Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
TVO
MIÐA,
TAKK
HVAÐ FANNST
GRETTI UM AÐ ÞURFA AÐ
VERA EINN HEIMA MEÐ
ODDA Í KVÖLD?
HANN TÓK ÞAÐ MJÖG
NÆRRI SÉR, EN HANN VERÐUR
BARA AÐ LÆRA AÐ ÉG
OG ÞÚ ÞURFUM TÍMA ÚT
AF FYRIR OKKUR
EF ÞÚ VILT
PEPPERÓNÍ,
VELDU EINN
ERTU MEÐ
BLÓM HANDA
FRÚ RÓSU?
ÞÉR VERÐUR EKKERT
ÁGENGT MEÐ FRÚ
RÓSU EF ÞÚ REYNIR AÐ
MÚTA HENNI...
MÚTUR? ÞETTA
ERU EKKI MÚTUR...
ÉG ER BARA AÐEINS
AÐ PLÆJGA JARÐVEGINN!
SJÁÐU, VATNIÐ NÆR
NÆSTUM UPP AÐ HNJÁM
SJÁÐU MAMMA,
VATNIÐ NÆR MÉR ALLA
LEIÐ UPP AÐ HNJÁM!
SJÁÐU BARA! SÉRÐU HVAÐ
ÞAÐ NÆR LANGT?
SJÁÐU MAMMA, VATNIÐ
NÆR MÉR UPP AÐ LÆRUM!
ÞAÐ ER KOMIÐ YFIR HNÉN Á
MÉR! SJÁÐU BARA!
ÞETTA ER
FRÁBÆRT
KALVIN!
ÞÚ VARST
EKKI EINU
SINNI AÐ
HORFA!!
HVAÐ ER Í
MATINN Í
KVÖLD
ELSKAN?
ÉG VIL EKKI SEGJA ÞÉR
ÞAÐ, ÞÚ KEMST BARA AÐ ÞVÍ
AÐ EFTIR
ÆI... AFTUR
SOÐIN
LIFUR
SJÁIÐ BARA, ÉG KEMST
ENNÞÁ Í EITTHVAÐ AF
ÞEIM FÖTUM SEM ÉG VAR
Í ÞEGAR ÉG VAR Í
MENNTASKÓLA
HVAÐA
FÖT?
TÓGANN
HENNAR
MÉR ÞYKIR ÞAÐ LEITT AÐ
ÉG VAR AÐ RÍFAST VIÐ ÞIG
UM SKILNAÐINN HJÁ DODDA
OG LINDU Í GÆR
MÉR
LÍKA
VIÐ ÆTTUM EKKI AÐ
HALDA MEÐ NEINUM Í
ÞESSUM SKILNAÐI
ÞAÐ ER SATT.
MÉR LÍÐUR HÁLF
KJÁNALEGA
OG EF VIÐ ÆTLUM AÐ RÍFAST
UM EITTHVAÐ HJÓNABAND, ÞÁ
ÆTTI ÞAÐ AÐ MINNSTA KOSTI AÐ
VERA OKKAR EIGIÐ
ALVEG
SAMMÁLA
ÉG ER AÐ KOMA
Í SKOÐUN
FÁÐU ÞÉR
SÆTI,
LÆKNIRINN
NÆR Í ÞIG
RÉTT
BRÁÐUM
KLUKKUTÍMA SEINNA...
HVERSU LENGI ÞYRFTI ÉG
AÐ BÍÐA EF AÐ HANN KÆMI
EKKI „RÉTT BRÁÐUM“
TEIMUR TÍMUM SEINNA...
EF ÉG BÍÐ MIKIÐ
LENGUR ÞÁ ÞARF ÉG AÐ
FARA AÐ BORGA LEIGU
Hefð er fyrir því á Ísafirðiað fagna því þegar sólin,eftir myrkur vetrarins,nær að skína á Sólgötu, á
eyrinni sem kúrir í faðmi fjalla blárra
við Skutulsfjörð,“ segir Jakob Falur
Garðarsson veislustjóri á Sólarkaffi
Ísfirðingafélagsins í Reykjavík sem
haldið verður föstudaginn 26. janúar
á skemmtistaðnum Broadway.
