Morgunblaðið - 01.03.2007, Side 30

Morgunblaðið - 01.03.2007, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Móses B.G. Guð-mundsson fædd- ist á Þingeyri við Dýrafjörð 9. ágúst 1920. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði aðfara- nótt 21. febrúar sl. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Bjarni Jónsson útvegs- bóndi og skipstjóri frá Lokinhömrum í Arnarfirði, f. 1870, d. 1954 og Helga Jóna Jónsdóttir frá Hrauni á Ingjaldssandi, f. 1882, d. 1966. Móses var yngstur af 10 systk- inum ásamt tvíburabróður sínum Jens og komust 8 þeirra til full- orðinsára, aðeins Jens er á lífi. Auk Mósesar og Jens eru það: Kristján Sigurður, f. 1905, d. 1920, Jón, f. 1909, d. 1910, Krist- ín, f. 1906, d. 1996, Guðbjartur, f. 1911, d. 1953, Jón, f. 1912, d. 1995, Valdimar, f. 1913, d. 1990, Eiginmaður hennar er Andrés Ingi Vigfússon, f. 22. mars 1950, sonur þeirra Sigurður Jóhann, f. 1994. Sonur Þórdísar er Ólafur Örn Gunnarsson, f. 1976, unnusta hans er Merete Siring, f. 1975, dóttir þeirra er Alexandra, f. 2006. Móses flutti ásamt foreldrum til Akraness árið 1940 og bjó þar til 1956. Tók hið minna stýrimanna- próf á fiski- og flutningaskip á Ísafirði 1944 og próf úr Stýri- mannaskóla Íslands 1950. Stund- aði sjómennsku frá 1934, fyrst á skútunni Sæljóni á Þingeyri, tók þátt í útgerð ms. Sæhrímnis 1939–1941. Var hann stýrimaður m.a. á bátum hjá Haraldi Böðv- arssyni & Co, Jóni Gíslasyni, Hafnarfirði, og flutningaskipum hjá Jóni Franklín. Vann einnig við netagerð og húsasmíðar. Frá árinu 1977 var hann starfsmaður hjá Íslenska álfélaginu í Straums- vík. Árið 1950 hófu Móses og Ólafía búskap á Akranesi, þau fluttu til Hafnarfjarðar árið 1956 og hafa búið þar síðan. Síðasta árið dvaldist hann á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Útför Mósesar verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Soffía, f. 1916, d. 2004, Guðný, f. 1918, d. 1984. Móses kvæntist 19. maí 1951 Ólafíu Guð- björnsdóttur, f. 5. maí 1922. Dætur þeirra eru tvær: 1) Lilja Stefanía stuðn- ingsfulltrúi, f. 10. september 1951. Eiginmaður hennar er Halldór Ólafur Bergsson, f. 20. des- ember 1951, börn þeirra a) Móses Helgi, f. 1972, eiginkona hans er Johanna Kristiina Siljander, f. 1974; dóttir þeirra er Eva Þórdís, f. 2003, b) Ester Rut, f. 1975, eig- inmaður hennar er Ryan Lat- hrop, f. 1967; sonur hans er Chri- stopher, f. 1988 og dætur þeirra eru Sara Nicole, f. 2000 og Rakel Lilja, f. 2002 c) Ólöf Sif, f. 1987 sambýlismaður hennar er Bjarki Gannt, f. 1982. 2) Þórdís Sigríður kennari, f. 14. september 1952. Elsku pabbi minn. Nú er veikindastríði þínu lokið, þú kominn upp til Guðs á betri stað. Er þá Jens orðinn sá eini eftirlif- andi af ykkur systkinunum. Eins og þú sagðir sjálfur hefðir þú ekki trúað því að þú ættir eftir að liggja á St. Jósepsspítala í meira en ár og varla geta hreyft þig. Mamma létti þér lífið með því að heimsækja þig hvern dag og við systurnar kom- um á kvöldin til skiptis. Þökkum við kærlega starfsfólki á St. Jósefsspít- ala góða umönnun og hjálp í veik- indum þínum. Minnist ég hlýs handtaks þegar við komum í heimsókn. Alltaf fékk maður bros og þakklæti fyrir kom- una þangað til undir það síðasta, þá varstu orðinn svo þreyttur og veikur og farinn að þrá hvíldina. Ég fædd- ist á Akranesi og