Morgunblaðið - 27.02.2007, Page 11

Morgunblaðið - 27.02.2007, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 11 FRÉTTIR FJALLAÐ var um uppsögn Ellýjar K. Guðmundsdóttur, sviðsstýru um- hverfissviðs, á fundi borgarráðs á fimmtudaginn, en hún hefur verið ráðin forstjóri Umhverfisstofnunar. Í bókun borgarráðsfulltrúa Sam- fylkingar og Vinstri grænna er það harmað „að enn einn sviðsstjóri borgarinnar skuli kjósa að hætta störfum hjá Reykjavíkurborg og fara annað. Með brotthvarfi sviðs- stjóra umhverfissviðs hafa sex sviðsstjórar hætt störfum á átta mánuðum.“ Í bókun meirihlutans, borgar- ráðsfulltrúa Framsóknaflokks og Sjálfstæðisflokks, segir að það sé „fagnaðarefni að stjórnendur hjá Reykjavíkurborg skuli vera eft- irsóttir starfskraftar. Hluti ástæð- unnar er vonandi að fleiri hafa fengið tækifæri til að þroskast og vaxa af störfum sínum hjá borg- inni, enda treyst fyrir mikil- vægum verk- efnum sem hafa þróast hratt á undanförnum ár- um. Það er bein- línis stefna borg- arinnar að starfsfólk hennar geti nýtt hæfileika sína til fullnustu og þroskast áfram. Ef það leiðir til þess að starfsfólki eru boðin önnur störf sem hæfa menntun þeirra og reynslu, hljóta borgaryfirvöld að samgleðjast.“ Í bókun beggja fylkinga eru Ellý þökkuð góð störf á vegum borg- arinnar og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Fagnaðarefni að stjórnendur séu eftirsóttir starfskraftar Ellý Katrín Guðmundsdóttir SAUÐFJÁRBÆNDUR hafa nú greitt atkvæði um samning um starfsskilyrði sauðfjárræktar sem undirritaður var af landbún- aðarráðherra og forystumönnum bænda 25. janúar sl. Var samning- urinn samþykktur með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða. Atkvæðisrétt höfðu 2.214 sauð- fjárbændur og greiddu 1.362 at- kvæði. Þau skiptust þannig að 1.214 sögðu já, 129 sögðu nei en auðir seðlar voru 19. Samningurinn tekur því gildi 1. janúar 2008 og gildir til ársloka 2013. Samningur samþykktur Samið Hrútlamb sem á sínum tíma fékk nafnið Þokki Þokkason. FUNDUR VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna leggur áherslu á að álverið í Straumsvík verði stækkað, enda verði stækkunin unnin í sátt við umhverfissjónarmið og fullnægi skilyrðum um meng- unarvarnir. Fundurinn telur að stækkun álversins hafi jákvæð áhrif á íslenskt efnahags- og atvinnulíf til framtíðar, stuðli að eflingu iðnaðar og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Stærra álver MARTEINN Þórsson, kvikmynda- gerðarmaður, hefur dvalið á Siglu- firði á annan mánuð. Hann hefur dvalið í Herhúsinu við skriftir þar sem hann vinnur að kvikmynda- handriti eftir Roklandi, sögu Hall- gríms Helgasonar. Þetta kemur fram á fréttavefnum Lífið á Sigló. Kvikmynd hans, One.0, var sýnd í Bíósalnum á sunnudag. Skrifar á Sigló LÖGREGLUMENN hafa und- anfarið verið með sérstakt eftirlit við grunnskóla í byggðakjörnum á Vestfjörðum. Þrír ökumenn voru í síðustu viku kærðir fyrir að aka Austurveg á Ísafirði en þar er allur akstur bannaður frá kl. 7.45 til kl. 15 alla virka daga. Austurvegur liggur framhjá grunnskólanum á Ísafirði og hefur þetta akstursbann verið lengt nýlega. Eftirlit við skóla Í ÁLYKTUN aðalfundar Sjálfstæðisfélagsins Völusteins í Bolungarvík, er meðal annars fjallað um þorskstofninn, rannsóknir og veiðiráðgjöf. Þar segir meðal annars: „Aðeins ein ríkis- rekin vísindastofnun stundar rannsóknir á lífríki hafsins við Íslandsstrendur og gefur síðan út veiðiráðgjöf, byggða á eigin rann- sóknum. Eðlilegra væri að bjóða rannsóknir út til sjálfstæðra vísindamanna og Hafrann- sóknastofnun mæti niðurstöður þeirra. Slíkt fyrirkomulag leiðir til markvissari rannsókna sem ætti að skila sér í betri nið- urstöðum fyrir fiskveiðistjórnun Íslendinga.