxaflóahafna.
Oddný
tekur við
af Stefáni
Oddný Sturludóttir
♦♦♦
MND-félagið á Íslandi mun senda
40 feta gám fullan af hjálp-
artækjum og öndunarvélum til Ul-
an Bator, höfuðborgar Mongólíu, á
næstu dögum til stuðnings MND-
sjúklingum í landinu. Í kjölfar send-
ingar gámsins fer fólk frá Land-
spítala til þess að kenna starfsfólki
taugadeildar háskólasjúkrahússins
í Ulan Bator á tækin.
Á nýafstaðinni alþjóðlegri MND-
ráðstefnu, sem haldin var í Japan,
kynntust félagar í MND-félaginu á
Íslandi einstaklingum frá Mongólíu,
sem greindu þeim frá afar bág-
bornum aðbúnaði MND-sjúklinga
þar í landi.
Siv Friðleifsdóttir heilbrigð-
isráðherra lokaði í gær gámnum
sem er tilbúinn fyrir hið langa
ferðalag til Mongólíu.
Styðja
MND-sjúka
í Mongólíu
LÖGREGLAN á Akureyri sendi á
sjöunda tímanum í gærkvöldi vopn-
aða meðlimi sérsveitar Ríkislögregl-
unnar til Dalvíkur eftir að maður sem
hafði samband við Neyðarlínuna hót-
aði að beita skotvopni. Sex lögreglu-
menn til viðbótar mættu á staðinn og
lokuðu götunni. Umsátrinu lauk rúm-
um þremur tímum síðar. Samkvæmt
upplýsingum frá varðstjóra á Akur-
eyri náðist símasamband við manninn
og lauk málinu með því að maðurinn
opnaði sjálfviljugur hús sitt fyrir lög-
reglunni. Samkvæmt upplýsingum
blaðamanns bendir allt til þess að
maðurinn hafi ekki verið vopnaður.
Maðurinn var handtekinn og færður á
lögreglustöðina á Akureyri.
Umsátur
á Dalvík