Morgunblaðið - 01.03.2007, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.03.2007, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU BÚIÐ er að mylja alla hrafntinnuna sem tínd var í Hrafntinnuskeri sl. haust og er ætluð til viðgerða á Þjóð- leikhúsinu. Samkvæmt verkáætlun er gert ráð fyrir að byrja á steiningu hússins í maí en að sögn múrara- meistara hjá Línuhönnun var ekki seinna vænna að mylja hrafntinnuna nú til þess að steinblandan yrði tilbú- in í tæka tíð. Umhverfisstofnun veitti leyfi fyrir efnistöku á 50 tonnum á hrafntinnu á sínum tíma en í nóvember kærðu samtökin Hrafntinnuriddarar þá leyfisveitingu til umhverfisráðuneyt- isins. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er kæran enn til með- ferðar og er úrskurðar að vænta á næstunni. Atli Gíslason, lögmaður Hrafn- tinnuriddaranna, sagði að samtökin hefðu engin úrræði haft til að stöðva vinnslu á hrafntinnunni. Hægt hefði verið að fara fram á lögbann en þá hefði þurft að leggja fram tryggingu. Samtökin væru hins vegar fjárvana og hefðu engin tök á því. „Við hörm- um þetta mjög verulega. Það var hægt að nota önnur efni með ná- kvæmlega sömu áferð. Og við hörm- um það líka að umhverfisráðherra hafi ekki enn tekið á kæru Hrafn- tinnuriddara.“ Samkvæmt upplýsingum frá Línu- hönnun, verktakanum sem vinnur að viðgerðunum á Þjóðleikhúsinu, hefur hrafntinnan verið formulin en eftir er að þvo hana og sigta. Hugsanlega þarf að mylja hluta hennar enn frek- ar. „Þetta er seinleg vinnsla“ Aðspurður hvort bíða hefði mátt með mölunina þar til niðurstaða í kærumálinu lægi fyrir sagði Flosi Ólafsson, múrarameistari hjá Línu- hönnun, að í þessum efnum hefði ein- faldlega verið farið eftir kröfum frá Framkvæmdasýslu ríkisins. Sam- kvæmt verkáætlun Framkvæmda- sýslunnar ætti að byrja á steinklæðn- ingunni í maí og til að hafa vaðið fyrir neðan sig hefði verið nauðsynlegt að byrja á möluninni. Það var gert í síð- ustu viku. „Þetta er seinleg vinnsla, þetta er dýrmætt efni og menn verða að fara varlega. Hrafntinnan er bara einn hluti af þessu, því við erum líka með silfurberg og kvars í blöndunni. Ferlið er langt. Það er ómögulegt að ætla að rjúka til og mylja hrafntinn- una stuttu áður en við ætlum að nota hana,“ sagði hann. Silfurbergið, um fimm tonn, hefði fengist austan úr Breiðdal og verið unnið samkvæmt umsögn Umhverfisstofnunar. Flosi minnti á að Línuhönnun hefði unnið að viðgerð og endurgerð fjölda gamalla húsa, m.a. Bessa- staðastofu, Viðeyjarstofu, Dómkirkj- unnar, Hóladómkirkju og Alþing- ishússins. Fyrirtækið hefði haft fullt samráð við Náttúrufræðistofnun Ís- lands og Umhverfisstofnun og talið sig hafa haft öll nauðsynleg leyfi áður en hrafntinnan var tínd sl. haust. Þá hefðu allir möguleikar á öðrum efn- um verið skoðaðir, þar með talið inn- flutt efni, en frávik í útliti hefðu verið svo mikil að það hefði ekki komið til greina. Búið að mylja alla hrafntinnuna Morgunblaðið/Brynjar Bíður úrvinnslu Hjá Jarðefnaiðnaði í Þorlákshöfn verður hrafntinnan þvegin og flokkuð til að hægt sé að nota hana í klæðningu Þjóðleikhússins. Gert er ráð fyrir að byrja á verkinu á næstu dögum. Ljósmynd/Línuhönnun Mulningur Unnið að mulningu á hrafntinnunni umdeildu í síðustu viku. Henni var síðan ekið í Þorlákshöfn þar sem frekari vinnsla fer fram. Í HNOTSKURN » Um 50 tonn af hrafntinnuvoru tínd í og við Hrafn- tinnusker sl. haust, með leyfi Umhverfisstofnunar. » Leyfisveitingin var kærðog er kæran enn til um- fjöllunar hjá umhverfisráðu- neytinu. » Hrafntinnunni verðurekki skilað úr þessu. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is GESTUR Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, spurði á þrettánda degi Baugsmálsins Lindu Jóhannsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra félagsins, hvort skjólstæðingur sinn hefði gefið henni einhver fyrirmæli varðandi þær færslur sem tilteknar eru í end- urákærunni. „Hann gaf mér aldrei fyrirmæli um það hvernig ég átti að bóka,“ sagði Linda sem var annað af tveimur vitnum sem leidd voru fyrir dóm í gær. Það var hins vegar Sigurður Tóm- as Magnússon, settur saksóknari, sem hóf leikinn og bað Lindu að gera grein fyrir störfum sínum hjá Baugi, en hún var fjármálastjóri fram á haustið 2001 og hætti hjá félaginu árið 2004. Linda sagðist hafa verið yfir bókhaldi og fjármálum aðal- skrifstofu Baugs og því séð um dag- legan rekstur bókhaldsins. Einn til fjórir störfuðu á