Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EIN AF megináherslum velferð- arráðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2007 er að byggja upp og auka þjón- ustu við aldraða. Mikilvægt er í því augnamiði að aldraðir og aðstand- endur þeirra fái upplýsingar um þá þjónustu sem þeim stendur til boða í borginni. Í því tilliti hefur verið gefinn út bæklingur með helstu upplýsingum um þá þjónustu sem eldri borgurum stendur til boða. Bæklingurinn verður sendur heim til eldri borgara á næstu dögum og kemur út í sex útgáfum eftir hverf- um. Í honum er kynnt helsta þjónusta borg- arinnar við aldraða eins og félagsstarf, félagsleg heimaþjónusta, dagvist, akstursþjónusta, þjón- usta með heimsendan mat, þjónustuíbúðir, dagvistun og dvalar- og hjúkrunarheimili o.fl. Í bæklingnum eru einnig upplýs- ingar og símanúmer hjá öllum þjón- ustumiðstöðvum og þar er að finna lista yfir allar félagsmiðstöðvar í Reykjavík, með símanúmerum. Sér- stakur bæklingur er fyrir hvert hverfi borgarinnar: Breiðholt, Vesturbæ, Miðborg-Hlíðar, Laugardal-Háaleiti, Árbæ-Grafarholt og Grafarvog- Kjalarnes. Þá er einnig gefinn út al- mennur bæklingur um þjónustu í Reykjavík sem er óháð hverfum. Honum verður dreift á heilsugæslu- stöðvar í Reykjavík. Félagsleg heimaþjónusta Í bæklingnum er m.a. að finna upp- lýsingar um félagslega heimaþjón- ustu, en þá þjónustu geta þeir fengið sem búa í heimahúsum og geta ekki séð um heimilishald eða persónulega umhirðu án hjálpar. Þjónustan getur verið í formi félagslegs stuðnings og hvatningar eða hjálpar við heim- ilisstörf eða þrif. Sótt er um slíka þjónustu á þjónustumiðstöð í viðkom- andi hverfi þar sem umsóknir eru út- fylltar og skilað inn til þjónustu- miðstöðvar. Einnig er hægt að prenta umsóknareyðublöð út af Netinu og senda til þjónustumiðstöðvar. Heimsendur matur Helstu upplýsingar um þjónustu með tilbúinn mat og heimsendan mat er að finna í bæklingnum. Fé- lagsmiðstöðvar eldri borgara í hverju hverfi fyrir sig bjóða upp á að kaupa heitan mat í hádeginu. Þar er einnig hægt að kaupa kaffi og meðlæti. Þeir sem ekki geta annast matseld sjálfir og sjá sér ekki fært að fara í mat á fé- lagsmiðstöð eiga þess kost að geta fengið heit- an mat sendan heim daglega. Helstu upplýs- ingar um heimsendan mat er að finna hjá þjónustumiðstöðvum í hverfunum og þar er hægt að fylla út umsókn og sækja um. Klúbbar, spila- mennska, leikfimi og skoðunarferðir Félagsstarf eldri borgara er fjöl- breytt því þarfir fólks eru ólíkar. Í fjórtán félagsmiðstöðvum í borginni ásamt Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi er í boði félagsstarf af ýmsum toga. Hægt er að fara í hvaða félagsmiðstöð sem er í Reykjavík óháð því hvar fólk er búsett í borginni og þar er hægt að nýta sér fjölbreytta starfsemi sem snýr m.a. að dansi, leikfimi, myndlist, spilamennsku og klúbbastarfi. Í félagsmiðstöðvunum eru reglulega haldin þorrablót, haust- fagnaðir, dansleikir og einnig er farið í leikhúsferðir. Þeir sem hafa áhuga á að sækja félagsstarf í félagsmið- stöðvum geta mætt þegar þeir vilja því óþarfi er að sækja fyrirfram um þátttöku í félagsstarfi. Lista yfir allar félagsmiðstöðvar með símanúmerum er að finna í bæklingnum. Upplýsingar um dagvist, þjónustuíbúðir og dvalar- og hjúkrunarheimili Dagvist getur hentað mörgum eldri borgurum. Í Reykjavík er hægt að fá dagvist á Vitatorgi á Lindargötu og í Þorraseli við Þorragötu. Aðrir valkostir í borginni eru: í Múlabæ, Fríðuhúsi, Eir og Hlíðarbæ. Dagvist er hugsuð