Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÞAÐ er hversdagslegur atburður að lágvax- inn, alskeggjaður maður gangi út úr banka- stofnun, en varla daglegt brauð að einhver segi upp tryggu starfi í banka og snúi sér að list- sköpun upp á fjárhagslega von og óvon. Fyrir nákvæmlega þrjátíu árum – 17. janúar árið 1977 – gerðist þó hvort tveggja; Örn Ingi Gíslason, lágvaxinn og alskeggjaður, hætti eft- ir ellefu ára starf í Landsbankanum á Ak- ureyri og ákvað að hafa listina að lifibrauði upp frá því. Hann hefur oft verið auralítill síðan; stundum verið tómarúm í veskinu, eins og hann tekur til orða, en Erni Inga hefur tekist ætlunarverkið, stundum að því er virðist með yfirnáttúrulegum hætti. Í tilefni tímamótanna verður Örn Ingi með opna uppákomu í dag kl. 11.50 til 13.10 á Amts- bókasafninu; um menningu, mannlíf og listir á Akureyri í fortíð, nútíð og framtíð og eru allir velkomnir. Hann hyggst varpa fram ýmsum spurningum og svara þeim og boðið verður upp á listrænu súpu og stolin vínber! Var ekki á réttri hillu „Það var komið nóg fyrir lifandis löngu. Ég vissi reyndar á fyrsta degi í bankanum að ég var ekki á réttri hillu,“ segir Örn Ingi þegar hann rifjar upp útgöngudaginn. Hann fékk tilboð um stöðuhækkun en í stað þess að þiggja hana ákvað hann að söðla um. „Mér fannst það reyndar stórkostlegur sigur að vera boðin stöðuhækkun, hafandi verið frekar áhugalaus bankamaður í ellefu ár. Mér fannst boðið staðfesta að ég væri ekki álitinn vitlaus og gæti ráðið við starfið ef ég hefði áhuga á því. Það var góð tilfinning og ég fór því sterkur út úr bankanum.“ Eitt af því sem hélt Erni Inga í Landsbank- anum í rúman áratug var áhugi á borðtennis. „Þarna var fullt af ungum mönnum, það var íþróttaandi á staðnum og við spiluðum oft borðtennis fyrir utan fjárgeymsluna í kjall- aranum. Við urðum feikilega góðir, að okkur fannst; kepptum á Íslandsmótum og héldum Akureyrarmót. Ég varð Akureyrarmeistari eitt árið og þóttist góður með það.“ Þeir Örn flýttu sér flesta daga að gera upp eftir daginn um leið og bankanum var lokað, til þess að geta drifið sig að borðinu í kjall- aranum. Á þessum tíma gengu bankamenn í nælonskyrtum og þá kom listamaðurinn oft heim klístraður af svita! Örn Ingi leigði sér vinnustofu úti í bæ eftir að hann yfirgaf bankann, málaði þar og fékkst líka við innrömmun sem hann hafði stundað áður og af þeirri vinnu hafði hann einhverja peninga. Níu mánuðum eftir „útgönguna“ hélt hann málverkasýningu í Iðnskólanum. „Þar sýndi ég 55 myndir og Akureyringar keyptu 54. Ég er alveg klár á því að það var meðvitað; þeir vildu ekki láta saka sig um að bregðast ekki við þessu brjálæði að maður gengi út úr banka.“ Ein af stóru spurningunum í þrjátíu ára frelsissögu Arnar Inga hlýtur að vera hvernig hann hefur lifað af. Hvernig fer hann að þessu? „Mig hefur yfirleitt alltaf skort peninga. Ég er ekki bara að tala um að lifa af listrænt, held- ur það að eiga peninga, jafnvel smápeninga. Ég fór stundum í öll fötin mín til þess að at- huga hvort ég fyndi hundrað krónur. En þegar neyðin var stærst gerðist alltaf eitthvað; ein- hver hringdi og spurði hvort ég ætti mynd til að selja.“ Stundum rétt fyrir lögtak. Örn Ingi og Dýrleif kona hans fluttu inn í stórt hús 2. júní 1976 og sú framkvæmd gerði þeim erfitt fyrir. „Þetta er enn í dag stærsta einbýlishús í bænum; svo mögnuð bygging að veggirnir eru tommu þykkari en í öðrum hús- um og í það fóru tíu tonn af járni á meðan í önnur fóru eitt og hálft. Enda kjallarinn not- hæfur sem kjarnorkubyrgi ef járnplötur yrðu settar fyrir glugga,“ segir hann. Til þess að réttlæta þann gjörning að hætta í bankanum og lifa af listinni vildi Örn Ingi „komast inn í listamannahringinn og hætti ekki fyrr en það tókst, á Kjarvalsstöðum 1985“. Í upphafi níunda áratugarins sýndi hann fjögur ár í röð fyrir sunnan og seldi jafn- an mynd til þess að hafa efni á því að fara. „Annars átti ég ekki fyrir bensíni suður eða nokkrum sköpuðum hlut.