Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 33
|miðvikudagur|17. 1. 2007| mbl.is staðurstund Þorgeir Tryggvason skellti sér á Power of Love og skemmti sér vel, þótt hann geri nokkrar at- hugasemdir við sýninguna. » 41 leiklist Golden Globe-verðlaunin voru afhent í Los Angeles í fyrrinótt og stjörnurnar létu sig að sjálf- sögðu ekki vanta. » 43 verðlaun Þröstur Helgason fer yfir bók- sölulista Morgunblaðsins og Fé- lagsvísindastofnunar og kemst að ýmsu forvitnilegu. » 35 bókmenntir Leikkonurnar Jennifer Aniston og Courtney Cox, sem léku saman í Friends, leiða hesta sína saman á ný í Dirt. » 39 sjónvarp Mel Gibson segir ekkert til í því að hann hafi fallið í gryfju for- dóma í nýjustu kvikmynd sinni, Apocalypto. » 40 fólk Kôji Yakusho er tignarlegurog hefur alvarlegt yf-irbragð. Það fer honumvel að leika auðugan jap- anskan kaupsýslumann sem tekst á við sjálfsmorð eiginkonu sinnar og uppreisn heyrnarlausrar dótt- urinnar. Í eigin persónu er hann þó glaðlyndur og gerir gjarnan að gamni sínu en grínið kemst illa til skila í gegnum túlkinn sem situr á milli okkar. Yakusho gefur nefnilega ekki mikið fyrir enskukunáttu sína og kýs að láta túlka það sem hann hefur að segja úr japönsku. Reyndar hét hann í eina tíð Kôji Hashimoto en tók sér nafnið Ya- kusho, sem ku þýða embætti á jap- önsku og er rakið til þess að hann starfaði hjá hinu opinbera í upphafi leiklistarferils síns. Yakusho er fimmtugur að aldri og er einn þekkt- asti leikari Japans. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir kvikmynda- leik hjá japönsku kvikmyndaaka- demíunni, sem og á kvikmyndahátíð- um um heiminn en varð fyrst þekktur á alþjóðavettvangi árið 1996 fyrir aðalhlutverkið í japönsku frum- gerðinni af Shall We Dance? sem var síðar endurgerð með Richard Gere í sama hlutverki. Auk þess fór hann með aðalhlutverkið í hinni japönsku Unagisem sem vann Gullpálmann í Cannes 1997. Þá er ótalinn fjöldi kvikmynda sem hann hefur verið verðlaunaður fyrir. Hvernig kom hlutverkið í Babel til? „Þegar ég var staddur í Los Ang- eles við tökur á myndinni Memoirs of a Geisha fékk ég boð um að Iñárritu vildi hitta mig. Ég þekkti til hans eft- ir að hafa séð mynd hans Amores Perros, sem ég hreifst mjög af,“ seg- ir Yakusho en þess má geta að tveir leikaranna úr Babel, þau Gael Garcia Bernal og Adriana Barraza, léku mæðgin í Amores Perros. „Ég hitti Iñárritu á hótelbar og hann sagði mér frá handritinu af Ba- bel. Hann talaði um þetta allt af miklum ákafa þannig að mig fór að langa til að fá hlutverk í þessari mynd. Og daginn eftir bauð hann mér hlutverk, sem ég að sjálfsögðu þáði með þökkum.“ Yakusho segist hafa haft sérlega gaman af gerð myndarinnar. „Mér fannst eins og við værum að gera japanska mynd þó svo að hún sé algjörlega fjármögnuð af Ameríkön- um. Þannig fannst mér gerð Babel gjörólík gerð Minninga geisju. Mér þótti undarlegt í þeirri síðarnefndu að þurfa að fara í gegnum talsverða enskuþjálfun og leika á ensku í sögu sem er um Japani og á sér stað í Jap- an.“ Misskilningur vegna tungumála Babel er einmitt unnin á mörgum tungumálum. Það hlýtur að vera vandasamt og sjálfsagt talsvert um misskilning? „Við gerð Babel áttum við sam- skipti við leikstjórann og aðra starfs- menn í gegnum túlka en auðvitað er oft eitthvað sem misferst þegar svo- leiðis er og stundum varð talsverður misskilningur vegna tungumálaörð- ugleika. Skilningur Japananna á undirbúningi fyrir einstaka senur gat jafnvel verið allur annar en til að mynda skilningur Mexíkananna. Þannig gat komið upp sú staða að leikararnir undirbjuggu eitthvað allt annað en til var ætlast af þeim. En því var bara tekið nokkuð vel. Nú geri ég mér vonir um að er- lendum myndum fjölgi sem innihalda samtöl á japönsku. Þó vildi ég heldur að japanskar myndir sæktu í ríkara mæli á erlenda markaði.