átti mín fyrstu uppvaxtarár í sama húsi og afi og amma. Þið tvíburarnir áttu húsið og systir þín Soffía bjó við hliðina. Eru þessi 5 ár mér dýrmæt minning. Síð- an fluttum við í Hafnarfjörð. Þegar við systurnar vorum litlar varst þú á sjónum, var mikil tilhlökkun þegar þú varst að koma úr siglingunum, þá fengum við ávexti, falleg föt, skart- gripi og „gotterí“, þá eyddir þú öll- um frítíma í útlöndum til að kaupa eitthvað fallegt handa okkur. Þegar þú komst í land féll þér aldrei verk úr hendi, brúni bréfpokinn var sett- ur á höfuðið og síðan var farið að smíða eða mála. Oft fórstu í göngu- túr niður á bryggju, fékk maður þá oft að fara með, setti höndina í þína og við fórum að skoða bátana. Manstu þegar við lærðum að hnýta flugur? Þú hélst þessu áfram og veiddir svo á þær í Þingvallavatni. En síðari árin gastu notið þess að vera með barnabörnunum í sum- arbústaðnum með mömmu við Þing- vallavatn. Minningar eru margar, minnist ég ekki síst þegar þú byrjaðir í Straumsvík, áttir þína trillu og fisk- aðir handa okkur í soðið. Voru það margar máltíðirnar sem við fengum þar. Alltaf hljóðlátur, traustur og snyrtilegur við hlið mömmu. Alltaf var maður velkominn í heimsókn til að spjalla við þig. Barst þú þá alltaf hag fjölskyldunnar fyrir brjósti, þurftir alltaf að frétta af Ester í Am- eríku og Mósesi í Finnlandi, Lóu Sif hérna heima og hvar Dóri væri staddur er hann var að keyra úti á landi. Alltaf varst þú mættur í öll afmæli hjá fjölskyldu minni ásamt mömmu og þá fylgdu oft með pökkunum kleinur og sandkaka sem mamma hafði bakað. Nú þegar kallið er komið veit ég að amma og afi hafa tekið á móti þér hinum megin. Minnumst við þín með mikilli virðingu og söknuði. Ég hlakka til að hitta þig á góða hlýja staðnum sem þú dvelst á núna. Meg- ir þú hvíla í friði og ró, elsku pabbi minn. Lilja Stefanía Mósesdóttir. Í barnshuga mínum var faðir minn ofurmenni, hann var hetja sjávarins, bylgjur hafsins voru önn- ur heimkynni hans, og bátabylgjan og fréttir af veðri voru ramminn; girðingin umhverfis pabba. Hann var ofurmennið sem gat allt. Hann málaði turninn á Hallgrímskirkju í Saurbæ, hann stikaði fjöllin fyrir vestan, hann fór á skíðum; fyrir vestan á tunnustöfum – síðar á full- orðinsárum á gönguskíðum. Hann var pabbi minn. Hann átti ýmislegt sameiginlegt með Birni í Brekku- koti; fór á hrognkelsaveiðar við sól- arupprás og hin þögla návist hans var öryggið í lífi mínu. Hann fylgdist með fuglunum og í síðasta sinn sem við hittumst sagði ég honum frá hröfnunum sem eru hundruðum saman í höfuðstaðnum. Annars var umræðan hafin yfir dægurmál síðustu mánuðina í lífi pabba – tónlistin tók yfir. Við hlust- uðum á perlur íslenskrar tónlistar – þá færðist bros yfir andlit hans; hann var þakklátur tilbreytingunni í annars tilbreytingarlitlu lífi. Elsku pabbi minn. Nú ertu kom- inn á annan stað öðrum æðri. Guð þig ávallt geymi. Takk fyrir allt. Þórdís. Afi var þekktur sem hraustur og myndarlegur maður, dökkhærður alltaf brúnn og mjög massaður. Myndarlegastur á Akranesinu heyrði ég alltaf frá mömmu minni. Það hafa allir verið svo stoltir að eiga hann að. Ég hef heyrt margar sögur frá systrunum; mömmu og Þórdísi. Ef þú gætir fundið upp- skrift að afa, góðum afa þá væri ég búin að finna hana. Það er hann Móses afi, alltaf í góðu skapi, hafði