Morgunblaðið - 18.02.2007, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 B 23
Útboð
Sólland duftreitur í Fossvogi
Drenlagnir
Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæma óska eft-
ir tilboðum í frágang drenlagna í duftreit KGRP
í Fossvogi.
Helstu magntölur:
Gröftur fyrir lögnum 620 m
Drenlagnir Ø110 PVC 605 m
Verki skal lokið eigi síðar en 1. júní 2007.
Útboðsgögn verða send í tölvupósti. Vinsam-
legast sendið tölvupóst á hjortur@netpostur.is
og óskið eftir útboðsgögnum.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Kirkjugarða
Reykjavíkur-prófastdæma, Vesturhlíð 8, Reykja-
vík 1. mars 2007 kl. 11.00.
Fjárfestar - Góð fjárfesting
Vantar ábyrgan og traustan fjárfesti vegna
kaupa á veitingahúsi í einu Balkanlandanna.
Staðurinn sérhæfir sig í fiskréttum. Einnig er
stefnt að opnun fiskbúðar-heildsölu fyrir stór-
markaði, veitingahús og verslanir. Mikill vöxtur
er í viðkomandi landi, sem er mikið ferða-
mannaland. Hef góðan aðgang að ferskum
fiski, sem nýtist vel í þetta verkefni.
Gott tækifæri fyrir fjárfesta eða aðra þá sem
eru í útrásarverkefnum.
Áhugasamir geta lagt fram fyrirspurnir á
box@mbl.is merktar: ,,G - 19550’’.
Rammasamningsútboð nr. 14196
Mat- og drykkjarvörur
Ríkiskaup óska eftir tilboðum í mat- og drykkjar-
vörur fyrir þær stofnanir og fyrirtæki hins opin-
bera sem eru aðilar að rammasamningskerfi
Ríkiskaupa. Um er að ræða ýmsar tegundir mat-
og drykkjarvara fyrir utan kjöt, fisk, ferskt græn-
meti og ferska ávexti. Samningstíminn er 2 ár.
Útboðsgögnin eru rafræn og aðgengileg á vef
Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is. Kynningarfundur
verður haldin hjá Ríkskaupum, Borgartúni 7c,
fimmtudaginn 1. mars 2007 kl. 13.00
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
20. mars 2007 kl. 11.00, að viðstöddum þeim
bjóðendum sem þess óska.
ÚU T B O Ð
F.h. Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs:
Kaup á:
● Eiturefnagámi,
● Björgunartækjagámi,
● Reykköfunartækjagámi
á gámagrind, fyrir gámalyftubíl.
Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000 í upplýsingaþjónustu
Ráðhúss Reykjavíkur.
Opnun tilboða: 12. mars 2007, kl. 10:00, í Ráðhúsi
Reykjavíkur.
10912
Nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod
Reykjavíkurborg
Þjónustu- og rekstrarsvið.
Innkaupa- og rekstrarskrifstofa,
Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík.
Símar 411 1042/411 1043, bréfsími 411 1048.
Netfang: utbod@reykjavik.is
ÚTBOÐ
F.h. Reykjavíkurborgar:
Rammasamningur um kaup á:
● Hreinlætispappír
● Ræstinga- og hreinlætisefnum
● Tækjum og áhöldum til hreingerninga
● Plastpokum.
EES útboð nr. 10891.
Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000 í upplýsingaþjónustu
Ráðhúss Reykjavíkur.
Opnun tilboða: 12. apríl 2007, kl. 10:00, í Ráðhúsi
Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod
Reykjavíkurborg
Þjónustu- og rekstrarsvið.
Innkaupa- og rekstrarskrifstofa,
Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík.
Símar 411 1042/411 1043, bréfsími 411 1048.
Netfang: utbod@reykjavik.is
ÚTBOÐ
Fyrirtæki
__________Útboð ___________
Faxaflóahafnir sf, Orkuveita Reykjavíkur og Síminn hf
óska eftir tilboðum í verkið:
KLETTASVÆÐI
Við Skarfabakka
Gatnagerð veitur yfirborðsfrágangur
Helstu verkþættir eru:
1. Korngarðar - Gatnagerð, regnvatnslögn og lýsing.
Götu breytt og hún lengd á um 150 m kafla að
Skarfabakka.
2. Skarfabakkalóðir - Fráveitulagnir og heimæðar frá
Klettagörðum. Lengd fráveitulagnaskurðs er um 100 m.