sem stuðningsúrræði fyrir aldraða sem búa í heimahúsum en þurfa á meiri þjónustu að halda en boðið er upp á í félagsmiðstöðvum s.s. hreyfiþjálfun, hvíldaraðstöðu eða aðstoð við böðun. Gestir eru sóttir heim að morgni, þeir fá mat og kaffi yfir daginn og þeim er ekið heim síð- degis. Allar nánari upplýsingar um dagvist er að finna í bæklingnum. Þjónustuíbúðir eru ætlaðar þeim sem þurfa á meiri þjónustu að halda en hægt er að veita í heimahúsum en heilsufar er ekki orðið það slæmt að þörf sé fyrir hjúkrunarheimili. Í þjónustuíbúðum er m.a. félagsstarf, fæði, heimaþjónusta, þrif á sameign, og sólarhrings öryggis- og þjón- ustuvakt. Dvalar- og hjúkrunarheimili eru fyrir þá sem ekki geta búið sjálf- stætt. Þar er sólarhringsþjónusta ásamt öldrunarlæknisþjónustu. Þeg- ar sótt er um dvalar- og hjúkr- unarheimili þarf vistunarmat að liggja fyrir en það er hægt að sækja um á nærliggjandi þjónustumiðstöð. Í bæklingnum er einnig að finna upplýsingar um akstursþjónustu, bókasöfn, sundlaugar, heilsugæslu og kirkjur ásamt gagnlegum upplýs- ingum og símanúmerum hjá ýmsum samtökum og félögum. Það er von okkar að eldri borgarar geti nýtt sér þá þjónustu sem í boði er og að þessi bæklingur geti auðveldað leit og val eldri borgara og aðstandenda þeirra varðandi þjónustu fyrir eldri borg- ara. Þjónusta fyrir eldri borgara Sif Sigfúsdóttir fjallar um kynningarbækling varðandi þjónustu við aldraða » Það er von okkar að eldri borgarar geti nýtt sér þá þjón- ustu sem í boði er og að þessi bæklingur geti auðveldað leit og val eldri borgara og aðstandenda þeirra varðandi þjónustu fyrir eldri borgara. Sif Sigfúsdóttir Höfundur situr í velferðarráði Reykjavíkurborgar fyrir Sjálfstæðisflokk. VEGNA greinar sem birtist í Morgunblaðinu 10. janúar um óvið- unandi meðferð lækna og rangt nefndra meinatækna á beiðnum og svörum í tilfelli stúlku sem nýlega greindist með sykursýki óskar und- irrituð, formaður Félags lífeindafræð- inga, eftir því að skýrt komi fram að lífeindafræðingar fengu fullan rétt til þess að stunda sín heilbrigðisvísindi eins og aðrir vísindamenn með breytingu á lögum frá Alþingi í apríl 2005. Fram að þeim tíma voru lífeindafræðingar í rauninni hluti af rannsóknabúnaði á öll- um helstu rannsókna- stofum sem stunda lækningarannsóknir. Það á víst svo að heita að hér séu sam- keppnislög. Það á svo að heita að aðili, til dæmis ríkisstofnun, eigi ekki að geta hindrað aðra aðila í að veita þá þjónustu sem óskað er eftir og óskað er eftir að veita. Þrátt fyrir lagabreyt- inguna 2005 hafa lífeindafræðingar ekki fengið tilskilin leyfi til að reka rannsóknastofur sem einstaklingar geta leitað til og fengið þær rannsókn- ir sem þeir óska eftir á heilsufari sínu, eins og gert er víða í heiminum, né heldur geta fyrirtæki sem óska eftir því að fylgjast með heilsufari starfs- manna sinna keypt slíka þjónustu beint af þeim sem geta best gert slíkar mælingar. Lífeindafræðingar hafa ítrekað sótt um rekstrarleyfi fyrir rannsóknastofum til heilbrigðisráðu- neytisins, sem sendir umsóknirnar til landlæknis, sem svarar ætíð á sama veg: Það sé ekki rekstrargrundvöllur fyrir fleiri rannsóknastofum en eru nú þegar reknar! Og þar með hafa líf- eindafræðingar ekki fengið tilskilin leyfi til að stunda rannsóknir sem stundum má þó sjá gerð- ar af hinum og þessum aðilum, til dæmis á stórum sýningum, í lyfjaverslunum og í verslunarmiðstöðvum. Slíkar rannsóknir hafa aldrei verið í boði hjá þeim sem best kunna að framkvæma þær, þ.e. líf- eindafræðingum, heldur