Morgunblaðið - 27.02.2007, Side 8

Morgunblaðið - 27.02.2007, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hvernig dettur þér í hug, hr. útvarpsstjóri, að maður með svona hárlubba geti sigrað, þeg- ar mér tókst það ekki með þessa heimsins flottustu hárgreiðslu? VEÐUR Verkalýðsbaráttan er alþjóðlegog þá skiptir auðvitað höfuð- máli að innflytjendur búi við sömu kjör og aðrir landsmenn …“     Þessi orð eru höfð eftir KatrínuJakobsdóttur, varaformanni Vinstri grænna, í Morgunblaðinu í gær.     Þrátt fyrir ung-an aldur hef- ur Katrín Jak- obsdóttir skapað sér sérstöðu í for- ystusveit ís- lenzkra stjórn- málaflokka. Hún er málefnaleg, sanngjörn og líf- leg í málflutningi sínum.     Auðvitað er það rétt hjá varafor-manni Vinstri grænna, að inn- flytjendur eiga að búa við sömu kjör og Íslendingar. Þetta er svo sjálfsagt að það ætti ekki að þurfa að hafa orð á því.     Auðvitað hafa Alþýðusambandiðog einstök verkalýðsfélög, sem hafa háð harða baráttu fyrir þess- um sjálfsögðu mannréttindum inn- flytjenda, rétt fyrir sér. Og eiga þakkir skildar fyrir þá baráttu.     Langflestir íslenzkir vinnuveit-endur eru sammála þessu. En til eru þeir, sem hafa reynt að nota þetta fólk og erfiða stöðu þess á annan veg. Fátt er auvirðilegra.     En það er merkilegt að sú rödd,sem þarna heyrist frá varafor- manni Vinstri grænna, heyrist ekki oft frá stjórnmálamönnum. Hvers vegna ekki?     Er ekki jafn mikilvægt að berjastfyrir mannréttindum fólks á Ís- landi sem hefur verið ranglæti beitt eins og í útlöndum? STAKSTEINAR Katrín Jakobsdóttir Sömu kjör SIGMUND                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! -( -' -. -' -/ ( 01 02 ' 0- '2 ) % 3 4! 3 4! ) % 3 4! 4!  ! 3 4! 4!  ! 4!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   0- 0-/ ( 1 ( 5 6 1 6 - 0-- 4! 4! 4! )*4! 3 4! 4! 4! 4!   *%   7  ) % "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) 0' 02 0. 0. 0. 0-' - 01 / 0- . 3 4! 4! 4! 3 4! 3 4! 4! 4! 4! 4!  ! 7  9! : ;                        !   "  # ! $   !     %     #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   89    ;= 7- >         /    ? !! %  *      : 7%     ;   % <  ? 76  < *    % =% *%  >    *  =% 3 4! ?  / -' :    %   @> *4  *=    "3(4@ @<4A"BC" D./C<4A"BC" ,4E0D*.C" /16 A'/ /:A /:( ./6 1-2 6-5 -'./ 525 --1A -.1( -(.( -11( -(/6 '/2/ (22 (11 (.( (-1 -(.5 -(.6 -('/ -(/A ''/..:- -:6 -:- -:. -:2 /:A /:2 /:A ':( -:2 -:/ -:.              Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Sigurður Ásbjörnsson | 25. febrúar Framkvæmdasjóður Þessi sérmerkti skattur er búinn að vera í gildi í áraraðir en því miður hefur þessi sérmerkta fjárhæð ekki runnið til að leysa hin brýnu mál sem varða gamla fólkið. [...] Alls óskyldir og vandalausir eru þess í stað neyddir í sambú0ð og eiga sér ekkert einkalíf. En þess í stað fáum við fréttir af því að hennar há- tign heilbrigðisráðherrann hafi vaðið í framkvæmdasjóðinn til að láta kosta prentun kosningaloforða sinna. Meira: sas.blog.is Margrét Sverrisdóttir | 25. febrúar Græn skán á fálkanum Við skulum ekki láta þetta blekkja okkur nú í aðdraganda kosninga. Það er ekki langt síðan Ólafur F. Magnússon var úthrópaður – í orðsins fyllstu merk- ingu – af landsfundi Sjálfstæð- isflokks af því umhverfisviðhorf hans áttu alls ekki upp á pallborðið í flokknum. Græna skánin er aðeins þunnt lag yfir gráa skrápnum. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur áður lofað þjóðarsátt um stór mál Meira: [...]