smitandi hlátur sem dæturnar hafa erft frá honum. Þegar afi fór að hlæja, brosa, segja sögur voru alltaf allir brosandi og hlustuðu vel á. Afi var sjómaður og var heiðraður á sjó- mannadaginn eftir 50 ára veru á sjó. Eftir að hann hætti á togurum og kaupskipum eftir að hafa siglt út um allan heim; að síðustu til Mombasa, keypti hann sér lítinn bát, sem hann var með við bryggjuna rétt hjá Mýragötunni. Hann eyddi þar mörgum stundum og einnig veiddi hann í Þingvallavatni en amma og afi áttu þar saman bústað. Ég man eftir þegar ég fór með afa að veiða niður að vatni og veiddi einn pínkulítinn fisk og var ekkert smástolt og tók hann með upp í bú- stað. Helstu minningarnar mínar eru frá Mýragötunni. Þar bjuggu amma og afi, ég gisti þar margar helgar, horfði oft á afa breyta fjöðrum og tvinna í fallegar veiðiflugur í alls konar litum, mér fannst þær ofboðs- lega flottar. Afi hafði alltaf góða að- ferð við að láta mig borða grjóna- grautinn hennar ömmu, við fórum í kapp og hlógum mikið. Eftir það hjálpaði ég ömmu að baka eplaköku, svo fór ég með afa í göngutúr niður á bryggju til að skoða bátinn hans afa. Alltaf hef ég hugsað í hvert sinn sem ég keyri Mýragötuna um göngutúrinn og litið upp til hússins þeirra ömmu og afa. Afi var yndislegur maður, hann hafði sérstakt bros, glotti smá og brosti með augunum. Hann rétti alltaf fram kinnina og vildi fá koss á kinn þegar við fjölskyldan komum í heimsókn. Afi var alltaf með rjóðar kinnar. Ég er svo ánægð að hafa átt Mós- es sem afa minn. Ég á alltaf eftir að horfa á stólinn þinn í eldhúsinu. Og setjast þar þegar ég er í heimsókn hjá ömmu því þá á mér eftir að finn- ast að þú sért nálægt mér. Síðasta ár hef ég oft farið með mömmu upp á spítala en í síðustu skiptin hef ég kvatt þig eins og hvert skiptið væri það síðasta og sagt „ég elska þig, afi minn, þú verður að hvíla þig til að þér líði betur“. Alltaf á ég eftir að muna að ég gat kvatt þig með þess- um orðum áður en þú fórst til himna, elsku afi minn. Ég elska þig og sakna. Og mun aldrei gleyma. Ólöf Sif. Kæri afi. Þú veist hversu vænt mér þykir um þig. Þú hefur alltaf verið til stað- ar – rólegur, yfirvegaður og með svo mikinn kærleik inni í þér, sem þú umvafðir mann með í hvert sinn sem maður kom í heimsókn. Ég var svo heppinn að fá að eiga heima hjá ykk- ur ömmu fyrstu æviárin og vera svo með annan fótinn, stundum báða, hjá ykkur allt þar til ég flutti út til Noregs. Margar minningar koma upp í hugann þegar ég horfi til baka … Sumarbústaðurinn stendur upp úr sem himnaríki á jörð þar sem Móses B.G. Guðmundsson ✝ Eyjólfur Agn-arsson fæddist á Ísafirði 22. júlí 1944. Hann and- aðist á St. Jós- efsspítala 23. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sturla Agnar Guðmundsson skip- stjóri á Ísafirði, f. 14.10. 1897, d. 2.10. 1981, og kona hans Kristjana Margrét Sigmundsdóttir, f. 2.3. 1897, d. 6.1. 1983. Systkini Eyjólfs eru Hulda, f. 2.4. 1921, d. 30.12. 2003, Krist- ján Jónatan, f. 11.5. 1924, d. 21.11. 1978, Höskuldur, f. 27.9. 1925, d. 18.1. 2000, Kristín Svava, f. 20.7. 1927, d. 27.9. 1927, Kristín Svava, f. 14.10. 1928, Agnes Sturlína, f. 18.6 1930, Hjaltlína Sigríður, f. 17.7. 1931, Guðmundur, f. 14.3. 1933, d. 2.7. 2002, Guðbjörg Erna, f. 11.11. 1934, Mar- grét Sigmunda, f. 28.2. 1937, Agnar, f. 22.7. 