Morgunblaðið - 27.02.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.02.2007, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HELENA Einarsdóttir, einn eigenda Elf Films, sem samið hefur um kvikmyndaréttinn að gerð bókar Thelmu Ásdísardóttur og Gerðar Kristn- ýjar Guðjónsdóttur, sagði að hún og systur henn- ar, þær Guðrún Ágústa og Birna Pálína, hefðu verið viðloðandi kvikmyndagerð um árabil en stofnað Elf Films fyrir fimm árum. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að það annist fram- leiðslu og þjónustu við gerð kvikmynda, auglýs- inga, tónlistarmyndbanda, kynningarefnis o.fl. Gerð handrits að kvikmyndinni er á frumstigi. Helena sagði að búið væri að fá höfund að handrit- inu en nafn hans verður ekki gefið upp að sinni. Nú verður farið af fullum krafti í fjármögnun og aðra undirbúningsvinnu. Á þessu stigi er ómögulegt að segja hvort og hvenær myndin birtist á hvíta tjald- inu, en mikilvægum áfanga er náð með kaupum á kvikmyndaréttinum. Ekki er búið að ákveða hvort kvikmyndin verður á íslensku eða ensku. „Draumurinn er að myndin fari sem víðast,“ sagði Helena. „Bókin segir frá hræðilegum at- burðum, en hún er líka full af von. Við sjáum Thelmu sem sigurvegara.“ Sannleikurinn komi fram Thelma Ásdísardóttir sagði að sér þætti mik- ilvægt að það sem skipti máli í bókinni yrði ekki kaffært í aukaatriðum. En hvað skiptir máli? „Það að sannleikurinn komi fram og að ábyrgð- in sé á réttum stað. T.d. að mamma verði ekki sett upp sem einhver sem átti sök á þessu. Eins að samfélagið verði ekki dregið fram og gert að ófreskjum eða svikurum. Nágrannarnir voru ósköp venjulegt fólk. Það hvað við getum lært af þessu þarf einnig að koma fram,“ sagði Thelma. Hún sagði að sér þætti stórkostlegt ef hún frétti af fólki sem hefði leitað sér aðstoðar eftir að hafa les- ið bókina eða séð kvikmyndina, verði hún gerð. „Þau skilaboð eru vond að hafi fólk lent í þessu eða svipuðu þá sé það búið að vera. Stundum er þessu líkt við „sálarmorð“. Ég er þá mjög hraust- lega afturgengin,“ sagði Thelma. „Ég vil að það komi fram einhver bjartsýni og von, en ekki bara dauði, leiðindi og algjör tortíming.“ Afþakkaði ritun kvikmyndahandritsins Gerður Kristný sagði að bókin hefði haft þau áhrif að heimsóknum til Stígamóta hefði fjölgað. Ef sama þróun yrði úti í heimi myndi það gleðja þær stöllur. Hún sagði og að það yrði ekkert sárt að sjá annan höfund skrifa handrit að kvikmynd- inni. Hún sagði að þær systur í Elf Films hefðu spurt hvort hún vildi skrifa kvikmyndahandritið. „Ég afþakkaði það strax, ég hef snúið mér að öðru. Það verður ekkert sárt að sjá handrit annars höfundar. Auk þess á ég þessa bók ekki ein, heldur með Thelmu og systrum hennar.