Morgunblaðið - 27.02.2007, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÞESSAR línur
eru skrifaðar
föstudaginn 23.
febrúar. Einn af
þessum fallegu
vetrardögum í
Reykjavík þar
sem sólin skín og
norðanáttin læt-
ur lítið fyrir sér
fara. Tilvalinn
dagur til að skilja
bílinn eftir heima og ganga eða
hjóla úti í góða veðrinu.
Eins og flesta daga hjólaði ég í
vinnuna í morgun. Setti á mig
hjálminn og rykgrímuna fyrir and-
litið.
Á degi sem þessum ekur stór
hluti fólks í og úr vinnu, sumir jafn-
vel tvisvar á dag. Samkvæmt ný-
legri könnun fara 73% borgarbúa
ferða sinna á eigin bíl og eru þá oft-
ast einir í bílnum. Rúmlega helm-
ingur allra þessara bíla er á nagla-
dekkjum a.m.k. hálft árið. Afleiðing
þessa er sú að hér er tjöruryk í
lofti, oft langt yfir hættumörkum,
auk annarra mengandi efna. Þetta
ætti svo sem ekki að hafa farið fram
hjá neinum, nema kannski helst
þeim sem aldrei skilja bílana við
sig.
En hverjir eru í mestri hættu
vegna þessa ryks? Það eru aug-
ljóslega þeir sem síst skyldi, nefni-
lega gangandi og hjólandi vegfar-
endur og stór hluti þeirra börn.
Þetta fólk eyðir oftast mun lengri
tíma úti við en bílafólkið auk þess
sem að það er algjörlega ber-
skjaldað. Væntanlega andar þetta
fólk því að sér margfalt meira ryki
en hinir sem því valda.
Það hefur verið talið heilsubæt-
andi að skilja bílinn eftir heima og
hreyfa líkamann daglega, en ég get
ekki neitað því að ég hef mínar efa-
semdir um það. Því spyr ég: Hve-
nær og hvernig ætla yfirvöld að
stöðva notkun nagladekkja? Síðan
hvenær er það ásættanlegt að sak-
laust fólk fái öndunarfærasjúkdóma
vegna þess að aðrir kæra sig koll-
ótta? Eiga börnin okkar ekki rétt á
að vaxa upp í hreinu lofti?
Hér hefur lengi verið sú staðfasta
trú meðal fólks að loftið sé hvergi
hreinna en á Íslandi. Því miður er
það liðin tíð, því að hér viðgengst
hirðuleysi og sóðaskapur sem líðst
ekki í flestum þeim löndum sem við
viljum bera okkur saman við.
Mér finnst tími til kominn að yf-
irvöld hysji upp um sig buxurnar og
snúi við þessari afleitu þróun. Öku-
menn virðast ekki ætla að breyta
sínum slæmu venjum og allt of mik-
ið er í húfi til að láta eins og ekkert
sé að.
SIGURÐUR H. SIGURÐSSON
hjólreiðamaður,
Sogavegi 78, Reykjavík.
Látum ekki eins
og ekkert sé
Frá Sigurði H. Sigurðssyni:
Sigurður H.
Sigurðsson
MIKIÐ hefur verið rætt um lagn-
ingu hálendisvega að undanförnu
og mjög nauðsynlegt að sem flestir
tjái sig um það efni. Skoðun mín
er sú að alls ekki eigi að leggja
uppbyggðan heilsársveg yfir Kjöl
né annars staðar yfir hálendi Ís-
lands. Fyrst er að stórbæta þjóð-
veg nr. 1, sem er hálfónýtur á
stórum köflum, bílarnir hoppa og
skoppa um allan veg, og auk þess
er vegurinn alltof mjór. Við þurf-
um alltaf að hafa góðan veg í
byggð og nær væri að stytta þann
veg þar sem það er hægt. Ég er
sammála Ómari Ragnarssyni í því
máli. Þar sem við erum lítil þjóð
með stórt vegakerfi er það órétt-
lætanlegt að setja stórfé í að
leggja uppbyggða hálendisvegi
meðan vegir í byggð um allt land
eru illnothæfir, þar má líka tala
um gatnakerfi Reykjavíkurborgar.
