Morgunblaðið - 27.02.2007, Page 43

Morgunblaðið - 27.02.2007, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 43 menning Á FÖSTUDAGINN var frumsýndi Íslenski dansflokkurinn fyrir fullu húsi tvö dansverk sérstaklega samin fyrir flokkinn. Fyrra verkið, „Soft death of a solitary mass“ er eftir kan- adíska danshöfundinn André Ging- ras. Gingras sem hefur starfað und- anfarin ár í Hollandi, semur nú í fyrsta sinn fyrir dansflokkinn. Verkið er hluti af seríu dansverka sem höf- undur hefur verið að þróa. Hugmynd- ina að verkinu sækir hann í heim skordýra og honum er hugleikin lík- amsbygging þeirra og félagsleg hegð- un. Hann skoðar þá umbreytingu sem þau fara í gegnum á lífsskeiði sínu og ber saman við mannslíkam- ann. Verkið hófst á því að dansararnir lágu í hnapp á sviðsgólfinu, íklæddir húðlitum nærfötum og sumir með grisju fyrir andlitinu. Þeir hreyfðu sig hægt og fikruðu sig upp á við und- ir breytilegri daufri lýsingu og raf- tónum. Síðar stóðu dansararnir og hreyfðu sig hraðar við stigmagnandi tónlistina þar til þeir losnuðu úr flækjunni. Búningaskipti fóru fram og dansararnir klæddu sig í regnslár. Aftur klæddu þeir sig og þá í fatnað af hversdagslegu tagi. Byrjun verksins var grípandi. Dansararnir minntu á púpur sem mynduðu lifandi skúlptúr á miðju sviðinu. Dauf lýsingin og óræðir raf- tónar tónlistarinnar sköpuðu spenn- andi heim töfra og dulúðar. Upp- byggingin í verkinu var góð. Byrjunin hæg og grípandi, miðbikið hratt með alla dansarana á fleygiferð og í loka- kaflanum naut einstaklingurinn sín. Fataskiptin milli kafla minntu á ham- skipti dýra og undirstrikuðu stígand- ann í verkinu. Búningarnir í lokakafl- anum höfðu skemmtilega breidd allt frá gallabuxum til skotapilsa. Leik- myndin samanstóð af stórum mynd- fleka uppsviðs. Óreglulegt mynstrið á flekanum minnti á hreindýramosa. Dansararnir voru í toppformi og sam- vinna þeirra og höfundar hefur greinilega verið góð. Hreyfingarnar í verkinu voru frjálslegar en vel form- aðar og komu vel út. Það var mikil gleði í verkinu og dansinn kraftmikill og öruggur. Hreyfingafærni Steve Lorenz greip strax augað. Aðalheiður Halldórsdóttir hefur undanfarið verið í mikilli framför sem gaman hefur verið að fylgjast með. Einnig var gleðilegt að sjá Katrínu Á. Johnson aftur í Borgarleikhúsinu með dans- flokknum. Skýr sýn höfundar á við- fangsefnið og uppbyggingin í verkinu var eftirtektarverð. Gáskinn og kraft- urinn sem frá flokknum stafaði skil- aði sér beint til áhorfenda sem þökk- uðu fyrir sig með dynjandi lófataki. Roberto Oliván er spænskur að uppruna en er búsettur í Belgíu. Í verki sínu skoðar hann samband manna við náttúruna. Hann rýnir í trú Íslendinga á álfa og huldufólk og sér að hér er að finna síbreytilega kraftmikla náttúru eins og eldfjöll, ár, hveri og jökla. Hann veltir fyrir sér hvort Íslendingar tengist af þessum sökum náttúrunni nánari böndum en aðrar þjóðir og varpar fram spurn- ingum eins og hvort mannfólkið hugsi nægjanlega vel um náttúruverðmæti. Verkið hefst í myrkri fyrir utan ljóstíru uppsviðs. Nafnaþula og rímur óma á víxl í myrkrinu. Par leikur sér í fjarska með ljóstíru. Guðmundur Elí- as Knudsen sest með veiðistöng fremst á sviðið, tröllskessur með mik- ið hár fyrir andlitinu sækja á hann og vindurinn hvín. Peter Anderson birt- ist á sviðinu og fljótlega fara þessir tveir að rökræða um gildi náttúrunn- ar. Annar vill nýta hana en hinn vill njóta hennar. Rifrildið nær hámarki með því að vættir, álfar og huldufólk er kallað inn á svið til að liðsinna þeim. Því næst heyrist tónlist Jóns Leifs. Hekla Jóns gýs og dansararnir hlaupa um í rökkrinu og veltast um sviðið. Dansararnir hverfa síðan í náttmyrkrið og hraunmolar hrynja yfir sviðsgólfið. Tröllkona agnúast yf- ir ástandinu og dansarar eða huldu- fólk birtast í þar til gerðum sal- arkynnum, sköpuð með lýsingu. Síðar kyrja dansararnir þjóðsönginn í frjálslegri útfærslu. Upphaf verksins lofaði góðu. Það var stemning í myrkrinu undir rím- unum og þulunni. Rökræður Peters og Guðmundar fóru vel af stað og þó að í þeim kæmi engin ný sýn fram um nýtingu eða ágang manna á náttúr- una voru rökræðurnar sniðugar. Vel tókst að sýna fram á hvernig náttúr- an fer sínu fram; Hekla gýs þrátt fyr- ir rökræður þeirra sem með valdið fara. Búningarnir, buxur eða pils og prjónapeysur voru skemmtilega þjóðlegir. Tónlist Jóns Leifs yf- irgnæfði dansinn á sviðinu og varð dansinn þegar fram í verkið sótti lítið meira en myndskreyting við tónlist- ina. Tröllkona eða valva Valgerðar Rúnarsdóttur minnti frekar á Gollum í Hringadróttinssögu en íslenska völvu eða tröllkonu. Eins voru hraun- molarnir fullmikið af því góða og óspennandi útfærsla þjóðsöngsins þjónaði engum sýnilegum tilgangi. Byrjunin á verkinu var góð en þynnt- ist þegar á leið og í lokin var það orðið þunnur þrettándinn. Eflaust má þar um kenna takmarkaðri þekkingu höf- undar á landi og þjóð. Lifandi skúlptúr og álfatrú Morgunblaðið/Golli Skordýr „Byrjun verksins var grípandi. Dansararnir minntu á púpur sem mynduðu lifandi skúlptúr [...].