“ Þorskrannsóknir verði boðnar út Golþorskur Í þessum róðri fékk Alfons Finnsson sjómað- ur frá Ólafsvík þrjá stóra. FÉLAG eldri borgara í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi hefur samþykkt álykt- un þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra virkjunarfram- kvæmda í neðri hluta Þjórsár. „Þessi virkjunaráform hafa gríð- arlega neikvæð umhverfisáhrif í sveitarfélaginu, ræktað land og gróið fer undir lónin ásamt ýmsum náttúruperlum í og við ána,“ segir í ályktun eldri borgara. „Í Þjórsárhrauninu sem liggur undir meginhluta sveitarinnar eru hriplekar jarðskjálftasprungur sem liggja út í ána. Við hækkað vatns- borð í fyrirhuguðum lónum óttast margir að jarðvatnsstaða hækki í neðri hluta sveitarinnar. Þá viljum við benda á að fyrirhugaðir varn- argarðar við uppistöðulónin yrðu reistir á helsta jarðskjálftasvæði landsins. Þetta teljum við að skapi augljósa hættu. Við teljum að öflun raforku til aukins áliðnaðar á suðvesturhorni landsins réttlæti ekki þessi virkjun- aráform. Við lýsum yfir fullum stuðningi við baráttu landeigenda á bökkum Þjórsár við að halda jörð- um sínum óskertum til búrekstrar,“ segir í ályktuninni. Hriplekar skjálftasprungur Áhyggjur Þjófafoss og Hekla í baksýn. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „LANDVERND er ekki mótfallin því að fyrirliggjandi vegir á hálend- inu séu lagfærðir og jafnvel malbik- aðir en við erum á móti uppbyggð- um vegum á þessu svæði,“ segir Bergur Sigurðsson, formaður Land- verndar. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir uppbyggða vegi á hálendinu vera „mannvirki í miðri náttúru“ sem sé mjög slæmt. Malbikun veg- slóða, þó að þeir séu ekki uppbyggð- ir, fylgi óhjákvæmilega brýr yfir læki. Ráðgjafarnefnd um Vatnajökuls- þjóðgarð telur æskilegt að vegir innan garðsins verði lagðir bundnu slitlagi. Þeir verði langflestir í eldri vegstæðum. Þá er lagt til að tveir veghlutar, annars vegar frá Hraun- eyjum að Jökulheimum og hins veg- ar frá Snæfelli að Brúarjökli, verði uppbyggðir. „Við viljum að þessir vegir séu látnir liggja í landslaginu, eins og mér skilst að umhverfisráð- herra vilji gera, svo við tökum í svipaðan streng og ráðherrann aldr- ei þessu vant,“ segir Bergur. Vilja ekki heilsársvegi Landvernd er þeirrar skoðunar að vegir á hálendinu eigi almennt ekki að vera uppbyggðir heilsárs- vegir. Í frumdrögum að skýrslu Há- lendisvegahóps Landverndar, Há- lendisvegir – hvert stefnir og hvað er í húfi?, segir m.a. að vegna nei- kvæðra áhrifa beri að stöðva frekari gerð uppbyggðra vega á hálendinu, „nema afar ríkir þjóðhagslegir hagsmunir séu í húfi“. Jafnframt beri að takmarka gerð annarra vega eins og kostur er og jafnvel loka til- teknum slóðum eða skilgreina þá til takmarkaðra nota. Hafa beri í huga að nýr vegur kallar yfirleitt á annan. Hálendið sé afar verðmætt svæði vegna náttúru, landslags og víðerna, bæði á landsvísu og alþjóðlega vísu. „Ef ekki er hægt að sýna fram á ríka þjóðhagslega hagsmuni vegna þessara uppbyggðu vega er engin ástæða til að ráðast í þá,“ segir Bergur. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, segir samtökin ekki telja það „sniðugt“ að malbika vegi í fyrirliggjandi veg- stæðum. Með uppbyggðum vegum, sérstaklega í íslensku landslagi þar sem allt er opið, verði vegir „mann- virki í miðri náttúru og því höfum við alfarið sett okkur gegn upp- byggðum vegum“. Reyna ætti eftir fremsta megni að hafa vegina sem upprunalegasta. Árni bendir á að brýr og rör til að veita lækjum í gegn fylgi óhjá- kvæmilega lagningu bundins slit- lags, þótt vegirnir séu ekki upp- byggðir. „Og til hvers? Ferðamenn ferðast þarna um í fjórhjóladrifnum bílum eða rútum. Þetta er einhver árátta,“ segir Árni um malbikun veganna. Aðdráttarafl og sérstaða hálend- isins felist í ósnortinni náttúru og að hún verði sem minnst manngerð. „Ég skil ekki alveg til hvers þarf að malbika, nema þá til að geta brunað með ferðamenn hraðar úr Öskju að Mývatni,“ segir Árni. Samkvæmt flokkun International Union for Conservation of Nature, IUCN, sem Ísland á aðild að, er ekki gert ráð fyrir að þjóðgarðar séu lagðir vegum í miklum mæli. „Heldur séu þjóðgarðar eins upp- runalegir og hægt er,“ segir Árni. „Vissulega hafa þjóðgarðar líka það hlutverk að gefa almenningi tæki- færi á að sjá ósnortna náttúru, en til að svo geti orðið á að vernda náttúr- una.