Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
THE PRESTIGE kl. 6 - 9 - 10:20 B.i. 12 ára
KÖLD SLÓÐ kl. 5:50 - 8 B.i. 12 ára
CHILDREN OF MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára
FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:30 - 8 B.i. 16 ára
THE DEPARTED kl. 10:30 B.i. 16 ára
THE HOLIDAY kl. 5:30 - 8 B.i. 7 ára
DÉJÁ VU kl. 10:30 B.i. 12 ára
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
EKKI MIS
SA
AF ÞESSA
RI!
HUGHJACKMAN CHRISTIANBALE
SCARLETTJOHANSSON MICHAELCAINE
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA
FRÁ LEIKSTJÓRA BATMAN BEGINS OG MEMENTO
MÖGNUÐ OG TÖFRANDI SPENNA SEM HELDUR ÞÉR Í HELJARGREIPUM
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓIeeeeeBAGGALÚTUR.IS SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
/ KEFLAVÍK
THE PRESTIGE kl. 8 - 10:30 B.I. 16
EMPLOYEE OF THE MONTH kl. 8 LEYFÐ
STRANGER THAN FICTION kl. 10:10 B.i. 7
/ AKUREYRI
THE PRESTIGE kl. 8 - 10:20 B.i. 12
THE CHILDREN OF MEN kl. 8 - 10:20 B.i. 16
FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:40 B.i. 16
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is
Góða skemmtun!
Þeir sem greiða
með VISA
kreditkorti fá
tvo miða á verði
eins í SAMbíóin og
Háskólabíó á
miðvikudögum
í janúar
Munið
VISA tilboðið
á miðvikudögum í janúar
Kynnið
ykkur myndir, sýningar-
tíma og fleira á
*
GILDIR EKKI MEÐ ÖÐRU
TILBOÐUM, EKKI Á
ÍSLENSKAR MYNDIR
OG EKKI Í VIP
*
SAMbio.is
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
MARTIN SCORSESE
BESTI LEIKSTJÓRINN
Missið ekki af KK og
Einari Kárasyni
UM þessar mundir flytja Einar
Kárason og KK myndir úr við-
burðaríkri ævi þess síðarnefnda í tali
og tónum í Landnámssetrinu í Borg-
arnesi. Þar er brugðið ljósi á æv-
intýranlegt líf fjölskyldu KK í Kali-
forníu og á feril hans sjálfs á einkar
skemmtilegan hátt. Einar hefur sér-
stakt lag á að fá sýningargesti til að
lifa sig inn í frásögnina og Kristján
bætir sínum gípandi ballöðum inn í
þar sem við á.
Loft Landnámssetursins er eins
og skapað fyrir þessa sýningu, og
reyndar kemur öll aðstaða og þjón-
usta þægilega á óvart. Miðað við að
allur þorri landsmanna hafi gaman
af frásagnalist og tónlist þeirra fé-
laganna hvet ég fólk til að grípa
gæsina meðan hún gefst. Eftir því
sem næst verður komist verður hún
flogin í febrúar.
Jón Baldur Þorbjörnsson.
Hverja eigum við að kjósa?
ÉG er orðin öldruð og mér er spurn:
hverja við eigum að kjósa. Ég hef
orðið vör við það að síðustu 4 mánuði
fyrir kosningar erum við til. Þá vilja
allir koma sér vel við okkur. Mér
dettur til hugar grein eftir Ólaf
fyrrv. landlækni „Ráð skal fá hjá
reyndum vin“ en sú grein birtist í
Morgunblaðinu 13. jan sl. á bls. 28.
Þar segir hann: „Fyrir jól greiddu
29 af 61 viðstöddum þingmönnum já-
yrði við verulegum úrbótum á hag
aldraðra“. En þetta voru aðeins 29 af
61. Þess vegna spyr ég: Hverja eig-
um við aldraðir að kjósa?
Eldri borgari.
