Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ● ÞINGMENN eru mishressir með löng og ströng fundahöld þessa dag- ana enda gleymist stundum í um- ræðunni að þingmenn gegna líka öðrum skyldum en á hinu háa Al- þingi. Á göngunum heyrðust m.a. áhyggjur af barnapössun enda erfitt fyrir þingmenn, ekki síst þá sem eru á mælendaskrá, að átta sig á hve- nær þeir eru lausir þegar ekkert er vitað um lengd á ræðum. Óvíst hvenær vinnudeginum lýkur ● SAMKVÆMT heimildum Morg- unblaðsins eru framsóknarmenn orðnir heldur þreyttir á málinu og vilja að það sé afgreitt sem fyrst enda önnur mál mikilvægari fyrir Framsókn sem bíða afgreiðslu. Stjórnarandstaðan hefur lagt mikla áherslu á að gildistöku laganna verði breytt þannig að þau taki gildi eftir kosningar. Með því móti gefist nýrri ríkisstjórn færi á að breyta lögunum. Ríkisstjórnin hef- ur ekki verið tilbúin til að fallast á þessa kröfu. Ekkert bendir til þess að stjórnarandstaðan láti af mál- þófi í bráð. Framsóknarmenn óþolinmóðir ● PÁLL Magnússon útvarpsstjóri sendi Ögmundi Jónassyni þing- manni tölvupóst í gær til að svara ræðu þingmannsins á fundi fyrr um morguninn. Páll sendi jafnframt afrit á alla starfsmenn RÚV enda kom fram í ræðu Ögmundar að Páll hefði sagt eitt um réttindamál starfs- manna á fundi hjá mennta- málanefnd en annað við þá persónu- lega. Kemur fram í bréfinu að Páll telji sjálfa tilvist RÚV í húfi og að hann væri að bregðast skyldum sín- um sem forsvarsmaður ef hann tæki ekki þátt í umræðum um frumvarpið. Þykir honum ómaklegt af Ögmundi að taka málið upp á vettvangi þar sem Páll getur ekki varið sig. Sendi Ögmundi bréf KOLBRÚN Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í gær að ekkert samkomulag hefði verið gert við stjórnarandstöðuflokkana um að þingfundir hefðust fyrr en ella alla vikuna, að nefnd- arstarfi yrði frestað og hefð- bundinn fyrirspurnartími jafn- vel lagður af. „Samkomulagið sem var gert við stjórnarand- stöðuflokkana fyrir áramót hljóðaði upp á það að Ríkisútvarpsfrumvarpið yrði fyrsta og eina málið á dagskrá og að við myndum búa til rými á mánudeginum sem ekki var gert ráð fyrir í starfsáætlun þingsins.“ Ekki samið um langa þingfundi Kolbrún Halldórsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir „HVER er ástæðan fyrir því að forseti hefur sett hér eins kon- ar herlög á þinginu fyrstu vik- una 2007?“ spurði Mörður Árnason, þingmaður Samfylk- ingar, á þingi í gær, og gerði athugasemd við að þingmenn hefðu fengið bréf þar sem vísað var í tilhögun þingfunda þessa viku. Sagði Mörður enga til- högun þingfunda þessa viku vera til. Í bréfinu kom fram að fundir fastanefnda yrðu ekki með hefðbundnu sniði í þessari viku vegna umræðna um RÚV- frumvarpið. Formenn gætu hins vegar boðað fundi eftir þörfum. Hvers vegna eru herlög á Alþingi? Mörður Árnason Mörður Árnason ÖLLUM sem sátu á Alþingi fyrir áramót má vera ljóst að samkomulag var gert um að klára afgreiðslu RÚV- frumvarpsins strax eftir ára- mót, sagði Arnbjörg Sveins- dóttir, þingmaður Sjálfstæð- isflokks á þingi í gær. „Síðan kæmum við saman hér 15. jan- úar til þess að ræða eitt þingmál og það yrðu ekki önnur þingmál á dagskrá fyrr en því væri lok- ið,“ sagði Arnbjörg og benti jafnframt á að fyr- irspurnir teldust líka þingmál en stjórnarand- stöðuþingmenn hafa látið í ljósi óánægju með að brugðið sé út af hefðbundnum fyrirspurnartíma. Samkomulagið var að klára eitt mál Arnbjörg Sveinsdóttir Arnbjörg Sveinsdóttir Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÚTVARPSSTJÓRI var sakaður um að fara ekki rétt með staðreyndir og vera n.k. handbendi stjórnvalda með pólitískum afskiptum sínum af frum- varpi um Ríkisútvarpið ohf. á löngum þingfundi í gær. RÚV-frum- varpið var eina málið á dagskrá þingsins og stóð þingfundur frá 10.30 um morguninn og langt fram eftir kvöldi. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, vakti athygli á grein Páls Magnússonar útvarpsstjóra, sem birtist í Morgunblaðinu í fyrradag, og sakaði hann um að fara ekki rétt með staðreyndir, m.a. með því að gera því skóna að starfsmenn RÚV væru hlynntir frumvarpinu. „Þetta er rangt. Stéttarsamtök starfs- manna eru frumvarpinu algjörlega ósammála og vilja að því sé vísað frá,“ sagði Ögmundur og taldi jafn- framt undarlegt að útvarpsstjóri léti í það skína að meirihluti þjóðarinnar væri hlynntur umræddu frumvarpi. Hann væri að vísa í Gallup-könnun sem hann lét sjálfur gera. „Ég minni á að þetta er maður sem samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar á að fá alræðisvald yfir allri dagskrárgerð og öllu mannahaldi í Ríkisútvarpinu, jafnt á fréttastofum stofnunarinnar sem annars staðar í stofnuninni,“ sagði Ögmundur. Guðjón Arnar Kristjánsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, árétt- aði að Ríkisútvarpið ætti að gæta hlutleysis og setti spurningarmerki við hvort afskipti Páls Magnússonar af RÚV-frumvarpinu væru eðlileg. „Eða er búið að aflétta því að það sé gætt hlutleysis af Ríkisútvarpsins hálfu í umfjöllun mála?“ spurði Guð- jón Arnar. Eðlilegt að forstöðumenn ríkisstofnana hafi skoðun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mótmælti mál- flutningi stjórnarandstöðuþing- manna og sagði ekkert óeðlilegt að forstöðumenn ríkisstofnana hefðu skoðanir á meðferð þingmála er varða þá stofnun sem þeir eru í for- svari fyrir. „Stundum eru þeir sam- mála og stundum eru þeir ósammála. Oftar en ekki hefur maður heyrt stjórnarandstöðuna einmitt vitna til orða forstöðumanna ríkisstofnana þegar þeir eru ekki sammála þeim stjórnarfrumvörpum sem er verið að fjalla um hverju sinni,“ sagði Þor- gerður og gagnrýndi Mörð Árnason harðlega fyrir að kalla Pál Magnús- son blaðafulltrúa menntamálaráðu- neytisins og Ögmund fyrir að tala um misnotkun stofnunarinnar. Ekki spurt um afstöðu til RÚV Þorgerður sagði jafnframt hluta af almannaþjónustu Ríkisútvarpsins að gera skoðanakannanir og að um- rædd könnun sé gerð á tveggja ára fresti. „Þá er verið að kanna viðhorf almennings gagnvart þjónustu Rík- isútvarpsins og í þetta sinn var verið að kanna viðhorf landsmanna gagn- vart Ríkisútvarpinu og það vill svo til að niðurstaðan er ekki hagfelld fyrir Ögmund Jónasson, háttvirtan þing- mann, því meirihluti landsmanna er fylgjandi breytingu á Ríkisútvarpinu í ohf.,“ sagði Þorgerður. Ögmundur mótmælti þessu og sagði að í umræddri könnun hefði ekki verið spurt hvort fólk vildi að Ríkisútvarpið yrði gert að hluta- félagi. „Það var gefið í skyn að þessi breyting hefði þegar átt sér stað,“ sagði Ögmundur. „28% gáfu ekki upp neina afstöðu og þegar málið er skoðað í heild sinni þá var undir helmingur þeirra sem spurðir voru á þessu máli sem er þó langsótt að túlka á þann veg sem gert hefur ver- ið.“ Umræðan um RÚV ohf. mun halda áfram á Alþingi í dag en átta þingmenn voru á mælendaskrá í gærkvöld. RÚV enn eina málið á dagskrá Útvarpsstjóri sakaður um að fara ekki rétt með staðreyndir og beita sér pólitískt Morgunblaðið/RAX Fylgst með Alþingismenn funda frá morgni til kvölds þessa dagana um RÚV-frumvarpið en ekkert annað mál kemst á dagskrá fyrr en því er lokið. Í HNOTSKURN »Umræða um RÚV-frumvarpið hélt áfram á Alþingi í gær og gera þing- menn ráð fyrir að hún geti haldið áfram á löngum fundum alla vikuna og jafnvel lengur. »Stjórnarandstaðan er ósáttvið afskipti Páls Magn- ússonar útvarpsstjóra af mál- inu. »Menntamálaráðherra segireðlilegt að forstöðumenn ríkisstofnana hafi skoðanir á frumvörpum sem þær snerta. SIGURÐUR KÁRI Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður menntamála- nefndar, sagði í upphafi þingfundar í gær að hann hygðist ekki flytja sína aðra ræðu um Ríkisútvarpið ohf. fyrr en Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, hefði tekið til máls. Sigurður Kári sagðist bíða í ofvæni eftir að heyra Ágúst tjá sig um RÚV- frumvarpið þar sem hann hefði lýst því yfir að hann væri hlynntur því að Ríkisútvarpið yrði gert að hlutafélagi. Vísaði Sigurður Kári þar til ummæla Ágústs Ólafs í Fréttablaðinu 10. nóv sl. þar sem kom fram að hann styddi að Ríkisútvarpið yrði gert að hlutafélagi að því gefnu að ritstjórnarlegt sjálfstæði héldist óskert og aðgangur kjörinna fulltrúa að upp- lýsingum yrði fyrir hendi. „Það hefur lítið far- ið fyrir honum [Ágústi Ólafi] hér í umræðunni og hann hefur sömuleiðis lítið sést hér í þing- salnum og lítið blandað sér í þessi mál, bæði á þessu þingi og hinum fyrri þar sem við höfum verið að ræða málefni Ríkisútvarpsins,“ sagði Sigurður Kári og bætti við að það væri ólíklegt að Ágúst væri einn á þessari skoðun í Sam- fylkingunni, stærsta stjórnarandstöðuflokkin- um. Ágúst Ólafur skráði sig í framhaldinu á mæl- endaskrá og Sigurður Kári beint á eftir. Þar sem umræður stóðu langt fram á kvöld í gær komst Ágúst þó ekki að en í samtali við Morg- unblaðið sagðist hann ekki vera á móti því í sjálfu sér að Ríkisútvarpið væri gert að hluta- félagi að gefnum ákveðnum skilyrðum. Sjálfstæði ritstjórnar ekki tryggt „En ég tel að þau skilyrði séu ekki uppfyllt. Sjálfstæði ritstjórnar sé ekki að fullu leyti tryggt og ég hef efasemdir um að frumvarpið standist kröfur samkeppnisréttar,“ sagði Ágúst en bætti við að hann styddi engu að síður ein- stök markmið í frumvarpinu, t.d. hvað varðar eflingu íslenskrar tungu. „Ég er líka á því að Ríkisútvarpið eigi að fara alfarið út af auglýs- ingamarkaði og sætti mig ekki við þá leið að innheimta nefskatt. Síðan virðast réttindamál starfsmanna vera í uppnámi. Verði frumvarpið að lögum er ólíklegt að sátt verði um Rík- isútvarpið og gæti jafnvel stefnt í málaferli,“ sagði Ágúst Ólafur sem á eflaust eftir að eiga orðaskipti við Sigurð Kára á Alþingi í dag eða á morgun. Vill svör frá Ágústi Ólafi um RÚV Ekki sáttur við frumvarpið óbreytt en hlynntur hugmynd um hlutafélag Morgunblaðið/RAX Hvað með RÚV? Ágúst Ólafur Ágústsson var spurður um afstöðu sína til RÚV. ● FUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag og stendur að öllum líkindum fram á kvöld. Eina málið á dagskrá er frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. Dagskrá þingsins ÞETTA HELST … ÞINGMENN BLOGGA Einar K. Guðfinnsson | 16. janúar Gamlir bílar hluti af menningarsögunni Gaman er líka að geta þess sem þó fer kannski aðeins minna fyrir í um- ræðunni, en það er sá áhugi sem víða er á varðveislu gamalla bíla. Þeir eru líka hluti af menningarsögu okkar; það er sögu 20. aldarinnar. Þar er á ferðinni einlægur áhugi margra ein- staklinga sem gaman er að geta um. Meira: http://www.ekg.is/ Björn Bjarnason | 15. janúar Fréttablaðið og Murdoch í sama liði Skiljanlegt er að Fréttablaðið og aðrir Baugsmiðlar leggist gegn rík- isútvarpi hér, þeir eru í sama liði og Rupert Murdoch, þeir vilja gera rík- isútvarpið sem tortryggilegast til að veikja stöðu þess, þeim er ljóst að hlutafélagavæðing styrkir innviði þess og gerir það að öflugri keppi- naut. Meira: http://www.bjorn.is/ ● VALDIMAR Leó Friðriksson benti á í ræðu í gær að RÚV-frumvarpið gæti aukið kynbundinn launamun RÚV en launamunur er yfirleitt minni í opinberum stofnunum. Einnig hafa heyrst áhyggjur af því að launamunur milli útvarps og sjónvarps geti aukist þar sem „stjörnurnar í sjónvarpinu“ fái þá hærri laun. Útvarpsfólk nær víst sjaldnar í stjörnuhópinn. Áhyggjur af launamun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.