Morgunblaðið - 01.03.2007, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 15
ERLENT
HUGSANLEGT
er, að Esterina
Tartman, sem
skipuð var ferða-
málaráðherra
Ísraels í síðustu
viku, verði að
segja af sér.
Segja fjölmiðlar,
að hún hafi logið
til um menntun
sína og hafi ekki þær lærdóms-
gráður, sem hún hreyki sér af. Það
sama megi segja um hennar fyrri
störf. Þá kemur fram, að fyrir
rúmu ári hafi hæstiréttur fallist á,
að Tartman hafi farið svo illa út bíl-
slysi fyrir áratug, að hún gæti ekki
unnið nema hálfan daginn. Voru þá
bæturnar auknar. Tartman er í
hægrisinnuðum harðlínuflokki,
Yisrael Beitenu.
Sannleikurinn
sagna bestur
Esterina Tartman
KENNARI í Mílanó greip nýlega til
örþrifaráða eftir að hafa mistekist
að fá sjö ára strák til að þegja. Hún
hélt á skærum, skipaði barninu að
reka út úr sér tunguna og klippti í
hana. Sauma þurfti fimm spor.
Róttæk þöggun
MAÐUR nokkur í Kína, 26 ára gam-
all, lést sl. laugardag eftir að hafa
verið næstum óslitið á netinu í heila
viku. Áætlað er, að 13–14% ungra
netnotenda í landinu séu netfíklar
eða um 2,6 milljónir manna.
Lífið eða netið
Reuters
HRAUNLEÐJA hélt áfram að
streyma niður hlíðar eldfjallsins
Stromboli við Sikiley í gær en gos
hófst á smáeynni á þriðjudag. Eld-
fjallið er óvenju virkt og flesta daga
stendur strókur upp úr gígnum.
Nokkur hundruð manns búa á
Stromboli-eyju.
Stromboli gýs
AL Gore, fyrrverandi varaforseti,
Óskarsverðlaunahafi og einn kunn-
asti umhverfisvinur í heimi, hefur
verið sakaður um að fara ekki eftir
því sem hann predikar fyrir öðrum.
Vakin hefur verið athygli á því, að
20 herbergja villan hans í Tennes-
see notar meira rafmagn á einum
mánuði en bandaríska meðalheim-
ilið á einu ári.
Tvískinnungur? Villan hans Gore.
Maður, líttu
þér nær
FÉLÖGUM í skoskri sekkjapípu-
sveit hefur verið sagt að fá sér
eyrnahlífar en nú er ljóst, að hávað-
inn frá pípunum og trommunum er
samtals 230 decibel. Almenn há-
vaðamörk eru 90 decibel.
Sekkjapípuóhljóð
Washington. AP, AFP. | Condoleezza
Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, skýrði frá því í fyrrakvöld, að
Bandaríkjastjórn ætlaði að taka þátt
í ráðstefnu um írösk öryggismál með
fulltrúum frá nágrannaríkjum Íraks,
þar á meðal Íran og Sýrlandi. Er það
mikil stefnubreyting frá því, sem
verið hefur.
Ríkisstjórn George W. Bush
Bandaríkjaforseta hefur hingað til
hafnað öllum tillögum um viðræður
við erkifjendurna
í Íran og Sýrlandi
en Rice sagði, að
ráðstefnan yrði í
apríl að loknum
undirbúningsvið-
ræðum embættis-
manna.
Ráðstefnuna
munu sækja
fulltrúar ná-
grannaríkja Íraks og annarra ríkja í
Mið-Austurlöndum og að auki
fulltrúar þeirra, sem hafa fast sæti í
öryggisráði SÞ, Bretlands, Kína,
Frakklands, Rússlands og Banda-
ríkjanna.
Ýmsir áhrifamiklir þingmenn
demókrata fögnuðu í gær yfirlýsingu
Rice og sögðu, að af þessu hefði átt
að verða fyrir löngu. Minntu þeir og
aðrir á, að þetta væri einmitt í anda
tillagna Íraksnefndarinnar, sem
skipuð var fulltrúum beggja flokka.
Ali Larijani, æðsti yfirmaður Ír-
ana í öryggismálum, sagði í gær, að
Íransstjórn væri fús til að taka þátt í
ráðstefnu um Írak og vandamálin
þar í landi.
Þrátt fyrir þessa hugsanlegu
stefnubreytingu ítrekuðu Banda-
ríkjamenn í gær, að þeir hefðu nýjar
sannanir fyrir því, að íraskir ofbeld-
ismenn fengju þjálfun í Íran í að
beita nýjum og öflugum vegsprengj-
um.
Ræða við erkifjendurna
Bandaríkjastjórn snýr skyndilega við blaðinu og ætlar að taka þátt í
ráðstefnu með nágrannaríkjum Íraks, þar á meðal Íran og Sýrlandi
Condoleezza Rice
edda.is
TIL HAMINGJU!
Alfræðirit um fiska Íslands skrifað af
færustu vísindamönnum á sviði
fiskifræði
Myndir og greinargóðar upplýsingar
um 340 fisktegundir
Ítarleg umfjöllun um hverja
fisktegund, helstu útlitseinkenni, lit,
stærð, lífshætti, heimkynni og nytjar
Einstakt safn vatnslitamynda eftir
myndlistarmanninn Jón Baldur
Hlíðberg
Nákvæm kort yfir útbreiðslu íslenskra
fisktegunda. Frábær fróðleiksnáma
Stórvirkið Íslenskir fiskar hlaut fræðiritaverðlaun Hagþenkis fyrir árið
2006. Við óskum þeim Gunnari Jónssyni, Jónbirni Pálssyni og Jóni Baldri
Hlíðberg hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu.
„Viðurkenningu Hagþenkis hljóta Gunnar Jónsson,
Jónbjörn Pálsson og Jón Baldur Hlíðberg fyrir að hafa
dregið nytjaskepnur og furðukvikindi úr sjó og upp á
bókarsíður, með snilldarlegummyndum og ljósu máli.“
Ályktunarorð viðurkenningaráðs Hagþenkis