Morgunblaðið - 01.03.2007, Side 41

Morgunblaðið - 01.03.2007, Side 41
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA var mjög góð keppni, vel að henni staðið og flott umgjörð,“ segir Guðmundur Geir Jónsson, bassaleikari hljómsveitarinnar These Days sem bar sigur úr býtum í hljómsveitakeppninni Allra veðra von sem fór fram í Vestmannaeyjum þann 17. febrúar. Tíu hljómsveitir tóku þátt í keppninni, níu frá Vest- mannaeyjum, og svo These Days sem er frá Selfossi. Aðspurður segir Guðmundur hinar hljómsveitirnar ekki hafa verið neitt sérstaklega fúl- ar þegar utanbæjarmenn stálu sigr- inum. „Nei nei, ég held ekki. Mér fannst það allavega ekki á við- stöddum. Það var fullt af góðum hljómsveitum þarna og við bjugg- umst ekkert við þessu. Við vorum ekki einu sinni vissir um að þetta væri keppni þegar við komum þang- að, við ætluðum bara að fara til Vest- mannaeyja til að spila og skemmta okkur aðeins saman,“ segir hann. Í verðlaun fær hljómsveitin umfjöllun í Rokklandi á Rás 2, auk þriggja tíma í hljóðveri rásarinnar. Þá segir Guðmundur líklegt að sveitin muni spila á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Langar að spila meira These Days skipa þeir Magnús Einarsson trommuleikari, Bjarni Ævar Árnason hljómborðsleikari, Hörður Vídalín Magnússon sem leikur á gítar, Ólafur Jóhann Braga- son söngvari auk Guðmundar bassa- leikara. „Við byrjuðum fyrir rúmu ári en eins og sveitin er skipuð í dag hefur hún spilað í um þrjá mánuði,“ segir hann. „Söngvarinn og gít- arleikarinn eru ekki orðnir 17 ára, trommuleikarinn er á 18. ári og svo erum við hljómborðsleikarinn að verða tvítugir.“ Guðmundur segir tónlist þeirra félaga vera mjög í anda Pink Floyd, Deep Purple og Led Zeppelin. „Við byrjuðum sem ábreiðuhljómsveit fyrir þessar gömlu hljómsveitir og okkur langaði að halda í þá strauma, og þannig kemur nafnið til því ég held að við séum frekar gamaldags að einhverju leyti,“ segir Guðmundur, en bætir við að þeir séu þó farnir að einbeita sér að eigin tónsmíðum. Guðmundur segir að þeir hafi fengið góða aðstoð frá Gunnari Bjarna Ragnarssyni, forsprakka Jet Black Joe, sem hafi hjálpað þeim að koma sér af stað. „Þeir komu og spiluðu fyrir svona hálfu ári á Sel- fossi, og við komum okkur í sam- band við hann, enda frábær tónlist- armaður. Við ákváðum bara að leita ráða hjá honum því þeir voru í svip- aðri stöðu og við á sínum tíma, ungir að reyna að koma sér á framfæri,“ segir Guðmundur, en á MySpace síðu sveitarinnar kemur fram að Jet Black Joe er einn af áhrifavöldum hennar. „Við erum með svona Ham- mond-orgel áhrif sem má rekja til Jet Black Joe, og reyndar Deep Purple líka.“ Auk Þjóðhátíðar segir Guð- mundur hugsanlegt að These Days spili á Aldrei fór ég suður – Rokkhá- tíð alþýðunnar sem haldin verður á Ísafirði um páskana. Þá segir hann að þá langi mikið til að spila í höf- uðborginni, þar sem þeir hafa aldrei spilað. „Okkur langar að fara að spila sem mest og erum bara að leita að stöðum,“ segir hann að lokum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Undir áhrifum Guðmundur segir sveitir á borð við Pink Floyd, Deep Purple og Led Zeppelin helstu áhrifavaldana. Gamaldags ungmennasveit www.myspace.com/ thesedaysonline staðurstund Jóhann Bjarni Kolbeinsson rit- ar um Óskarsverðlaunahafann Forest Whitaker, ævi hans og kvikmyndaferil. » 42 af listum Diskur með öllum lögunum 24 sem tóku þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2007 situr í fyrsta sæti Tónlistans. » 43 tónlistinn Þóra Þórisdóttir gagnrýnir sýn- ingu Péturs Arnar Friðriks- sonar og Helga Hjaltalín í Gall- eríi Kling og Bang. » 45 dómur Hljómsveitin Roof Tops, sem var stofnuð 1968, hefur komið saman á ný og mun spila á Kringlukránni um helgina. » 51 tónlist Sjónvarpsþáttaröð verður gerð um búferlaflutninga Viktoríu og Davids Beckhams frá Evrópu til Ameríku. » 48 fólk |fimmtudagur|1. 3. 2007| mbl.is VIÐURKENNING Hagþenkis, fé- lags höfunda fræðirita og kennslu- gagna, var afhent við hátíðlega at- höfn í gær. Viðurkenninguna hlutu Gunnar Jónsson, Jónbjörn Pálsson og Jón Baldur Hlíðberg fyrir bók- ina Íslenskir fiskar. Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, kennslugögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings og í ár nam viðurkenningin 750.000 kr. auk þess sem verðlaunahafarnir fengu viðurkenningarskjal. Krydduð kímni Í umsögn Viðurkenningarráðs Hagþenkis segir um bókina Ís- lenskir fiskar að hún sé unnin af fá- gætri alúð og vandvirkni. „Bókin Íslenskir fiskar er þaulunnin og færir okkur fjölþættan fróðleik um fiska, einkenni þeirra, flokkun og ferðir um höf og vötn. Fjallað er um vel á fjórða hundrað tegundir, með ítarlegri lýsingu, kortum og greinargerð um heimkynni þeirra auk fróðleiks um nytjar af þeim og hvar og hvenær hinir fágætustu hafa veiðst við landið. Einstaklega vel gerðar myndir Jóns Baldurs Hlíðberg og hinn víðtæki fróðleikur vekja áhuga ungra sem aldinna. Textinn er vel skrifaður og að- gengilegur og stundum kryddaður hæfilegri kímni,“ segir í umsögn- inni, auk þess sem í sérstakri álykt- un er sagt að viðurkenninguna fái höfundarnir fyrir að hafa dregið nytjaskepnur og furðukvikindi úr sjó og upp á bókasíður, með snilld- arlegum myndum og ljósu máli. Í Viðurkenningarráði Hagþenkis eiga sæti fimm fulltrúar skipaðir af stjórn félagsins til tveggja ára í senn. Nú skipa ráðið: Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir, ís- lenskufræðingur, Allyson Macdo- nald uppeldisfræðingur, Árni Hjartarson, jarðfræðingur, Sigríð- ur Matthíasdóttir, sagnfræðingur og Viðar Hreinsson bókmennta- fræðingur. Bókin Íslenskir fiskar hlaut Viðurkenningu Hagþenkis 2007 sem afhent var í gær Fjölþættur fróð- leikur um fiska Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðlaunahafar Gunnar Jónsson, Jónbjörn Pálsson og Jón Baldur Hlíðberg taka við Viðurkenningu Hagþenkis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.