Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Stórar dælur - Litlar dælur Góðar dælur - Öruggar dælur Úrval af dælum Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf ekkert sé fjær sanni. Bent er á að í tveimur tilfellum hafi náðst gott samkomulag um tvo sérkjarasamn- inga við sjómenn og um þá ríki góð sátt. Þess vegna standi engin ágreiningsmál út af borðinu um kjara- samninga milli Sjómannafélags Eyjafjarðar og Brims hf. Þá segir að tvær kærur hafi verið sendar fyr- irtækinu vegna brota á gildandi kjarasamningi. Önnur kæran hafi verið vegna of langrar útiveru Sléttbaks og hafi hún verið staðfest í Félagsdómi og sekt verið greidd samkvæmt kjarasamningi. Seinni kæran hafi verið vegna of stuttrar inniveru Sólbaks og Árbaks. Brim hafi ekki gert athugasemd vegna hennar en ekki greitt sekt. Engin ágreiningsefni á borðinu Síðan segir svo í yfirlýsingunni: „Framangreint eru samskipti Brims við Sjómannafélag Eyjafjarð- ar sem forstjóri Brims kýs að saka um „óbilgirni“, „skort á samningsvilja“, „engan samstarfsvilja“, „standa gegn framþróun“ og þar fram eftir götum. Af framangreindu má sjá að ekkert stendur út af borði hvað varðar kjarasamninga og sjómenn „STJÓRN og trúnaðarráð Sjómannafélags Eyja- fjarðar vísar á bug með rökum að hægt sé að kenna félaginu um þá aðgerð Brims að flytja skip félags- ins til höfuðborgarsvæðisins. Fyrir því hlýtur Guð- mundur Kristjánsson, aðaleigandi Brims, að hafa aðrar ástæður sem hann kýs að halda utan dags- ljóssins.“ Þetta kemur meðal annars fram í yfirlýsingu frá stjórn og trúnaðarráði Sjómannafélags Eyjafjarðar um samskipti Sjómannafélags Eyjafjarðar og Brims hf. „Stjórn og trúnaðarráð Sjómannafélags Eyja- fjarðar harmar þá ákvörðun forstjórans að breyta nú skráningu togara með áratuga farsæla útgerð- arsögu að baki á Akureyri án útskýringa og sýni- legs tilgangs. Það er hins vegar fullkomlega ljóst að vald Guðmundar sem forstjóra og aðaleiganda Brims til þessa gjörnings er ótvírætt en eðlilega er spurt um ástæður hjá hinu gróna útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki Akureyringa,“ segir í yfirlýsing- unni. Þar segir að forstjóri Brims hafi opinberlega sakað Sjómannafélag Eyjafjarðar um skort á samningsvilja, óbilgirni og annað í þeim dúr, en standa félaginu ekki fyrir þrifum í breyttu útgerð- armynstri. Sé það svo að þetta mál snúist um að Brim vilji ekki hlíta eigin kjarasamningum er það agavandamál innan LÍÚ. Sjómenn og útgerðar- menn bera jafn mikla ábyrgð á kjarasamningi og sjómenn treysta því að LÍÚ líði ekki eigin fé- lagsmönnum að komast upp með endurtekin brot á kjarasamningi sem báðir eiga aðild að. Til hvers væru ákvæði kjarasamninga ef viðtekin venja væri af hálfu annars aðilans að brjóta þau? Snúist þetta mál um að forstjóri Brims sé með skipulögðum hætti að hafa áhrif á stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna er það ekki einungis siðferðilega ósmekklegt heldur og einnig brot á vinnulöggjöf í landinu. Áhafnarmeðlimir Brims eiga áfram skýlausan rétt til eigin ákvörðunar um stéttarfélagsaðild og greiðslu sinna félags-, sjúkra- og orlofssjóðsgjalda, hvaða einkennisstafi svo sem togarar Brims bera. Sé forstjóri Brims að gefa í skyn með aðgerð sinni og ummælum að hann komist upp með brot á samningum með skip sín skráð í Reykjavík frekar en Akureyri hlýtur slíkt háttalag að dæma sig sjálft.