“ Nóttina áður en hann fór í síðustu ferðina dreymdi Örn Inga að hann þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur; ferðin yrði fjármögnuð með sama hætti og áður. „En þegar klukkan var orðin fjögur hafði ekkert gerst. Ég stjáklaði um húsið og var viss um þetta yrði eitthvert klúður. Hugsaði með mér að ég yrði bara að redda þessu einhvern veginn.“ Hugsanaflutningur? Örfáum augnablikum síðar hringdi síminn og maðurinn á línunni spurði hvort listamað- urinn ætti hugsanlega mynd sem hann gæti keypt. „Ég sagðist vera á leið suður með myndir, en þær væru reyndar ekki eins og hann héldi, því á þessum tíma var ég að gera alls konar tilraunir. En hann kom og sá þrjár pastelmyndir sem enginn hafði séð áður og vildi kaupa eina. Þegar hann var að skrifa ávís- unina skellti ég upp úr og sagði honum söguna. Þá stirðnaði hann upp, hætti að skrifa og þurfti að styðja sig upp við vegg. Sagði mér svo hvers vegna hann hringdi í mig. Hann hafði komið heim úr vinnunni, lagt sig upp í sófa og dottað í smá stund en hrokkið upp með andfælum og fundist hann verða að eignast mynd eftir Örn Inga! Hringdi þegar í stað í listamanninn til þess að bera upp erindið; konan hans var ekki einu sinni komin heim og vissi ekkert um þetta. Hann varð bara að eignast mynd eftir Örn Inga! Mér varð öllum lokið og fannst ekki rétt að þessi aðferð yrði notuð meira í bili.“ En Örn segist hafa velt því fyrir sér hvort hann vélaði manninn með hugsanaflutningi. „Það er miklu meira í loftinu heldur en út- varpsbylgjur; það er til yfirskilvitlegt afl sem við getum nýtt okkur. Í bankanum sat ég stundum og skrifaði, horfði niður og fór að hugsa um einhvern mann og þegar ég leit upp gekk hann inn í bankann. Þetta gerðist ekki einu sinni eða tvisvar heldur mörg þúsund sinnum. Sumir hafa einhvers konar skynjara, eða gervihnattaloftnet á bak við eyrað!“ Gervihnattaloftnet á bak við eyrað? Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Í HNOTSKURN »Í dag eru 30 ár síðan Örn Ingi tók þáfjárhagslegu áhættu að hætta sem bankamaður og helga sig listinni. »Vegna „afmælisins“ verður Örn Ingimeð uppákomu á Amtsbókasafninu í hádeginu. Allir eru velkomnir. Þrjátíu ára „útgönguaf- mæli“ Arnar Inga í dag AKUREYRI ÁFORM eru um að þróa íbúabyggð í Örfirisey en einnig stendur vilji til að viðhalda hefðbundinni hafnarstarf- semi á ákveðnu svæði í Vesturhöfn- inni, að sögn Björns Inga Hrafnsson- ar, formanns starfshóps um framtíð Örfiriseyjar. Í hópnum sitja fulltrúar borgarráðs, Faxaflóahafna og olíufé- laga á svæðinu. Borgarráð samþykkti stofnun hópsins 17. ágúst sl. til að fjalla um framtíðarnotkun og skipu- lag byggðar á Örfirisey og tengdum landfyllingum. Hópnum er m.a. ætlað „að kanna möguleika á flutningi olíu- birgðastöðva úr Örfirisey, skipulag nýrra landfyllinga út í nálægar eyjar og samþættingu íbúðabyggðar við at- vinnusvæði“. Starfshópurinn á að skila áliti í síðasta lagi 1. maí næst- komandi. „Það er eina sem hefur verið ákveð- ið er í málefnaáherslum meirihlutans þar sem sagt er að þróuð verði íbúða- byggð í Vatnsmýri, Örfirisey, Geld- inganesi og Úlfarsárdal,“ sagði Björn Ingi. Aðspurður um tímasetningar áforma um byggð í Örfirisey sagðist hann gera ráð fyrir að þau yrði að vinna hratt. „Vonandi vitum við meira um málið í vor eða sumar. Uppkaup í eyjunni sýna að það er mikill áhugi á þessu svæði. Sömuleiðis er ljóst að ef fara á í frekari landfyllingar og breyt- ingar hvað varðar olíubirgðastöðv- arnar þá þarf aðdraganda að því. Það er ástæða til að vanda þetta verk vel og viða að sér öllum upplýsingum sem hægt er.