Svo er líka annað sem Íslend-
ingar ættu að hugsa um. Viljum
við sjá uppbyggða vegi um allt há-
lendið? Ég segi nei, þetta eru óaft-
urkræfar framkvæmdir sem munu
skemma hálendið til frambúðar,
eða halda menn að hægt sé að
setja vegaefnið aftur í námurnar
og raða svo steinunum aftur á sinn
stað þegar mönnum er ljóst að
þetta hafi verið mistök? Ekki má
skilja þetta svo að ég vilji ekki lag-
færingar á hálendisvegum, en það
má nú á milli vera. Hægt er að
laga vegi, en fara eftir landslaginu
svo lítið beri á, ekki uppbyggðan
beinan veg.
Síðan 1984 hef ég á hverju
sumri ekið fólksflutningabíl frá
Mývatni inn á hálendið, í Herðu-
breiðarlindir og í Öskju. Það er
fólk frá mörgum löndum sem hefur
farið með í þessar ferðir og at-
hyglivert að upplifa viðbrögð þessa
fólks er inn á hálendið kemur. Við
ökum yfir óbrúaðar ár, eittvað sem
þetta fólk hefur ekki gert, og svo
er hægt að fá sér að drekka, ískalt
vatn úr tærri uppsprettunni. Nei,
þetta fólk trúir varla að þetta sé í
lagi, hljóti að vera mengað vatn.
Eða að stoppa í hrauninu við
Herðubreiðarlindir þar sem Jök-
ulsá á Fjöllum rennur við hraun-
kantinn og upplifa hversu náttúran
er stórfengleg. Hvað þá að koma í
Öskju í góðu veðri og hlusta bara
á kyrrðina og hlaða sín batterí.
Við höfum sérstöðu meðal ann-
arra þjóða, með þetta hálendi og
hingað kemur fólk úr öllum heim-
inum til að njóta þess. Þess vegna
skulum við ekki leggja mengandi
hraðbrautir yfir fjöllin okkar, held-
ur njóta þess sem við höfum, og
sérstöðunnar.
GÍSLI RAFN JÓNSSON,
Mývatnssveit.
Lagning hálendisvega
Frá Gísla Rafni Jónssyni:
ÞAÐ ER of dýrt segja þeir þegar
SÁÁ óskar eftir að fá næga fjárveit-
ingu svo standa megi undir kostnaði
við 2.400 innlagnir á sjúkrahúsið
Vog. Það er líka of dýrt að bjóða
þessum einstaklingum upp á faglega
meðferð sem líklegri er til að skila
þeim aftur út í þjóðfélagið. Því er val-
ið að semja við trúfélög um meðferð
svo spara megi peninga þó að á sama
tíma sé verið að fara á svig við lög í
landinu. Hér verður gerð tilraun til
að sýna fram á hversu óskynsamleg
ráðstöfun það er hjá framkvæmda-
valdinu að draga úr meðferðarstarfi
fagaðila.
Óumdeilt er að áfengissjúklingar
eiga rétt á að fá heilbrigðisþjónustu
við sjúkdómi sínum og íslenska rík-
inu er skylt að veita slíka heilbrigð-
isþjónustu til handa
áfengissjúkum á sama
hátt og við öðrum sjúk-
dómum. Þetta getur
ríkið gert annaðhvort á
eigin stofnunum eða
með því að fela verk-
efnið öðrum. Þessir
einkaaðilar verða þó að
uppfylla sambærileg
skilyrði og heilbrigð-
isstofnanir ríkisins.
Þegar einkaaðilarnir
geta framkvæmt þessa
þjónustu jafn vel eða
betur en ríkið og á sam-
bærilegu eða betra verði en ríkið þá
er eðlilegt að þeim sé falin þessi
starfsemi. Slíkt kallast ráðdeild í
rekstri. Þannig er mjög skynsamlegt
af ríkinu að fela SÁÁ rekstur með-
ferðarþjónustu fyrir sig þar sem
þjónustan sem er veitt er með því
besta sem gerist á heimsvísu og
kostnaðurinn er langt undir því sem
ríkið gæti sjálft boðið. Aðrir meðferð-
araðilar íslenskir hafa reynt að vera
samkeppnisfærir við SÁÁ, en ekki
tekist nema slá af eðlilegum fagleg-
um kröfum eða að ekki sé farið að
heilbrigðislögum. Af þeim sökum
ættu þeir auðvitað ekki að koma til
greina sem veitandi heilbrigðisþjón-
ustu fyrir ríkið, en menn vilja setja
kíkinn á blinda augað fyrir því í
sparnaðarskyni. Sá sparnaður er
auðvitað enginn þegar til lengri tíma
er litið því ekki hefur tekist að sýna
fram á mælanlegan árangur við með-
ferð þessara aðila sem réttlætir að
slakað sé á öllum faglegum og laga-
legum kröfum.
