Morgunblaðið - 27.02.2007, Síða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 58. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
ÍSLAND - lífvænleg uppspretta tækifæra?
Morgunverðarfundur fimmtudaginn 1. mars frá 8:30 til 10:30:
Efnt er til morgunverðarfundar um möguleika og tækifæri líftæknifyrirtækja, stofnana og háskóla á Íslandi til að efla vöxt
og samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðamarkaði. Gestur fundarins verður Steven Dillingham, Strategro International,
en hann mun kynna athyglisverðar niðurstöður verkefnis, unnið af Strategro,
Samtaka íslenskra líftæknifyrirtækja og Intellecta með stuðningi AVS. Fundurinn
fer fram á Grand Hótel Reykjavík, Hvammi. Hann er opinn og aðgangur ókeypis
en tekið er við skráningum á www.si.is.
Framtíðin er í okkar höndum
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
NA 5–13 m/s.
Léttskýjað um
mest allt land en
skýjað við norður-
ströndina og á NA-landi og
dálítil él eða snjókoma. » 8
Heitast Kaldast
1°C -7°C
SVIFRYK fór yfir heilsuverndarmörk í Reykja-
vík í gær. Milli kl. 10 og 10.30 mældist loftmeng-
unin 186 míkrógrömm af svifryki á rúmmetra
við Grensás og á háannatíma seinna um daginn
reyndist svifryksmengunin 132 míkrógrömm við
sömu mælistöð. Meðaltal dagsins á Grensásstöð
klukkan fimm í gær var 68,8 míkrógrömm á
rúmmetra. Viðmiðunarmörk svifryks eru 50
míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring. Anna
Rósa Böðvarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá
mengunarvörnum umhverfissviðs, segir árferðið
sérstaklega slæmt. „Svifryksmengun er mjög
áberandi þegar logn er úti, kalt er í lofti og and-
rúmsloftið er mjög þurrt.“ Til að stemma stigu
við menguninni segir Anna að bifreiðar á vegum
Reykjavíkurborgar hafi að undanförnu ryk-
bundið stofnbrautir með magnesíumklóríð-
blöndu sem haldi götunum rökum og dragi þann-
ig úr svifryksmengun í andrúmslofti.
Á síðastliðnu ári fór svifryksmengun 29 sinn-
um yfir heilsuverndarmörkin. Það var jafnoft og
reglugerð heimilaði. Í ár má svifryk hins vegar
aðeins fara 23 sinnum yfir heilsuverndarmörk
samkvæmt sömu reglugerð.
Gunnar Hersveinn, upplýsingafulltrúi um-
hverfissviðs, segir það góða valkosti á dögum
sem þessum að ganga, hjóla, taka strætó eða
vera samferða öðrum. Búist er við að mengun
verði minni í dag þar sem útlit er fyrir að nokkuð
bæti í vind.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum
Á vakt Anna Rósa les af mengunarmælum.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
HJÁ sýslumanninum í Reykjavík
liggja fyrir nokkur þúsund kröfur um
fjárnám sem ekki hefur tekist að ljúka
þar sem fólk hunsar boðanir sýslu-
manns. Sýslumanninum finnst fortöl-
ur nú fullreyndar og í sérstöku átaki
sem mun standa yfir næstu daga
munu einkennisklæddir lögreglu-
menn handtaka fólk sem hefur ekki
sinnt boðunum, hvar og hvenær sem í
það næst. Á miðvikudag og fimmtu-
dag verður opið hjá sýslumanni til
klukkan 22 svo að hægt verði að koma
með þá sem ekki næst í á vinnutíma og
þá daga setur lögregla stóraukinn
mannskap í átakið.
Þeir sem hvað erfiðast gengur að ná
í til að hægt sé að gera hjá þeim fjár-
nám beita ýmsum aðferðum; svara
ekki símtölum, hunsa boðanir sem eru
afhentar af stefnuvottum sem marg-
ítrekuð sendibréf og viti þeir af starfs-
mönnum sýslumanns fyrir utan neita
þeir einfaldlega að opna fyrir þeim.
Á listanum sem lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu fékk í hendurnar í
fyrstu atrennu eru um 120 nöfn og er
líklega óhætt að segja að á honum sé
svörtustu sauðina að finna. Í sumum
tilfellum er alls ekkert vitað um dval-
arstað viðkomandi og því hefur ekki
tekist að koma til þeirra boðun.