. margretsverris.blog.is Atli Fannar Bjarkason | 26. febrúar Plattannlæknir „Ég er ekki með tann- læknapróf en hef lesið mér til um tannlækn- ingar í bókum og á Netinu.“ Þetta kom fram í plat-auglýsing- unni sem sló í gegn um helgina. [...] Þetta hlýtur að segja sitt um verð á tannlæknaþjónustu á Íslandi. Það er svo dýrt að fara til tannlæknis að fólk var tilbúið að kanna það að fara í foreldrahús hjá hinum ófaglærða Davíð í endajaxla- töku. Meira: atlifannar.blog.is Ólína Þorvarðardóttir | 25. febrúar Þjóðin þarf mömmu Ég held satt að segja að tími landsfeðranna sé liðinn. Þjóðin þarf ekki áhættufúsa ofur- huga til þess að gefa sér langt nef, raka saman arði til þess að fara með hann úr landi, eða knésetja lítil byggðarlög. Æska landsins þarf ekki meiri neysluhroka eða skeyt- ingarleysi um mannleg gildi en orðið er. Gamla fólkið þarf ekki meiri æskudýrkun eða afskiptaleysi inn í íslenskt þjóðfélag. Arðsemiskrafa og útrásir eru ekki það sem íslenskt samfélag þarf að setja í forgang að þessu sinni, svo þjóðin fái þrifist. Markaðurinn sér um sig en hver ætl- ar að sjá um fólkið? Það er tími til kominn að leiða um- hyggjuna til öndvegis í íslenskum stjórnmálum. Þjóðin þarf ekki fleiri landsfeður. Þjóðin þarf mömmu, svo ég vitni til orða flokksbróður míns, Guðmundar Steingrímssonar sem hann lét falla á fundi hér fyrir vestan nýlega. Mæli hann manna heilastur. Það sem íslensk þjóð þarf sárlega á að halda um þessar mundir er ein- mitt umhyggja. Þau vita það sem eiga um sárt að binda vegna sjúkdóma, áfalla, van- rækslu, ellihrörnunar, fátæktar eða atvinnuleysis svo dæmi séu tekin. Þau vita það sem standa frammi fyr- ir kerfinu og bíða úrlausnar mán- uðum, jafnvel árum saman. Meira: olinathorv.blog.is Sigfús Þ. Sigmundsson | 26. febrúar Nafnlausa bréfið Þegar orðinu „óekkí“ er googlað kemur upp langur listi af heima- síðum. Það orð virðist því vera algengara en íslenskufræðingurinn hélt. Sé hins vegar orð- inu „skrúflulaust“ googlað kemur ekki upp ein einasta síða, þ.e. fyrir utan frétt af visi.is um þetta mál. Það virðist því vera sem orðið skrúflulaust sé lykillinn að ráðgát- unni. Þ.e. ef einhver getur fundið texta þar sem þetta orð kemur fyrir, eða þekkir lögfróðan mann eða konu sem notar það orð í mæltu máli, ættu að vera nokkrar líkur á að sá ein- staklingur hafi skrifað bréfið góða. Meira: sigfus.blog.is BLOG.IS NÝ björgunar- og slysavarnamið- stöð Björgunarsveitar Hafnar- fjarðar og Slysavarnadeildarinnar Hraunprýði verður byggð við Hval- eyrarbraut í Hafnarfirði. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að húsinu í gær. Það verður um 2.000 m2 á tveimur hæðum og er sérhannað fyrir starfsemi björgunarsveita á sjó og landi og slysavarnastarf. Í nýja húsinu verður einnig sér- hönnuð aðstaða fyrir helstu fjáröfl- unarleiðir björgunarsveitarinnar, það er flugeldasölu og sölu jóla- trjáa. Einnig munu Hraunprýð- iskonur verða þar með stóran veislusal sem leigður verður út til almennings. Björgunarsveit Hafnarfjarðar hefur starfað undir því nafni í sjö ár, en fyrirrennarar hennar voru Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og Björgunarsveitin Fiskaklettur. Í nýja húsinu kemst öll starfsemi sveitarinnar undir eitt þak. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Upphaf Lúðvík Geirsson bæjarstjóri tók fyrstu skóflustunguna. Miðstöð björgunar í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.