“ Að sögn Björns Inga er einnig ver- ið að skoða framtíðarstaðsetningu ol- íutankanna í Örfirisey og hvort hægt er að færa þá. Um það fjallar nefnd undir forystu Jóns Viðars Matthías- sonar slökkviliðsstjóra. Hún kannar m.a. öryggi í nágrenni tankanna, mögulega staðsetningu þeirra annars staðar og hvort hægt sé að byggja eitthvað í kringum tankana. Þá eru ol- íuflutningar frá tönkunum og örygg- ismál einnig til skoðunar. Fallið frá forkaupsrétti Miklar landfyllingar eru í Örfirisey og sagði Björn Ingi að þeim yrði hald- ið áfram. Einnig væri búið að ákveða nýjar landfyllingar í Sundahöfn vegna stækkunar þar. Lindberg ehf. hefur fest kaup á fjölda húseigna í Örfirisey, aðallega við Fiskislóð, Hólmaslóð og Eyjar- slóð. Nýlega kom fram í Morgun- blaðinu að fyrirtækið hafi fjárfest þar fyrir 2,5–3 milljarða. Faxaflóahafnir eiga forkaupsrétt á eignum á þessu svæði og þurfa því að falla frá for- kaupsrétti áður en eigendaskipti geta orðið. Samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum hefur hafnarstjórn samþykkt að falla frá forkaupsrétti að eignum sem Lindberg ehf. hefur keypt við Fiskislóð og öðrum með ákveðnum skilyrðum. Fulltrúar Lind- bergs ehf. mættu á fund hafnarstjórn- ar 11. janúar sl. og gerðu þar grein fyrir hugmyndum sínum í tengslum við kaup eigna í Örfirisey. Samkvæmt fundargerð lögðu þeir fram yfirlýs- ingu varðandi möguleg endurkaup Faxaflóahafna sf. á eignum sem höfn- in kynni að vilja eignast. Lindberg ehf. er reiðubúið að selja höfninni ein- stakar eignir verði eftir því leitað og skapist fyrir það þörf á sama verði og þær voru keyptar nú að teknu tilliti til breytinga á byggingavísitölu. Hafnar- stjórn undirstrikaði að engar breyt- ingar yrðu gerðar á skipulags- og lóð- arleiguskilmálum m.a. að því er varðar starfsemi og landnotkun. Starfshópur Faxaflóahafna, borgarinnar og olíufélaga fjallar um Örfirisey Áform um íbúabyggð Í HNOTSKURN »Samkvæmt málefnaáherslummeirihluta borgarstjórnar er ætlunin að þróa íbúðabyggð í Vatnsmýri, Örfirisey, Geld- inganesi og Úlfarsárdal. »Lindberg ehf. hefur festkaup á fjölda húseigna í Ör- firisey, aðallega við Fiskislóð, Hólmaslóð og Eyjarslóð. Fyr- irtækið hefur fjárfest þar fyrir 2,5–3 milljarða. »Faxaflóahafnir eiga for-kaupsrétt á eignum á þessu svæði og þurfa því að falla frá forkaupsrétti áður en eig- endaskipti geta orðið. »Lindberg ehf. er reiðubúiðað selja höfninni einstakar eignir verði eftir því leitað.                                    ÓLAFUR Garð- arsson, for- svarsmaður og einn eigenda Lindbergs ehf., sagði að fyr- irtækið hefði keypt fasteignir í Örfirisey og fylgdu lóðir sumum þeirra. Hann var spurð- ur hvort til stæði að rífa þessar eignir? „Við erum háðir því hvað kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar vilja gera á þessu svæði,“ sagði Ólafur. Hann minnti á að í málefnaskrá meirihluta borgarstjórnar standi að stefnt sé að íbúabyggð í Örfir- isey. Ólafur sagði að allir sem kom- ið hefðu nálægt höfninni vissu að þörfin fyrir hafnsækna starfsemi hefði verið að minnka. Hann taldi að hafnsækin starfsemi hefði ekki verið í neinu þeirra húsa sem Lind- berg hefði keypt í Örfirisey. Þar hefðu t.d verið ferðaskrifstofa og gallerí svo nokkuð sé nefnt. „Þarna er svæði í 101 sem hægt er að byggja á heilmikla íbúða- byggð,“ sagði Ólafur. „En það er al- farið í höndum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar hvort það ger- ist og hvenær. Þangað til þá bara leigjum við þeim sem leigja þarna nú þegar og reynum að fylla þau hús sem eru auð.“ Ólafur sagði að með uppkaup- unum væri reynt að skapa reit sam- liggjandi húsa. Hann vildi ekki fara nánar út í hvaða eignir hefðu verið keyptar á þessu stigi. Reyna að skapa reit samliggj- andi eigna Ólafur Garðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.