Morgunblaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | „Í dagsins önn gefst ekki alltaf tækifæri til að staldra við og íhuga hvaða starf á sér stað í skólanum og vildum við því með þessu málþingi gefa fólki tækifæri til að kynnast broti af því starfi sem fram fer í Heiðarskóla,“ segir Sóley Halla Þórhallsdóttir, að- stoðarskólastjóri Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Allt starfsfólk skól- ans tók þátt í undirbúningi mál- þings um skólamál sem haldið var í skólanum sl. laugardag. Sóley Halla segir að mikil gróska sé í grunnskólunum, þegar hún er spurð um tildrög málþingsins. Þar sé unnið metnaðarfullt og faglegt starf og mikið þróunar- og umbóta- starf sem vert sé að vekja athygli á. Uppeldi til ábyrgðar Flutt voru fimmtán erindi um málefni tengd starfi grunnskólans. Sóley Halla segir að bóknámsgrein- ar fái yfirleitt mikla athygli í um- ræðu um skólamál. Ákveðið hafi verið að beina kastljósinu meira að nemandanum sjálfum á þessu mál- þingi, meðal annars líðan hans og félagslegum þáttum. „Starf skólans er orðið svo víðfeðmt og þar er verið að vinna mikið með líðan nemenda og félagslega þætti. Kennarar og starfsfólk skynja það sífellt betur að nemandinn lærir lítið ef honum líður illa,“ segir Sóley Halla. Heiðarskóli tekur þátt í Olweus- aráætluninni gegn einelti. Það starf var sérstaklega kynnt á málþinginu og árangur þess. Starfsfólkið hefur verið kynna sér „Uppeldi til ábyrgð- ar – uppbyggingu sjálfsaga“ og ver- ið er að íhuga að taka það upp við skólann. Um er að ræða uppeldis- aðferð sem gengur út á það að efla tilfinningaþroska nemenda, fé- lagsfærni og siðferði. Kynnt var verkefni sem unnið er að innan skól- ans og nefnist „Líðan skiptir máli“. Snýst það um jákvæða styrkingu einstakra nemenda innan skóla- veggjanna. Fengist hefur styrkur hjá Manngildissjóði Reykjanesbæj- ar til að vinna að því. Þá var á málstefnunni sérstak- lega farið yfir þætti sem sérstök rækt hefur verið lögð við í starfi Heiðarskóla, það er að segja verk- og listgreinar og íþróttir. Sóley Halla segir að kynning á dans- kennslunni hafi til að mynda vakið athygli. „Okkur þótti skemmtilegt að vinna að undirbúningi þessa mál- þings. Við sáum að það var gott fyr- ir okkur að fara í gegnum þessa fag- legu umræðu og það var líka gaman að þátttakendur höfðu orð á því að þetta hefði verið gagnlegt, vel unnið og skemmtilegt,“ segir Sóley Halla. Nemandi lærir lítið þegar honum líður illa Háttvísi, hugvit, heilbrigði Góð þátttaka var í málþingi sem kennarar og aðrir starfsmenn Heiðarskóla í Reykjanesbæ efndu til. Í HNOTSKURN »Í Heiðarskóla starfa sextíumanns. Þeir tóku allir sem einn þátt í undirbúningi og framkvæmd málþings um skólamál. »Háttvísi, hugvit og heil-brigði var yfirskrift mál- þingsins og endurspeglar það nokkuð efni þess. »Alls komu um 160 manns áþingið og voru kennarar og annað starfsfólk grunn- skóla áberandi í hópnum. Grindavík | „Ég er þannig gerður að ef ég fæ áhuga á einhverju, þá geri ég það 110% og stunda í mörg ár,“ segir Olgeir Andrésson sem hefur opnað sína fyrstu ljós- myndasýningu. Sýningin er í Saltfisksetrinu í Grindavík og nefnist Suðvestan sjö. Hún verður opin til 20. mars, frá klukkan 11 til 18 