Morgunblaðið - 01.03.2007, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
BJÖRGUN hf. og BYGG hf. hafa lát-
ið teikna 108 hektara landfyllingu
vestur af Ánanaustum þar sem rúm-
ast gæti 5.500 til 6.000 íbúa byggð,
svonefnd Hólmabyggð eða Granda-
byggð. Um yrði að ræða fjölbýlishús,
3–4 hæða há, en einstaka sex hæða
hús, að sögn Sigurðar R. Helgason-
ar, framkvæmdastjóra Björgunar hf.
Gert er ráð fyrir að rennur verði í
landfyllingunni og lón landmegin.
Sagði Sigurður það gert til að mýkja
ásýnd hverfisins. En þessi áform eru
ekki alveg ný af nálinni.
„Við í Björgun lögðum svipaða
hugmynd fyrir þáverandi borgar-
stjóra, Davíð Oddsson, árið 1983.
Hann setti þetta reyndar inn á borg-
arskipulag sem hugmynd og hún var
þar að minnsta kosti eitt kjörtímabil,
ef ekki tvö,“ sagði Sigurður. Ekkert
varð af áformunum þá en Sigurður
sagði að nú vildu menn styrkja mið-
borgina og færa hana út enn frekar.
Hólmabyggð myndi styrkja hana
mjög. Því hefði Björn Ólafs arkitekt
verið fenginn til að hanna tillöguna
að Hólmabyggð.
Tillagan var send stjórn Faxaflóa-
hafna sem fer með landfyllingar á
þessu svæði. Stjórnin sendi tillöguna
áfram til umsagnar starfshóps um
framtíðarskipulag Örfiriseyjar. Sig-
urður sagði að yrði hugmyndin sam-
þykkt af viðkomandi yfirvöldum yrði
næsta skref að kanna heppilegustu
lögun landfyllingarinnar með tilliti
til ölduhreyfinga og álags af völdum
sjávargangs. Það þyrfti að gera í
öldulíkani. Síðan þyrfti hugmyndin
að fara í umhverfismat og reikna
mætti með að allt þetta undirbún-
ingsferli tæki tvö til þrjú ár. Upp-
bygging hverfisins yrði í áföngum og
myndi taka allt að tíu árum.
Sigurður taldi að ekki yrði vand-
kvæðum bundið að finna efni til land-
fyllingarinnar. Hvað varðar hækk-
andi sjávarborð og áhlaðanda á
þessu svæði benti hann á að á núver-
andi landfyllingum, sem Björgun og
Bygg eru að gera, væri landhæð við
húsvegg 4,5 m í svonefndu borgar-
kerfi. Í Aðalstræti væri hún 3,3–3,4
m. Í Hólmabyggð yrði landhæðin
ugglaust meiri en 4,5 m því landfyll-
ingin yrði fyrir opnara hafi en hinar.
Áform um 6.000 íbúa byggð á
landfyllingu vestan við Ánanaust
Björgun hf. og Bygg hf. leggja drög að Hólmabyggð til að styrkja miðborgina
AKUREYRI
FULLTRÚAR Samfylkingar,
Vinstri grænna og F-lista í borg-
arstjórn Reykjavík í velferðarráði
létu bóka að þeir væru undrandi yf-
ir því að starfsmenn velferðarsviðs
skuli hafa kosið að gagnrýna fjöl-
miðla og fulltrúa minnihlutans
vegna umfjöllunar um starfsemi
stuðningsbýlisins á Miklubraut 18,
en það gerðu þeir með tilkynningu
sem send var fjölmiðlum 15. þessa
mánaðar. Sú tilkynning var ekki
send velferðarráði.
