Morgunblaðið - 27.02.2007, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÞÝSKI rithöf-
undurinn Lothar-
Guenther Buch-
heim er látinn, 89
ára að aldri.
Buchheim er m.a
höfundur met-
sölubókarinnar
Das Boot (The
Boat) sem varð að
kvikmynd sem
fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna.
Das Boot, sem kom út árið 1973,
er ein vinsælasta þýska skáldsaga
sem hefur komið út eftir stríð, og
hefur hún nú selst í meira en fjórum
milljónum eintaka.
Leikstjórinn Wolfgang Petersen
gerði svo kvikmynd eftir bókinni ár-
ið 1981, um áhöfn kafbáts í seinni
heimsstyrjöldinni, og lék m.a. Juerg-
en Prochnow í henni.
Buchheim byggði Das Boot á eigin
reynslu úr seinni heimsstyrjöldinni
þegar hann vann sem stríðsfréttarit-
ari.
Rithöfundurinn, sem lést vegna
hjartabilunar, var einnig myndlist-
armaður og listaverkasafnari sem
byggði upp hluta af safni sínu á nas-
istatímanum. Hann opnaði „Safn
ímyndunaraflsins“ í Bernried þar
sem safn hans af expressjónískum
verkum er til sýnis.
Buchheim
allur
Höfundur þýskrar
metsölubókar
Buchheim
Reuters
Kafbátur Úr myndinni Das Boot.
NORSKU málverki með álímdum
100.000 norskum þúsundkróna-
seðlum var stolið í Ósló um helgina.
Höfundur verksins er listmál-
arinn Jan Christensen, en rúmur
milljarður íslenskra króna fór í
verkið í bókstaflegum skilningi mið-
að við gengi norsku krónunnar í
dag.
Málverkið er 2x4 metrar að stærð
og ber nafnið „Afstætt verðmat“ og
var til sýnis í MGM listhúsinu í Ósló.
Ræningjar brutust þar inn aðfar-
arnótt sunnudags með því að brjóta
rúðu og skáru strigann af verkinu
þannig að blindramminn einn stóð
eftir. Eigandi sýningarhússins segir
þjófana hafa verið svo almennilega
að taka strigann af blindrammanum.
Öryggisverðir komu nokkrum mín-
útum of seint því þjófarnir voru á
bak og burt.
Norðmenn hafa löngum verið
gagnrýndir fyrir kæruleysi í kring-
um verðmæt listaverk og er
skemmst að minnast málverka eftir
hinn fræga norska málara Edvard
Munch sem hefur ítrekað verið stol-
ið í gegnum árin.
Málverka-
þjófnaður
Noregur Frá Akerbryggju í Osló.
SKÁLDASPÍRUKVÖLD
númer 79 verður haldið í dag á
nýjum stað, Pennanum-
Eymundssyni í Austurstræti.
Kvöldið verður með litríkum
og jafnvel pólitískum blæ, því
gestur kvöldsins er Ellert B.
Schram, sem mun m.a. lesa
upp úr nýustu bók sinni: Á
undan minni samtíð. Einnig
gefst gestum kostur á að
spjalla við Ellert um lífshlaup hans og blikurnar
sem eru á lofti í íslenskum stjórnmálum um þess-
ar mundir.
Aðgangur er ókeypis. Skipuleggjandi kvöldsins
er sem fyrr Benedikt S. Lafleur.
Upplestur
Með litríkum og
pólitískum blæ
Ellert B. Schram
Á MORGUN, miðvikudaginn
28. febrúar, mun Fabúla leika á
Domo í Þingholtsstræti 5,
ásamt hljómsveit.
Hljómsveitina skipa þeir
Jökull Jörgensen bassaleikari,
Birkir Rafn Gíslason gítarleik-
ari og Björgvin Ploder
trommuleikari.
Fyrir jólin gaf Fabúla, eða
Margrét Kristín Sigurð-
ardóttir eins og hún heitir
réttu nafni, út sinn þriðja geisladisk, Dusk, sem
fékk mjög góðar viðtökur.
