Morgunblaðið - 01.03.2007, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 11
FRÉTTIR
FÉLAG forstöðumanna ríkisstofn-
ana, forsætisráðuneytið og Stofnun
stjórnsýslufræða við Háskóla Ís-
lands standa fyrir fræðslufundi
þriðjudaginn 7. mars nk. með um-
boðsmanni Alþingis, Tryggva
Gunnarssyni, um helstu mistök við
túlkun stjórnsýslureglna og leiðir
til að forðast þau.
Fræðslufundurinn er ætlaður
öllum þeim sem koma að meðferð
mála í stjórnsýslu ríkis og sveitar-
félaga. Hann stendur frá kl. 8.15 til
11.30 og er þátttökugjald kr. 5.800,
morgunverður innifalinn. Nauðsyn-
legt er að skrá
sig á veffanginu:
http://www.-
stjornsyslu-
stofnun.hi.is/
page/stjorn-
syslureglur.
Fyrirlesarinn,
Tryggvi Gunn-
arsson, mun
fjalla um það
hvaða annmark-
ar við túlkun og framkvæmd
stjórnsýslureglna hafa helst orðið
tilefni athugasemda í álitum um-
boðsmanns á árunum 2002 til 2007.
Tryggvi mun einnig fjalla sérstak-
lega um það hvað stjórnvöld geti
gert til að forðast algeng mistök og
bæta stjórnsýsluna að þessu leyti.
Eftirlit með stjórnsýslu
Umboðsmaður Alþingis hefur
eftirlit með stjórnsýslu ríkis og
sveitarfélaga. Hlutverk hans er að
tryggja rétt borgaranna gagnvart
stjórnvöldum landsins og gæta
þess að hún fari fram í samræmi
við lög og vandaða stjórnsýslu-
hætti.
Ræða helstu mistök við
túlkun stjórnsýslureglna
Tryggvi
Gunnarsson
HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef-
ur dæmt karlmann í 16 mánaða fang-
elsi fyrir að hafa í vörslu sinni fíkni-
efni og stera, auk fleiri brota. Var
hann einnig sviptur ökurétti ævi-
langt.
Dómurinn gerði upptæk hjá
ákærða tæp 300 grömm af kannabis-
efnum, 12 e-töflur, rúm 20 grömm af
amfetamíni, álíka mikið af kókaíni og
loks 282 steratöflur.
Ákærði játaði sakir en í niðurstöðu
héraðsdóms kemur fram að um sam-
fellda brotahrinu sé að ræða hjá
ákærða frá því í mars og fram í sept-
ember 2006.
Sviptur ökuleyfi ævilangt
Ákærði var stöðvaður af lögreglu
við akstur í september sl. en það var
í sjöunda skipti sem hann ók frá því
hann var sviptur ökurétti ævilangt í
fyrsta sinn.
Ástríður Grímsdóttir héraðsdóm-
ari dæmdi málið. Verjandi mannsins
var Sigurður Sigurjónsson hrl. og
sækjandi Gunnar Örn Jónsson sýslu-
fulltrúi.
Fékk 16 mánaða dóm
fyrir fíkniefnabrot
MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið
að birta eftirfarandi athugasemd:
„Embætti ríkislögreglustjóra vill
gera athugasemd við fréttaflutning
Stöðvar 2 síðustu daga, um meint
harðræði lögreglu. Í fréttum hefur
m.a. verið haft eftir ónefndum lög-
mönnum að það þjóni ekki tilgangi að
kæra lögreglu vegna harðræðis og að
slík mál séu nánast sjálfkrafa felld nið-
ur.
Þetta er ekki sannleikanum sam-
kvæmt. Í þeim tilvikum sem kærur
berast til lögreglu vegna meintra
brota lögreglumanna eru þær sendar
ríkissaksóknara sem rannsakar málin
sérstaklega, sbr. 35. gr. lögreglulaga
nr. 90/1996. Ríkislögreglustjóri metur
hvort víkja beri kærðum lögreglu-
mönnum frá störfum. Á undanförnum
árum hefur margoft reynt á þessa
málsmeðferð hjá ríkissaksóknara og
ríkislögreglustjóra.
Embætti ríkislögreglustjóra hefur
sett lögreglumönnum siðareglur,
vinnu- og verklagsreglur þar sem rétt-
ar starfsaðferðir lögreglu eru útfærð-
ar með nákvæmum hætti. Mjög mikil
eftirfylgni hefur verið með því að lög-
regla sinni störfum sínum af fag-
mennsku, í samræmi við lög, vinnu- og
verklagsreglur, eins og dæmin sanna.
Sú staðreynd að flestar kærur er
varða meint brot lögreglumanna eru
felldar niður af ríkissaksóknara stað-
festir einfaldlega að lögregla hér á
landi vinnur faglega og í samræmi við
lög. Reglulegar kannanir Gallup stað-
festa jafnframt að lögreglan nýtur
stöðugs trausts í samfélaginu. Í lang-
flestum tilvikum eru samskipti lög-
reglu og borgara góð og án eftirmála.
Athugasemdir um að ómálefnaleg
sjónarmið séu til staðar við rannsókn
mála er varða meint brot lögreglu-
manna í starfi eru úr lausu lofti gripn-
ar.“
Yfirlýsing
frá embætti
ríkislög-
reglustjóra
Frábær ferðadragt
Þær einfaldlega
krumpast ekki
Mörg snið
Stærðir 36-48
Verslaðu
glæsilegan fatnað
þar sem gæði
og þjónusta
skipta máli
FEBRÚARTILBOÐ
15% AFSLÁTTUR
BASIC DRAGTIN
ALLTAF KLASSÍSK, ALLTAF FLOTT
Skoðaðu Basic bæklinginn á Laxdal.is
Laugavegi 63 • S: 551 4422
ferminga-
kjólarnir
komnir
Laugavegi 54
sími 552 5201
Fer i ga-
kjólarnir
komnir
Mikið úrval af
• Fermingakjólum
• Ermum
• Pilsum
• Toppum
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
K
E
L
3
65
21
0
3.
2
0
0
7
Á ferð og flugi
Glæsilegur fatnaður
við öll tækifæri.
Kringlunni · sími 568 4900
www.kello.is
Opið til kl. 21 í kvöld
Vital skórnir
komnir aftur
Frábærir skór með nuddinnleggi
Kringlunni, sími 553 2888
Opið til kl. 21 í kvöld
NÝTING fallvatna og jarðhita í sátt
við umhverfi er yfirskrift ráðstefnu
sem VFÍ og TFÍ standa fyrir á
Grand Hótel Reykjavík, í dag,
fimmtudaginn 1. mars, kl. 13–17.
Meðal annars verður fjallað um
frumvarp iðnaðarráðherra um nýt-
ingu auðlinda og áform um lang-
tímaáætlun. Frumvarpið er til um-
ræðu í nefndum Alþingis. Erindi
verða flutt um sjálfbæra nýtingu
jarðhita, áhrif hlýnunar á nýtingu
fallvatna, náttúruverndaráætlun og
fleira.
Rætt um fall-
vötn og jarðhita
♦♦♦