alls konar nemum (ekki í lífeindafræði) og sölu- mönnum og hafa þær oft valdið óþarfa áföllum þegar „niðurstöður“ hafa verið óvenjulegar og þá oftast rangar. Það er einlæg ósk lífeindafræðinga að fá að veita fullkomna þjónustu öll- um þeim fyrirtækjum og einstakling- um sem óska eftir eftirliti og rann- sóknum á heilsufari án þess að sækja þjónustu til Bráðamóttöku eða heilsu- gæslu sem setur fólk á biðlista. Víða erlendis fær fólk þær mælingar sem það óskar eftir og finnist eitthvað at- hugavert snýr það sér þá til þeirra lækna sem það telur sig hafa þörf fyr- ir. Það er óneitanlega þungbært að á meðan lög landsins kveða skýrt á um rétt sjúklinga til bestu þjónustu sem hægt er að veita þeim og á meðan til er mjög hæft fólk sem vill svo gjarnan veita slíka þjónustu skuli það vera „markaðskönnun“ landlæknis sem ræður því að fólki er neitað um bestu þjónustu sem það ætti að hafa völ á. Það er ámælisvert að í velferðarþjóð- félagi eins og okkar er bannað að sinna eftirliti og rannsóknamæling- um að ósk annarra en lækna. Lands- menn sitja óþarflega löngum stund- um á biðstofum á sjúkrahúsum og heilsugæslum vegna þess að þeir fá ekki þá þjónustu sem hægt væri að veita þeim, heldur eru þeir í viðjum heilsumarkaðar sem rekinn er af út- völdum heilbrigðisstarfsmönnum, þeirra sem einir hafa rekstrarleyfi eða leyfi til skrifa beiðnir þær sem heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið samþykkir á meðan aðrir heilbrigðis- starfsmenn verða að þjóna leyfis- höfum og óskum þeirra, en ekki sjúk- lingunum. Heilsumarkaðurinn Kristín Hafsteinsdóttir skrifar um starfsréttindi lífeindafræðinga » Þrátt fyrir laga-breytinguna 2005 hafa lífeindafræðingar ekki fengið tilskilin leyfi til að reka rannsókna- stofur sem einstaklingar geta leitað til … Kristín Hafsteinsdóttir Höfundur er formaður Félags lífeindafræðinga. SLYSIN í umferðinni á síðasta ári eru okkur öllum sorgarefni. Þrjátíu manns dóu í umferðarslysum og yfir 140 eru alvarlega slasaðir. Við hljót- um að spyrja: Hvað fór úrskeiðis? Er hægt að koma í veg fyrir slíkar hörm- ungar? Slysaalda sem þessi snertir okkur öll. Í litlu samfélagi þekkjum við áreið- anlega til einhverra sem syrgja látinn ást- vin eða þurfa að end- urskipuleggja líf sitt vegna meiðsla og ör- kumla. Við getum kannski huggað okkur við að árið 2005 létust mun færri í umferð- arslysum eða 19. En skiptir sá samanburður einhverju máli? Töl- fræðin færir okkur enga huggun. Skiptir máli af hvaða orsökum slysin verða? Við vitum að þær eru margar og getum kennt um vegum, veðri, aðstæðum, hraða, ölvun, ónóg- um öryggisráðstöfunum af okkar hálfu sem ökumanna. Slíkar vanga- veltur skipta engu máli fyrir þann sem syrgir. Hann fær enga huggun með því. Skipta endurbætur máli? Við vilj- um betri vegi, færri einbreiðar brýr, meiri löggæslu, meiri áróður, meiri fjármuni í vegagerð, heildarstefnu og forgangsröðun. En þetta skiptir heldur engu máli þegar slys hefur orðið. Mannslífin verða ekki bætt. Allt eru þetta þó þættir sem geta dregið úr hættu á slysum og þess vegna berjumst við fyrir slíkum framförum og forvörnum sem felast í bættri umferðarmenningu. Siðferðisvandi Biskup Íslands, Karl Sigurbjörns- son, gerði slysaölduna á vegunum að umræðuefni í nýársprédikun sinni. Hann sagði ekki aðeins samgöngu- vanda á ferð þegar slys væru annars vegar heldur siðferðismein, vaxandi yfirgangur og æsingur í þjóðfélaginu. „Fregnir af háttsemi vegfarenda sem komu þar að sem stór- slys urðu á þjóðvegum, og með frekju og óþol- inmæði trufluðu störf lögreglunnar og þeirra sem hlynntu að slös- uðum, eru ótrúlegar og skelfilegar,“ sagði bisk- up og síðar sagði hann: „Spennufíkn er ein birt- ingarmynd hraðablind- unnar og er vaxandi vandamál og ástæða til að hafa áhyggjur af því hvernig hún grípur um sig meðal ungs fólks, umfram allt ungra karla.