3. Sundatorg - Undirstaða fyrir listaverk (steypa 12 m3)og
yfirborðsfrágangur á miðju hringtorgs (grasþökur, 900
m2)
4. Ný aðstaða Viðeyjarferju við Skarfavör. Byggja skal
landstöpul (30 m3 steypa) fyrir flotbryggju, flytja
bryggjuhús (stærð 5,5*5,5 m) frá Korngörðum og koma
því fyrir við Skarfavör ásamt að tengja heimæðar við
húsið, lýsing á svæðinu, yfirborðsfrágangur (gras, malbik
og hellur, 980 m2) og gangstígur (350 m2)
Vakin er athygli á því að verktaki leggur til allt efni vegna
fráveitu, annaðhvort steypt eða plast.
Verkinu skal lokið í nokkrum áföngum, en lokaskiladagur
verksins er 15. júlí 2007.
Útboðsgögnin verða seld hjá Verkfræðistofunni Hnit h.f.,
Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík frá og með
miðvikudeginum 21. febrúar n.k. á 5.000 kr pr. eintak.
Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 8. mars
2007 klukkan 14:00.
Stykkishólmsbær óskar eftir tilboðum
í verkið:
Stykkishólmur
Skipulag miðbæjar
Jarðvinna og lagnir
Verkið er fólgið í jarðvinnu og lagnavinnu í
miðbæ Stykkishólms. Jarðvegsskipta skal fyrir
götum, bílastæðum, gangstéttum og torgum,
leggja frárennslislagnir og grafa fyrir streng-
lögnum.
Helstu magntölur eru:
Flatarmál verksvæðis 4.500 m²
Gröftur 7.000 m³
Fyllingar 7.000 m³
Holræsalagnir 300 m
Niðurföll 23 stk.
Skurðir fyrir strengi 500 m
Skiladagar verksins eru: 1. áfangi, 1. maí 2007,
verkið í heild 1. júní 2007.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Stykkis-
hólmsbæjar, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi,
frá hádegi þriðjudags 20. febrúar. Verð
útboðsgagna er 5.000 kr.
Útboðsgögn er einnig hægt að nálgast á
heimasíðu Stykkishólmsbæjar:
www.stykkisholmur.is
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
6. mars 2007 kl. 11.00.
Tilkynningar
KJARVALSSTOFA
Í PARÍS
er íbúð með aðgengi að vinnuaðstöðu,
sem ætluð er til dvalar fyrir íslenska lista-
menn. Stofan er í eigu Reykjavíkurborgar,
menntamálaráðuneytisins og Seðla-
banka Íslands og er staðsett í miðborg
Parísar, skammt frá Notre Dame dóm-
kirkjunni.
Þeir sem í stofunni dvelja greiða dvalar-
gjöld sem ákveðin eru af stjórn Cité Inter-
nationale des Arts er rekur stofuna,
ásamt fleiri listamannaíbúðum og miðast
við kostnað af rekstri hennar. Þessi gjöld
eru lægri en almenn leiga í París og á
árinu 2007 verða þau 299 evrur á mánuði
fyrir einstakling en 381 evra á mánuði
fyrir tvo. Úthlutun er lágmark tveir
mánuðir í senn skv. reglum Cité en vegna
fjölda umsókna undanfarin ár hefur dval-
artími að jafnaði verið 2 mánuðir.
Dvalargestir skuldbinda sig til að hlíta
reglum Cité Internationale des Arts varð-
andi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu,
þ. á m. er ætlast til að þeir nýti stofuna
allan úthlutunartíma sinn.
Hér með auglýst eftir umsóknum um
afnot Kjarvalsstofu tímabilið
1. ágúst 2007 til 31. júlí 2008.
Umsóknareyðublöð má finna á vef
Menningar- og ferðamálasviðs Reykja-
víkurborgar,
www.reykjavik.is/menningogferdamal
og á Rafrænni Reykjavík. Einnig má
nálgast umsóknareyðublöð, ásamt regl-
um sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu, í
upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykja-
víkur. Umsóknir skulu stílaðar á stjórnar-
nefnd Kjarvalsstofu, Menningar- og
ferðamálasviði Reykjvíkuborgar, Aðal-
stræti 2, 101 Reykjavík.
Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi
þær að koma til greina við þessa
úthlutun.
Umsóknir skulu berast í síðasta lagi
mánudaginn 19. mars 2007.
Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu.
Atvinnuauglýsingar
sími 569 1100