“ Sjá Thelmu Ásdísar- dóttur sem sigurvegara Telur það mikilvægt að sannleikurinn komi fram í væntanlegri kvikmynd ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði nýja heimasíðu forvarnarverkefnis Ungmennafélags Íslands, Flott án fíknar, í Hamraskóla í gær. Tvær flug- ur voru slegnar í einu höggi þar sem nemendur skólans stofnuðu jafnframt deild innan samtakanna Flott án fíknar. Allir nemendur áttunda bekkjar skólans gengu til liðs við samtökin en foreldrar barnanna undirbjuggu inngönguna í samvinnu við félagsmiðstöð skólans. Að stofnuninni afstaðinni var haldið í líkamsræktar- stöðina Laugar þar sem krakkarnir fengu að spreyta sig á lóðum og tækjum fyrir ungt fólk og að lokum var farið í heita pottinn í Laugardalslaug. Morgunblaðið/G. Rúnar Opnaði heimasíðu Flott án fíknar SENDIRÁÐ Íslands í Suður- Afríku var opnað með form- legum hætti um miðjan dag í gær. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra opnaði sendiráðið sem staðsett er í Pretoríu, 50 kílómetrum norð- an Jóhannesarborgar. „Í raun er verið að færa sendiráðið í Mapútó [höfuðborg Mósamb- ík] til Pretoríu, en ástæða þess að það er gert er sú að við er- um þeirrar skoðunar að Suð- ur-Afríka gegni ákveðnu lyk- ilhlutverki í Afríku og því mikilvægara að sendiráðið sé hérna, ekki síst fyrir við- skiptalífið,“ segir Valgerður. „Það eru mikil sóknarfæri í að opna sendiráð hér þar sem mikil þróun hefur átt sér stað í álfunni. Þótt þróunin mætti vera hraðari sums staðar er hér um að ræða mikið framtíð- arviðskiptasvæði.“ Valgerður segir að ekki sé á dagskrá að opna fleiri sendiráð í Suður- Afríku, enda þótt sendiráðið í Pretoríu þjóni 16 löndum. Seg- ir hún að auk sendiráðsins séu umdæmaskrifstofur Þróun- arsamvinnustofnunar Íslands á fjórum stöðum í Afríku, í Mósambík, Úganda, Malaví og Namibíu. Makeba á meðal gesta Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir sendiherra stjórnaði opnunarathöfninni en þar voru þjóðsöngvar Íslands og Suður-Afríku leiknir við hátíð- lega athöfn. Að sögn Val- gerðar tókst opnunin afar vel til og meðal viðstaddra var ein frægasta söngkona Afríku, Miriam Makeba. „Við opn- unina greindi ég frá þeirri ákvörðun að ríkisstjórn Ís- lands mun styðja það starf sem Miriam stendur fyrir en það felur í sér rekstur athvarfs fyrir afrískar stúlkur sem búa á götunni,“ segir Valgerður og bætir við að Landsbankinn, Landsvirkjun og Marel hafi einnig tekið ákvörðun um að styðja starfið. Viðskipta- sendinefnd níu íslenskra fyr- irtækja sem eru með í för ráð- herra hefur staðið í viðræðum við innlenda aðila að und- anförnu, í gær var ráðstefna í Jóhannesarborg og á morgun verður önnur ráðstefna haldin í Höfðaborg í tengslum við ís- lensku fyrirtækin. Þörfin brýn Spurð um viðtökurnar á ferðalagi sínu um Afríku segir Valgerður alveg einstakt hvernig Íslendingum hefur verið tekið. Á ferð sinni um Úganda hafi hún fundið fyrir miklu þakklæti vegna þróun- arsamvinnu Íslands við þar- lend stjórnvöld. „Þótt vissu- lega séum við ekki að leggja fram stórar upphæðir miðað við stærri þjóðir er þetta frambærilegt hjá okkur miðað við mannfjölda,“ segir Val- gerður og tekur fram að rík- isstjórnin hafi markað þá stefnu að auka greiðslur til þróunarmála til ársins 2009 og hið endanlega markmið sé að ná þeim viðmiðum sem Sam- einuðu þjóðirnar hafa sett hvað varðar þróunarsam- vinnu, en viðmiðin gera ráð fyrir því að 0,7% landsfram- leiðslu séu lögð til þróun- araðstoðar. „Við verðum að leggja okkar af mörkum því þörfin er svo gríðarleg í Afr- íku,“ segir utanríkisráðherra að lokum.