Það er undarlegt að fulltrúar fjár-
veitingavaldsins tali um mikinn
kostnað við meðferðarmál á Íslandi.
Þá væri gaman að fá hvaða viðmið
eru lögð til grundvallar. Fyrst og
fremst myndi skynsamur maður
reyna að meta hvaða
kostnað þjóðfélagið hafi
af þeim sem misnota
áfengi og vímuefni. Til
þess þarf að líta til
margra þátta s.s. kostn-
aðar heilbrigðisþjón-
ustunnar í heild sinni af
þessum sjúklingum,
kostnaðar félagslegrar
þjónustu (umfram það
sem eðlilegt getur tal-
ist) og kostnaðar vegna
framleiðslutaps fyrir
þjóðfélagið í heild sinni.
Þetta hafa fjölmargir erlendir aðilar
reynt að gera og má t.d. benda á
skýrslu sem unnin var fyrir forseta
Bandaríkjanna um kostnað þar-
lendra (Executive Office of the Presi-
dent, Office of National Drug Cont-
rol Policy,1992–2002). Sú skýrsla
metur kostnað þarlendra 182 billj-
ónir dala sem skiptist í beinan og
óbeinan kostnað. Hér er beinn kostn-
aður hrein útgjöld til heilbrigðismála,
meðferðar, löggæslu og forvarna sem
ekki nýtist til annarra verkefna.
Óbeinn kostnaður vísar til glötunar
verðmæta sem þjóðfélaginu skapast
ekki vegna ótímabærra dauðsfalla,
örorku og minni framleiðni. Fjöl-
margar aðrar skýrslur styðja þessa
útreikninga og hafa þýskir, breskir,
skandinavískir og svissneskir vís-
indamenn einnig gert tilraun til að
reikna út þennan kostnað og allir
komist að því að hann sé umtals-
verður eða á bilinu 1–4% af lands-
framleiðslu. Miðað við þessa útreikn-
inga og að landsframleiðsla Íslands
sé um 1.000 milljarðar þá er árlegur
kostaður Íslendinga vegna áfengis-
og vímuefnaneyslu á bilinu 10 til 40
milljarðar. Það væri því eðlilegt að
reyna að draga úr þessum kostnaði,
eða hvað?
Til að svara því þá er eðlilegt að
bera saman þjóðfélagslegan kostnað
af drykkjusjúkum og þann kostnað
sem hlýst af meðferð þeirra. Þar
verða menn auðvitað að líta til árang-
urs af meðferðinni einnig. Guð-
mundur Ólafsson hagfræðingur hef-
ur reiknað þennan kostnað út og
fundið að nóg er að einn af hverjum
10 nái bata til þess að meðferðin
borgi sig. Það er góð fjárfesting þeg-
ar litið er til þess að helmingur þeirra
sem til meðferðar koma hjá SÁÁ
koma aðeins einu sinni og 80% þrisv-
ar eða sjaldnar.
Því er það ákaflega óskynsamlegt
að draga úr fjárveitingum til með-
ferðarstarfs og að semja við vanhæfa
aðila með óvissum árangri. En þetta
hafa ráðamenn þó gert. Samkvæmt
tölum frá Hagstofunni má sjá að á
föstu verðlagi ver hið opinbera 20–
30% minna til meðferðarmála árin
2003–2004 en varið var til hins sama
tíu árum fyrr. Þetta gerist á sama
tíma og vandamálið þyngist með auk-
inni áfengisneyslu og sjúklingarnir
verða dýrari vegna aukinnar örvandi
vímuefnanotkunar. Þetta gerist á
sama tíma og SÁÁ stefnir í gjaldþrot
að óbreyttu. Hvort ætli íslenskt þjóð-
félag standi betur eða verr án SÁÁ?
Það er of dýrt
Ari Matthíasson fjallar
um málefni SÁÁ
» Stjórnvöld hafadregið úr útgjöldum
til meðferðarmála um
20–30% á 10 ára tímabili
þrátt fyrir að vandinn sé
að aukast. Getur það
talist skynsamlegt?
Ari Matthíasson
Höfundur er framkvæmda-
stjóri hjá SÁÁ.