“ Það má segja að misskilningur eða öllu heldur ranghugmyndir liggi til grundvallar í söguþræði mynd- arinnar. Heldur þú að myndin geti breytt einhverju um það hvaða aug- um fólk lítur hvað annað í heiminum, óháð því hvaðan það er upprunnið eða af hvaða kynstofni það er? „Hún mun óyggjandi gera það. Þeir sem ekki sjá það í fyrstu at- rennu ættu að fara aftur á myndina og ef þeir sjá það enn ekki ættu þeir að fara í þriðja skiptið,“ segir hann og hlær við. Hvernig fannst þér að vinna með Alejandro Iñárritu? Hvers konar leikstjóri er hann? „Það var frábært að vinna með Alejandro,“ segir Yakusho og hlær að því er virðist að minningum sínum um samstarfið. „Ástríða hans og orka í starfi er ótrúleg en að mínu viti er bjartsýnin hans mesti máttur. Hann trúir því staðfastlega að hon- um takist í gegnum myndirnar að miðla skoðunum sínum og hugsunum til almennings. Mér þykir mikið til þess koma. Sem leikstjóri hefur hann óskaplega marga kosti en ætli megi ekki fullyrða að einn hans stærsti kostur liggi í einstökum tengslum hans við leikarana og aðra starfsmenn. Hann lætur sér annt um alla og það sem meira er, það þykir öllum vænt um hann. Þetta tel ég stóran þátt í hversu góðar kvik- myndir honum hefur tekist að gera.“ Feðurnir skipta sér ekki af Erlendir leikstjórar sem hafa gert myndir í Japan hafa löngum verið gagnrýndir fyrir að skilja ekki jap- anska menningu. Á það við í þessu tilviki, til að mynda í samskiptum japönsku feðginanna í myndinni? „Þessi gagnrýni á ekki rétt á sér þegar kemur að Babel. Það er frekar að Alejandro hafi upplýst mig um hvernig japönsk ungmenni í Tókýó haga lífi sínu en hitt. Hvað varðar samskipti feðginanna þá er því oftast þannig farið í Japan að mæðurnar sjá nær eingöngu um þau börn sem eru að einhverju leyti fötluð. Feð- urnir skipta sér oft ekki af þeim börnum.“ Hvað hafðir þú að leiðarljósi í túlk- un þinni á föður Chieko? „Þarna er um að ræða föður heyrnarlausrar unglingsstúlku sem skyndilega situr uppi einn með hana en sjálfur hefur hann varla náð tök- um á að tala við hana táknmál. Hann á jafnframt þessu í verulegum erf- iðleikum með að takast á við það að eiginkona hans framdi sjálfsmorð með veiðibyssu í hans eigu. En veiði- mennska er hans helsta áhugamál. Hann gerir sér samt grein fyrir að hann þarf að vernda dóttur sína en finnst ómakið af því heldur mikið. Þetta er það sem ég miðaði túlkun mína við.“ Síðasta vor lauk Yakusho tökum á myndinni Silk eftir kanadíska leik- stjórann François Girard en hún verður frumsýnd á þessu ári. Þar fer hann með eitt aðalhlutverkið, meðal annars á móti þeim Keiru Knightley og Alfred Molina. Eftir það sneri hann aftur til japanskrar kvik- myndagerðar en Yakusho hefur lagt að baki um það bil fimmtíu japanskar kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Kôji Yakusho fer með eitt burðarhlutverka í kvikmyndinni Babel sem var valin besta dramatíska myndin á Golden Globe-verð- launahátíðinni í fyrri- nótt. Soffía Haralds- dóttir hitti Yakusho að máli á kvikmyndahátíð- inni í Cannes þar sem Babel var frumsýnd. Lék í upphafi fyrir hið opinbera Yakusho „Mér fannst eins og við værum að gera japanska mynd þó svo að hún sé algjörlega fjármögnuð af Am- eríkönum. Þannig fannst mér gerð Babel gjörólík gerð Minninga geisju. soffia@islandia.is Stjörnur Brad Pitt og Cate Blanchett leika með Kôji Yakusho í Babel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.