„Það ber því vott um sérkenni-
lega afstöðu til almennrar umfjöll-
unar um opinberan rekstur þegar
starfssvið á vegum borgarinnar tel-
ur að halda beri frá fjölmiðlum efni
skýrslu sem inniheldur úttekt á
þjónustu. Fjölmiðlar gegna mikil-
vægu hlutverki í lýðræðislegri um-
ræðu, ekki síður en kjörnir fulltrú-
ar. Ekki verður með nokkru móti
séð að sú umræða sem átt hefur sér
stað um efni umræddrar skýrslu
skaði á nokkurn hátt notendur
þjónustunnar né að ástæða hafi ver-
ið til að halda efni hennar leyndu,“
segir í bókun frá fulltrúum minni-
hlutans.
Í bókuninni segir að þótt skýrsl-
an dragi fram nokkra jákvæða
þætti starfseminnar verði ekki litið
framhjá því að neikvæðir þættir séu
yfirgnæfandi. Skýrslan er dagsett í
september 2006 og kynnt rekstr-
araðilum í október, en ekki velferð-
arráði fyrr en um miðjan febrúar sl.
Þá hafi verið búið að gera nýja
samninga við rekstraraðilann.
Minnihlutinn gagnrýnir þessi vinnu-
brögð.
Ekki ástæða
til að leyna
skýrslunni
Bókun frá minnihlut-
anum í velferðarráði
FJÖGUR af stærstu útgerðar-
félögum landsins og Landsamband
íslenskra útvegsmanna eru meðal
stofnenda hlutafélagsins ORKEY
sem hefur það að markmiði að
skoða leiðir og hagkvæmni þess að
framleiða jurtaolíu úr kanadísku
repjufræi, mögulega í Krossanes-
verksmiðjunni á Akureyri.
Jurtaolía er vistvænn orkugjafi
sem má brenna í stað svartolíu í ís-
lenskum fiskiskipum en um fjórð-
ungur flotans notar nú svartolíu á
skipavélarnar; íslensk fiskiskip
brenna um 60.000 tonnum af svart-
olíu árlega en um þrefalt meira
magni af dísilolíu.
Áætlað er að forathugun verk-
efnisins taki um sex mánuði og að
þá verði tekin ákvörðun um eigin-
lega framleiðslu.
Mikill ávinningur
Stofnendur fyrirtækisins eru
Akureyrarhöfn, LÍÚ, Samherji,
Brim, Ísfélag Vestmannaeyja, HB
Grandi, Norðurorka og Arngrímur
Jóhannsson. Þess má geta að Ís-
félag Vestmannaeyja tilkynnti ný-
verið að fiskimjölsverksmiðja fé-
lagsins í Krossanesi yrði lögð niður
og í framhaldi þess kviknaði sú
hugmynd að húsnæðið gæti hentað
undir þá starfsemi sem hið ný-
stofnaða félag stefnir að.
Hörður Blöndal, hafnarstjóri á
Akureyri, segir mikinn ávinning
mögulegan með verkefninu.
„Í fyrsta lagi snýst þetta um að
nýta þá fjárfestingu sem er til stað-
ar í íslenskum fiskimjölsverksmiðj-
um og nýta vistvæna íslenska orku
til að framleiða jurtaolíu sem véla-
eldsneyti. Í byrjun erum við að
horfa til fiskiskipaflotans einvörð-
ungu en það er ljóst að jurtaolíuna
má vinna frekar í sérstöku ferli og
framleiða svokallað lífdísil sem er
olía sem hefðbundnar dísilvélar,
t.d. bílvélar, nota. Sá möguleiki
getur alveg verið til staðar í fram-
tíðinni ef þetta heppnast en síðan
er líka möguleiki að horfa til út-
flutnings á jurtaolíunni til kaup-
enda í Evrópu sem nýta hana þar
til brennslu eða frekari vinnslu.“
Hörður segir að til framleiðsl-
unnar þyrfti líklega ekki meiri raf-
orku en mjölverksmiðjan í Krossa-
nesi þurfti áður en bæði
staðsetning, hafnarmannvirki og
búnaður í verksmiðjunni gefa til-
efni til að ætla að þetta sé vel fram-
kvæmanlegt verkefni, að hans
sögn.