Tónleikarnir á Domo hefjast klukkan 21.30 og
aðgangseyrir er 500 krónur.
Tónleikar
Fabúla á Domo
á morgun
Margrét K.
Sigurðardóttir
MYNDIN Spegillinn frá 1975
er gjarnan talin vera per-
sónulegasta kvikmynd rúss-
neska leikstjórans Andreis
Tarkovskys. Þar blandar
Tarkovsky saman endurliti
til fortíðar, sögulegum safn-
skotum og eigin myndatökum
með skáldlegu ívafi til að
myndgera minningar deyj-
andi manns og sýnir myndin
æsku hans á dögum seinni heimsstyrjald-
arinnar og unglingsár með sársaukafullum
skilnaði í fjölskyldunni.
Spegillinn er sýnd á vegum Kvikmyndasafns
Íslands í Bæjarbíói, Hafnarfirði, klukkan 20.
Kvikmyndir
Spegill Tarkovskys
í Bæjarbíói
Andrei Tarkovsky
Eftir Fóka Guðmundsson
floki@mbl.is
SVOKALLAÐ Cervantes-setur verð-
ur opnað við Háskóla Íslands á laug-
ardaginn. Við það tilefni mun dr.
Enrique Bernárdez, prófessor við
Compultense-háskólann í Madríd,
sæma Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og
Guðberg Bergsson heiðursorðu
spænskra yfirvalda fyrir störf í þágu
spænskrar tungu og fyrir að efla
menningartengsl milli Íslands og
spænskumælandi menningarheima.
Sjálfur mun Bernárdez svo þiggja
viðurkenningu menntamálaráðuneyt-
isins fyrir þýðingar sínar af íslensku
yfir á spænsku.
Þar með er tónninn sleginn fyrir
Cervantes-setrið sem hefur það að
markmiði að hlúa að spænskukennslu
hér á landi, efla og örva hvers kyns
menningarstarfsemi og auka sam-
skipti Íslands og hins spænskumæl-
andi heims, að sögn Hólmfríðar Garð-
arsdóttur, dósents í spænsku við
hugvísindadeild Háskóla Íslands.
„Menningarmálastofnun Spánar
var sett á laggirnar 1991 undir nafn-
inu Cervantes-stofnunin (Instituto
Cervantes). Síðan þá hefur sú stofnun
verið að koma sér fyrir út um allan
heim. Fyrsta miðstöðin á Norð-
urlöndunum var sett upp í Stokk-
hólmi fyrir þremur árum. Í framhaldi
af því var farið að skoða með hvaða
hætti starfsemi annars staðar á
Norðurlöndunum gæti verið og var
farin sú leið að opna eins konar útibú
frá aðalmiðstöðinni í Stokkhólmi; það
sem við höfum kosið að kalla „setur“,“
útskýrir Hólmfríður en íslenska setr-
ið er hið fyrsta á Norðurlöndunum.
Vill minnismerki um Borges
Hólmfríður segir að Háskóli Ís-
lands hafi verið ákveðinn sem sama-
staður setursins m.a. vegna mikils og
vaxandi áhuga á spænsku innan hug-
vísindadeildar en einnig vegna
Tungumálamiðstöðvar sem stofnunin
er nú hýst hjá. Þá hafi fundur for-
svarsmanna stofnunarinnar með Vig-
dísi Finnbogadóttur verið þungt á
metunum í þeirri ákvörðun og er
Cervantes-setrið rekið undir vernd-
arvæng Stofnunar Vigdísar Finn-
bogadóttur í erlendum tungumálum.
Í tengslum við opnunina hefur ver-
ið skipulögð málstofa um hinn merka
argentínska rithöfund Jorge Luis
Borges í hátíðarsal Háskóla Íslands.
