Morgunblaðið - 27.02.2007, Síða 15

Morgunblaðið - 27.02.2007, Síða 15
Fréttir á SMS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 15 ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi. Fjölhæfur eins og þú Það þarf töluverða fjölhæfni til að vera framkvæmda- stjórinn á heimilinu, útsjónarsami uppalandinn og meistarinn í hvers kyns útréttingum. Mercedes-Benz B-Class er hinn fullkomni fjölskyldubíll og býr yfir sveigjanleika sem fáir aðrir bílar geta státað af. Hann er ótrúlega rúmgóður miðað við hversu nettur og lipur hann er auk þess að vera kraftmikill, þægilegur og sportlegur, allt í senn. Þessi glæsilegi meðlimur Mercedes-Benz fjölskyld- unnar hefur náð frábærum árangri í öryggisprófum og hlaut m.a. 5 stjörnur í EURO-NCAP. Há staða sætanna eykur öryggi farþega verulega og gerir allt aðgengi að bílnum þægilegra. Þá er B-Class frægur fyrir að vera eyðslugrannur og hefur dísilknúni CDI bíllinn unnið til verðlauna í sparaksturskeppnum bæði hér heima og erlendis. Komdu í sýningarsal okkar að Laugavegi 170 og mátaðu bíl sem er fjölhæfur eins og þú. Verð frá 2.680.000 kr.* *miðað við tollgengi evru í febrúar 2007 ● ÁLTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Stímir í Hafnarfirði hefur lokið við smíði á tveimur vélum sem fara eiga til rúss- neska álframleið- andans Rusal. Að sögn Inga B. Rútssonar, fram- kvæmdastjóra Stímis, er um að ræða sérhæfðan búnað til notk- unar í skaut- smiðju álfyrir- tækisins í Sayanagorsk í Síberíu. Verða vélarnar hluti af við- haldslínu sem annast viðhald for- skauta verksmiðjunnar. Stímir hefur á undanförnum árum þróað ýmsan sérhæfðan búnað og tæki til álframleiðslu, í samvinnu við álver Alcan í Straumsvík. Að sögn Inga hefur mikil vinna verið lögð í hönnun, þróun og markaðssetningu þessa búnaðar til erlendra álfyr- irtækja. Hefur Stímir einnig verið að vinna vélar fyrir Alcan í öðrum lönd- um sem og álver Balco í Indlandi. Stímir smíðar tvær vélar fyrir Rusal Ingi B. Rútsson ● GREINING Glitnis spáir því að vísi- tala neysluverðs lækki um 0,9% milli febrúar og mars. Gangi spáin eftir minnkar ársverðbólgan á milli mán- aða úr 7,4% í 5,3%. Í síðustu verð- bólguspá Glitnis var gert ráð fyrir 0,7% lækkun. „Við höfum einnig endurmetið næstu mánuði þar sem við gerum ráð fyrir minni verðbólgu en áður og þar með að það dragi hraðar úr verð- bólgu en við höfum áður reiknað með. Þar vegur þyngst styrking krón- unnar það sem af er ári. Endur- skoðun á verðbólguhorfum ber sterklega merki þess hve mikið krón- an hefur styrkst og við gerum ráð fyr- ir að verðbólga fari niður fyrir 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans í júní og verði undir því nánast út ár- ið,“ segir í nýrri verðbólguspá grein- ingardeildar Glitnis. Spá minnkandi verðbólgu á árinu ● TEYMI hf. hef- ur selt allan eignarhlut sinn í Securitas hf. á 3,8 milljarða. Kaupandi er óstofnað félag í eigu Fons eign- arhaldsfélags hf. Söluverðið kem- ur allt til greiðslu á þessu ári og er áætlaður söluhagnaður Teymis af sölu Securitas um 500 milljónir króna. Áhrif þessara ráðstafana á efna- hagsreikning Teymis eru þau að vaxtaberandi skuldir lækka um 5,4 milljarða króna í 21,9 milljarða. Teymi selur Securitas til Fons ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA aðallista í Kaup- höll Íslands hækkaði um 2,13% í gær, og var lokagildi hennar 7.605,05 við lokun markaða. Mesta hækkun á úrvalsvísitölu- félögum varð á Mosaic Fashions hf., 6,62%, og Glitni banka hf., 3,66%. Mest lækkun varð á FL Group, 0,93%, og Össuri hf., 0,82%. Heildarvelta í Kauphöllinni var 25,8 milljarðar króna, mest með hlutabréf eða fyrir um 18,8 milljarða króna. Velta á skuldabréfamarkaði nam hins vegar um 6,4 milljörðum króna. Vísitalan 7.605 stig Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.