1938, d. 19.12. 1977, og Sig- mundur, f. 30.10. 1941. Eyjólfur kvæntist Sigríði Traustadótt- ur 12. febrúar 1966 og eignuðust þau tvö börn. Þau eru: 1) Bryndís, f. 5.9. 1966, maki Agnar Steinn Gunn- arsson. Börn þeirra Dagbjört, f. 10.4. 1988, Gunnar, f. 30.8. 1991, Sóley, f. 9.9. 2004. 2) Höskuldur, f. 25.11. 1974, maki Katrín María Benediktsdóttir, f. 1.5. 1975. Útför Eyjólfs verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það er skrýtið að elsku pabbi sé lát- inn. Fyrir ári hefði það ekki hvarflað að okkur að hann ætti eftir að heyja tíu mánaða baráttu við illvígan sjúk- dóm, krabbamein. Nei, það hefði okk- ur ekki órað fyrir, þessi hressi, hrausti og dugmikli karl. Pabbi ólst upp á Ísafirði með foreldrum sínum og var hann yngstur af fjórtán systk- inum. Árið 1964 fluttist hann til Hafn- arfjarðar með móður minni, sem hann hafði orðið ástfanginn af á Ísa- firði þar sem hún hafði farið vestur á Ísafjörð til að starfa á sjúkrahúsinu. Pabbi hafði stundað sjóinn frá unga aldri með föður sínum fyrir vestan. Hér fyrir sunnan stundaði hann sjó- mennsku, en hann starfaði lengst af hjá Þakpappaverksmiðjunni Silfur- túni. Eins og sannur sjómaður vissi pabbi alltaf hvernig veðrið yrði ef okkur vantaði að vita það. Það var eitt sem einkenndi pabba, dugnaður og aftur dugnaður. Það var aldrei slakað á fyrr en verkið var bú- ið. Hvort sem var í vinnunni eða heima fyrir vann hann alveg á við tvo. Enda kenndi hann manni að vinna og ekkert slór var í boði. Heima var hann listakokkur og þegar búið var að borða var að drífa uppvaskið af. Nú getum við ekki lengur beðið bak- arameistarann um að koma með vel skreyttar brauðtertur og kleinur þeg- ar við höldum veislur. Ég læt nú hug- ann reika og fer að hugsa um það þeg- ar ég var farin að búa og við vorum að flytja. Alltaf var hann mættur með málningarrúlluna tilbúinn að hjálpa. Eins þegar við fórum að byggja húsið okkar, það var sama hvar í ferlinu við vorum, aldrei lét hann sig vanta hvort sem það var í uppslætti, járnabind- ingum eða málningarvinnu. Já, pabba var margt til lista lagt ásamt því að vera listakokkur, bak- arameistari og vinnumaður, saumaði hann líka út í frístundum, og ekki má nú gleyma öllum fallegu flugunum sem hann hnýtti til að fara með í veið- ina. Því þar elskaði hann að vera, úti í miðri á eða vatni að veiða fisk. Þeir voru ófáir veiðitúrarnir sem strák- arnir fóru í saman og hann var byrj- aður að hlakka til og undirbúa græj- urnar löngu áður en lagt yrði af stað. Einu sinni var spenningurinn svo mikill að þeir voru komnir degi of snemma í veiðina. Strákarnir segja að stundum hafi þeir ekki verið búnir að hnýta fluguna eða setja beituna á öngulinn þegar hann var byrjaður að moka upp fiski, hann hafi tekið hraustlega á því þar eins og annars staðar og ekki spurning hver kom aflahæstur heim. Pabbi var jólabarn, mikið af ljósum og skreytingum var til staðar. Gerð- um við okkur alltaf sérferð til að skoða og fannst okkur alltaf jafn gaman að sjá öll þessi fallegu ljós sem ylja manni um hjartarætur í skamm- deginu. Man ég þegar við komum fyr- ir síðustu jól, þá var Hössi bróðir og Gunnar minn að hjálpa pabba við að setja upp ljósin, því þá var hann orð- inn svo veikur að hann gat ekki gert það sjálfur. Eins var það á sumrin þegar sumarblómin komu þá var allt- af