“ Endurskoðum hegðunina Það sem skiptir máli í þessum efn- um er að líta í eigin barm. Unglingar með bílpróf, ungt fólk í blóma lífsins, miðaldra fólk og roskið; við þurfum öll að líta í eigin barm. Við þurfum að endurskoða hegðun okkar í umferð- inni. Siðferðið í okkar eigin huga skiptir máli. Hvernig vil ég að sé komið fram við mig í umferðinni? Vil ég óvænt mæta bíl á 140 km hraða á rangri ákrein á móti umferðinni? Vil ég sjá bílstjóra setjast undir stýri og aka af stað eftir að hafa setið að drykkju? Vil ég sjá farþega mína koma sér hjá því að nota bílbelti? Við getum öll svarað þessum spurningum neitandi. Við viljum ekki svona hegðan. Þess vegna hljótum við að vilja gera betur sem ökumenn. Það er eina lausnin sem gagnast okk- ur á stundinni. Við getum hrint henni í framkvæmd. Umferðin, ökumað- urinn og vegirnir Sturla Böðvarsson skrifar um agann og agaleysið í umferðinni » Við þurfum að endurskoða hegðun okkar í umferðinni. Siðferðið í okkar eigin huga skiptir máli. Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. NÚ STENDUR til að taka frá Krabbameinsfélagi Íslands eitt aðal- verkefni þess, sem er skimun eftir sjúkdómum krabbameina á meðan þeir eru á byrjunarstigi. Líkur á ár- angursríkri lækningu – oftast með skurðaðgerðum, geislum og lyfjameðferð – eru að sjálfsögðu meiri því fyrr sem sjúkdómurinn greinist. Því er afar mik- ilvægt að slíkar aðgerðir fari fram áður en sjúk- dómurinn hefur dreifst um líkamann. Það eru 40 ár frá því að Leitarstöð Krabba- meinsfélags Íslands tók til starfa. Fyrst var at- hyglinni beint að krabbameini í leghálsi kvenna. Það starf hefur dregið verulega úr dánartíðni kvenna vegna leghálskrabbameins, en hún er ein hin lægsta sem þekkist. Fyrir um 20 árum var svo farið að beina athygl- inni að krabbameini í brjóstum kvenna, sem er orðin tíðasta dán- arorsök kvenna. Nú greinast 180 kon- ur árlega með slík mein. Samt hefur dánartíðni lækkað síðustu árin. Vissu- lega hefur meðferð til lækninga batn- að en undirritaður, sem gamall lækn- ir, er sannfærður um að greining sjúkdóms á frumstigi er lykillinn að árangursríkri meðferð. Þrátt fyrir þessa staðreynd eru eldri konur ekki boðaðar í krabbameinsskoðun, en vonandi verður bætt úr því. Í sumar kom hingað til lands læknir frá Eng- landi og hélt fyrirlestur um starfsemi sérstakrar þjónustumiðstöðvar fyr- ir konur. Þjónustu- miðstöðin hefur það hlutverk að finna og lækna krabbameins- sjúklinga vegna meins í brjósti. Ekki kom fram í fyrirlestr- inum hvort þetta fyrirkomulag hafi skilað góðum árangri. Slík sérhæfing á vafalítið vel við í stórum sam- félögum. Við vitum að leitarstarf Krabbameinsfélagsins hefur skilað góðum árangri og brýnt er að halda því góða starfi áfram. Ekki er skyn- samlegt að dreifa kröftunum í fá- mennu samfélagi með því að starf- rækja margar leitarstöðvar, jafnvel fyrir hvert líffæri líkamans. Aðför að Krabba- meinsfélaginu Páll Gíslason skrifar um starfsemi Leitarstöðvarinnar Páll Gíslason » Við vitum að leit-arstarf Krabba- meinsfélagsins hefur skilað góðum árangri og brýnt er að halda því góða starfi áfram. Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.