„Hann ber yfirleitt upp á 25. janúar,
þennan dag þegar sólin skín á Sól-
götu, og er Sólarkaffi Ísfirðinga-
félagsins haldið árlega um það leyti,
en hér í Reykjavík hefur deginum
verið fagnað óslitið með þessum
hætti frá árinu 1945, og því óhætt að
tala um fastan lið í lífi Ísfirðinga í
Reykjavík.“
Fyrir allar kynslóðir
Skipulagning Sólarkaffisins hefur
verið í föstum skorðum undanfarin ár
undir styrkri stjórn Kolbrúnar Svein-
björnsdóttur. „Við fórum á fund
stjórnar félagsins, þrír vinir af örlítið
yngri kynslóð, til að leggja okkar lóð
á vogarskálarnar til að kynna þessa
hefð fyrir okkar kynslóð, sem mörg-
um hefur þótt að hafi ekki verið nógu
dugleg að mæta,“ segir Jakob Falur,“
en dagskráin er sérlega vegleg í ár og
ætlað að höfða til allra aldurshópa:
„Aðalhljómsveit kvöldsins eru sjálfir
Milljónamæringarnir með Páli Ósk-
ari og Ragga Bjarna. Ef þeir höfða
ekki til allra kynslóða, þá gerir það
enginn!“
Einnig fær Ísfirðingafélagið til sín
hljómsveitina Bardukha þar sem ís-
firðingurinn knái Hjörleifur Valsson
fiðluleikari fer fremstur í flokki. Þá
mun Brynhildur Guðjónsdóttir leik-
kona syngja nokkur vel valin lög úr
safni Edith Piaf. „Gestir á Sólar-
kaffinu eiga því sannarlega von á
góðu, og er þá enn ónefnd rúsínan í
pylsuendanum, Guðmundur Hall-
dórsson sem er ræðumaður kvölds-
ins,“ segir Jakob Falur. „Hann er
landsþekktur fyrir baráttu sína sem
formaður sjómannafélagsins Eld-
ingar, en ekki síður fyrir að hafa
munninn fyrir neðan nefið.“
Í góðum félagsskap
Hefðir verða einnig í heiðri hafðar
á Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins:
„Fyrri hluti kvöldsins er haldinn eftir
settlegri hefð félagsins þar sem gest-
ir gæða sér á sólarpönnukökum með
kaffinu,“ segir Jakob Falur. „Besta
skemmtunin felst í því að þarna gefst
tækifæri til að hitta bæði vini og
vandamenn, og óhætt að segja að
skemmtiatriðin séu aðeins bónus of-
an á það að hitta þennan góða hóp
sem Ísfirðingar eru.“
Forsala aðgöngumiða á Sólarkaffi
Ísfirðingafélagsins verður á laug-
ardag, 20. janúar, milli kl. 14 og 16 á
Broadway. Miðaverði er stillt mjög í
hóf, og er vakin athygli á að bæði
Flugfélag Íslands og Hótel Park Inn
eru með sérstök Sólarkaffistilboð á
flugi og gistingu. Hópar, hvort heldur
eru vinnustaðahópar, saumaklúbbar,
eða bekkjarárgangar, eru sér-
staklega hvattir til að nota tækifærið
og koma í helgarferð til Reykjavíkur
á Sólarkaffi, og er þá hægt að taka
frá sérborð fyrir allan hópinn.
Skemmtun | Forsala hefst á föstudag á 62.
Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins á Broadway
Ísfirðingar
í essinu sínu
Jakob Falur
Garðarsson
fæddist á Ísafirði
1966. Hann lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum
á Ísafirði 1986 og
B.A. gráðu í al-
þjóðasamskiptum
frá Háskólanum í
Kent 1994. Jakob Falur fékkst við
verslunarstörf og blaðamennsku.
Hann var framkvæmdastjóri Icepro
1996 til 1999, aðstoðarmaður sam-
gönguráðherra 1999 til 2003,
fulltrúi í fastanefnd Íslands í Brussel
2003 til 2006 og framkvæmdastjóri
Frumtaka, samtaka framleiðenda
frumlyfja frá 2006. Jakob Falur er
kvæntur Vigdísi Jakobsdóttur leik-
stjóra og eiga þau tvö börn.
FLUGELDA ber við himin fyrir ofan upplýstan ísskúlptúr í Heilongjiang-
héraði í Norðaustur-Kína. Skúlptúrinn er einn ótalmargra listaverka sem
prýða alþjóðlega ís- og snjóhátíð fram fer um þessar mundir í héraðinu.
Reuters
Eldur og ís