Aðalræðumaður er María Kodama,
ekkja Borgesar, sem hingað kemur í
boði Cervantes-stofnunarinnar. Mun
Kodama fjalla um reynslu eig-
inmanns síns af norrænum bók-
menntum og af Íslandi, en Borges
heimsótti landið nokkrum sinnum á
áttunda áratugnum. Þá mun Sigrún
Á. Eiríksdóttir fjalla um reynslu sína
af þýðingum á verkum skáldsins og
Matthías Johannessen segja frá
kynnum sínum af Borges.
Hólmfríður segir komu Kodama
mikið fagnaðarefni og að gaman sé að
geta boðið upp á svona flottan dag-
skrárlið. Þá sé Kodama með sérverk-
efni í burðarliðnum sem hún komi til
með að leggja frekari grunn að með-
an á dvöl hennar stendur.
„Um þessar mundir er hún að
vinna því fylgi að reistur verði minn-
isvarði um eiginmann sinn – í Sviss, í
Argentínu og á Íslandi – sem er
byggður upp eins og völundarhús og
er eiginlega nafnið hans Borgesar og
spegilmynd af því.“
Borges í boði Cervantes
Guðbergur Bergsson og Álfrún Gunnlaugsdóttir sæmd heiðursorðu við opnun
Cervantes-seturs á Íslandi Málþing um Borges haldið í tengslum við opnunina
Ljósmynd/Fundación Internacional Jorge Luis Borges de Buenos Aires
Borges Ekkja Borges kemur hingað í tengslum við opnun Cervantes-seturs.
Í HNOTSKURN
» Cervantes-stofnunin heldurúti u.þ.b. 60 útibúum í yfir 30
löndum.
» Stofnunin er nefnd eftir höf-undi Dons Kíkóta, Miguel
Cervantes.
» Formaður Cervantes-setursá Íslandi er Isaac Juan Tom-
ás.
» Jorge Luis Borges þykireinn af merkustu höfundum
síðustu aldar.
Opnunin fer fram í hátíðarsal HÍ
nk. laugardag kl. 15. Málþing um
Borges fer fram á sama stað nk.
fimmtudag kl. 16.30. Tónleikar ein-
leikarans Pablos Galdos verða
haldnir í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar kl. 20 á fimmtudaginn í
tengslum við opnunina.
UPPTÖKUR á nýrri ferðalaga-
plötu KK og Magga Eiríks, sem
nú standa yfir í alþýðulýðveldinu
Kína, ganga að óskum að sögn
Óttars Felix Haukssonar, útgáfu-
stjóra Zonet, en hann segir að
haft hafi verið í flimtingum að
kalla nýju plötuna Langferðalögin
þar sem menn séu komnir alla leið
til Sjanghæ til að ljúka upptökum.
Kínverska útgáfufyrirtækið
SAVPH hélt heljarmikinn fjöl-
miðlafund á sunnudag til að kynna
væntanlega útgáfu og hljómleika
KK og Magga sem fara fram í
Shanghai Grand Theatre nk. laug-
ardagskvöld og þar rakti Óttar
Felix í stuttu máli fyrir kínversk-
um fjölmiðlum menningar-
samskipti íslenskra dægur- og
djasstónlistarmanna við Kína und-
anfarin þrjú ár og upplýsti á fund-
inum að nú væri komið að gagn-
kvæmni þessara samskipta þar
sem það væri orðið ljóst að Zonet
myndi gefa út kínverska tónlist í
Norður-Evrópu á þessu ári. Í lok-
in léku KK og Maggi þrjú lög af
„Langferðalögunum“ við góðar
undirtektir fjölmiðlafólksins. Ein
helsta sjónvarpsstöð Shanghai,
ORIENTAL TV, gerði fundinum
góð skil í kvöldfréttum á sunnu-
dagskvöld.
Zonet gefur út kín-
verska tónlist í Evrópu
Morgunblaðið/Arnaldur
Ferðalangar KK og Magnús taka nú upp þriðju ferðalagaplötu sína í borg-
inni Sjanghæ í alþýðulýðveldinu Kína. Óttar Felix hjá Zonet er með í för.
♦♦♦