Fóður úr hratinu?
Þess má einnig geta að með
verkefninu gætu skapast tækifæri
fyrir fóðurframleiðslu og þar með
hérlendan landbúnað þar sem við
framleiðslu jurtaolíunnar úr repju-
fræinu fellur til mikið magn af pró-
teinríku hrati sem þykir henta til
fóðurgerðar. Þetta atriði er eitt
þerra sem farið verður nánar yfir í
því undirbúningsferli sem bíður
hins nýstofnaða félags.
Upphaf verkefnisins má rekja til
þess að kanadískir aðilar komu til
Akureyrar síðastliðið haust og
könnuðu möguleika á að Akureyr-
arhöfn yrði umskipunarhöfn fyrir
útflutningsvörur þeirra, m.a.
repjufræ sem flutt er frá Kanada
til meginlands Evrópu og notað
þar til framleiðslu jurtaolíu. Í
framhaldi af þessari heimsókn
kviknaði sú hugmynd að framleiða
olíuna hér á landi.
Vilja framleiða eldsneyti fyrir fiskiskipaflotann úr kanadísku repjufræi
Stofna félag um framleiðslu
á jurtaolíu sem eldsneyti
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Jurtaolía í stað fiskimjöls? Í Krossanesi mætta framleiða mun meiri
jurtaolíu en sem svarar til þess sem fiskiskipaflotinn notar af svartolíu.
Í HNOTSKURN
»Jurtin repja (kanóla) erræktuð í gríðarlega miklu
magni í Kanada. Ekki er nógu
hlýtt á Íslandi til þess að hún
dafni hér.
»Áætla má að í t.d. Krossa-nesverkmiðjunni einni
megi framleiða talsvert meira
af jurtaolíu en svarar til svart-
olíunotkunarinnar hjá íslenska
skipaflotanum.
»Ef af framleiðslu jurtaolíuverður í Krossanesi má
gera ráð fyrir því að það skapi
um 10 störf, en álíka margir
hafa unnið í fiskimjölsverk-
smiðjunni þar á síðustu árum.
BÆTT hefur verið við einni sýningarhelgi
á Svörtum ketti vegna mikillar aðsóknar
og fjölda áskorana, skv. frétt frá Leik-
félagi Akureyrar. Til stóð að síðasta sýn-
ing yrði núna á laugardaginn en uppselt
er orðið á þá sýningu. Því hefur verið bætt
við aukasýningum 9. og 10. mars næst-
komandi. Þetta verða allra síðustu sýn-
ingar á verkinu, því þá þarf að rýma til
fyrir nýrri frumsýningu hjá LA, Lífinu –
notkunarreglum sem er nýtt leikverk eftir
Þorvald Þorsteinsson. Frumsýning verður
23. mars nk.
Svartur köttur hefur hlotið afar góð við-
brögð og uppselt hefur verið á nær allar
sýningar frá því verkið var frumsýnt í jan-
úar, segir í frétt frá LA.
Svarti kötturinn
vill ekki af sviðinu
ELDUR kviknaði í
einbýlishúsi við
Kringlumýri um mið-
nætti í fyrrinótt, en
húsráðandi og tvö
börn hans vöknuðu
þegar reykskynjari
fór í gang og allt fór
vel.
Talið er að eld-
urinn hafi kviknað út
frá hellu á eldavél
sem líklega hefur kviknað á þegar verið
var að þrífa hana um kvöldið.
Enn einu sinni sannaðist hve mikilvægt
tæki reykskynjari er, en slökkvilið og lög-
regla fullyrða að í þessu tilviki hafi hann
bjargað því að ekki fór verr. Húsráðandi
brást líka hárrétt við og náði að slökkva
eldinn með handslökkvitæki og koma
þannig í veg fyrir stórtjón. Engum varð
meint af og litlar skemmdir urðu á hús-
næðinu.
Reykskynjari kom
í veg fyrir stórtjón
í íbúðarhúsi