“ DANSLIST Íslenski dansflokkurinn Borgarleikhúsið Soft death of a solitary mass eftir André Gingras. Tónlist: Jurgen De Blonde. Sviðsmynd og búningar: Lind Völund- ardóttir. Lýsing: Kári Gíslason. Aðstoð við danshöfund: Gianluca Vincentini. Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Brad Sykes, Emilía Benedikta Gísladótt- ir, Guðmundur Elías Knudsen, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Katrín Ingvadóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Peter And- erson, Katrín Á. Johnson, Kamil Warc- hulski, Damian Gmur/Gianluca Vincent- ini, Steve Lorenz, Cameron Corbett. In the name of the land eftir Roberto Oliv- án. Tónlist: Jón Leifs; Hekla og Elegy. Nafnaþula: Sólveig Indriðadóttir. Sviðs- mynd, leikmunir og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Lýsing: Kári Gíslason. Aðstoð við höfund: Gianluca Vincentini. Dans- arar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Brad Sy- kes, Damian Gmur, Emilía Benedikta Gísladóttir, Guðmundur Elías Knudsen, Katrín Ingvadóttir, Steve Lorenz, Came- ron Corbett, Katrín Á. Johnson, Kamil Warchulski, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Peter And- erson, Valgerður Rúnarsdóttir. Föstudagurinn 23. febrúar 2007 Lilja Ívarsdóttir KVIKMYNDIN Ghost Rider, draugasaga með Nicolas Cage í aðalhlutverki, var áfram vinsælust í norður- amerískum kvikmyndahúsum um helgina þrátt fyrir að margar nýjar myndir væru frumsýndar. Spennumyndin The Number 23, með Jim Carrey í aðalhlutverki, fór beint í 2. sætið. Myndin segir frá manni nokkrum sem verður hel- tekinn af bók sem ber nafnið The Number 23, og hann verður þess fullviss að bókin segi frá sínu eigin lífi. Grunurinn breytist svo í ofsóknarbrjálæði þegar bókin fer að segja frá voveiflegum atburðum sem ekki hafa enn átt sér stað. Myndin var jafnframt frumsýnd hér á landi um helgina þar sem hún stökk beint í toppsæti aðsókn- arlistans. Þess má geta að á íslenska listanum er Ghost Rider í öðru sæti. Í Bandaríkjunum var það Grínmyndin Reno 911!: Miami sem fór beint í fjórða sætið og myndin The Astronaut Farmer, með Billy Bob Thornton í aðal- hlutverki, fór beint í níunda sætið. Logandi mótorfákur Ghost Rider, sem er byggð á teiknimyndasögu, fjallar um mann sem selur djöflinum sál sína til að bjarga veikum föður sínum. Í staðinn öðlast hann of- urkrafta og verður að boði yfirboðarans Mef- istófelesar yfirnáttúrulegur útsendari réttlætis og hefndarverka. Það er sem fyrr segir hasarhetjan Nicolas Cage sem fer með hlutverk Ghost Riders sem ferðast um á logandi mótorfáki. Nokkuð sem er ekki dagleg sjón í umferðinni hér á landi, kannski sem betur fer. Gagnrýnendur virðast flestir á einu máli um að myndin sé slæm en áhorfendur hafa látið það sem vind um eyru þjóta og flykkjast í bíó með fyrr- greindum afleiðingum. Cage brunar beint á toppinn Hetjan heltekna Nicolas Cage leikur ofurhuga sem selur sálu sína djöflinum og keyrir um á mótorfáki. Vinsælustu kvikmyndirnar vestanhafs Listinn yfir vinsælustu myndirnar er eftirfarandi: 1. Ghost Rider 2. The Number 23 3. Bridge to Terabithia 4. Reno 911!: Miami 5. Norbit 6. Music & Lyrics 7. Breach 8. Tyler Perry’s Daddy’s Little Girls 9. The Astronaut Farmer 10. Amazing Grace Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fyrsti konsert er frír SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISí boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar FIMMTUDAGINN 1. MARS KL. 19.30 Hljómsveitarstjóri ::: Lawrence Renes Einsöngvari ::: Lilli Paasikivi gul tónleikaröð í háskólabíói Ludwig van Beethoven ::: Egmont, forleikur Richard Wagner ::: Wesendonck Lieder Ludwig van Beethoven ::: Sinfónía nr. 3 „Eroica“ Eroica Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin heim eftir sigurför um Mið-Evrópu til að flytja hetjusinfóníu Beethovens, stórvirkið sem var brúin milli klassísku og rómantísku sinfóníunnar. Fyrirhuguð tónleikakynning Vinafélagsins á fimmtu- daginn fellur niður vegna breytinga á efnisskrá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.