“ Engin ágreiningsefni Yfirlýsing frá stjórn og trúnaðarmannaráði Sjómannafélags Eyjafjarðar FISKAFLINN í desember 2006 var 71.764 tonn sem er svipað og aflinn var í desember 2005 en þá var aflinn 72.661 tonn. Síld var helmingur aflans í nýliðnum desember, liðlega 36 þús- und tonn. Það er meira en tvöfalt meiri síldarafli en í desember 2005. Í desember 2005 veiddist hinsvegar nokkuð af kolmunna og loðnu sem ekki var raunin í ár. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu var botnfiskaflinn í nýliðn- um desember 34.891 tonn en hafði verið 37.495 tonn í desember 2005. Afli flestra botnfisktegunda var álíka og á sama tíma árið áður. Þó er áber- andi minni skarkolaafli í ár eftir ágæta skarkolaveiði það sem af er fiskveiðiári. Síldaraflinn var 36.174 tonn. Þar af voru tæplega sex hundruð tonn af norsk-íslenskri síld sem slæddist með sem meðafli með sumargotssíldinni. Kolmunnaaflinn var líka aðeins tæp sex hundruð tonn og loðnuafli var lítill sem enginn. Heildarafli ársins 2006 var tæplega 1.323 þúsund tonn sem er 346 þúsund tonnum minni afli en í fyrra en heild- araflinn 2005 var tæplega 1.669 þús- und tonn. Samdráttur í afla milli ára stafar af minni loðnuafla í ár. Afli botnfisktegunda og samanlagður afli annarra uppsjávartegunda en loðnu var áþekkur og var 2005. Afli þorsks, ýsu og ufsa er talsvert minni fyrstu fjóra mánuði yfirstand- andi fiskveiðiárs en á sama tíma fisk- veiðiárið 2005/2006. Að því er þorsk- inn varðar er aflasamdráttur í takt við minni veiðiheimildir. Veiðiheimildir í ýsu og ufsa eru hinsvegar meiri í ár en í fyrra. 7"        8**               1"!  && 9 %    (:/  !!  " "# ! /:6  $ ! %# /6 /:.  $% !! !# ""$  $ 6:. #!!%" !$" % 6   -   * -  & "! * &    &   "! 6 6  & 6:6. # ## "!$ # %!% .:6/ % # !# % :   :6 "%! "$"$ """!! # %$  : "$  %! !!"! (6    6;(;6 1*:   :        Svipaður afli í desember Á SÍÐASTLIÐNU ári lagði Hag- fræðistofnun ásamt evrópskum sam- starfsaðilum sínum fram tillögu um rannsóknarverkefni um stjórnun fisk- veiða innan ramma Rannsóknaráætl- unar Evrópusambandsins. Um er að ræða talsvert stórt rann- sóknarverkefni sem í taka þátt 12 að- ilar frá 6 aðildarlöndum ESB auk Noregs og Íslands. Á meðal hinna er- lendu samstarfsaðila eru flestar helstu rannsóknarstofnanir á Ítalíu, Spáni, Frakklandi, Bretlandi, Hollandi og Danmörku á sviði fiskveiða og fisk- veiðistjórnunar. Helsta markmið verkefnisins er að framkvæma mat á kostnaði og ábata við hinar mismunandi aðferðir við að stjórna fiskveiðum sem gildi geta haft fyrir fiskveiðistefnu ESB. Á þeim grundvelli skal síðan meta þann hreina efnahagslega ábata sem hafa má af því að auka eftirlit og þyngja viðurlög í því skyni að framfylgja fisk- veiðireglum betur. „Ljóst er að þetta verkefni getur haft mikið gildi fyrir stjórnun fisk- veiða í Evrópu, sem hefur sem kunn- ugt er verið ófullnægjandi. Þá standa vonir til þess að niðurstöður verkefn- isins muni sömuleiðis nýtast til að auka hagkvæmni við að framfylgja fiskveiðireglum á Íslandi,“ segir í frétt frá Hagfræðistofnun HÍ. Verkefnið er miðlungi stórt á evr- ópskan mælikvarða eða u.