“ Utanríkisráðherra opnaði sendiráð Íslands í Suður-Afríku í gær við hátíðlega athöfn „Mikil sóknarfæri í að opna sendiráð hér“ Opnun Ein frægasta söngkona Afríku, Miriam Makeba, var meðal viðstaddra þegar sendiráðið var opnað. Eftir Friðrik Ársælsson friðrik@mbl.is ÍSLENSKUR karlmaður á þrítugs- aldri situr í gæsluvarðhaldi í Brem- erhaven í Þýskalandi í kjölfar þess að fimm kíló af hassi og 700 grömm af amfetamíni fundust í fórum hans, að því er Ríkisútvarpið greinir frá. Íslendingurinn leitaði á náðir lög- reglunnar í Bremen fyrir hálfgerða tilviljun en þar á bæ komust menn að því að Íslendingurinn var eftirlýstur í Kaupmannahöfn fyrir maríjúana- smygl. Húsleit var gerð á hótelher- bergi mannsins í kjölfarið með fyrr- greindum árangri. Með fimm kíló af hassi EFNAHAGSBROTADEILD Ríkis- lögreglustjóra hefur nú til skoðunar mál er varðar meint stórfelld tolla- lagabrot þriggja íslenskra bifreiða- innflytjenda. Grunsemdir vöknuðu hjá íslenskum tollyfirvöldum á síð- asta ári um að innkaupsverð fjölda bifreiða er fluttar voru til landsins hefði verið ranglega talið fram við tollafgreiðslu. Bandarísk tollyfirvöld aðstoðuðu þau íslensku við að hafa uppi á seljendum bifreiðanna ytra og kom í ljós að 62 bifreiðar voru seldar á hærra verði í Bandaríkjunum en upp var gefið í tollskýrslum hér á landi. Verið er að kanna hvort sama hafi verið uppi á teningnum hvað fjölda annarra bifreiða varðar. Málið enn á byrjunarreit Efnahagsbrotadeild Ríkislög- reglustjóra fékk málið í hendur í fyrra og segir Helgi Magnús Gunn- arsson, saksóknari efnahagsbrota, að málið sé enn á byrjunarreit, eng- inn hafi verið boðaður í skýrslutöku og ekki hafi verið tekin ákvörðun um frekari rannsókn málsins. Að sögn Helga snýst málið um að kaupverð bifreiðanna í Bandaríkjunum er til- greint lægra á aðflutningsskýrslu en það er í raun og á grundvelli rangra gagna komist innflytjendur hjá greiðslu aðflutningsgjalda að hluta. Helgi Magnús segir áþekk mál hafa komið upp áður hjá lögreglu en sönnunarstaðan hafi oft verið erfið. Nefnir hann sem dæmi að seljendur í Bandaríkjunum hafi neitað að koma til Íslands og bera vitni í opinberu máli og þar með hafi sök ekki verið talin sönnuð. Aðspurður hvort eitt- hvað varðandi málið sem upp er komið upp gefi lögreglu tilefni til þess að ætla að nú takist betur til, segir Helgi að ekkert sé hægt að segja um það á þessu stigi málsins, til þess sé rannsókn þess alltof stutt á veg komin. Grunur um tolla- lagabrot Mál þriggja bifreiða- innflytjenda til skoðunar Morgunblaðið/Brynjar Gauti ♦♦♦ SIÐANEFND Blaðamannafélags Íslands hefur kveðið upp þann úr- skurð að Blaðið hafi framið ámæl- isvert brot gegn 3. grein siðareglna blaðamanna í umfjöllun um samn- inga milli Orkuveitu Reykjavíkur og sveitarfélagsins Ölfuss. Umfjöllunin sem kærð var fjallaði um framkvæmdir Orkuveitunnar á Hengilssvæðinu og hófst hún með forsíðufrétt hinn 20. október sl. M.a. var fyrirsögn Blaðsins röng og hafð- ar voru uppi órökstuddar fullyrðing- ar um verðmæti samninganna. Ámælisvert brot Blaðsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.