Morgunblaðið - 01.03.2007, Side 14

Morgunblaðið - 01.03.2007, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU LAGT hefur verið fram frumvarp á Alþingi um breytingar á starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs. Tilgang- ur frumvarpsins er að kveða skýr- ar á um heimildir Verðlagsstofu skiptaverðs til að hafa eftirlit með því að útgerðir geri upp við áhafnir í samræmi við gerða samninga um fiskverð til viðmiðunar hlutaskipt- um. Jafnframt að veita stofunni virkari úrræði til að bregðast við séu þeir samningar ekki haldnir. Verðlagsstofa skiptaverðs hefur víðtækar heimildir til að krefjast upplýsinga og gagna til að sinna hlutverki sínu sem er að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á afla- hlut sjómanna og stuðla að réttu og eðlilegu uppgjöri á aflahlut sjó- manna. Mikilvægt eftirlit Í athugasemdum með frumvarp- inu segir meðal annars svo: „Mik- ilvægur liður í því eftirliti er að fylgjast með því að útgerðir láti skipverja ekki taka þátt í kostnaði af kaupum á veiðiheimildum, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 24/1986, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, með síðari breytingum. Til að koma í veg fyrir það er m.a. mælt svo fyrir í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, að Fiskistofa skuli ekki staðfesta flutning aflamarks nema hún hafi fengið staðfestingu Verð- lagsstofu skiptaverðs á því að fyrir liggi samningur hlutaðeigandi út- gerðar og áhafnar um fiskverð til viðmiðunar hlutaskiptum, sem upp- fyllir kröfur sem Verðlagsstofa gerir samkvæmt ákvæðum laga nr. 13/1998. Ekki nægilega virk úrræði Til að fylgjast með því að útgerð- armenn geri upp við áhafnir í sam- ræmi við samninga hefur Verðlags- stofa m.a. beitt úrtakskönnunum. Í því hefur fólgist mikilvægt aðhald fyrir þá sem hlut eiga að máli. Nokkur brögð munu þó hafa verið að því að útgerðir hafi ekki gert upp við áhafnir í samræmi við gerða samninga um fiskverð og hefur Verðlagsstofa ekki haft nægilega virk úrræði til að bregð- ast við þegar slík mál hafa komið upp. Það er því þörf á að Verðlags- stofa leggi meiri áherslu á að fylgj- ast með einstökum útgerðum, sem ástæða er til að ætla að geri ekki upp við áhafnir í samræmi við samninga og fái jafnframt virkari úrræði til að fylgja slíkum málum eftir. Lagafrumvarpi þessu er ætlað að bæta úr þeirri þörf. Verði frum- varpið að lögum mun Verðlagsstofu ekki aðeins vera heimilt og skylt að hafa eftirlit með að fullgildir samn- ingar um fiskverð liggi fyrir heldur ber henni jafnframt, eftir því sem tilefni er til og mögulegt er, að hafa eftirlit með og fylgja því eftir að gert sé upp við skipverja sam- kvæmt þeim samningum.“ Spornað gegn þátttöku sjómanna í kvótakaupum Nýtt frumvarp til laga bætir úrræði Verðlagsstofu skipta- verðs til virks eftirlits með því að samningar séu virtir Í HNOTSKURN » Mikilvægur liður í því eft-irliti er að fylgjast með því að útgerðir láti skipverja ekki taka þátt í kostnaði af kaupum á veiðiheimildum. » Nokkur brögð munu hafaverið að því að útgerðir hafi ekki gert upp við áhafnir í samræmi við gerða samninga. » Þörf er á því að Verðlags-stofa leggi meiri áherslu á að fylgjast með einstökum út- gerðum. Morgunblaðið/Þorgeir Sjávarútvegur Stefnt er að hertu eftirliti með ólöglegri þátttöku sjó- manna í kvótakaupum.MIKILL kraftur er nú í frystingu á loðnu og hrognum hjá