Góðverk gerast enn
ÉG var að keyra Brúnaveg sem ligg-
ur upp hjá DAS og þar er gangbraut
yfir á móts við Austurbrún og DAS.
Þar var frakkaklæddur maður að
moka snjóruðningana í burtu til þess
að gamla fólkið kæmist þarna yfir.
Þetta var ekki borgarstarfsmaður
heldur einhver sem var að greiða
götu aldraðra.
Jón.
Tökum upp dollar
Ég vil hvetja Íslendinga til að taka
upp dollar eins og Kanadamenn og
Panamamenn og fleiri munu hafa
gert í staðinn fyrir að fórna sjálf-
stæðinu fyrir evruna.
Svo finnst mér ferlegt að sjá hvað
hestamenn hirða hrossin sín illa, því
þau sjá ekki út úr augunum fyrir
faxi.
Gömul sveitakona.
Gleraugu í óskilum
GLERAUGU fundust á Hagamel sl.
sunnudag. Upplýsingar í síma
561 2942.
iPod í óskilum
iPod fannst í hverfi 104 fimmtudags-
kvöldið 11. janúar sl. Uppl. í síma
868 9495
Lopapeysa
GARÐAPRJÓNUÐ lopapeysa
fannst nálægt Aflagranda 20. des-
ember sl. Uppl. í síma 552 5041.
Kettlingur óskast
Óska eftir litlum sætum högna, ca. 8
vikna á gott heimili. Upplýsingar hjá
Betu í síma 551 0785 eftir kl. 18.
Púnsi er týndur
PÚNSI á heima á Mánabraut 19 í
Kópavogi. Hann hefur ekki komið
heim síðan laugard. 13. janúar sl.
Púnsi er hvítur með svört eyru og
svarta rófu og nokkra svarta bletti.
Hann er að verða 2ja ára, er langur,
og grannur og háfættur. Hann er
með svarta hálsól með tveimur bjöll-
um, lítilli gylltri og stærri blá-
grænni, en ekki merkispjald. Hann
er eyrnamerktur 05-F-46. Púnsi er
nokkuð hræddur við ókunnuga. Þeir
sem hafa orðið hans varir og geta
gefið upplýsingar eru vinsamlega
beðnir að hafa samband við Guðrúnu
eða Dagvin í síma 554 2431 eða
846 4242.
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Þegar snjóar breyt-ist umferðin á
götunum og eðlilega
hægir á henni. Einu
gleyma bílstjórar hins
vegar iðulega og það er
að gæta þess að hæfi-
lega langt sé í næsta
bíl. Hvað eftir annað
aka bílstjórar nánast
upp við stuðarann á
næsta bíl og láta einu
gilda þótt útilokað sé
að þeir geti brugðist
við þurfi bíllinn á und-
an að snögghemla. Auk
þess er fátt óþægilegra
en að sjá í baksýnis-
speglinum bíl, sem er
kominn upp að afturstuðaranum.
Þegar Víkverji tók bílpróf átti að
læra lítið kver sem var uppfullt af
upplýsingum, sem þóttu blasa við.
Sat eftir orðalagið að ökumanni bæri
að gæta þess að hann gæti numið
staðar „á þriðjungi þeirrar vega-
lengdar, sem auð er og hindr-
unarlaus framundan“.
x x x
Lítil áhersla er lögð á að fara eftirþessu í umferðinni á Íslandi og
sennilega myndi sá sem það gerði
uppskera reiðileg tillit, háðsglósur
og flaut. Víða annars staðar þykir
þetta hins vegar alvörumál og lögð
er áhersla á að minna
ökumenn á að aka ekki
of nálægt næstu bif-
reið. Á hraðbrautum í
Frakklandi eru til
dæmis reglulega merk-
ingar á veginum, sem
sýna hvað langt eigi að
vera í næsta ökutæki.
Ástæðan er augljós.