Elsta málið frá 2003
„Við höfum ekki önnur úrræði, þeg-
ar fólk ekki mætir, en að fá aðstoð lög-
reglu,“ sagði Þuríður Árnadóttir,
deildarstjóri fullnustudeildar sýslu-
mannsins í Reykjavík. Hún hvetur
fólk til að hafa samband við sýslumann
og ljúka óuppgerðum málum og þann-
ig sleppa við að fá einkennisklædda
lögreglumenn inn á vinnustað eða
heimili. Elsta málið sem er á skrá hjá
sýslumanni er frá 2003 og sagði Þur-
íður að auðvitað væri það óviðunandi
fyrir gerðarbeiðendur að svo langur
tími liði og því full þörf fyrir átak í
þessum efnum. Þá sagði hún að með
því að hunsa boðanir væri fólk einung-
is að fresta því óumflýjanlega. „Fólk
nær ekkert að sleppa undan þessu,
þetta bara bíður og það kemur að því,“
sagði hún.
Tveir lögreglumenn hófu í gær-
morgun leitina að þeim sem ekki hafa
sinnt boðun, en síðar verður bætt í
hópinn, að sögn Kolbeins R. Krist-
jánssonar, lögreglufulltrúa hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við
vonumst líka til að þetta spyrjist út og
menn fari sjálfir og klári sín mál,“
sagði Kolbeinn enda vilji fæstir fá lög-
reglu á vinnustað eða heim til sín.
Átakið hófst um hádegi í gær og voru
„tveir erfiðir“ fluttir til sýslumanns, að
sögn Kolbeins.
Rétt er að taka fram að menn verða
ekki settir í járn heldur verður þeim
fylgt út í lögreglubíl, nema auðvitað að
þeir byrji að slást við lögregluna.
Bíða ekki boðanna
heldur handtaka fólk
Í HNOTSKURN
» Eftir að lögregla hefurhandtekið fólk sem ekki
hefur sinnt boðun um fjár-
nám er farið með það á skrif-
stofu sýslumanns.
» Þar er því boðið að bendaá eignir til fjárnáms en
einnig getur það lýst því yfir
að það sé eignalaust. Ef fjár-
námið er árangurslaust er
hægt að óska eftir gjald-
þrotaskiptum.
» Þegar gert er fjárnám íeign, s.s. fasteign eða bif-
reið, er fjárnáminu þinglýst á
eignina. Mánuði síðar er
hægt að biðja um uppboð á
grundvelli fjárnámsins.
» Árangurslaust fjárnámfer inn á vanskilalistann
hjá Vantrausti. Því finnur
fólk fyrir og það er því til
trafala þegar það sækir um
lán.
Átak til að ná í þá sem ekki mæta til sýslu-
mannsins í Reykjavík vegna fjárnáms
SKULDATRYGGINGAÁLAG á
skuldabréfum íslensku viðskipta-
bankanna, Kaupþings, Landsbanka
og Glitnis, hefur lækkað hratt í
kjölfar þess að matsfyrirtækið
Moody’s hækkaði lánshæfis-
einkunnir bankanna. Er trygg-
ingaálagið komið í 19,5 punkta hjá
Landsbankanum og Glitni og í
25,5 punkta hjá Kaupþingi. Hefur
það ekki verið lægra síðan í októ-
ber 2005, en í fyrravor fór álagið
hins vegar upp í 60–80 punkta eft-
ir bönkum.
Gengi hlutabréfa bankanna hef-
ur einnig hækkað í kjölfar nýs
lánshæfismats og hækkuðu hluta-
bréf Kaupþings um 2,8%, bréf
Landsbankans um 3,1% og bréf
Glitnis um 3,7% í gær.
Ekki eru allir sannfærðir um að
ákvörðun Moody’s hafi verið rétt
og hefur Vegvísir Landsbankans
það eftir greinanda hjá Royal
Bank of Scotland að ekki verði
tekið mark á Moody’s í framtíð-
inni.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hækkun Gengi hlutabréfa bank-
anna hækkaði á markaði í gær.
Trygginga-
álag lækkar
MARÍA Kodama, ekkja argent-
ínska rithöfundarins Jose Luis
Borges, er væntanleg hingað til
lands í tengslum við opnun svo-
nefnds Cervantes-seturs. Það
verður opnað við Háskóla Ís-
lands á laugardaginn og er
markmiðið með því að hlúa að
spænskukennslu hér á landi.
Í tengslum við opnunarhátíð-
ina hefur verið skipulögð mál-
stofa um Borges sem fer fram
næstkomandi fimmtudag í Há-
skóla Íslands. Þar verður að-
alræðumaður María Kodama
sjálf og mun hún fjalla um
reynslu eiginmanns síns af nor-
rænum bókmenntum og af Ís-
landi.
Kodama vinnur nú að því að fá
reistan óvenjulegan minnisvarða
um eiginmann sinn í Sviss, Arg-
entínu og á Íslandi. | 18
Ekkja
Borges
væntanleg
♦♦♦