“ „Verða mannvirki í miðri náttúru“ Landvernd segir að ríkir þjóðhagslegir hagsmunir verði að liggja til grundvallar uppbyggingu vega á hálendinu Morgunblaðið/ÞÖK Árni Finnsson Til hvers að malbika vegi innan Vatnajökulsþjóðgarðs? Í HNOTSKURN »Frumvarp um Vatnajök-ulsþjóðgarð bíður ann- arrar umræðu á Alþingi. »Frumvarpið byggist m.a. áskýrslu ráðgjafarnefndar frá því í nóvember sl. Í henni er m.a. sagt „æskilegt“ að fyr- irliggjandi vegir á svæðinu verði bundnir slitlagi. „AÐ láta eins og Sjálfstæðisflokk- urinn eða einstakir þingmenn hans hafi ekki haft eða hafi alls ekki áhuga á náttúruvernd eða umhverf- ismálum byggist í besta falli á van- þekkingu en í hinu versta á vísvit- andi rangfærslum.“ Þetta segir Björn Bjarnasson dómsmálaráðherra á heimasíðu sinni í tilefni fréttaskýringar á for- síðu Morgunblaðsins sl. laugardag þar sem sagt er að sjálfstæðismenn beini nú athyglinni að umhverf- ismálum. „Þegar Katrín Fjeldsted, sem set- ið hefur á þingi í minn stað und- anfarnar tvær vikur, segir, að Sjálf- stæðisflokkurinn stefni í 10% flokk vegna skorts á stefnu í umhverf- ismálum, mætti til dæmis ætla, að hún hefði ekki tekið þátt í því á síð- asta landsfundi flokksins að sam- þykkja stefnuna í umhverfismálum og um náttúruvernd, sem þar var samþykkt. Hefur svo mikið gerst síðan sá fundur var haldinn, að rétt- læti þessi stóru orð um framtíð eigin flokks? Sjálfstæð- isflokkurinn þarf ekkert að skammast sín fyrir stefnu sína í umhverfismálum og ástæðulaust er með öllu að láta eins og það sé nýmæli, að flokkurinn hafi áhuga á þessum málaflokki. Umræð- urnar núna um þessi mál taka mið af því, að í leit að málefnum fyrir kosn- ingarnar 12. maí vilja andstæðingar Sjálfstæðisflokksins gjarnan ná frá honum atkvæðum með því að bera hann rangri sök í þessu efni. Í slíkri orrahríð gerist það alltaf, að sumir þola hana svo illa, að þeir taka frek- ar undir með andstæðingnum en að halda fram eigin málstað og skýra hann,“ segir Björn. Í lykilhlutverki við setningu laga um náttúruvernd Björn segir að á sjötta áratug síð- ustu aldar þegar undirbúningur hófst að því að setja hér lög um nátt- úruvernd hafi sjálfstæðismenn verið í lykilhlutverki. „Á þessum árum voru málsvarar sósíalisma eða kommúnisma, forverar vinstri grænna í stjórnmálum samtímans, engir talsmenn umhverfisverndar, enda féll sú stefna ekki að mark- miðum sósíalísku ríkjanna. Í Evrópu hefur hvergi verið gerð harðari at- laga að umhverfinu en einmitt í Austur-Evrópu undir stjórn komm- únista. Á tímum kalda stríðsins var háð hörð barátta utan Sovétríkjanna gegn þeim áformum ráðamanna í Kreml að snúa við rennsli stórfljóta. Hvergi þykir mönnum haugar kjarnorkuúrgangs ógnvænlegri en á svæðunum í kringum Múrmansk í Rússlandi.“ Björn bendir á hve mikið hafi áunnist í þágu náttúruverndar á Þingvöllum undanfarin ár, en hann hefur verið formaður Þingvalla- nefndar. „Skýringin er einföld: Við, sem þar höfum leitt starfið, höfum sýnt náttúrunni virðingu en jafn- framt náð mikilvægum og góðum markmiðum, margfaldað þjóðgarð- inn að stærð og fengið hann skráðan á heimsminjaskrá UNESCO, einn staða á Íslandi, og stefnum að frek- ari viðurkenningu á þeim vettvangi, einkum vegna aðgerða okkar í þágu náttúruverndar.“ Björn minnir á að Þingvallanefnd hafi fengið bágt fyrir að hafa staðið gegn tillögum sem hefðu haft í för með sér stóraukna umferð um þjóð- garðinn. Áhugi á umhverfismálum er ekkert nýmæli Björn Bjarnason svarar fréttaskýr- ingu um flokkinn Björn Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.