Eftir því sem lengra er
í næsta bíl er auðveld-
ara að bregðast við ef
bílstjóra hans hlekkist
á.
x x x
Það sama á við ísnjónum á Íslandi.
Vilji ökumenn hafa svigrúm til að
bregðast við þurfa þeir að gæta þess
að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá
næsta bíl. Ef það er ekki gert er
hætt við aftanákeyrslu, ekki síst
þegar hálka er á vegum.
x x x
Sömu sögu má reyndar segja umframúrakstur. Margir kannast
við það að bíl, sem ekið er fram úr,
sé svínað inn á akreinina beint fyrir
framan þá þótt nóg pláss sé á veg-
inum. Einföld regla er að beygja
ekki fyrir þann, sem ekið er fram úr,
fyrr en hann sést í baksýnisspegl-
inum.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
dagbók
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF:
ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Í dag er miðvikudagur
17. janúar, 17. dagur
ársins 2007
Orð dagsins: Sækist eins og nýfædd börn eftir
hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af
henni getið dafnað til hjálpræðis. (1Pt. 2, 2.)
Samkvæmt ítalska tískukónginumGiorgio Armani var það glæsi-
líferni Hollywood en ekki fótbolti
sem varð til þess að Beckhamhjónin
ákváðu að flytja til Los Angeles.
„Ég held hann vilji verða leikari,
ekki fótboltaleikmaður,“ sagði Arm-
ani við blaðamenn á tískusýningunni
í Mílanó sem stendur yfir þessa dag-
ana. „Hann er mjög myndarlegur
maður og það styttist í að fótbolta-
ferli hans ljúki,“ hélt Armani áfram.
„Lítið líka á eiginkonu hans. Ég sá
hana í brúðkaupi Toms Cruise. Hún
er mjög hugguleg kona.“
Þess má geta að Armani hefur
hannað klæðnað enska knattspyrnu-
landsliðsins undanfarin ár.
Og meira um Beckhamhjónin þvíútgefandi Playboy, Hugh
Hefner, er ákaflega ánægður með að
þau hjónakornin
skuli vera að
flytja til Holly-
wood og ætlar að
bjóða Viktoríu að
sitja fyrir á
myndum í tíma-
ritið - hvort held-
ur er nakinni eða
í fötum. Hefner,
sem kominn er á níræðisaldur, hefur
þegar gert ráðstafanir til að bjóða
David í veislu í Playboy-setrinu.
„Stelpurnar á setrinu hafa verið
að tala um að hann væri að flytja og
vilja vera vissar um að hann verði
settur á gestalistann,“ sagði Hefner.
Honum er þó ekki síður umhugað
um Viktoríu. „Hún ætti að sitja fyrir
á myndum hjá okkur. Við ætlum
henni stórt hlutverk. Ég held að hún
muni falla vel í kramið – þau eru
bæði stórglæsileg.“
Veislur Hefners á Playboy-
setrinu eru alræmdar. Meðal þeirra
sem hefur verið boðið þangað má
nefna Justin Timberlake, Leonardo
DiCaprio, Pamelu Anderson og Ja-
mie Foxx.
Leikarinn og kvikmyndagerð-armaðurinn Mel Gibson var
viðstaddur forsýningu myndar sinn-
ar Apocalypto í Mexíkó á mánudag-
inn. Leikarinn notaði tækifærið til
að svara þeim sem hafa sakað hann
um að falla í gryfju fordóma í mynd-
inni.
„Þeir sem gagnrýna myndina
ættu að vinna heimavinnuna sína.
Það gerði ég,“ sagði Gibson en að-
gerðarsinnar í Gvatemala hafa sagt
að Apocalypto byggist á skaðlegum
staðalmyndum af menningu þeirra.
Enn á eftir að frumsýna myndina í
Mexíkó og Gvatemala en sjóræn-
ingjaútgáfur eru í umferð auk þess
Fólk folk@mbl.is