Morgunblaðið - 27.02.2007, Side 1

Morgunblaðið - 27.02.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 57. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is ÓSKAKJÓLAR HINAR BEST KLÆDDU Á RAUÐA DREGL- INUM OG SAGAN ÖLL >> 24 OG 26 ÞÝSKA SUMARIÐ Í KVIKMYNDAGERÐ UPPSVEIFLA Í LEIT AÐ FRAMTÍÐ >> 41 Á DEGI UNGRA FRÆÐIMANNA Alþjóðamálastofnun HÍ og Samtök iðnaðarins standa fyrir Degi ungra fræði- manna miðvikudaginn 28. febrúar þar sem ungu og/eða nýútskrifuðu fólki gefst færi á að kynna rannsóknir sínar tengdar Evrópumálum. miðvikudaginn 28. febrúar í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands Þjóðarstolt eða samrunaþrá? - Íslensk haf- réttarmál - Sjávarútvegsstefnan - Norræn vídd - Klúður í innleiðingu tilskipana - Vitund- aruppbygging - Firra eða framtíð samnings- réttar? - Evrópu-rétt og Evrópu-rangt Dagskráin stendur frá 13:00 til 16:00 og er öllum opin. Aðgangur ókeypis. Sjá nánar á www.si.is FRÉTTASKÝRING Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is NÚ ER bullandi tap á rækjuvinnslu á Íslandi. Að- eins átta verksmiðjur eru nú starfandi og berjast allar í bökkum. Allar verksmiðjurnar byggja vinnslu sína á innfluttu hráefni og vart er von á bata fyrr en veiðar við landið hefjast á ný í veruleg- um mæli. Upp úr 1990 voru tæplega fjörutíu rækjuverksmiðjur í rekstri, átján 2002, átta nú og þeim á vafalítið enn eftir að fækka. Á síð- ustu misserum hefur rækjuvinnslu verið hætt á stöðum eins og Eskifirði, Húsavík, Súðavík, Stykkishólmi og Reykjanesbæ, svo dæmi séu tekin. Rækjustofnar í lágmarki Veiðar og vinnsla á rækju hér við land hafa átt afar erfitt upp- dráttar undanfarin misseri. Veiðarnar hafa nær al- veg lagzt af. Á síðasta ári veiddi eitt skip um 700 tonn, en þá lagði Hafrannsóknastofnun til að ekki yrði veitt meira en 10.000 tonn. Rækjuafli jókst hratt á 10. áratugnum og fór í 76.000 tonn hér við land, auk þess sem töluverð veiði íslenzkra skipa var á Flæmska hattinum. Þetta reið rækjustofnum við landið að fullu. En það var ekki bara rækju- stofninn sem gaf eftir. Verð á pillaðri rækju á er- lendum mörkuðum var það lágt að meðan gengi krónunnar var sem hæst réðu verksmiðjurnar ekki við að greiða útgerðinni nægilegt verð til að hún gæti lifað af. Allir háðir innfluttu hráefni Rækjuvinnslan hér heima er því algjörlega háð innflutningi á hráefni, sem kemur bæði frá Noregi og af skipum annarra þjóða sem stunda veiðar á Hattinum, svo og frá Grænlandi. Kaldsjávarrækj- an, sem veiðist hér við land, á í vaxandi samkeppni við hlýsjávarrækjuna, sem stöðugt vex fiskur um hrygg. Sú rækja er orðin betri afurð en áður, gæðin hafa aukizt og framleiðslukostnaður minnkað. Því sækir rækjan úr hlýsjónum á kaldsjávarrækjuna. Eftirspurnin minnkar, en framboðið líka, að minnsta kosti frá Íslandi og Noregi. Í Noregi eru nú aðeins tvær verksmiðjur. Íslendingar hafa notið þess í samkeppni um hrá- efni frá Noregi að Norðmenn hafa takmarkaðan tollfrjálsan kvóta. Innflutt rækja til ESB frá Ís- landi ber hins vegar ekki tolla. Nú er hins vegar svo komið að framboðið frá Noregi er ekki meira en svo að þeir selja nánast alla sína rækju með tollfrelsi. Framtíðin er í raun lítið bjartari en nútíðin. Verðhækkanir eru ólíklegar og tollfrjáls kvóti landa utan ESB fer vaxandi og nýta Kanadamenn sér það í auknum mæli. Hér reyna menn að þreyja þorrann og góuna og þeir sem eru með annan rekstur sem getur stutt rækjuvinnsluna standa betur en hinir. Það er mat manna í iðnaðinum að eina leiðin til að bæta stöðuna sé að rækja veiðist hér á ný í nokkrum mæli. Því sé nauðsynlegt að halda vinnslunni áfram, þrátt fyrir tapreksturinn. Þangað til lepja þeir dauðann úr rækjuskel. Það ætti að vera búið að gefa út dánarvottorðið. Bullandi tap á rækju- vinnslu Það ætti að vera búið að gefa út dánarvottorðið Fiskvinnsla Vinnslu á rækju hefur verið hætt á Húsavík eins og mjög víða annars staðar. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ELF Films í Los Angeles, kvik- myndafyrirtæki í eigu þriggja ís- lenskra systra, undirritaði í gær samning við Thelmu Ásdísar- dóttur, Gerði Kristnýju Guðjóns- dóttur og Eddu útgáfu um kaup á réttindum til gerðar kvik- myndar eftir bókinni Myndin af pabba. Þar birtist frásögn Thelmu af kynferðislegu ofbeldi sem hún og systur hennar urðu fyrir af hálfu föður síns og fleiri. Gerður Kristný skráði sögu Thelmu. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem samið er um réttindi að leikinni kvikmynd eftir íslenskri bók sem ekki er skáldsaga. „Ég er bæði spennt og mér léttir á vissan hátt,“ sagði Thelma Ásdísardóttir eftir und- irritun samningsins. „Skilaboðin eru þau að það er hægt að lifa kom út haustið 2005 og þær átt stuttan fund um möguleika á gerð kvikmyndar eftir bókinni. Þegar Elf Films lýsti áhuga sín- um rúmu ári seinna á að kaupa kvikmyndaréttinn hófst samn- ingaferli sem þeim Thelmu og Gerði Kristnýju þótti nokkuð strembið en er nú lokið. „Við þurftum að fara yfir ým- islegt. Þetta er sönn saga þannig að við viljum engar magnaðar breytingar. Við viljum ekki að systur Thelmu, hún sjálf eða fjöl- skylda hennar séu sýnd á annan hátt en þau eiga skilið,“ sagði Gerður Kristný. Þær Thelma og Gerður Kristný sögðust treysta systrunum í Elf Films til að gera kvikmyndina. „Þessar stúlkur vita út á hvað bókin gengur og bera virðingu fyrir efni hennar,“ sagði Gerður Kristný. „Ég fann hugsjón hjá þeim til að skila þessu rétt og vel af sér,“ sagði Thelma. | 4 þær systur, líkt og alla aðra Ís- lendinga. „Við lásum viðtal við Thelmu í Morgunblaðinu og létum í fram- haldi af því senda okkur bókina. Við lásum hana í einum rykk og það vakti áhugann á að gera kvikmynd,“ sagði Helena. En á þessi frásögn af svo hræðilegri lífsreynslu íslenskra stúlkna er- indi út í hinn stóra heim? „Við teljum svo vera, en tím- inn á eftir að leiða það í ljós. Fyr- ir utan frásögnina sjálfa vakti hugrekki Thelmu og systra hennar, að segja þessa sögu und- ir nafni, áhuga okkar. Við dáumst að hugrekki Thelmu og Gerðar Kristnýjar að vinna þetta verk. Bókin er einstaklega vel skrifuð. Þetta er búið að vera ár í undirbúningi og hingað erum við komnar,“ sagði Helena. Gerður Kristný sagði að þær Thelma hefðu fyrst hitt syst- urnar í Elf Films eftir að bókin þetta af.“ Thelma sagði að yrði kvikmyndin miðuð við alþjóð- legan markað væri hún á báðum áttum um hvort tengja ætti frá- sögn hennar við lítinn bæ á Ís- landi. Þá yrði auðvelt fyrir fólk úti í hinum stóra heimi að hugsa að svona nokkuð gerðist bara í afkimum heimsins. „Ég veit að þetta getur gerst hvar sem er og er að gerast hvar sem er,“ sagði Thelma. Hún hefur boðið fram aðstoð sína við gerð kvikmyndar- innar. Thelma hefur unnið mikið við ráðgjöf í þessum málaflokki og veit t.d. hve mikilvægt er að velja rétt orð og orðfæri í um- fjöllun um svo viðkvæm mál. Sagan hafði sterk áhrif Helena Einarsdóttir undirrit- aði samninginn fyrir hönd Elf Films sem er í eigu systranna Guðrúnar Ágústu, Birnu Pálínu og Helenu Einarsdætra. Frá- sögn Thelmu hafði sterk áhrif á Morgunblaðið/Árni Sæberg Undirritun Helena Einarsdóttir frá Elf Films, Thelma Ásdísardóttir, Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur, Sigurður Svavarsson, út- gáfustjóri Eddu, og Hólmfríður Matthíasdóttir, réttindastjóri Eddu, voru ánægð með undirritun samnings um kvikmyndaréttindin. Samið um sögu Thelmu Elf Films, kvikmyndafyrirtæki þriggja íslenskra systra í Los Angeles, hefur keypt kvikmyndaréttindi að bókinni Myndin af pabba ÞAÐ hefur verið okkar stefna frá upphafi að það sé nauðsyn- legt að varðveita þann upp- runaleika sem finna má á há- lendinu,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndar- samtaka Íslands. Samtökin telji það ekki „sniðugt“ að malbika vegi í fyrirliggjandi vegstæðum á hálendinu. „Ég skil ekki alveg til hvers þarf að malbika, nema þá til að geta brunað með ferðamenn hraðar úr Öskju að Mývatni,“ segir Árni. Landvernd er þeirrar skoðunar að vegir á hálendinu eigi almennt ekki að vera uppbyggðir heilsársvegir. Bergur Sig- urðsson, formaður Landverndar, segir ekki eiga að ráðast í slíka vegi nema ríkir þjóðhagslegir hagsmunir séu fyrir hendi. | 11 Hvers vegna malbik?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.