fjármálasviði, að sögn Lindu, yfirleitt þrír viðskipta- fræðingar og bókari. Saksóknari spurði næst út í yfir- menn Lindu og svaraði hún því til að næsti yfirmaður hefði verið Tryggvi Jónsson, þáverandi aðstoðarforstjóri félagsins, en hún hefði einnig átt í beinum samskiptum við Jón Ásgeir. „Staðfesting á lánveitingu“ Sigurður Tómas beindi spurning- um sínum næst að meintum lánveit- ingum Baugs og sagðist Linda m.a. aldrei hafa veitt lán, né mundi hún hvort Baugur hefði veitt hluthöfum í félaginu lán á þeim tíma sem hún var starfandi fjármálastjóri. Bornar voru undir hana færslur úr bókhaldi félagsins, m.a. fylgiskjal sem ber heitið „staðfesting á lánveit- ingu“ og er samkvæmt ákæru lán frá Baugi til Gaums. Áður við aðalmeð- ferðina hafa komið fram þær skýr- ingar að færslan sé vegna kaupa á réttinum til að reka Debenhams. Linda kannaðist við færsluna og sagðist hafa útbúið skjalið. Hún sagðist hafa notað útlit skjalsins þegar ekki voru komin skjöl á bak við. Sagði hún útlitið algengt, og lík- lega komið frá bankastofnun. „Þetta var aðeins svo ég hefði fylgiskjal með bankareikningi 720, svo ég vissi hvert þetta fór,“ sagði Linda og neit- aði að hafa fengið leiðbeiningar um hvernig færslan átti að færast. Hún sagðist ekki muna tilefni færslunnar. Bornar voru undir hana fleiri fylgiskjöl sem bera sama nafn og vís- aði hún til fyrri framburðar og sagði skýringar algjörlega sambærilegar. Saksóknari spurði við hvert tilvik hver hefði gefið henni fyrirmæli um að færa á þennan tiltekna hátt, og á viðskiptamannareikning, en Linda sagðist ekki geta munað slíkt. Enda sex til sjö ár síðan þær voru færðar og mikil viðskipti voru hjá Baugi á hverjum degi og fjölmargar færslur. Skjöl bárust frá Tryggva Í kjölfar þess að saksóknari hafði enn og aftur spurt hver hefði gefið fyrirmæli varðandi tiltekna færslu, spurði Arngrímur Ísberg dómsfor- maður hvort það hefði yfirleitt þurft að gefa fyrirmæli. Svaraði Linda að það hefði ekki verið varðandi bók- anir. Arngrímur spurði þá hvernig skjölin hefðu borist til hennar og sagði Linda það yfirleitt hafa verið í gegnum Tryggva. Hún sagði enga eina leið hafa verið notaða meira en aðra, og hefði m.a. getað verið munn- lega eða með tölvupósti. Saksóknari bar undir Lindu lög- regluskýrslu frá 16. apríl 2003 þar sem vísað var í samantekt endur- skoðanda RLS og spurt út í lán til Gaums frá Baugi á tilteknu tímabili. Þar var hún spurð hver hefði tekið ákvarðanir um lánin og svaraði Linda að það hefði verið Jón Ásgeir, Tryggvi eða báðir. Linda staðfesti framburðinn fyrir utan að talað væri um lánveitingar í skýrslunni en þetta væru færslur. Dómsformaður spurði hver hefði lagt það orð til og sagði Linda það hafa verið rannsakanda. Bætti Jakob Möller því við að rann- sakandi hefði verið Arnar Jensson, fyrrverandi starfsmaður RLS, og það væri lykilatriði. Gestur Jónsson spurði Lindu út í viðskiptamannareikninga og sagði hún það hafa verið á sínum herðum að stofna slíka reikninga. „Ég gerði það án þess að fá samþykki frá nokkrum manni og var einfaldlega gert til að stemma af bókhaldið,“ sagði Linda og síðar: „Ef mig vant- aði upplýsingar um einhver gögn, þá setti ég það á viðskiptamanninn þar til ég fékk frekari upplýsingar.“ „Gaf mér aldrei fyrirmæli“ Morgunblaðið/G. Rúnar Við dómþing Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Jakob Möller, verjandi Tryggva Jóns- sonar, undirbúa sig fyrir skýrslutökur í Baugsmálinu. Aðalmeðferðin fer fram í héraðsdómi Reykjavíkur. Linda Jóhannsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, sagði við skýrslutöku í héraðsdómi Reykja- víkur að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði aldrei gefið fyrirmæli um hvernig hún ætti að færa bókhaldið Í HNOTSKURN Dagur 13 »Í gær komu tvö vitni fyrirdóm. Linda Jóhannsdóttir og Þórður Bogason, ritari stjórnar Baugs. Linda sat fyrir svörum frá kl. 9 til 12.45 en spurningar yfir Þórði tóku tæpan stund- arfjórðung. »Nokkur tími fór í mótmæliGests Jónssonar vegna spurningar saksóknara til Þórð- ar. Hélt hann því fram að spurn- ing saksóknara væri ólögmæt þar sem hún bryti gegn trúnaði lögmanna. »Arngrímur Ísberg dóms-formaður sagðist ekki nægi- lega vel inni í siðareglum lög- manna til að skera úr um mótmæli Gests sem stóð fast á sínu. »Tvö vitni mæta til skýrslu-töku í dag, Jóhanna Waag- fjörð og Auðbjörg Friðgeirs- dóttir. FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.