daglega. Olgeir hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun en byrjaði þó ekki fyrir alvöru fyrr en fyrir tveimur árum. Hefur hann stundað þetta áhugamál af mikilli elju síðan og hefur vakið athygli fyrir myndir sínar, meira að segja út fyrir landsteinana. Hann er kominn með umboðsmann í Banda- ríkjunum og hefur fengið boð um að halda sýningu í Boston. Á sýningunni í Grindavík eru að- allega landslagsmyndir og flestar eru tengdar sjávarsíðunni. „Sjórinn hefur mikið aðdráttarafl,“ segir Olgeir. Hann hefur alla tíð verið tengdur sjónum, alveg frá átta ára aldri þegar hann dorgaði á bryggj- unni. Hann fór á sjóinn og stundaði sjómennsku í þrjátíu ár. Þótt Olgeir hafi hætt á sjónum fyrir sex árum fylgist hann enn vel með í sjávar- plássunum og það varð til þess að honum datt í hug að halda sína fyrstu einkasýningu í Saltfisksetrinu í Grindavík. Margar myndanna á sýningunni eru frá Reykjanesi og Reykjanes- skaganum almennt. Þótt Olgeir fari oft að mynda á þekktum ferða- mannastöðum reynir hann að nálg- ast þá á sinn eigin hátt. „Ég reyni að fara aðeins út fyrir hina hefðbundnu staði og reyni að fanga staði sem fáir fara á en geta verið virkilega fal- legir og áhugaverðir,“ segir hann. „Með sýningunni vil ég leyfa fólki að njóta þeirra augnablika sem ég hef átt úti í náttúrunni,“ segir Ol- geir. Ljósmynd/Olgeir Sjórinn Myndavélin dregur gamlan sjómann niður að sjónum. Myndar af mikilli elju Olgeir Andrésson LANDIÐ Eftir Örn Þórarinsson Skagafjörður | „Í fyrsta lagi var haustið mjög gott, hægt að beita kúnum nánast alla daga langt fram eftir október og við höfðum mjög góða beit, bæði grænfóður og einnig há sem um haustið var þriðja spretta síðasta sumars. Svo byggist þetta mikið upp á góðri meðferð á skepnunum,“ sagði Hjálmar Guðjónsson þegar frétta- ritari leitaði skýringa hjá hjón- unum á Tunguhálsi, Hjálmari og Þóreyju Helgadóttur, á miklum afurðum. Kúabú þeirra varð eitt af afurðahæstu búum landsins. Hjálmar heldur áfram: „Við gáfum þeim til dæmis hey með beitinni nánast allt fyrrasumar og byrjum tiltölulega snemma að hýsa þær á nóttunni. Það er í lagi að láta kýrnar út að haustinu, þótt veðrið sé ekki gott, ef næg beit er. Þær eru fljótar að rífa í sig en við pössum vel að láta þær ekki híma aðgerðarlausar úti í rigningu og kulda. En þetta er auðvitað bindandi og krefst þess að við séum ekki langt að heim- an,“ sagði Hjálmar. Engar tvær kýr eins „Svo er mikið atriði að þekkja gripina vel. Það eru engar tvær kýr eins, ekki frekar en mann- fólkið og það hefur hver og ein sín sérkenni. Þegar maður er með af- urðasamar kýr verða auðvitað dætur þeirra oftast góðar þó það fari líka eftir nautunum sem þær eru undan. Við voru á síðasta ári með frekar lítið af fyrsta kálfs kvígum sem mjólka oftast minna fyrst árið en eldri kýrnar og það hjálpaði til að ná þessum afurð- um, en svo leggjum viðlíka mikið upp úr að hafa gott hey. Reynum að byrja heyskap snemma og tví- sláum nánast allt túnið og látum efnagreina heyin. Síðan fáum við ráðunautinn til að gera fóðuráætl- un,“ segir Þórey. „Í þessu sambandi má koma fram að við keyptum sl. vor rúllu- samstæðu sem er með söxunar- búnaði fyrir heyið. Mér finnst kýrnar éta