Loðnu- vinnslunni á Fáskrúðsfirði, en sam- tals hafa verið fryst um 2.600 tonn. Unnið er á vöktum og eru afköst góð og er fólk víða að í vinnslunni. Í gær var verið er að landa úr færeyska skipinu Finni Fríða um 1.800 tonnum og Saxaberg beið löndunar með 700 tonn. Hoffell SU 80 var væntanlegt með sinn síðasta farm á þessari vertíð um 1.100 tonn. Þá var færeyska kolmunna- skipið Kalton væntanlegt með um 1.400 tonn af kolmunna, en áður hafði Trándur í Götu landað 2.500 tonnum af kolmunna. Loðnuvinnslan hefur tekið á móti 19 þúsund tonnum sem að mestu leyti hafa komið í febrúar. Verið er að skipa út frosnum loðnuafurðum svo nú eru mörg járn í eldinum hjá starfsmönnum Loðnuvinnslunnar. Morgunblaðið/Albert Kemp Loðnan Mikið annríki er nú við frystingu loðnuhrogna. Nótt er lögð við dag til að ná sem mestu magni, enda markaðir mjög góðir. Mörg járn í eldinum hjá Loðnuvinnslunni NORÐMENN hafa nú mælt 4,2 milljónir tonna af síld við vesturströnd Noregs. Mælingarnar eru stundaðar á veiðiskipinu Garðari. Dregið hefur verið á 21 tog- stöð og útkoman sýnir að megnið af stofninum er ár- gangurinn frá 2002. Yfir 50% síldarinnar eru hrygnd og af 2002-árganginum eru 39% hrygnd. Hins vegar eru eldri árgangar meira hrygndir eða um 70% Yngri síldin virðist vera seinni til að hrygna, en það er hefðbundinn gangur. Fyrir vikið er meira af eldri síld í sýnum sem tekin eru lengra frá strönd- inni, utan við hrygningarsvæðin. Síldin heldur sig á fremur djúpu vatni, 200 til 400 metra dýpi og um 10 metra frá botni. Hún er dreifð yfir nóttina en í litlum torfum á daginn. Því er erfitt að mæla hana á nóttunni og líkist hegðun hennar þá meira kol- munna. Hafa mælt 4,2 milljónir tonna af síld Aðalfundur SPRON verður haldinn í Borgarleikhúsinu við Listabraut í Reykjavík fimmtudaginn 8. mars 2007 og hefst hann kl. 16.15. Komin er fram ósk um hlutfallskosningu til stjórnarkjörs á aðalfundinum. Framboðslistum skal skilað til stjórnar fyrir kl. 17.00 mánudaginn 5. mars á skrifstofu sparisjóðsins, Ármúla 13a. Framboðslistum skulu fylgja meðmæli fimm stofnfjáreigenda og samþykki frambjóðenda. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað í fundarbyrjun. Reykjavík, 1. mars 2007 Sparisjóðsstjórnin Aðalfundur SPRON 2007 A R G U S / 0 7 -0 1 7 4 Sýnishorn á ótrúlegu verði Listaverð kr. Útsöluverð kr. Útivistarjakki 29.900 11.900 Barnaúlpa 8.900 3.900 Flíspeysa 12.900 6.900 Golfskór 12.900 3.900 Fótboltaskór 13.900 3.900 Brettabuxur 12.900 4.900 Einnig mikið úrval af: skíðafatnaði, útivistarfatnaði, golffatnaði, íþróttafatnaði, brettafatnaði, golf- og fótboltaskóm, barna- og unglingafatnaði. Golfskór á snilldarverði. Góður afsláttur af HiTec golfskóm. Frábært úrval af góðum vetrarúlpum. fyrir bæði börn og fullorðna. Opnunartími Fimmtudagur 1. mars kl. 14-20 Föstudagur 2. mars kl. 14-20 Laugardagur 3. mars kl. 10-18 Sunnudagur 4. mars kl. 11-17 Mánudagur 5. mars kl. 14-20 Heildsölu - lagerútsala Gerðu frábær kaup á ZO-ON útivistarfatnaði 50-90% afsláttur! Við rýmum til á lagernum vegna sumarlínu okkar sem kemur fljótlega til landsins. Við seljum því eldri lager og sýnishorn á ótrúlegu verði. Allar vörur á 50-90% afslætti! Nýbýlavegi 18 - Kópavogur Dalbrekkumegin Fyrstur kemur - fyrstur fær! Komið tímanlega því takmarkað magn er til af öllum vörum 1.-5. mars 2007

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.