þ.b. 2.4 millj. evra (u.þ.b. 220 millj. kr.). Styrk- ur ESB til verkefnisins er um 160 milljónir. Hlutur Hagfræðistofnunar í þeirri upphæð er um 15% eða um 24 m.kr. Verkefnið hefst nú þegar og skal því verða skal lokið á árinu 2010. Stýrir verk- efni á sviði sjávarútvegs AFLI erlendra ríkja við Ísland nam tæpum 74 þúsund tonnum 2004 og jókst í 114 þúsund tonn 2005. Uppi- staða aflans var sem fyrr loðna. Norðmenn veiddu mest erlendra þjóða hér við land 2005 en Fær- eyingar árið 2004, samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofu Íslands. Afli skipa erlendra ríkja sem veitt hafa við Ísland hefur sveiflast tals- vert á undanförnum árum. Minnstur var hann árið 1993, um 9 þúsund tonn og mestur árið 2002, ríflega 148 þúsund tonn. Árið 1997 jókst afli en dróst aftur saman ári seinna. Frá árinu 1999 jókst aflinn á ný og náði nýjum hæðum árið 2002 en þá veiddu erlendu skipin 148 þús- und tonn. Hins vegar dróst aflinn verulega saman árið 2003 og nam tæpum 67 þúsund tonnum, en jókst á ný 2004 og 2005 og komst í 114 þúsund tonn árið 2005. Á veiðisvæðinu umhverfis landið veiddu erlend skip um 7,8% heildar- aflans árið 2005, samanborið við 4,7% árið 2004, 4,5% árið 2003, 8,3% árið 2002 og 7% árið 2001. Íslend- ingar veiddu því á þessum árum á bilinu 92–95% af þeim afla sem dreginn var úr sjó við Ísland. Frá árinu 1998 hafa færeysk skip aflað mest erlendra skipa á svæðinu, ef undan eru skilin árin 2001 og 2005 er Norðmenn veiddu mest erlendra þjóða. Loðnan uppistaðan Uppistaðan í afla erlendra skipa í gegnum árin hefur verið loðna en árið 1998 fór talsvert að bera á veiði kolmunna. Kolmunnaaflinn hefur þó sveiflast töluvert og fór hæst í rúm 43 þúsund tonn árið 2002. Árið 20001 var metár í loðnuveiðum er erlendu skipin öfluðu 123 þúsund tonna af loðnu. Hins vegar er orsök minnkandi afla árið 2003 breyt- ingar í loðnuveiðum en þá drógust loðnuveiðar Norðmanna saman um 98% milli ára á svæðinu. Frá árinu 1998 hefur hlutfall loðnuaflans af heildaraflanum dregist saman en á móti hafa kolmunnaveiðar aukist. Lægst var hlutfallið árið 1998 eða 50% en hæst árið 2000 eða 92%. Að sama skapi hefur hlutfall kolmunna af heildarafla verið á bilinu 3–42% á árunum 1998 til 2005. Þetta er breyting frá fyrri árum þegar loðna var allt upp í 97% af heildarafla er- lendra skipa við Ísland. Á árinu 2005 var hlutfall loðnuaflans 71%. Útlendingar veiddu 114.000 tonn við landið árið 2005 Ljósmynd/Ágúst Blöndal Loðna Norsk loðnuskip frysta aflann inni á Norðfirði. Myndin er tekin á vetrarvertíðinni árið 2005. Frá 1998 hafa færeysk skip aflað mest á svæðinu, ef undan eru skilin árin 2001 og 2005 er Norðmenn veiddu mest ÚR VERINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.