allt þakið í blómum. Alveg erum við viss um það að hann pabbi er besti afi í heimi. Meira en tilbúinn að passa afabörnin hve- nær sem var. Fylgdist vel með því sem var að gerast og vildi koma með ef eitthvað var um að vera. Alltaf var gott að koma til hans og fá afaknús og svolítið sprell var alltaf líka með. Það var líka alltaf passað upp á að við fær- um ekki svöng heim. Lífið var stund- um stormasamt hjá pabba en núna, þegar storminn hafði lægt og sjórinn orðin sléttur, finnst okkur erfitt að sætta okkur við að hann sé farinn frá okkur. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin.) Bryndís. Hann Eyjólfur bróðir er látinn. Þessi staðreynd er óbærileg þó svo að innst inni hafi ég vitað að hverju stefndi. Við hjónin vorum einmitt stödd hjá þeim sumardaginn fyrsta og hún Sigga og þá ekki síður hann sjálfur höfðu eldað þetta líka dýrindis læri handa okkur. Ég man þetta svo greinilega þegar Gunna mín segir við bróður minn: „Eyi, þú ferð nú varla í vinnu svona lasinn, það er eitthvað að.“ En hann bara hló og gerði lítið úr. Hann starfaði sem vaktmaður frá 19 á kvöldin til 8 á morgnana í ski- pakvíunum í Hafnarfirði. Morguninn eftir hringir hann og segist vera kom- inn á spítala, ég fór strax til hans og var hjá honum þegar læknirinn til- kynnti honum að hann væri haldinn illvígum sjúkdómi. Hann horfði á mig og sagði: „Það er lítið við því að gera en ég ætla svo sannarlega ekki að gef- ast upp. Við sjáum hvað setur.“ Og hann barðist svo sannarlega hetju- legri baráttu. Þau hjónin heimsóttu okkur norður í Ólafsfjörð í sumar og við fórum saman út í Hrísey. Við keyrðum líka um Eyjafjarðarsvæðið og dvöldum í sumarbústaðnum okk- ar. Eyjólfur var mikill veiðimaður og hafði mikið yndi af lax- og silungs- veiðum. Fór hann oft í veiðiferðir með dóttursyni og tengdasyni sínum hing- að og þangað um landið. Það má segja að hann hafi aldrei skilið stöngina eft- ir þegar hann fór út að keyra með Siggu sinni og þau voru að fá sér sunnudagsrúntinn. Hann var búinn að setja í margan fiskinn í Þingvalla- vatni og fleiri vötnum. Oft var hann búinn að hringja í mig eða Gunnu mína þegar ég var á sjó, þá titraði röddin af gleði yfir góðri veiði á þess- um eða hinum staðnum. Á veturna dundaði hann sér við að hnýta flugur, hann var snillingur við þá iðju og naut þess svo sannarlega að fara yfir veiði- dótið sitt. Eyjólfur kláraði barnaskólann og skyldunámið heima á Ísafirði, eftir það fór hann á sjóinn með pabba. Hann stundaði sjómennsku tvo fyrstu áratugina á starfsævinni, síðan lá leiðin í land þar sem hann vann við ýmis störf, þó lengst af við Þakpappa- verksmiðjuna í Hafnarfirði eða þar til hún var lögð niður. Var hann þá búinn að vinna þar í 20–25 ár. Eftir það varð hann atvinnulaus í tvö ár en gafst ekki upp og var kominn með fyrir- taksvinnu þar sem honum líkaði mjög vel að vera. Eyjólfur var afskaplega góður heimilisfaðir. Hann var sérlega ættrækinn og var alveg nóg fyrir mig að hringja í Eyja til að fá fréttir af hinum systkinunum hvort sem þau voru í Keflavík, á Spáni eða í Am- eríku. Hann hafði samband við alla. Eyi kynnist Siggu sinni vestur á Ísafirði 1962. Þau gifta sig 1966 og eignast fyrra barnið sitt, Bryndísi, það sama ár. Og 1974 eignast þau svo Eyjólfur Agnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.