RÚNAR Sigþórsson, dósent í
menntunarfræðum við Háskólann á
Akureyri, gerir mér
þann heiður 4. febrúar
sl. að svara grein minni
frá 9. janúar þar sem
ég gerði kenn-
aramenntun í háskól-
um þessa lands að um-
talsefni. Eins og vænta
mátti erum við Rúnar á
öndverðum meiði í
þessum málum. Ég læt
hjá líða að rekja efni
greinar Rúnars – hana
má lesa í gagnasafni
Morgunblaðsins – en
megininntak hennar
var, að því er ég best fæ séð, að mót-
mæla þeirri staðhæfingu minni að
það væri æskilegt að kennarar yrðu
sér úti um greinargóða þekkingu á
þeim fræðum sem þeir kenna.
Ég vil, hins vegar, árétta það sem
ég hef bent á áður á síðum Morg-
unblaðsins, að menntun íslenskra
ungmenna á sviði raunvísinda er í
langflestum tilvikum stórlega ábóta-
vant. Þannig er það algengt að ný-
stúdenta, jafnvel af náttúrufræði-
braut, reki í vörðurnar ef þeir eru
beðnir að útskýra grunnhugtök sam-
eindalíffræðanna, t.d.
stökkbreytingu eða
klónun, en slíkt efni er
að finna í námskrá
grunnskóla. Fæstir
stúdentar hafa svo
mikið sem heyrt
minnst á Galenos frá
Pergamum, hvað þá að
þeir geri sér einhverja
grein fyrir framlagi
hans til líf- og lækn-
isvísindanna. Sama
mætti segja um Willi-
am Harvey, Robert
Koch, Anaxímandros
frá Míletos eða Francis Crick, svo
örfá dæmi séu nefnd. Jafnvel þróun-
arkenning Darwins virðist fá heldur
snautlega meðferð í hinu íslenska
menntakerfi. Ég neita að trúa því að
íslenskir unglingar séu verr gefnir
en jafnaldrar þeirra í þeim löndum
öðrum sem ég þekki til í. Ástæðn-
anna hlýtur því að vera að leita í
skólakerfinu, skipulagi þess og/eða
hæfni kennara.
Það er ef til vill rétt, nú á tímum
taumlausrar markaðshyggju og al-
valds peninganna, að benda á að þeir
stúdentar sem á annað borð treysta
sér í raunvísindatengt háskólanám á
þessum veika grunni bera ótvíræðan
fjárhagslegan skaða af þessu klúðri
hins almenna skólakerfis. Vegna
ónógs undirbúnings neyðast stúd-
entar til að tví- og jafnvel þrítaka
grunnkúrsa í raunvísindum og geta
hæglega lent í því að tefjast í bakkal-
árnámi um eitt og jafnvel tvö ár
vegna þessa. Tími stúdenta er ekki
síður verðmætur en annarra, auk
þess sem námstöfin útheimtir fjár-
útlát á formi innritunar- og próf-
tökugjalda hvað sem fullyrðingum
stjórnmálamanna um skóla-
gjaldaleysi opinberra háskóla líður.
Það er svo ekki síður skaði fyrir
samfélagið allt að vegna ónógs und-
irbúnings veigra margir stúdentar
sér við að hefja nám á sviði raunvís-
inda. Það er mannskepnunni eig-
inlegt að óttast hið óþekkta, svo það
er ekki nema eðlilegt að stúdentar
forðist raunvísindanám eins og pest-
ina. Það er óumdeilt að samfélag
okkar á 21. öldinni er nauðháð orðið
vísindum og tækni. Það er því aug-
ljósara en orðum taki að þjóðfélagið
þarf á raunvísinda- og tæknimennt-
uðu fólki að halda og óskiljanlegt
með öllu að menntakerfið skuli ekki
reyna að beina áhugasömum nem-
endum inn á þá braut. Einhvers-
staðar í hinni 14 ára skólagöngu ís-
lenskra stúdenta hefur einhver
brugðist skyldu sinni. Rúnar fer
fögrum orðum um vilja kennara til
að líta í eigin barm. Ég legg til að
þeir geri svo hið fyrsta.
Raunvísindanám á köldum klaka
Oddur Þ. Vilhelmsson fjallar
um menntamál og svarar grein
Rúnars Sigþórssonar
» Það er svo ekki síðurskaði fyrir sam-
félagið allt að vegna
ónógs undirbúnings
veigra margir stúdentar
sér við að hefja nám á
sviði raunvísinda.
Oddur Þ. Vilhelmsson
Höfundur er dósent í líftækni
við Háskólann á Akureyri.