umtalsvert meira af þessu saxaða heyi en áður þegar við notuðum hefðbundna rúlluvél. En það verður náttúrlega að láta kýrnar mjólka og fylla kvótann því hann er alltaf að vaxa. Það bættust við sjö þúsund lítrar í haust og nú höfum við rúma 173 þúsund lítra en mér sýnist að þær verði ekki í vandræðum með að fylla hann því þær hafa mjólkað vel það sem af er í vetur og yf- irleitt finnst mér í heildina kúa- afurðir vera að aukast jafnt og þétt,“ sagði Hjálmar. Brautarkerfi í fjósinu Fjósið á Tunguhálsi er byggt árið 1984. Það er eins og þá tíðk- aðist, hefðbundið básafjós. Þau Hjálmar og Þórey endurnýjuðu fyrir þremur árum mjaltaaðstöð- una, nú er svokallað brautarkerfi. Í haust endurnýjuðu þau svo nán- ast allar innréttingar í fjósinu. Vinnuaðstaða er því öll með ágæt- um sem og aðbúnaður gripanna og greinilegt að þau leggja mikið upp úr að fjósið sé þrifalegt. Þau segjast leggja mesta áherslu á að eiga góða gripi sem skili miklum afurðum enda býður fjósið ekki upp á stærra bú nema með stór- felldum breytingum. Þau telja hinsvegar að of margir, bæði sauðfjár- og kúabændur hugsi meira um að hafa mikinn fjölda af gripum sem þá verði oft æði mis- jafnir að gæðum og afurðir búsins eftir því. Hjónin á Tunguhálsi II reka lítið kúabú sem er eitt af þeim afurðahæstu Leggjum meira upp úr góð- um afurðum en fjölda gripa Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Metkýr Frekja varð afurðahæsta kýrin á Tunguhálsi II á síðasta ári. Hjálmar Guðjónsson og Þórey Helgadóttir standa við bás hennar. Í HNOTSKURN » Tvö kúabú í Skagafirðináðu þeim árangri á síðasta ári að afurðir náðu 7.000 kíló- um eftir hverja árskú. » Búið á Egg í Hegranesi varmeð 7.111 kíló að jafnaði. » Kúabúið á Tunguhálsi II íLýtingsstaðahreppi varð sjötta afurðahæsta kúabú landsins en þar skiluðu kýrnar að jafnaði 7.233 kg hver. » Ekki er stórt bú á Tungu-hálsi, 24 básar auk kálfa- stía, þannig að þar reiknast yf- irleitt 27 til 28 árskýr. Kvótinn er 173 þúsund lítrar. Grímsey | Stundin var stór þegar 24 kvenfélagskonur í Grímsey fögnuðu hálfrar aldar afmæli í félagsheimilinu Múla. Kvenfélagið Baugur var stofnað 24. febrúar 1957 sem var mikill áfangi í lífi kvenna hér í nyrstu byggð. Fyrsti for- maðurinn var Ingibjörg Jónsdóttir í Grenivík. Fyrstu fundir félagsins voru ýmist haldnir í heimahúsum eða í skóla- húsinu, konurnar mættu með eigin bolla, kaffibrúsa og jafnvel stóla. En andinn var bjartur og konur fúsar til starfa til góða fyrir sína heimabyggð. Þær sáu um Fiske-afmæli, þorrablót og fleira og fleira sem er í fullu gildi enn í dag. Fimm konur, Birna Óladóttir, Hall- dóra Traustadóttir, Hulda Reykjalín, Jórunn Magnúsdóttir og Vilborg Sig- urðardóttir sem allar eru stofnfélagar fengu skjöl sem heiðursfélagar, með innilegu þakklæti fyrir veru í Baugi í 50 ár. Margar gjafir og kveðjur bárust Baugi á þessum tímamótum. Hápunktur hátíðarkvöldsins var þegar félagar í Kiwanisklúbbnum Grími birtust með góðar gjafir og sungu afmælissönginn fyrir Baugskonur. Fimm konur heiðraðar fyrir fimmtíu ára starf Bjartar Kvenfélagskonur í Baugi í Grímsey nutu sín vel í fimmtíu ára afmælishófinu. Morgunblaðið/Helga Mattína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.